15.6.2011 | 22:01
" og að lesa gamansögu"
Þetta er eins og að lesa gamansögu eftir Wodehouse. Eyþjóð hefur aðal afkomu sína af sjávarfangi. Þykist vera að vernda fiskistofna "leigir" öll tæki og tól sem nota þarf til þess og verjast ágangi í landhelgina til annara landa. Á sjálf engin skip til að flytja útflutningsvörur. Skelfing held ég að sumar fiskveiðiþjóðir eða réttara sagt þegnar þeirra kætist.
Er ekki leikur einn að slökkva á "græjunum" og fiska að vild innan lögsögunnar? Þó aðalstjórnin í Reykjavík verði var við eitthvað eru þeir þá ekki handalausir? En þetta kemur "aðlinum" ekkert við. Þeir skemmta sér með mestu fjármálabröskurum Íslandsögunnar í sinni höll sem hægt var að byggja þrátt fyrir allar hörmungar með stórum spón úr aski þeirra sem minna mega sín.
Það myndi hæfa þessu "hænsnahúsi" að sýna eitthvað eftir Wodehouse í því. Þvílík skömm fyrir ráðamenn þessarar þjóðar sem telur sig meðal fullvalda ríkja. Svona er staðan:Kaupskipafloti til millilanda siglinga: 0 Varðskip til gæslu og björgunnar: 0 Björgunarþyrlur til björgnar og sjúkraflugs bráðlega: 1
Þetta eru kaldar kveðjur frá mestu afturhalds og íhaldssjórn í sögu lýðveldisins til þessara sem enn fást til að stunda þann atvinnuveg sem ásamt landbúnaði kom þessari þjóð á lappirnar. Kært kvödd
![]() |
Aðeins ein þyrla verður til taks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2011 | 00:31
"til að slá ryki"
![]() |
Öll olíufélög hafa hækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2011 | 00:25
"helv.... lýgi er þetta".
Einhvern tíma hefði maður sagt "helv.... lýgi er þetta". En í dag leyfir maður sér ekki slíkt. Maður ætti kannske að hringa í Guðbjörn á morgun og spyrja hvort Windows Vista taki þetta kerfi já eða þannig. Er ekki sagt að dagurinn í dag sé fyrsti dagurinn í endalokum lífs manns. Því verður maður kannske aldrei of gamall til að reyna eitthvað nýtt eða svoleiðis. Kært kvödd "í gegn um netið"
Ps Ætli þetta sé þá" save sex"
![]() |
Kynlífið verði í gegnum netið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.6.2011 | 00:12
" fá ráðherrana"
![]() |
Óviðeigandi að leita að fallbyssufóðri hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2011 | 20:28
"hvernig ástandið er"
Þetta finnst mér segja meir en nokkuð annað hvernig ástandið er í sandkassanum við Austurvöll. Með aularnir kasta skit hver í annan gleyma þeir málum sem gætu kannske bætt stöðu tóms ríkissjóðs.
Koma með einhver aulafrumvörp á síðustu metrunum þvælast í svörum og andsvörum hæstvirtur og hástemmdur eða hvað þetta heitir nú allt saman. En nokkur furða að framhaldsskólanemendur (sem eiga að erfa landið) bætist í hóp þeirra sem ekkert traust bera til þessa fólks. Kært kvödd
![]() |
Olíuleitarútboði frestað? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2011 | 18:50
"Auminga landarnir "
Auminga landarnir sem varð tepptir í Eyjum. En Vestmanneyingarnir sem urðu tepptir uppi á landi, Hvað með þá? Þetta kom aðeins við mig. Þegar ég kom akandi í rólegheitum strax eftir minn venjulega fótaferðatíma (hádegi) og sá ekki hvíta Skodan fyrir utan "litla snyrtilega húsið við höfn friðar" Það lá við að pumpan stoppaði.
Nú þyrti ég að snúa við og hundskast heim og drekka kaffi frá sjálfum mér. En svo sá ég bíl fyrir utan fg hús sem vakti von í brjósti um frítt kaffi ( hafði líka gleymt Friðrik Már í Endurvinnslunni) Og öðlingurinn sem leysi "vogarmanninn" af gaf mér kaffi. Ný uppáhellt,brennt og malað Merrild 103. En þessir auminga landarnir sem tepptust hér fengu mig til að hugsa.
Hér er t.d. yfirbyggður bátur sem tekur nokkra farþega. Með leifi til farþegaflutninga (hlýtur að vera) í útsýnisferðir. Og af því að Eimskip allavega Herjólfur hefur einkaleifi á Bakkafjöruhöfn af hverju getur Eimskip ekki fengið leifi hjá Siglingastofnum að taka t.d. þennan bát á leigu til flutnings á fótgangandi fólki. Þegar lúnar vélar Herjólfs bila eins og núna um helgna, Siglingastofnun hefði svo eftirlit með hvenær fært væri fyrir bátinn, Það er á hreinu eins og ástandið er í dag að notast verður við hinn gamla og lúna Herjólf í komandi Kært kvödd
![]() |
Strandaglópar í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2011 | 17:43
"Það er með hreinum endemum "
Það er með hreinum endemum þessi andsk..... þvergirðingháttur íslenskra ráðamanna, Hvort sem er í stjórnmálum eða stjórn ríkisstofnana. Þeir gera sig algerlega vanhæfa með einhverju athæfi en viðurkenna aldrei nein misstök.En verða svo kannske að "hrökklast" úr starfi vegna þrýstings almennings.
Ég hef allaf verið hrifinn af þeim feðgum Sigurbirni og Karli. En nú finnst mér Karl hafa brugðist. Þegar hann segir "ef ég hafi brugðist rangt við í málum þeirra". Þetta eina orð ef gerir gæfumunin. Með þessu efi viðurkennir hann engin mistök. Og enn fremur:" Biskupinn sagðist ekki hafa hindrað framgang máls Guðrúnar Ebbu með viðbrögðum sínum" Til að trúa þessum orðum verður maðu að renga orð Ragnhildar Bragadóttir skjalavarðar biskupsstofu um hið margumrætt bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttir. Bréf sem að sögn Ragnhildar lá tæplega eitt og hálft ár í skúffu biskups.
Ætlar biskup sega þetta vanbúnað kirjunnar til að taka á svona málum. Og þegar hann talar um málið talar hann alltaf í fleirtölu við og okkur Eins og það séu jafnvel einhverjir aðrir hjá kirkjunni sem séu sekir í málinu, Sem enn og aftur á að reyna að þagga málið niður." Líta fram á veginn" heitir það. En mér finst líka fleiri þurfa að biðja konurnar fyrirgefningar fv háttsettar manneskjur í þjóðfélaginu Flesti sem hafa fylgst með þessu máli ættu að vita hvern ég meina. Kært kvödd
![]() |
Guðs og góðra manna hjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2011 | 19:43
" fugvirkja og flugmanna "
Miklar ásakanir heyrast í garð fugvirkja og flugmanna vegna verkfallshótana. Ekki ætla ég mér að segja það frekju hjá neinum flokki launþega að krefjast hærri launa. En ég hef oft velt fyrir mér þýðingu góðra launa.
Og þegar talað er um greiðslu launa vegna ábyrgðar þá hefur mér funndist að það virðist vera peningagæslumenn sem eigi að borga virkilega há laun, Flugvirki hefur mörg hundruð mannslíf í hendi sér daglega. Flugstjóri eitthvað færri kannske. Þessi fg störf útheimta langt nám Þessi störf þurfa nei eiga að vera vellaunuð svo að í þau sæki menn sem eru 100% til að skila þeim vel úr hendi.
Mér finnst að aðilar ferðaþjónustu ættu frekar að skammast út í flugfélög eða stjórnvöld en fg stéttir. Allir hljóta að vilja öruggt flug Það ætlar seint að síast inn í haus þeirra sem stjórna að í góð laun sækist hæfara fólk Kært kvödd
![]() |
Miðar í samkomulagsátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2011 | 20:26
"segir hina efnaminni"
![]() |
Hinir efnaminni njóti uppsveiflunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2011 | 20:20
"Mér finnst það engin "
Mér finnst það engin furða þó fosætisráðherra vilji ekki koma fram fyrir alþjóð í kvöld. Aldrei í sögu lýðveldisins hefur "hrein" vinstri stjórn stjórnað.
Og hver er árangurinn. Sandkassinn við Austurvöll logar í illdeilum. Enginn sátt þar í augsýn.Þrátt fyrir öll loforð um samstöðu til að ná landinu á réttan kjöl. Verkalýðshreifingin komin á móti stjórninni. Fátt eitt af loforðum frá fyrri tímum haldin. Síðustu samningar hanga á bláþræði.
Ég er viss um að frúin á stjórnarheimilinu hættir eftir kjörtímabilið þrátt fyrir eigin orð. Og mér finnst það satt að segja ömurlegur endir á , stundum farsælum stjórmálaferli. Að hafa stjórnað þeirri stjórn sem harðast af öllum stjórnum þrengdi sultaról þeirra hópa sem minna mega sín. Að hafa stjórnað þeirri stjórn sem lofaði skjaldborg um heimilin sem svo náði til 20 heimila.
Að hafa stjórnað þeirri stjórn sem met setti í fáránlegum loforðum sem kolsteypir fjölda smáfyrirtækja. Að hafa stjórnað þeirri stjórn sem 3 þingmenn yfirgáfu má segja á örlagastundu. Að hafa o.sv.fr. Það mætti lengi telja. Kært kvödd
![]() |
Jóhanna ekki á mælendaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2011 | 19:48
"Jussanam Da Silva
Þetta, að veita Jussanam Da Silva ríkisborgararétt er sennilega það eina sem hefur komið að viti frá sandkassanun við völlinn í mjög svo langan tíma. Og er nú nema von að leikararnir sjálfir í kassanum geti ekki hamið hláturinn yfir andsk..... fíflaganginum sem fer þar fram?? Kært kvödd
![]() |
50 fái ríkisborgararétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2011 | 19:46
"Ekki á Íslandi"
![]() |
Kjánar finnast við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2011 | 14:34
"Sjómannskonan"
Aldrei má halda Sjómannadaginn hátíðlegan öðru vísi en að minnst sé einnig Sjómannkonunni Þó margt sé breitt hvað öryggi og hinn félagslega þátt varðar til hins betra þá hverfur sennilega kvíðinn í brjósti Sjómannskonnunar aldrei þegar slæm veður ganga yfir og makinn er á sjó. Skáld hafa ort til Sjómannskonnunnar falleg ljóð m.a.:
"Hún situr hljóð og horfir út /með hjartað þreytt af kvíða./ Það er svo langt - það er svo strangt / að elska, sakna og bíða/ Ekki veit ég hver orti, en þetta orti Lilja Björnsdóttir : "Að elska og sakna, að vaka og vona,/ og vinna í trausti á kærleikans mátt,/ alltaf mun sjómannsins ástríka kona/ í einrúmi leika hinn sorgbljúga þátt." Mér finnst satt að segja fáir (er að vísu ekki viðlesin maður) hafi gert Sjómannskonunni eins góð skil og séra Jakob Jónsson í Sjómannadagshugvekju sinni 1941. Þó þessi grein sé 70 ára gömul á hún vel við daginn í dag Þetta skrifaði Jakob m.a:
"Aldrei skyldu menn metast um það, hvaða stétt sé þjóðinni þýðingarmest. Það má lengi um þau deila, hvort meiri nauðsyn sé að rækta landið, stunda sjóinn eða flytja vörur milli landa. Það má þrefa um það, hverir geri meira gagn, þeir, sem vinna með höndunum, eða þeir, sem stunda andleg störf og hvort þjóðinni beri skylda til að meta meira þingmenn sina, presta, lækna eða verkamenn. En vitringurinn Páll frá Tarsus benti einu sinni á það í svipuöu sambandi, að limirnir væru margir en líkaminn einn.
»0g augað getur ekki sagt við höndina: Ég þarfnast þín ekki ! né heldur höfuðið við fæturnar: Ég þarfnast ykkar ekki«. Allar þær stéttir, sem vinna þjóöinni þarft verk, skulu metnar jafnt, og gildi starfsins fer ekki eftir því, hvort það er unnið á sjó eða landi, heldur eftir því, hvernig það er af hendi leyst. Gerir það mannfélaginu gott? Er það göfgandi og þroskandi fyrir þann, sem innir það af hendi?
Hin íslenzka þjóð hefir átt því láni. að fagna að í öllum stéttum hafa verið til menn, sem mátu starf sitt og köllun mikils. Ef rúm væri til þess, mætti sjálfsagt telja upp mörg dæmi frá hverri einustu stétt þjóðarinnar um fólk. sem ekki hugsaði eingöngu um laun sín, jafnvel ekki einu sinni um heilsu og líf, þegar skyldan var annars vegar. Flestar slíkar fórnir hafa af hlutaðeigendum sjálfum verið taldar sjálfsögð skylda.
Á hallæristímum dóu húsmæðurnar oft fyrst, af því að þær skömmtuðu öðrum meira en sjálfum sér. Og ég hefi sjálfur séð Ijósmóður leggja út á sjó í opnum róðrarbáti í grenjandi roki, náttmyrkri og stórrigningu, jafn rólega og blátt áfram, eins og ef hún hefði verið beðin að skreppa yfir í næsta herbergi. Og ég hefi séð sjómenn leggja frá landi í leit eftir félögum sínum, þegar mörgum þótti sannarlega nóg að vita af einum bát í hættu. Það er mikið talað um vonsku mannanna nú á dögum, og dæmin sýnast deginum ljósari.
En ekki er þó mannfólkið yfirleitt verra en það, að hið illa þykir meiri tiðindi en hið góða, og allur þorri fólks telur það ekki tiltökumál, þó að það leggi sjálft sig í hættu og erfiði annara vegna, að meiru eða minna leyti. I þessum efnum er það ein stétt, sem hefir nokkura sérstöðu. Það er sjómannastéttin. Ekki dettur mér í hug að fara að skjalla sjómenn með því, að þeir séu hinir einu nauðsynlegu fyrir þetta þjóðfélag.
Ekki vil ég heldur hvetja þá til að berja sér á brjóst og telja sjálfum sér trú um, að þeir sé betri en aðrir og eigi skilmálalausa kröfu til þesis að vera meiri taldir en aðrar stéttir. En hitt er annað mál, að flestir af oss, sem ekki erum sjómenn sjálf, erum viðkvæm undir niðri, þegar á sjómennina er minnst. Og þann mann skil ég ekki, sem er ósnortinn af þakklæti til þeirra og þá ekki, síður til kvennanna, sem »bíða heima«. Sérstaða sjómennskunnar er ekki aðeins, fólgin í því, að hún hefir meiri hættur í för með sér en flest önnur störf, heldur líka í því, að við þessari hættu má alltaf búast, þegar minnst varir,
»Maður heldur áfram að sigla .hérna út fyrir«, sagði austfirzkur sjómaðúr, »þangað til einhvern góðan veðurdag, að maður kemur ekki aftur«. Í hvert sinn, sem sjómannskonan tekur á móti manni sínum, finnst henni sem hún hafi heimt hann úr helju. Þetta á sér ekki síst stað á ófriðartímum sem þessum, Dánarskrár drukknaðra sjómanna sýna aðeins lítinn þátt þeirrar harmsögu, sem gerst hefir við strendur Islands eða í nágrenni, þess. Milli línanna eru aðrar sögur skráðar, og sumar dásamlega fagrar.
Þær eru um hetjuskap, karlmennsku, bróðurhug, hjálpfýsi, fórnarlund. Sumar eru um þá manndáð, þrek og þrótt, sem konur og börn sýndu á sorgþrungnum dögum og nóttum. Ég vildi geta sagt við vini mína, sjómennina: »Það má mikið vera, ef þið eruð yfirleitt meiri hetjur á sjónum en konur yðar eru á landi, þegar í harðbakkann slær. Ég þekki ykkar hetjulund af afspurn, en staða mín og starf hefir oft gefið mér tækifæri til að dást að hetjunum heima«. Sjómennskan, eins og önnur störf, setur sitt mót á á skapgerð og hugarfar manna. I ýmsu. verða þeir líkir hafinu sjálfu, með hvikulum bárum á yfirborðinu, en kyrrlátum undirdjúpum. Flestir sjómenn eru glaðlyndir og fjörugir í sínum hóp, spaugsamir og hláturmildir. Á þeim dögum, þegar áhyggjurnar eru litlar á yfirborðinu, en miklar undir niðri, er skammt skrefið frá léttlyndi yfir í léttúð.
Þrátt fyrir glaðVærð og óróa sjómannslundarinnar er það eftirtektarvert, að flestir sjómenn eru viðkvæmir alvörumenn undir niðri. Ég mínnist oft orða Þórólfs Beck skipstjóra, móðurbróður míns, er hann sagði: »Við sjómennirnir hljótum að verða trúmenn. Það er svo oft sem við getum ekki meira, og þá verður annar að taka við stjórn«. Mér fannst það einhvernveginn á málrómi frænda míns, að hann mundi samt ekki sleppa stjórnartaumnum svo lengi sem hann gæti eitthvað, og er það vel. En þá fannst mér ég líka skilja, hver nauðsyn sjómönnunum er á því að geta treyst æðstu öflum þeirrar tilveru, sem þeir lifa Qg hrærast í Það er slíkt traust, bjartsýn, heilbrigð lífsskoðun, sem skapar kjark og rósemi í öllum hættum og öllu starfi. Af viðkynningu minni við sjómenn frá því ég var barn, hefir mér oft fundist ég verða var við að jafnvel gamanið væri stundum gríma utan yfir alvöru og viðkvæmni, sem þeir kærðu sig ekki um að láta bera of mikið á-
Þessa alvöru elur hafið upp i börnin sín og hún er meiri nú en oftast endranær. Þess vegna hefir sjómönnunum sjálfum, og okkur, sem sitjum á ströndinni, sjaldan verið meiri þörf en nú á því trausti,, sem lýsti sér í orðum frænda míns. Eins af bestu sjómönnum þessarar þjóðar, og eins af beztu mönnunum, sem ég hefi kynnst Á Sjómannadaginn sameinast aliir í því að óska sjómannastéttinni heilla og hamingju og þakka henni fyrir starf hennar og fórnir.
Gefum áhugamálum stéttarinnar gaum og sýnum í verki, að vér metum velferð hennar einhvers, oftar en á Sjómannadaginn. Margs er þörf. Það hefnir sín á allri þjóðinni, ef einhver stétt hennar er vanmetinog þó er þúsund sinnum ver farið,ef stéttin vanmetur sig sjálf.
Þess vegna þarf það að vera hugsjón sjómannanna sjálfra, að stétt þeirra verði fyrirmynd að allri menningu,bæði, á sjó og landi. Hvert skip, sem siglir; hver bátur, sem létur úr vör við strendur þessa lands, á að veru eftirsótt menningarstofnun, að sínu leyti eins og litið hefir verið á gott heimili við framleiðslustörf í sveit. Að þessu ber að keppa. Guð blessi yður, sjómenn, skip yðar og heimili."
Svo mörg voru þau orð Þau eiga erindi inn í umræðuna í dag Verið ávallt kært kvödd Og gleðilegan Sjómannadag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2011 | 19:47
Loftárás
Á morgun er "Sjómannadagurinn" haldin hátíðlegur. Þá er minnst manna sem háðu baráttu við hafið. Fyrir tæpum 70 árum lauk miklum hildarleik sem framfór á N Atlatshafinu. Á þessum tímum léku íslenskir sjómenn stórt hlutverk. Það má vel herma orð Winston Churchill þegar hann sagði: "Never in the field of human conflict was so much owed by so many to so few" upp á íslenska sjómenn sem færðu Bretum fisk þrátt fyrir hafnbann Þjóðverja.
Nútíma sjómenn hafa gott af að rifja þessar sögur upp. Þessvegna langar mig að rifja einn atburð sem varð fyrir rétt rúmm 70 árum. En um þennan atburð skrifaði Agnar Guðmundsson seinna kunnur hvalveiðiskipstjóri var fyrsti stm. Honum segist svo fá í fyrsta tbl Sjómannablaðsins Víkings 1940. Þess ber að geta að skipstjórinn var Steindór Árnason þekktur togaraskipstjóri.
"Sunnudagsmorguninn þann 22. des. s. 1., er Arinbjörn hersir var staddur á 53° 23' N. br. og 5° 05' V. lgd., eða um 12 sjómílum NV af Mull of Cantyre, heyrðum við til flugvélar, sem okkur þótti nú engin nýlunda, því urg þeirra er orðið svo hversdagslegt, einkum í námunda við Englandsstrendur. Og það er nú svo, að vanalegast er ekki verið að reikna út, hvort þessari eða hinni flugvélinni búi illt í huga við viðkomandi. í þessu tilfelli skeði það, sem alltaf má búast við.
Flugvélin, sem var ,,Heinkel" 111, long distance twinenginebomber, flaug niður undir masturtoppa skipsins, og lét sprengju falla, er féll bakborðsmegin við skipið og orsakaði óhemju loftþrýsting. Skipið lék á reiðiskjálfi, líkt og því hefði verið siglt með fullri ferð upp í stórgrýti Eitt og annað gekk úr skorðum, ljós slokknuðu, og leki kom þegar að skipinu. - Þegar svona stendur á, má enginn vera að því að íhuga hvaða geigvænlegu augnablik eru að líða, allir hafa nóg að gera við að koma fyrir sig þeim öryggistækjum, sem skipinu fylgja og hægt er að notfæra sér.
Okkar fyrsta verk var að slaka bakborðsbátnum, sem var útsleginn, og meðan við vorum að slaka bátnum, flaug flugvélin yfir okkur og reyndi með vélbyssu sinni að hæfa mennina, sem voru að slaka, um leið og hún lét aðra sprengju falla. Þegar báturinn var kominn í sjóinn og komnir í hann 8 menn, flaug flugvélin yfir í þriðja sinn og lét nú skothríðina dynja á skipinu og bátnum o g sleppti nú tveimur sprengjum, sem þó hvorugar hittu skipið. Við þessa skothríð særðust allmikið 5 af þeim, sem í bátnum voru, og einn á þilfarinu Ennfremur skemmdist báturinn það mikið, að hann flaut aðeins á öftustu loftkössunum.
Eftir að við vorum komnir frá skipinu á lífbátnum, sem var illa sjófær, gerði flugvélin 3 árásir á það. Alls lét hún 14 sprengjur falla, en engin hæfði skipið, en svo nærri féllu þær, að skipið kastaðist og liðaðist til, eins og það væri í brimróti upp í skerjagarði. Það var sýnilegt strax, að flugmennirnir beindu skothríðinni aðallega að skipverjum, auk þess, sem þeir skutu á stjórnpallinn og hæfðu báða áttavitana og dýptarmælirinn, sem allt varð ónothæft. -
Heinkel" 111, long distance twinenginebomber,
Þegar flugvélin var komin úr augsýn, var róið að skipinu og bundið um sár hinna særðu. Ljós voru lagfærð, og er loftskeytamaðurinn hafði komið sínum tækjum til að starfa, var sent út A. A. A., sem er sent í stað S. O. S., þegar flugvél gerir árás á skip. Samband náðist við G. P. K. radio og síðar við björgunarskipið Superman", sem svo kom til okkar li/^ tíma eftir að árásin byrjaði. Hinir særðu voru strax látnir um borð í Superman".
Síðan var athugað, hvort hægt mundi vera að fylgja honum eftir til hafnar, en það reyndist ógerlegt vegna margvislegrar bilunar. Að draga Arinbjörn taldi skipstjórinn áSuperman" að myndi hefta för skipsins of mikið, þar eð hinir særðu þurftu skjótrar læknishjálpar við, og með því, að veður fór versnandi, mikill sjór kominn í skipið og enginn nothæfur lífbátur, var Arinbjörn yfirgefinn og Superman" hélt til Campbeltown með fullri ferð. -
Frá Superman" var sent skeyti og annar dráttarbátur beðinn að fara á vettvang og reyna að ná Arinbirni hersi og draga hann til hafnar. Um borð í ,,Superman" var okkur sagt, að flugvélin hefði fyrst kastað á þá tveimur sprengjum, er hæfðu hvorugar, en þeir hröktu hana á brott með skothríð úr loftvarnabyssum sínum.
Til Campbeltown var komið seinni part sunnudagsins og voru þá hinir særðu, þeir: Jón Kristjánsson, Guðmundur Helgason, Guðjón Eyjólfsson, Ólafur Ingvarsson og Guðmundur Ólafsson fluttir á spítala. Marinó Jónsson var látinn fylgja okkur og um meiðsli hans búið í gistihúsinu. Við biðum þarna í 7 daga og leið öllum eftir atvikum vel. Egill Skallagrímsson kom og tók okkur, þá sem ferðafærir voru og flutti til Londonderry, en þangað hafði verið farið með Arinbjörn.
Aftur og enn tvinnast nöfnin Arinbjörn Hersir og Egill Skallagrímsson saman
Hjá honum fengum við líka tvo menn að láni, þá Jón Ólafsson og Ragnar Karlsson. - B.v.Gyllir", sem einnig kom til Londonderry, lét okkur hafa bát í stað okkar tveggja, sem báðir voru ónýtir. Eftir lauslega skoðun var skipið afhent skipstjóranum fyrir hönd eiganda, af viðkomandi Naval Officer in Charge". Það var ljótt umhorfs um borð í Arinbirni, þegar við komum þangað. Allt var á tjá og tundri, og svo, að vart er hægt að lýsa með orðum einum. Við skoðunina kom einnig í ljós, að öll matvæli, siglingatæki eins og t. d. 2 sjónaukar, loflvog og vegmælir ásamt öðru lauslegu var horfið.
b/v Gyllir kom líka við þessa sögu
Innsiglið var rofið og þaðan horfið það sem þar fyrirfannst, ennfremur allur fatnaður skipverja og vörur þær, sem beir höíðu keypt í Englandi. Eftir að búið var að standsetja það, sem nauðsynlega þurfti til heimferðarinnar, og leyfi fengið til heimferðar, var haldið á stað. Veður var hið ákjósanlegasta og komið var til Reykjavíkur þ. 12. jan. síðdegis eftir rúma 3 sólarhringa ferð.
Nú er frásögn Agnars lokið, af mestu loftárásinni, sem gerð hefir verið á íslenzkt skip.(þetta er skrifað 1940 ath. mín Ó R) - En hverjir verða næst fyrir þessu, og hvenig fer þá? Islenzku skipin standa öll varnarlaus gagnvart þessum loftvörgum. Þeir geta í rólegheitum leikið sér að bráð sinni, eins og köttur að mús. Einasta vörnin gegn þessu er loftvarnabyssan, sem vera ætti um borð í hverju einasta skipi, sem til Englands siglir"
Þessi saga lýsir vel hrottaskap styrjalda. Óvægin skothríð á vopnlausa menn sem eru að reyna að bjarga sér. Við íslendingar megum aldrei gleyma því að þessir menn áttu stærsta þáttinn í að skapa það þjóðlíf sem við lifum við í dag . Sem misvitrir stjórnmálamenn og ennþá vitlausari fjárglæframenn eru komnir langt með að eyðileggja, Verið ávallt kært kvödd og gleðilegan "Sjómannadag"
1.6.2011 | 23:43
"Það er von að VG"
![]() |
Staðfestir glæpi gegn mannkyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2011 | 00:23
"Eru ekki nokkrar hliðar á þessu máli ?"
Eru ekki nokkrar hliðar á þessu máli ? Hvernig á að flytja álið frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar. Er það kannske flutt storkið og hitað aftur upp á Seyðisfirð. Og ef engir þekktir framleiðendur á svona köplum koma að framleiðslunni. Fást þá kaupendur.
Myndi vertaki sem kæmi að línulögn kannske langa leið kaupa kapalinn af nýstofnuðu fyrirtæki sem er reynslulaust í bransanum,. Einhvern veginn finnst mér ekki öl sagan sé sögð. En ég óska Seyðfirðingum als hins besta í sinni leit að verkefnum og vona að þeim gangi þar allt í haginn. En ég held að þessi kaplagerð hafi ekki verið það fjöregg sem þeir hugðu. Kært kvödd
![]() |
Verðum ekki drepin hljóðalaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2011 | 23:59
"Þótt ég hafi stundum ekki "
![]() |
Badmintonsambandið standi með konum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2011 | 23:46
"lítið úr kvenfólki"
![]() |
Í g-streng í vegarkanti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2011 | 19:17
"Það eru nú meiri gæðin."
![]() |
Ísland með bestu ráðstefnulöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2011 | 18:49
"Hefur þetta fólk"
![]() |
Tóbak verði bara selt í apótekum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 536784
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar