Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.6.2010 | 18:15
Tak sæng þína og gakk"
Einhverntíms las ég úr ritgerð nútíma skólanemanda: "Jesús gerði mikið fyrir umferðina. Einu sinni þegar hann var á gangi í Jerúsalem, mætti hann lömuðum manni sem lá í rúminu sínu úti á miðri götu.
Jesús sagði: "Tak sæng þína og gakk." Maðurinn gerði það og þá gátu bílarnir aftur komist leiðar sinnar... Gísli Marteinn og Dagur Eggerts ættu að gera það sama.
Eru mennirnir litblindir, sjá ekki gula spjaldið sem þeir fengu.Eða ólæsir og sjá ekki að þeir eru komnir á "síðasta söludag" Eða eru mannasiðir hvergi kenndir nú til dags. Kært kvaddir sem það eiga skilið
![]() |
Gísli var oftast strikaður út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.6.2010 | 17:53
"breiðu spjótin"
"Þau tíðkast hin breiðu spjótin," sagi Atli á Bjargi eftir að Þorbjörn "öxnamegin" bóndi á Þóroddsstöðum hafði lagt til hans og sært banasári. Þetta segir Grettissaga.
En þeir bændur höfðu deilt um 1 mann Ála. Og enn tíðkast "hin breiðu spjótin," Allavega í Framsókn.
Og en ert þeim beitt vegna ósamkomulags um menn. En nú fleiri en 1 Kært kvaddir sem það eiga skilið
![]() |
Telur bellibrögð hafa komið oddvitanum í koll í kosningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 18:33
"bolli af vatni"
Þetta er með algerum endemum að svona skuli vera liðið. Hvernig Ísrelsmönnum fá að haga sér. Ég næ bara ekki alveg upp í að kristnir menn skuli styðja þetta. Er mannkærleikurinn fyrir bí.
Þegar konur og börn eru drepin á Gaza er verið að verja hendur sínar og hryðjuverkamenn drepni Ef Ísralesk börn eru drepin þá eru það árásir á saklausa borgara.
Ímyndið ykkur þið sem t.d búið við rykið frá eldgosinu. Fólkið á Gaza fær sem samsvarar 1 bolla af vatni á dag. Meira þarf ekki að segja. Kært kvaddir þeir sem það eiga skilið
![]() |
Árás Ísraela rædd í utanríkismálanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 18:21
"ráðherrana"
![]() |
Sendi saksóknara ábendingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 18:10
"gleðipillur"
![]() |
Þunglyndislyf lækka um 20-63% í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2010 | 17:54
Sjómannadagurinn
Saga bernsku íslensku þjóðarinnar er jafnframt saga mikilla sæfara. Manna sem ekki létu sér allt fyrir brjósti brenna.Manna sem ekki létu hættur eða erfiðleika hindra för.
Manna sem sigldu litlum fleytum um ókunnar slóðir með fá önnur tæki, en eigin eftirtekt og ásafnaðri reynslu til að leita landa, frelsis og frama.Andi þessara manna hefur lifað í æðum þjóðarinnar um aldir. Af sæhetjum erum við komin. Fyrir því er sönnunin í kringum okku. Hafið.
Eitt af þjóðskáldunum kvað: "Föðurland vort hálft er hafið / helgað þúsund feðra dáð./ Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, /þar mun verða stríðið háð". Það er algerlega á hreinu að hingað komu ekki aðrir en sem höfðu tekið vígslu sjómannsins. Sjómenn er að finna í flest öllum stéttum. Var t.d ekki Gissur biskup Ísleifsson farmaður áður en hann varð biskup. Og var ekki Ögmundur Pálsson biskup skipstjóri á skipi Skálholtstaðar.
Og kemur ekki "sjómannseðlið" mikið upp í þjóðinni. Ég er nú að miða við mig sjálfan á sínum tíma:"afla mikils sóa og eyða".Orti ekki Örn Arnar m.a: "Ég vil ærlegan gróða/eða botnlaust tap" Íslenskir sjómenn hafa tekið þátt í 2 heimstyrjöldum og orðið fyrir miklum blóðtökum. Sérstaklega í WW2. Frá upphafi hefur líf sjómannsins mótast af starfi hans, umhverfi og kjörum.
Hann þarf að skifta við volduga aðila haf og himin. Vald þeirra er svo mikið, máttur þeirra svo óbrotlegur að ekki þýðir að mæla á móti. Síðan þar hann að skifta við það vald sem stýrir kjörum hans, Vegna alls þessa á þjóðin að styðja við bakið á sjómönnum sínum. Og hún á að hætta öfundinni yfir launum þeirra Kært kvaddir sem það eiga skilið
31.5.2010 | 12:59
"skrítin tík"
Hún er skrítin tík þessi pólítík. Þegar Dagur Eggerts segir í Reykjavík segir að það sé í beinu framhaldi þar sem meirihlutar falli þá taki sigurvegarnir yfir.
En hvað með Hafnarfjörð þar ætla VG að halda Samfó við völdin. Þrátt fyrir augljósa andúð borgarana. Sem þeir sýnu með dræmri kjörsókn og auðum seðlum..
Enn og aftur enn og aftur sýna stjórnmálamenn hve oft vilji fólksins er sniðgenginn og faktíst að minnihlutinn ræður alltof oft. Kært kvaddir sem það eiga skilið
![]() |
Nær sjötti hver Hafnfirðingur skilaði auðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 20:12
"krónprinsinn"
Mér heyrðist ekki betur í dag en krónprins þeirra XB sé farinn að hugsa sér til hreyfings,
Vað það kannske misheyrn að Guðumundur Steingrímsson hafi sagt þetta m.a. í dag:
"Þingmaður Framsóknarflokks segir formann flokksins bera ábyrgð á slæmu gengi hans á höfuðborgarsvæðinu í sveitarstjórnarkosningunum. Honum hafi mistekist að innleiða ný pólitísk vinnubrögð hjá flokknum í kjölfar endurnýjunar í forystu hans."
Sömu kveðjur
![]() |
Besti árangur framsóknarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 19:56
"til hvers"
![]() |
Flestar breytingar á D-lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2010 | 18:04
"fötin keisarans"
Ég upplifði sögu H.C. Andersens í gærkveldi þega floksforingarnir þrátt fyrir "gula spjaldið"frá kjósendum bulluðu hver í kapp við annan um sigur í kosningunum.
Þegar "litla" telpan Birgitta var spurð hvað hún læsi út úr stefnu XÆ sem að mati þula var á reiki svaraði hún m.a. eitthvað á þessa leið: "Erum við einhverju nær eftir þessar samræður í kvöld. Vitið þið eitthvað um hvernig flokkarnir ætla að bregðast við þessum niðurstöðum í stærstu sveitafélögum landsins."
Já Birgitta benti réttilega á nekt keisarans. Enginn flokksforinginn, enginn benti á neitt nýtt. Þeir voru í þeim sama brotinu og þeir fengu gula spjaldið fyrir.
Þeir ætla að halda áfram að kasta ryki í augu almennings. Þeir ætla að halda áfram að raupa um eigið ágæti. Þeir ætla að halda áfram, ekki á eigin ágæti heldur á betli.
Af okkur þessum sauðsvörtu til að kosta ágætið í fjölmiðlum. Þeir ætla að halda áfram á "nærbuxunum. Kært kvaddir sem það eiga skilið
![]() |
Munum halda áfram okkar verki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar