Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.8.2009 | 14:20
Enn og aftur
Enn og aftur bloggar maður um þetta skip. Mér hefur t.d. aldrei dottið í hug að eigendur skipsins eða áhöfn væri innblönduð í neitt kjarnorku kjaftæði.
En maður hlýtur að spyrja sig enn og aftur hvað voru mennirnir sem stoppuðu skipið út af Ölandi að vilja? Og getur verið að þeir hafi falið einhversskonar kjarnorkuvopn um borð. ? Ég bara spyr? Og ég vísa í það sem ég bloggaði um daginn
http://solir.blog.is/blog/solir/entry/928112/#comments
Kært kvödd
![]() |
Neita orðrómi um farm Arctic Sea |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2009 | 14:00
"Tapað fundið"
Ég hef svolítið verið að fylgast með þessu sérstaka máli Og það er margt sem vekur undrun mína í því. Þann 13 þ.m. átti skipið að hafa fundist í höfnini í San Sebastian á N-Spáni. Ég ætlaði að fara að blogga um það en þá kom frétt um að það væri misskilningur. Og nú á það að hafa sést út af Cap Verde. Rússar vilja ekki staðfesta það. Artic Sea, Þarna með timburfarm á dekki.Mér finnst fréttaflutningurinn af þessu máli vera fullharður hvað varðar fjölskyldur áhafnar skipsins. Að kvíði breytist í gleði en svo kvíða aftur og kannske í restina í sorg er slæmur ferill.
Ég man líkan ferli hér á landi. Það var þegar b/v Egill Rauði strandaði og Mogginn (sem þá var með"síðustu fréttir" glugga í Austurstræti) kom með þá frétt í fréttagluggann að allir hefðu bjargast. sem svo reyndist misskilningur.
Menn ættu að halda kja... þar til eitthvað bitastætt er í hendi. Svo er það eignarhaldið á Artic Sea Ég hef séð það kallað Lettneskt. Rússneskt og Finnskt. Einnig þessi lausnargjalds krafa getur hreinlega verið bull. Ég man eftir "ráninu" á Danica White.
Þá ætluðu dönsku stéttarfélög mannana um borð að borga lausnargjald. Ég hef það eftir 1stu hendi innan útgerðarinnar að þeim (stéttarfélögunum og hreinlega útgerðinni sjálfri) hefði verið bannað að reyna slíka hluti því þeir gætu allsekki verið vissir um að gjaldi færi í réttar hendur. Slíkt hefði skeð. Þ.e.a.s. að gerviræningum hefði verið greitt lausnargjald fyrir skip. En vonandi fáum við botn í þetta mál Og áhöfnin sé hult. Myndin af Shipspotting. Kært kvödd
![]() |
Lausnargjalds krafist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.8.2009 | 22:23
"4 systurskip"
Þetta skipshvarf er alltaf að verða dularfyllra. og nú er ég einnig orðin efins um mínar fyrri getgátur.Skipið var lestað timbri að verðmæti c.a $1.3-million. Svo ekki er áhugaverður farmur fyrir sjóræninga hvað verðmæti varðar.Talsmaður útgerðar vill ekki gefa upp olíubirgðir skipsins. En eftir uppl" Fairplay" hefur skipið tankpláss fyrir 275 tonn af olíu og eyðsla sé um 13 ts á dag.
Þannig að skipið gæti haft forða til 3 vikna. Þ.e.a.s hafi tankar verið fullir. Það sem gerir málið enn athyglisverðara að 4 systurskip Arctic Sea hafa lent í erfiðleikum.Öll vegna lélegs stability Tiger Force (byggt 1991) fékk á sig slagsíðu var yfirgefið og sökk 1998. Teklivka (byggt1990 )sökk í Miðjarðarhafi í slæmu veðri mars 2006. 12 af 15 manna áhafnar björguðust. 1 fannst látinn en 2ja saknað.
2004, Nova Spirit (byggt.1991) Áhöfn yfirgaf skipið vegna slagsíðu en skipinu var seinna bjargað. Torm Alexandra(1992) hvolfdi við bryggju í Monróvíu 25 júlí 2001. Öll skipin eftir sömu rússneskri teikningu. Og smíðuð hjá Sedef Gemi Tyrklandi. 22 skip af þessari gerð voru smíðuð hjá þessari stöð á árunum 1990 - 1993.
Ef skip er með lélegt stability þá er timbur á dekki kannske ekki alvega óskafarmurinn. Torm Alexandra hvolfdi vegna rangrar dælingar milli ballasttanks. Hin skipin öll voru með gámafarm á dekki þegar óhöppin skeðu.. Myndirnar af Shipspotter..Eftir þessar vangaveltur kveð ég ykkur kært.
![]() |
Arctic Sea fórnarlamb mafíuátaka? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.8.2009 | 22:02
Gamlir kunningar 2




Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 19:54
Skipshvarf
Menn velta fyrir sér hvarfi Arctic Sea Sem ég bloggaðu um hér um daginn http://solir.blog.is/blog/solir/entry/928112/#comments Skipið ekki nýtt (1992)og engin sérstök verðmæti í því. Þótt af myndum að dæma í mjög þokkalegu standi. Farmur verðlítill timburfarmur. Um borð eru 15 rússar. Þetta er allt hið furðulegasta mál. Þ.24 júlí var skipið stöðvað út af Öland í Austursjónum. 10 menn sem "þóttust" vera frá sænsku eiturlyfjalögreglunni.
Þessir menn tóku skipshöfnina, kefluðu og bundu. Eftir 12 tíma var skipshöfnin leyst úr haldi. Engu var stolið. Hvað voru þessir menn að gera ? Mér er andsk..... sama þó fólk telji mig háff eða alruglaðan og afdankaðan rugludall. En sem gamall sjóari sem ekki er svo viss um að allir út í hinum stóra heimi séu voða góðir menn set ég stórt ? við þetta skipshvarf. Af hverju þessi mikli áhugi rússa á málinu ???. Jú ég veit að skipshöfnin er rússnesk ( 15 menn ) En ég veit líka að þeir (rússar )hafa ekkert gert til hjálpar löndum sínum eftir að skip þeirra hafa verið leyst úr haldi Sómalíusjóræninga. Oft eftir fleiri mánaðar í haldi þeirra. Menn eru að tala um vopnasmygl. Arctic Sea
Ég las einhverntíma að það vantaði eitthvað af kjarnavopnum frá fv ríkjum komúnista. Ekki er ég kjarnorkufræðingur en einhvernvegin skilst mér að þau þurfi ekki að vera fyrirferðarmikil. Og ef fg 10-menningar hafa falið einhver vopn um í skipinu hafa þau ekki tekið mikið pláss. Því ef skipshöfnin er saklaus af öllu þessu, hefði hún verið orðið var við þau. Þvi sennilega hafa yfirmenn skipsins látið yfirfara skip og farm á eftir atburðinn. Og maður er dálítið hugsi yfir hvaða lönd liggja að Austursjónum.
Hérna er saga skipsins: JOGAILA ex TORM SENEGAL (-2000), ex ALRAI (-1998), ex ZIM VENEZUELA (-1998), ex OKHOTSKOE (-1996) | General Cargo ||
IMO nr:891292 Call-Sign: LYMF | Flag: Litauen/Klaipeda |
GT 3.936 | dwt 4.168 |
Loa 97,82 m | Br 17,31 m | Draught 5,62 m| 13,5 kn |
Engine: Burmeister & Wain |
built 03/1992 Sedef Shipbuilding Industry Inc., Istanbul |
Owner: Lithuanian Shipping Co. (LISCO) |
Manager: Lisco Baltic Service, Klaipeda.
Was sold in 2005 to Arctic Sea Ltd., Malta and renamed ARCTIC SEA"
Myndir frá Shipspotter. Kveð ykkur kært að sinni.
![]() |
Rússar herða leit að skipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.8.2009 | 01:49
"Gamlir kunningar"
Jæja nú er vinur minn Torfi "á vigtinni" komin úr sumarfríi. "Viktarspjallið" komið í gang aftur og skap mitt að mildast. Er jafnvel til í að samþykkja Icesave. Og þá verður maður aðeins að breyta um bylgjulengd. Á flækingi mínum um heimshöfin "rakst" ég stundum á "gamla kunninga" Þ.e.a.s skip sem áður voru undir íslenskum fána og jafnvel byggð fyrir íslendingaSá skip koma Fyrir ca 10 árum var ég staddur í Palairos litlum hafnarbæ á V- strönd Grikklands. Við lágum með bb síðu að alveg upp í einu horni hafnarinnar. Þá sé ég skip koma inn í höfnina. Hvað sem gerði það, þá fannst mér ég strax eitthvað kannast við þetta skip. Það reyndist vera undir grísku flaggi og heita Philippos K.
Philippos K .Og þegar skipið kom enn nær komu í ljós upphleyptir stafir Rangá,Bolungavík. Skelfing var að sjá aðfarir hin gríska skipstjóra. Það bærðist ekki hár á höfði slíkt var lognið. Mér var hugsað til þeirra Steinars, Rögnvalds, Jóns, Sveins og Sæmundar sem voru með skipið undir íslensku flaggi.
Ætlaði að leggjast .... Hræddur er ég um ef einhver þeirra hefðu horft á aðfarirnar hefðu þeir fengið bát til að skutla sér um borð og láta manninn hætta að"nauðga" skipinu eins og hann gerði. Ópin og öskrin í honum sem ásamt akkerisskrölti vöktu undrun allra sem til sáum Hann ætlaði fyrst að leggjast aftan við okkur.
Skrönglaðist fr......Eftir rúman klukkutíma eftir að hafa skrönglast fram með okkar stb síðu tókst honum loksins að leggjast að bryggju hinumegin við hornið fyrir framan okkur. Saga skipsins er eitthvað á þessa leið: Það var byggt í Elmshorn hjá Kremer Sohn,skipasmíðastöðinni. 1962.
Fyrir Hafskip.Smíðanr 1095. 499 ts. 1666v dw. Lgd oa:66,5 Br:10.2. Það er selt til Danmerkur 1974 og fær nafnið John
( einn góður vinur minn og nafni Ole Alex var með John og sagði það vera einn albesta coaster sem hann hefði siglt og .þeir voru nokkuð margir) 1985 er skipið selt aftur og fær síðan eftirfarandi nöfn. 1985,Eastland, 1989 Ranga, 1990, High Wind, 1990,Kostas.P og 2005 Pilippos K,
Loksins Það skemmdist í bruna við Krít í júlí 2007 og endaði ævi sína í skipakirkjugarðinum í Allaga (Tyrklandi)í ágúst 2007.44 ára gamall. Það var seigt í þessum gömlu. Ég hitti fleiri "gamla kunninga á ferðum mínum"
Bútaður niður í Aliaga. og kem með þá seinna..Það tókst ekki eins vel að skanna allar myndirnar en hæfileikar höfundar í myndvinnslu eru sáralitlar. Þrátt fyrir tilraunir vinar míns Torfa til að bæta þar um. Með von um að einhver hafi haft nennu og eða gaman að skoða þetta kveð ég kært.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2009 | 00:04
Merild 103


![]() |
Gífurlegt þunglyndisálag á íslensku þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2009 | 21:13
Alvörumál
![]() |
Efast um alvöru þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2009 | 21:06
Minning um hund
Já ég er viss um að þetta sem stendur í meðfylgandi frétt er rétt..Þegar ég flutti hingað endurnýjaði ég kunningskap við gamla vinkonu mína. Hún var þá að passa hund fyrir dóttir sína. Sá hét Jaco og var af "Cavalier King Charles" tegund að ég held Jaco Við þessa litlu veru eru hjartnæmar minningar tengdar. Og ég hefði ekki trúað að svona lítil kríli gæti valdið svona miklum söknuði. Uppeldisdóttir mín er löngu "komin í hundana" og ekkert fór eins í mínar fínustu taugar en þegar hún sagði við hundana sína:"kemur afi"
En svo áttí ég sjálfur eftir að segja á þá við Jaco:"komdu til afa" Smásaga og er sönn, af Jaco. Ég kom alltaf til vinkonu minnar,sótti Jaco og fór með hann upp á svokallað "hundasvæði" hér í bænum. Hann þekkti hljóðið í bílnum mínum og fagnaði mér alltaf ákaft er ég kom. Í fyrstu var hann svo hávær af kæti í bílnum af því á hann vissi hvert við vorum að fara. Jaco En þarna gat hann hlaupið frjáls um og gert sínar þarfir. Í fyrstu hann var alveg að gera mig vitlausan og hýddi mér ekki þegar ég sagði honum að þegja. En svo var það að ég tók síðustu beygju,áður en við komum á svæðið niður í bæ aftur.
Frændur/frænkur? Jaco,Mynd af Netinu Fór öskuvondur með hann heim og henti honum inn heima hjá sér. Eftir þetta hélt hann alltaf kja... þangað til að við vorum komnir framhjá fg beygju. Þessu hefði ég aldrei trúað ef ég hefði ekki lent í þessu sjálfur. Ekki veit ég hvar Jaco er niðurkomin í dag en ég virkilega sakna hans. Kært kvödd
![]() |
Jafn greindir og 2 ára börn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 20:09
Dularfullt
Þetta skipshvarf er algerlega með ólíkindum. Hvernig getur svona stórt skip horfið sporlaust á þessum slóðum. Arctic Sea.Skipið virðist í fljótu bragði vera í góðu ástandi. Ég vona að menn fyrirgefi mér og með allri virðingu fyrir Rússum. Þá hef ég gefið þeim dálítið hornauga,hvað sjórán varðar.
Arctic Sea.
Minnugur þess að einusinni fannst 1 rússi í gúmmíbát með mikil verðmæti á sér. Þegar málið var athugað kom í ljós að hann hafði myrt alla sína skipsfélaga. Og reynt að sökkva skipinu. En það flaut og allt komst upp. Þetta skeði í Norðursjónum. Og ég er orðin þess fullviss að rússneska mafían er með fingurna í sjóránunum við Sómalíu,
Þeir rússar sem ég hef kynnst og þeir eru þó nokkrir, eru alveg sómafólk. En ef maður lítur á árin fyrst eftir hrun kommúnismans getur manni dottið margt í hug. Þetta eru jú fleiri tugir þjóða með mismunandi trúarbrögð og menningu. Myndirnar af skipinu eru af Shipspotter. Læt þetta duga kært kvödd
![]() |
Leit hafin að flutningaskipi sem hvarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.9.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 537767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar