"þeim þunnu"

Á nú að fara að "þrengja" að þeim þunnu líka. Ja þá er sennilega best að sneiða bara hjá þynnkunni. Kært kvödd
mbl.is Alka-Seltzer ófáanlegt frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"verkalýðsforustan"

Ætlar verkalýðsforustan að snúa sér svona úr stóryrðum um  svikin  loforð ríkistjórnarinnar. Maður getur ímyndað sér hvernig verkalýðsforustan væri búin að láta væri hér íhaldsstjórn sem sviki svona loforð sín. Þá myndi allt sennilega loga í verkföllum.

 

En það er á hreinu að eldriborgarar munu fylgast með hvað verður úr stóra orðinu "SVIK" hjá formanni ASÍ. Hvort hann leggur niður skottið eins og barinn rakki eftir að Jóhanna tekur hann á teppið.  Kært kvödd


mbl.is Krónan óvinur launafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þetta var frábært "

Þetta var frábært og en og aftur enn og aftur sannar Þyrlusveit LHGÍ gildi sitt. Talstöðvarleysið í skálanum er sennilega afleiðing af þessari furðulegu skemmdarfýsn íslendinga. Maður gekk oft um fátækrahverfi borga í löndum sem við þessi siðmenntaða og menningarlega þjóð litum hálfpartinn niður á.

 

Þá sá maður síma og sjálfsala í fullu lagi. En neyðartalstðvar í skipsbrotsmannaskýlum og neyðarsímar t. d við Reykjavíkurhöfn fékk aldrei frið fyrir skemmdarvörgum. Ímyndið ykkur hve það hefði sparað mikinn kostnað og jafnvel tár ef einhverskonar samskiftabúnaður hefði verið í skálanum. Kært kvödd


mbl.is Voru í skálanum yfir nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"gleðilegt "

Mikið er það gleðilegt að fyrirtæki skuli hugsa svona hlýlega ti lítilmagnans. Því ekki gera stjórnvöld það. Þau stjarnfræðilegu skil sem er á milli þeirra og fg hópsins eru virkilega ljós nú um jólin.
 
 
 
Einhvernveginn á maður erfitt að ímynda sér Gleðileg jól hjá þessum trúleysingum sem nú stjórnar landinu. Við sjáum byrjunina í Reykjavík. Og síðasti jólaglaðningurin er nú í undirbúningi hjá þessari mestu íhaldsstjórn sem þessu landi hafa stjórnað frá lýðveldisstofnun, bensínhækkun.
 
 
Þeim finnst ekki nóg að skerða bætur lítilmagnans svíkja umsamdar hækkanir á þær,nú á að sjá til þess að þeir komist ekki spönn frá rassi vegna kostnaðar þ.e.a.s. þeir sem eiga einhverja bíldruslu. Og ekki er bjart á himni framboðmála ef nú Gnarr syndromið á að verða landlægt. Kært kvödd

mbl.is Gáfu Fjölskylduhjálpinni yfir 400 kuldaflíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"smjörþefurinn"

Er þetta bara ekki smjörþefurinn af því sem koma skal. Þessir helv.... aumingar sleppa allir. Þetta "útrásarlið" hefur allt færustu lögfræðinga tll að flækja málin fram og aftur. Og rúsínan í pylsuendanum verður sennilega sú að allur kostnaður lendir á sauðsvörtum almenningi með ennþá meiri skerðingum og skattpíningu.

 

Og það er von að þau "Bonnie and Clyde" ríkisstjórnarinnar hæli sér af miklum árangri. Þetta útrásarlið er allt að ná vopnum sínum aftur og hefur sennilega aldrei verið ríkari af "alvöru" peningum en nú. Og allt þetta þeim hjúm að þakka Og dómsvaldið í þessu volaða þjóðfélag. Holy molí. Því er ekki treystandi yfir götu hvað þá að dæma í málum þessara einkavina sinna og veislufélaga. Kært kvödd


mbl.is Sakfelldur í fimm liðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

b/v Sviði

Í dag eru sjötíu ár frá hinum hörmulegi atburði, er togarinn Sviði frá Hafnarfirði fórst og með honum 25 vaskir sjómenn á besta aldri. Þarna urðu 14 konur ekkjur og 46 börn föðurlaus. Þar á meðal var okkar ástkæra en nú látna fv forsetafrú Katrín Þorbergsdóttir.Þetta var, þegar það skeði mannskæðasta sjóslys í WW2. En á árinu 1941 fórust 130 sjómenn.

b/v Sviði GK 7

Sviði

 

Og forustugrein Alþýðublaðsins 8 des 1941 á erindi við okkur í dag:

"Tuttugu og fimm hraustir sjómenn hafa farizt, fjörutíu og sex böm hafa orðið föðurlaus og fjórtán konur ekkjur, foreldrar hafa misst syni sína og ungar konur unnusta sína. Íslenzka þjóðin hefir misst ágæta þegna tjónið verður aldrei bætt að fullu. Þetta ár er orðið eitt mesta mannskaðaár í sögu landsins til sjávarins. 132 sjómenn hafa látið lífið. Við böfum misst 6 togara og línuveiðara, auk nokkurra vélbáta á þessu eina ári. Auk þess kemur togarinn Bragi, sem fórst á síðasta ári. Þetta er ægilegt tjón fyrir okkar litlu íþjóð, meira manntjón en sumra stríðsÞjóðanna og skyldi maður þó ekki halda að íslenzka þjóðin, sem ekki á í stríði við neina þjóð, myndi bíða meira manntjón en ófriðariþjóðirnar. En sjórinn er sóttur fast og ekki hikað, þó að hætturnar séu allt í kring, þó að farið sé yfir tilkynnt hættusvæði eða veður geysi. Afkoma allrar þjóðarinnar veltur á þessu.

 

 

Þetta er okkar stríð, og þeir sem taka þátt í því, eru hermenn okkar, og í öllu stríði verður manntjón. „Sviða"-slysið er ægilegasta slysið, sem yið höfum orðið fyrir á þessu ári, því að í því varð manntjónið mest. En fá áföll eru þungbærari fyrir íslensku þjóðina, en missir svo margra sjómanna, því að Þeir eru úrval hennar, enda getur hver sagt sér það sjálfur, að það þarf óvenjulegt þrek og áræði til að sigla skipunum á þessum tímum, ekki aðeins yfir hin kunnu hættusvæði, heldur og alls staðar hér við land, því að auk þess, sem veður eru válynd á þessum tímum hér við land, og hafa allt af verið.

Úr Morgunblaðinu 7 des 1941

Sviði 001

 

 

Þá er og hafið allt hættusvæði, því að ísland hefir verið lýst á hernaðarsvæði og hafið kringum það. Það er of mikið að Því gert, að tala um hryggð og tjón, en sorgin gistir nú ekki aðeins heimili hinna föllnu sjómanna, heldur og heimili okkar allra. Slíkir atburðir og „Sviða" slysið var, gera okkur öll þögul og hnýpin, svo hörmulegt er það, svo hræðilegt í allri sinni ógn. Barátta hefir staðið um það svo árum skiptir, að bæta hina föllnu, svo að ástvina þeirra bíði ekki sömu örlög og þeirra,em misstu ástvini sína í sjóinn fyrrum. Mjög margir þeirra, sem fórust með „Sviða" tóku virkan þátt í þessari baráttu um margra ára skeið. Þeir voru því stríðsmenn, félagar í aljþýðusamtökunum,sem tóku þátt í umbótabaráttu um leið og þeir herjuðu.á hafinu. Við lútum höfði í þögulli hryggð yfir fráfalli þeirra og Þökkum þeim fyrir starf .þeirra, sem svo fjölda margir njóta góðs af.

 

Úr Morgunblaðinu 7 des 1941

Sviði 2 001

 

Það var sagt í vor ,í enska þinginu, undir umræðum um afrek brezkra flugmanna," að aldrei hefðu .svo margir staðið í jafn mikilli þakkarskuld við svo fáa.Við íslendingar getum sagt þetta nú. Aldrei hafa svo margir íslendingar staðið í jafnmikilli þakkarskuld við svo fáa, eins og nú. Sjómannastéttin er landvarnarlið okkar og sóknarsveit Við megum aldrei. aldrei gleyma því." Svo mörg voru orð Alþýðublaðsins. Íslendingar er eyþjóð sem byggir undirstöður sína að stórum hluta á fiskveiðum og flutningum má aldrei missa sjónar á mikilvægi hlutverki sjómannsins. Þó svo ýmsar blikur sé á lofti megum við aldei gleyma því. Það á að vera hægt að lesa blaðsíður með að tvi klikk á myndirnar.Kært kvödd


„Það er fullt af peningum"

„Það er fullt af peningum til sem hægt er að taka og setja í heilbrigðisþjónustuna,". Takið eftir þessu.Þetta er ekki (allavega ekki yfirlýstur) stjórnarandstæðingur sem þetta segir. Við hljótum að hafa staðið fremst í  norrænni "velferð" hér áður Það gefur augaleið fyrst sú ríkistjórn skorið hefur milljarða niður í velferðarmálum kennir sig við hana. Þ.e.a.s velferðina. Kært kvödd 
mbl.is Fullt af peningum til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"taka ríkisborgararéttinn"

Það á einfaldlega að taka ríkisborgararéttinn af sumu af þessu helv.... liði.Gera það útlægt.  Það er ömurlegt að hugsa sér að það fólk sem kom þessari þjóð á lappirnar skuli vera aðalskotmark sparnaðar, núverandi stjórnvalda. Meðan sumt af þessum helv.... aumingum sem komu þjóðinni á hnén skuli velta sér í munaði  í glæsihúsum t.d.á Flórída, í New York og London. Kært kvödd
mbl.is Auðmenn flýja auðlegðarskattinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"konu frá Eymundsson"

Ég hlustaði í kvöld á konu frá Eymundsson í þættinum "Rekjavík síðdegis" þar sem hún rómaði framgöngu Eyjamanna. Hún vildi bara 63 eyjaskeggja í húsið við völlinn.

 

Þeir yrðu fljótir að bjarga málunum. Þessu er ég sammála. Og sem betur fer kemst "bókabúðin" á fæturnar strax aftur. Drífandi er sögufrægt hús.

 

Jóhann Friðfinnsson löngum kenndur við húsið varð vertíðarsjómönnum já og fleirum oft innan handar þegar vantaði hreina skyrtu, bindi jafnvel jakkaföt í snarheitum. Oft þó pyngan væri kannske hálftóm.

 

Á efstu hæðinni var matsala þar sem ekki ómerkari menn  en Stebbi Pól borðuðu. Vonandi verður þetta merka hús endurbykkt strax. Kært kvödd


mbl.is Tjón Eymundsson 40 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"áður en þau sparka Jóni Bjarna."

Þau þora ekki annað en að láta kjósa um fjárlögnin áður en þau sparka Jóni Bjarna. Núna lafir meirihlutinn  á einum hálfsofandi fv leikstjóra. Eins gott að hann haldi sér vakandi meðan á atkvæðagreiðslunni stendur. Svo fýkur Jón en hvað tekur þá við. Nú fjárlögin verða komin í höfn og áfram kreist líftóran úr smælingunum. Og svo heldur aðgerðarleysið þar til komið verður inn í EBE. Sem eftir kokkabókum Össurar á að lækna öll mein. En þá verður mörgum blætt út vegna meinanna. Kært kvödd
mbl.is Breytingar ekki útilokaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hún hugsar kannske mikið"

Hún hugsar kannske mikið en ekki nema brot  af því er rétt. Blessuð konan þarf að komast út á meðal fólksins hérna niðri á jörðinni. Gefa þessari jáara hirð sem kring um hana er smáhvíld. Heimsækja t.d fólkið á sjúkrahúsunum, sjúkrahótelinu,leigubílstjóra,fólkið á götunni.

 

 

Heyra hvað þetta fólk hefur að segja. Þá gæti verið að þessi átttugasti og sjöundi hugsauður fari að hugsa eitthvað að viti. Ég var neyddur til að fara í "borg óttans" á dögunum og hitti mikið af f.g. gólki. Ekki einn einasti, ekki einn einasti sem ég talaði við eða heyrði í vildi þenna hugsauð nr 87 áfram við völd hér á landi.

 

Mig grunaði ekki að ástandið væri svona slæmt. Mikið skelfing var ég fegin að koma hingað til baka í ró og næði. Kært kvödd


mbl.is Jóhanna á lista yfir pólitíska hugsuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mörgum hefur þótt ummæli "

Mörgum hefur þótt ummæli blaðafulltrúa Iceland Express, furðuleg þegar hann fullyrti að ekkert samband væri á milli gjaldþrots Astreus  og stöðvunar á USA flugi I.E. Tékkarnir sem svo I.E. sömdu við, hafa ekki lendingarleyfi vestra svo málið er ósköp augljóst. En það tíðkast víst bara ekki í íslensku viðskiftalífi að segja sannleikann.  Kært kvödd
mbl.is 20 Danir strandaglópar í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stal miljörðum"

Stal miljörðum og fer til Dubai þetta er ekki fyrirsögn heldur staðreynd Kært kvödd
mbl.is Stal ilmvatni og fer í steininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"með hreinum ólíkindum"

Það er með hreinum ólíkindum hvað er til mikið af peningum til allslags "gæluverkefna" Eins og t.d. ferðalög "gæludýranna" erlendis.

 

Þegar þrengir að hjá almúgafólki þá er það eitt af því fyrsta sem það sparar við sig eru ferðalög. En þetta er öfugt farið með stjórnendur landsins. Nú ferðast þetta lið sem aldrei fyrr. Á þessari öld talvna og tækni og þegar hægt er að fylgast með öllum fjandanum á netinu bæði með myndum og hljóði.

 

Og lítið færi framhjá þessu liði ef tæknin væri meir notuð. Borðfánar dyggðu í flestum tilfellum ef sparnaðarhugur fylgi máli  Kært kvödd


mbl.is Yfir 300 milljóna kr. ferðakostnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"minni barnatrú"

Ég held minni barnatrú allavega á sunnudögum. (Yfirleitt.) Þó ég segi mörgu að fara til andsk.... hvurndags. En að öllum fíflaskap slepptum undrast ég þessi orð prestsins.

 

Ég hélt að maður næði sambandi við þann gamla "hvar" sem er og hvenær sem er. En þetta er sennilega nútíminn. "Komdu þér út og prófaðu þar" fengi maður og svo sálmasöng þar til út væri komið í eyrun, ef manni dytti í hug að ná sambandi inn í þessari nýu kirkju sem fyrirhuguð er. Kært kvaddur


mbl.is Guð ekki í nýrri miðaldakirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þá er það ljóst"

Þá er það ljóst. Gamli foringi þeirra XD talaði um glötuð tækifæri. Hér held ég að XD hafi misst af tækifæri til að eflast.

Skilja þessir menn ekki að stjórnmál eru að breitast hér á landi. Fólk vill ekki leiðtoga sem eru "svartir" á tánum. Eins og góður sjálfstæðismaður orðaði það um Bjarna Ben.

 

Því miður getur það svo orðið úr því svona fór þarna, að allslags tækifærissinnar þó kannske með sæmilega hreinan skjöld í fjármálum komist í hæstu stöður á þessu landi.

Þetta var "grár" dagur fyrir þá sem vilja sæmilega heiðarlega stjórnmálamenn með eitthvað milli eyrnana annað en fíflagang. Jæja ég slapp allavega við að fara að íhuga XD Kært kvödd


mbl.is Mín pólitíska framtíð óráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Var þessu blessuðu"

Jesús minn almáttugur. Var þessu blessuðu fólki misboðið, Hvað skildu margir þarna inni misbjóða almenningi í landinu. Ég skal nefna nokkur dæmi:

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. Var ráðherra félagsmála í hrunstjórninni. Var þar algerlega úti á þekju vissi ekkert eða þykist ekker muna nema hvað Íhaldið gerði rangt. Sem sagt óvirk og óhæf þessvegna í þeirri stjórn.

Össur skarphéðinsson Iðnaðarráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda: Vissi ekkert hvað fram fór. Sama saga og hjá Jóhönnu man bara þar sem íhaldið gerði rangt: Sem sagt óvirkur og ónothæfur

Kristján Möller var ráðherra samgangna en settur af Sama sagan með hann man bara það sem miður fór hjá íhaldinu Þarf út af þingi vegna minnisbrests

Svo er það rúsínan í Samfópylsuendanum  Björgvin Guðni Sigurðsson ráðherra viðskifta. Einhver almesta revía seinni ára var í kring um hann Fólki lýst ekki á hann inni á þingi því varla treysta samflokkþingmenn honum nú frekar samráðherrar sem þó voru úr sama flokki í hrunstjórninni.Þarna er algerlega komið að tómum kofunum hvað varðar hrunið Þessvegna ekki heima á þingi

Bjarni Benediktsson uppvís að skuggalegum vafningum sem engin hefur skilið almennilega og sem hann hefur ekki gefið almennilega skýringu á, Allavega ekki sem flest fólk hérna niður á jörðinni skilur

Guðlaugur Þór ráðherra í "hrunstjórninni" og uppvís að taka á móti styrkjum uppá milljónir frá stórfyrirtækjum og getur engavegin talist óhlutdrægur þessvegna

Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir Ráðherra í hrunstjórninni Flækt í styrkjamál og fjármálabrask eiginmannins. Hefði ekki verið stætt á þingsæti í öðrum löndum þar sem fólk í opinberum störfum eru látin taka ábyrgð á gerðum sínum og jafnvel maka. Man að danskur ráðherra (kona) varð að segja af sér vegna sófakaupa manns sins. Hann borgaði ekki afborganir.

Einar Guðfinnson ráðherra í "hraunstjórninni" Og hefði átt að sjá sóma sinn í að hætta 

Og svo er það "skrípaleikurinn" um Geir Harde. Ímyndið ykkur  fíflaganginn, taka hann eina og ákæra. . "Gott er að hafa barn til blóra og kenna því alla klækina" Hræddur er ég um að vopnin hafi snúist í höndum VG og Samfylkingarinnar og  XD eigi eftir stórgræða á þessum fíflagangi.Fólk er farið að sjá í gegn um hann (fíflaganginn) og farið að vorkenna Geir alveg í hrönnum. Kært kvödd

 

 

 


mbl.is Þingmönnum gróflega misboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"á hreinu að nv ríkisstjórn "

Það er alveg á hreinu að nv ríkisstjórn ætlar að neyða okkur í EB. Það verður allt látið reka á reiðanum þar til við erum komin þangað inn. Þeir ætla að halda að sér höndum þar til armur EB opnast. Það er sannleikurinn í málin. Þetta eru snjallt trix. Láta allt reka á reiðanum þangað til allt sem ekki er komið til helv.... er komið langleiðina þanga. Þá kemu Össur með dulbúinn kostaboð frá EB. Við vitum að illa þyrst fólk er til í að leggja mikið á sig til að fá vatn Kært kvödd
mbl.is Meirihluti vill kjósa um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

63 símar

Kaupa 63 svona síma strax og senda þetta óþurftarlið sem þinghúsið hýsir heim.  Þessu landi stjórnar fámenn klíka mennta og auðmanna. Að þetta lið skuli voga sér að kenna sig við vinnandi stéttir er stærsti stuldur á nöfnum í Íslandssögunni.

 

 

Aldrei í sögu landsins hafa stjórnvöld farið öðrum eins  þjófahöndum um vasa almennigs. Vasa þeirra stétta sem þetta hyski leifir sér að kenna sig við. Hefði íhaldið stjórnað núna getið þið ýmyndað ykkur skrækina í Steingrími Jóhönnu já og sumum úr þessu liði sem tengdir eru sumum sem stjórna allslags málarekstri út af hruninu.Og græða nú á tá og fingri

 

 

Sumum sem eru ornir helmingi ríkari á hruninu. Hafa milljórir i þingfararkaup laun fyrir nefndarstörf sem það hefur troðið sér auk þess að eiga góða gróða vísan af vinnu fyrirvinnurnar. Þetta er fólkið sem er að véla um að taka sjálfssögö mannréttindi af fólki  Þetta er fólkið sem eru að hrekja þá sem minna mega sín út á hjara velsæmis í siðmenntuðu landi. Þar sem það á  hvorki fyrir mat, læknisferðum eða lyfjum. Argasta íhalds stjórn sem nokkurntíma hefur setið á þessu  landi verða eftirmælin þessarar stjórnar. Í sögunni. Kært ködd  


mbl.is Vélræn enska í ræðustóli Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband