Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

"sami grautur"

"Sami grautur í sömu skál" Hvað XD varðar.Allavega finnst mér það Kveð þá sem eiga það skilið kært
mbl.is Þrír nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"jahá"

Jæja ekki virkaði ormalyfið betur. Illuga og Þorgerði fórnað og svo bara "alles klart" Það er stutt í naflan á því XD fólki  Hann er sennilega á milli brjóstanna á því. Þetta minnir á kosningar í stórveldi sem XD notaði sem Grýlu á fólk hér den  Kveð kært þá sem það eiga skilið
mbl.is Lýsa yfir stuðningi við Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"of langt gengið"

Ég hef aldrei verið hlynntur ofbeldi, Og þegar ég las um aðsúg að heimili varaformannsins fannst mér hreinlega of langt gengið Og það eru enn leifar af því í hausnum á mér. En nú sækja á mig dálitlar efasemdir,og spurningar. Hvað var maðurinn að gera með barnið út ?. Gat hann ekki farið sjálfur út án barnsins og talað við fólkið???. Er málstaður hans það slæmur að hann beitti barninu fyrir sig.??

 

Annar og að mínu mati sekari maður kvartaði sáran yfir því við fjölmiðla um daginn að hann gæti ekki lengur farið með börnin í sund. Hann er nú flúinn og syndir sennilega með börnunum í London. En svo er það stóra spurningin hugsuðu þessir menn nokkuð um hvaða afleiðingar þessi græðgi þeirra í peninga hefðu í för með sér fyrir börnin ef ílla færi,

 

Eitthvað talar bók bókanna um "syndir feðranna" eða er ekki svo. Mér finnst einhvernveginn það hefði komið betur út fyrir manninn með barnið í dyragættinni að koma sjálfur og allavega að reyna að skýra mál sitt. Ef þeir fást ekki í viðtöl við fjölmiðla eða á fundi um málið hvar á að finna þá,þá.

 

 

Og fyrst þeir þora ekki að reyna að skýra mál sitt en fara í felur bak við börn sín finnst mér mikið að. Einn frægur einræðisherra ætlaði fyrir nokkrum árum  að kaupa sér einusinni frið Og notaði þá börn sem skildi. Kveð þá sem það eiga skilið kært sem og endranær


mbl.is Bjarni: Allt of hart gengið að Þorgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"misjöfnum augum"

"Misjöfnum augum líta menn silfrið" Þetta sannaðist heldur betur í fyrradag. Í álitum 2ja forseta, Annar fv ,að vísu sen sagði út af ástandi dagsins að hugur sinn væri hjá bændunum og dýrum þeirra En þeim sitjandi þótti verst að komast ekki á afmæli Þórhildar Danadrottningar, Kveð þá sem eiga það skilið, kært
mbl.is Efnafræðileg mengun minni en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"gera eitthvað að viti"

Þarna talar forsætisráðherra landsins sem var ráðherra í þeirri stjórn sem lét allt reka á reiðanum uns heila klabbið hrundi. Hvernig getur hún algerlega fríað sig ábyrgð. Vissi húnn ekki dögg um hvað var að ske. Hverskonar huldusamkomur eru fundir í ríkisstjórn þessa lands Eru þeir í sitthvoru horninu tveir og tveir og hvíslast á um leyndarmálin??

 

Ingibjörg Sólrún hlýtur að verða að gefa betri skýinga á sinni stjórn á sínu stjórnarflokki. Megum við vænta álíka lýsinga af stjórn Jóhönnu, En Jóhanna hvernig væri nú að fara að gera eitthvað hvað varðar að ná þessum mönnum heim og kyrrsetja þá,

 

 

Manni leiðist þessi endalausa helv.... rulla :"vantar lög" og eða:"vantar reglur" nú ef þetta vantar þá er að láta þessa fíflafabrikku við völlinn fræga setja slík lö og reglu. Láta það lið hafa annað að gera en að karpa um innihaldslaus mál sem fáum varðar um.

 

Það verður að fara að gera eitthvað svo þessir andsk.... sem komu okkur á hausin getir ekki flúið ti landa sem eingan áhuga hafa að framselja slíka menn og komið sínum fjármunum í örugga höfn.Þá sem eiga það skilið kveð ég kært


mbl.is Draga á þá sem tæmdu bankana fyrir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ja hérna"

Ekki það að alþingismenn megi ekki skulda peninga. En mér finnst satt að segja bak við þess tuggu sem nú heyrist daglega:"að lánin væru eðlileg viðskipti." o.sv.fr  leynist"þar til annað kemur í ljós "
Hvernig á XD ekki einn einasta mann sem ekki kemur fyrir í margumræddri bók með rosaskuldir (í mínum huga) á bakin? Eru svona menn bærir til að taka ákvarðanir t.d. um álögur á okkur "gamlingina" Hvað með Tryggva þór er ekki farið að volgna undir honum sem ásamt formanninum er flæktur í ýmiss fjármálaævintýr
Um Óla Björn má lesa þetta í  DV :"Þess má þó geta þess að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að í lok árs 2005 skuldaði Óli Björn bönkunum 478 milljónir króna. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann sagði Þess má þó geta þess að í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að í lok árs 2005 skuldaði Óli Björn bönkunum 478 milljónir króna. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann sagði að lánin væru eðlileg viðskipti."
Ég kveð þá sem eiga það skilið kært

mbl.is Óli Björn tekur sæti Þorgerðar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri and....... vitleysan

Hvað á  að ganga langt í þessari endemis vitleysu. Hve lengi á að líða nokkrum mönnum að standa í vegi fyrir að stórkostleg verðmæti séu fyrir borð borinn í orðsins fyllstu merkingu.  

 

Maður hlustar á sjómenn tala um að það sé hvergi hægt að kasta trolli án þess að það hreinlega "fyllist"af vænum þorski. Ég heyrði í dag að "grásleppukallar" viða um land séu í standandi vandræðum út af hinu sama.Og maður hlítur að spyrja sig hvert fer meðafli þeirra???  

 

 

Og ég spyr af hverju ættu sjómenn hringinn í kring um landið að vera að ljúga um þorskgengdina. Það er sagt að hinir menntuðu "fræðingar" viti meir um þetta lokaðir inn á skrifstofu við vissa götu (sem skírð er eftir einum helsta frumkvöðli atvinnuvega á Íslandi) heldur en sumir þessara lítt lærðu manna sem á miðunum eru á bátum/skipum sínum.

 

Líú verður náttúrlega að styðja við bakið á sínum mönnum þó það kosti þá milljarða Það væri gaman að sjá tölur um"Hafróaflan" undanfarið


mbl.is LÍÚ: Niðurstaða Hafró vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir borgaðar ???

Er hreinlega til sá maður á Íslandi með "fulle femm" sem finnst ekkert að þessum málflutningi hjá varaformanninum. Ég er að vísu bara gamall lítt menntaður og tregur sjóari. En ég hélt að í hjónabandi væri engin stórmál afgreidd nema með vitund og vilja beggja aðila.

 

Og maður hlýtur að spyrja hvað varð af þessum peningum Maður varafrúarinnar skuldar 1683 milljónum króna Maður fv ráðherra dómsmála skuldar 3.635 milljónir króna.

Á sama tíma og þetta er að gerast eru öryrkjar sem voru ábyrgðarmenn fyrir ættinga dæmdir til að greiða skuld þess er þeir ábyrgðust. Í Stjórnarskrá Íslands ku standa að allir eigi að borga skuldir sínar. Er ekki dásamlegt að eiga slíka stjórnarskrá á þessum erfiðu tímum.

 

Ættu ekki allir gamlingar ,öryrkjar og aðrir sem minna mega sín að  hlakka til þegar allar skuldirnar eru komnar í hús. Sjálfstæðisflokkurinn ætla ekki að skorast undan ábyrgð. Og þeir hljóta að vilja að farið sé eftir landslögum.Eða hvað??????????


mbl.is Fékk heimild til að flytja hlutabréf í eignarhaldsfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"endurraða"

Það er margt sem þarnast endurröðunnar  Koma í burtu öllu því hyski sem ráðið hefur verið á hinum og þessum stöðum af þeim mönnum sem leifðu þessu að ske.

Þó það kosti einhverja peninga í bili þá þarf að endurráða líka í þessu umrædda embætti ,Hæstarétti og dómstólum landsins o,sv fr.. Og viss er ég um ef hróflað verður við þessari konu í Dómsmálunum þá verður mikill skjálfti í almenningi 


mbl.is Saksóknari þarf að endurraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband