Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Húrra

Húrra !!!!! Nú getum við farið að  endurreisa bankana og selt þá öðrum ævintýramönnum, Húrra húrra. Kært kvödd
mbl.is Búið að staðfesta pólska lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan.

Það á að taka hart á svona málum. Lögreglan hefur að mínum dómi skilað virkilega góðu starfi Það mæðir mikið á henni nú um stundir,

 

 

Og fólk talar jafnvel um stráka í bófahasar. En gerir þetta fólk sér grein fyrir að jafnvel þurfa einn eða tveir kannske skömmum tíma eftir að hafa fengið reiðigusur grænrt skyr og allan fjandan yfir sig, að draga stórslasaðan ættinga eða jafnvel skyrslettaran sjálfa út úr ónýtu bílflaki eftir umferðarslys.

 

Skera niður hengt fólk. Finna ílla farin lík . Þegar fólk hefur máske legið dáið í einhvern tíma. Það er furðulegasta fólk sem hæðist að lögreglunni kallandi hana ýmsum ónefnum.

 

 

Lögreglumennirnir eru kannske nýkomnir frá slæmum slysstað og í ójafnvægi sakir þess. Og þegar alþingismaður og seinna þingforseti ræðst að lögreglumanni sem bara var að sinna skipunum yfirmanns síns með óvönduðu orðbragi þá finnst mér nú taka steinin úr. Að þessu voru vitni.

 

Fólk ætti að leggja af að "berja"á lögreglunni því sá hinn sami gæti þurft á þjónustu hennar að halda kannske augnabliki síðar. Og það á það sama við hana og LHGÍ að það má ekki skera of mikið niður í þessum rönnum Lært kvödd


mbl.is Hótuðu fólki lífláti með plastbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað nú ?????

Hvern ands..... er mafían  nú að bralla??? Skipið Arctic Sky sem er í eigu sama skipafélags(Solchart Managment)  og Arctic Se, strandaði rétt hjá vitanum á Understen 2 mánuðum eftir að fyrra skipið komst í fréttir.understen3 Vitarnir á Understen Sænska strandgæslan gerði alvarlega athugasemd við siglingu Arctic Sky Veður hægv. skyggni ARCTIC+SKY gott og aðstæður hinar bestu. Og að sögn kustbevakningen var allt í lagi með siglingartæki skipsins.SKYCARFU3F8  Arctic Sky er með timburfarm til sana móttakanda og hitt skipið. Maður hlýtur að spyja sig hvað er nú í gangi ???. Þegar ég var að sigla þarna var svokallað VTS (Vessel Traffic Services ) í gangi við Understen. Enginn gat siglt þar framhjá án .ess að tilkynna sig. Þeir sáu hvert einasta skip í radar stefnu þess og hraða, Top 9 Punturinn sýnir strandstaðinn. Þetta sögðu þeir hjá Sjöfartsverke;"  Vi följde fartyget och då såg vi att det inte skulle gå bra. De hade en kurs som ledde dem rakt på på grund. De hade inte den ideala kursen i det området och manövrerade konstigt" 

Nú ef skipstjórnarmenn hafa verið ófullir þá er þetta strand dálítið grumsamlegt. En atburðurinn skeði aðfaranótt föstudags svo ef þeir hafa verið áberandi drukknir held ég að það væri komið fram.

Hversvegna skipið átti að fara til Riga til viðgerðar er ekki ljóst nú. Áhöfnin 17 manns er heil á húfi Kært kvödd 


mbl.is Flutningaskip strandaði við Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chicago,Chicago

Þeir hefðu aldrei þorað þessu ef Al Capone hefði verið lifandi og virkur. Í janúar voru 110 ár frá fæðingu hans. Og svo fær "River of January" Ólympíuleikana.

 

Þarna sjáið þið að það er kannske ekki verra að hafa virka stórglæpamenn við lýðið. Nú svo sönnuðu þeir aldrei nema smá skattsvik á Al.  Hann var því engin stórglæpamaður allavega ekki eftir íslensku forskriftinni. Kært kvödd 


mbl.is Chicago fallin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"vitlaus rass......"

Auminga Obama tók feil. En hann lofaði að í að leggja sitt að mörkum í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Það er fyrir öllu að hafa hreint loft eða þannig, Kært kvödd
mbl.is Rangur Rasmussen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"góður Guðmundur"

Seint mun hægindastólaseta teljast til íþrótta. En það er sú "íþrótt" sem ég stunda nú um stundir. Og knattspyrna hefur ekki átt upp á pallborðið hjá frekar en aðrar íþróttir,

 

En nú hefur orðið breyting á. Þökk sé íþróttafréttamönnum Stöðvar 2. Ég hef heldur ekkert vit haft á knattspyrnu þrátt fyrir skyldleika við fremstu menn í greininni.

 

En nú er ég farinn að horfa á hana á Stöð 2 Sport. Og finnst það bara skemmtilegt sérstaklega þegar Guðmundur Benediktsson lýsir leikjunum.

 

Mér finnst hann útskýra þetta á skemmtilegan hátt. Hann virðist þekkja hvern einasta leikmann úti í heimi með nafni og vita allt um þá.

Ég vona bara að hann hætti því ekki þótt hann fari að þjálfa Selfyssingana. Um leið og ég kveð ykkur kært óska ég honum og Selfyssingum velfarnaðar á komandi sumri


mbl.is Guðmundur verður næsti þjálfari Selfyssinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drukknir prestar !!!

Við lestur á þessari frétt datt mér eftirfarandi saga í hug:

 

Ungi presturinn var svo stressaður í fyrstu messu sinni að han stamaði og hikstaði á hverju orði í sinni fyrstu ræðu.

 

Áður en hann messaði í annað skiftið hafði hann samband við prófastinn og bað um ráð .Prófastur ráðlagði honum eftirfarandi: Settu nokkra dropa af vodka í vatn og derkktu það. Og þú munt strax finna hvernig þú slappar af.

 

Prestur gerði eins og prófastur ráðlagði. Daginn eftir fékk prestur meðfylgandi bréf:

 

 

“Kæri vinur!

Næsta skifti skalt þú setja nokkra dropa af vodka í vatnsglas enn ekki nokkra dropa af vatni í vodkaglas. Svo langar mig að vekja athygli þína á nokkrum atriðum svo að það gerist ekki aftur. Litla skálin við hliðina á altarinu er ekki klósett

Reyndu að komast hjá að beyja þig niður að styttuni af Maríu Mey og ekki”káfa”á brjóstunum á styttunni

 

 

Boðorðin voru 10 ekki 12 og enginn af þeim var dvergur

Við tölum ekki um Jesús með orðunum”J.C.and the boys”

Við tölum ekki um Júdas sem”fjandans blaðurskjóða”

 

 

Bin Laden hefur ekkert með dauða Jesús að gera

Syndarar hafna í helvíti ekki á fjóshaugnum

Faðir vor skal lesast í himnum ekki út á götu

Mjög áríðandi: Veran sem sat í horninu við altarið og þú kallaðir”fjandans hommatitt”og djöfu..”klæðskifting” það var ég

 

Með von á að þú takir þetta til greina vi komandi guðþjónustur

Með kærum kveðjum Prófasturinn

 

Kært kvödd

 
mbl.is Drukkinn prestur eyðilagði útför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ofan í sig og á"

Það er eins gott að sjúkir fjárglæframenn,stórþjófar.óvitrir stjórmnmálamenn og gengisfellingar herji ekki á þá nýfæddu til þess að þeir eigi í sig og á árunum eftir 67 ára aldurinn.

 

Vonandi tekst framtíðarstjórnmálamönnunum betur með að hlú að sínum eldriborgurum en þeim núlifandi,. Og vonandi herja líkar ríkisstjórnir og sú sem nú er við völd ekki eins að þeim  eins og þessi gerir. Hrein vinstri stjórn. Kært kvödd


mbl.is Helmingur verður 100 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of margir bretar!!!!

Það er von að Margaret Thatcher hafi staðið uggur af sameiningu Þýskalands. Kóngafólkið enska er jú allt þjóðverjar. 468px A Good Riddance   George V of the United Kingdom cartoon in Punch%2C 1917Georg V reynir að hreinsa konungdæmið af Þjóðverjum. Filippus er grískfæddur hálf þýskur prins og  systur hans voru giftar framámönnum í Nazi- Þýskalandi. Montbatten lávarður,móðurbróðir hans snéri nafni sínu úr þýska nafninu Battenberg.

Sonarsonur Queen Victoria var háttsettur í Nazi-Þýskalandi. Það má því segja að Bretland sé í hálfpartinn í höndum Þjóðverja. Von að Filli vilji losna við bretana. Kært kvödd


mbl.is Finnst allt of margt fólk í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 537759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband