30.5.2008 | 22:55
Enn og aftur,enn og aftur
Enn og aftur
Enn og aftur hefur sjóræningum tekist að ræna skipum út af Sómalíu.Á miðvikudag rændu þeir 2 skipum á 1 á mánudag.Mér finnst satt að segja þetta eins og köld vatnsgusa framan í sjómenn hverrar þjóðar þeir eru.Hvað er að ske?Er líf sjómannsins ekki meira virði í augum þessara stóru siglingaþjóða heims að þær láti svonalagað ske
Þarna er sumt í lagi annað í ólagi
Það þarf enginn að segja mér að skip og farmur séu ekki topptryggð fyrir siglingar á svokölluðum "sjóræningasvæðum".Alveg eins og fyrir siglingar á áhættusvæðum vegna styrjalda.Hvað eru Bretar,Frakkar og Bandaríkjamenn,sérstaklega kannske þeir.Þar sem þeir líta á sig sem einhversskonar alheimslögreglu á höfunum sem ekki þurfa að fara eftir neinum reglum t.d.um aðskildar siglingaleiðum.Þ.e.a.s.tilkynningaskyldunni við þær að gera,að láta þetta viðgangast rétt fyrir framan nefið á sér.
Lehmann Timber og Amiya Scan,sem rænt var á mánud.
Skipin sem þeir rændu á miðvikudag heita Lehmann Timber grt 5285, byggt 2008, Flagg: Gibraltar(skipið mun hafa verið í jómfrúarferðinni)og .Arena grt 3127, byggt 1979, flagg Tyrkland.Arena er 95 m.l og 14m br.Sjóræningum þarna hefur tekist að ræna 26 skipum þetta árið.Þrjú bara í þessari viku.Mér finnst satt að segja að það sé komin tími á"Convoy"siglingar eins og á stríðsárunum og eða í gegn um Suez skurðin.Þar er skipum safnað saman og fara svo í convoy í gegn um skurðinn.
Sjóræningar við iðju sína.Sem þeir virðast komast upp með
Á einum stað þar sem skurðurinn skiftist í tvennt bíður t.d.S-convoyin eftir að N convoyin fari framhjá.Þessar convoyir á Adenfóanum ættu svo að vera undir fylgd herskipa sem kæmu í veg fyrir þessi sjórán.Þetta ætti nú ekki að vera mikill vandi og ágætar æfingar fyrir þessa miklu stríðsherra eins og Kanana.En er útgerðamönnum á Vesturlöndum virki lega fjand... sama um fólkið sem á þessum skipum eru?.Ég bara spyr.Þeir hafa sennilega allt sitt á hreinu hjá P&I kúbbunum og tryggingafélugunum.Ég hef litlar upplýsingar funndið um tyrkneska skipið af hvaða þjóðerni áhöfnin er en sennilega Indverjar.
Þekkt sjóræningasvæði. Og þetta einna helst
En á Lehmann Timber voru rússneskur captain,4 úkraníumenn,1 maður frá eistlandi og 9 frá Burma.Maður virkilega furðar sig á að svona getir skeð við nefið á Nato og öllum því sem því fylgir.Svo skeði atburður í Ayr í Skotlandi vikunni sem fékk huga minn til að reika til baka.
D.Violet. og lestað í bulk en þó ekki phosphate
Ég var fyrir nokkrum árum á Danica Violet og við vorum að losa farm af"phosphate"(áburðartegund)í bulk frá Sfax í Túnis í New Ross á Írlandi.Aðeins seinna um daginn kom skip til New Ross einnig frá Sfax með samskonar farm.Þegar lúgur þess skips voru opnaðar láu 2 lík laumufarþega ofan á farminum.Akkúrat það sama skeði nú í Ayr í vikunni þegar m/v Pascal sem er1503-tonna flutningaskip byggt 2001 undir Antiguaflaggi kom til Ayr með farm af:phosphat í bulk2 lík af laumufarþegum láu ofan á farminum.
m/v Pascal og hérna er mynd frá atburðinum
Eftir 12 daga siglingu frá Sfax.Maður bágt með að ímynda sér dauðdaga þessara auminga manna.Þessir ólánsömu menn fels sig í skipunum án þess að vita nokkuð hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér.Þeir sem fylgst hafa með blogginu mínu muna kannske eftir þegar ég sagði frá laumufarþeganum í Guinea Bissau.Svo vil ég að lokum óska öllum sjómönnum landsins og fjölsks.þeirra til hamingu með þeirra dag á sunnudaginn og minna enn á að dagurinn heitir: "Sjómannadagurinn"og ekkert annað.Allt annað er hreinlega lögbrot.Sendi ykkur öllum í tilefni dagsinns.
Verið ávallt kært kvödd,og gleðilegan Sjómannadag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2008 kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2008 | 22:06
Dularfull skipshvörf 2
Ég endaði í gær á þessu orðum:" Allt þetta mál er hið dularfyllsta en Pelican Marine sem hafði management fyrir skipið var flækt í dularfullt mál þegar skip sem þeir disponeruðu Jupiter 6 sökk skyndilega þegar það var að draga annað skip frá Walvis Bay í Namibia til hins fræga skipakirkjugarðs Alang í Indlandi.Það eru nokkur atriði svipuð við þessa skipstapa.
Bæði skipin höfðu sitt management hjá Pelican Marine. Bæði höfðu indveskar áhafnir að mestu sem í báðum tilfellum komu frá Kerala og Lakshadweep í Indlandi.Í báðum tilfellum virkuðu ekki:"The Emergency Positioning Indicating Radio Beacon (EPIRB),Og í báðum tilfellum lét Pelican Marine ekki aðstandendur vita af skipstöpunum fyrr en seint og síðar meir.Og aðstadendur hafa engar bætur fengið fyrir sína ástvini.Jupiter-6 hvarf þ 5 sept 2005,200 milur út af Port Elizabeth í Suður Afríku.að talið var.Mörgum spurningum varðandi það skipshvarf er enn ósvarað.
Um skipið:" Built in 1975 by "Brodogradiliste Tito" at Mitrovica (Yard number 925) Gross tonnage 323 or 299, thus normally not a SOLAS ship, not subject to the ISM code. It indicates also that it was a rather small tug for a long ocean operation. It could be that the tonnage had been artificially kept low in order to escape SOLAS rules, but the list of previous owners shows only slight variation in the tonnage, the largest one being when the ship was under Philippines register (447gt). No owner will require to increase a tonnage, but the only pictures available suggest anyway large tug.Tug/Anchor Handling/Supply , IMO n° 7391745, Gross tonnage 299 GRT, Netto tonnage 85 NRT Lenght 39,93m(32,19), Beam 10,14m, Depth 4,611m(5,31)
Jupiter 6 í dokkinni í Walvis Bay
Fighter fighting and salvage capabilities Main engine: B&W ALPHA type 16V23LU, total power 4690 bhp, 2 propellers with 4 blades Bow thruster of 300 bhpGenerators: 2 diesels Speed 13,5kn, bollard pull 65 tons. July 2004: Harbour tug "SEA HUSKI" of Trinidad, damaged by fire was bought by "Jupiter Shipmanagement Inc" at Mumbai (IND), renamed JUPITER 6 Owner: PELMAR Shipping & Engineering Pvt Ltd, has an office in Mumbai.Management: reported to be a company located in India or PELMAR itself? Crewing agent: Pelican Marine, Mumbai.Flag: ST.VINCENT & GRENADINES ( Previously reported as MARSHAL Islands & JAMAICA) P&I: Unknown, it is not sure there was a P&I CLASS: Unknown.Crew: 3 Ukrainians, 10 Indians
Verið að koma taug á milli Satsang Pointing og Smit Amandla
Ferðin:JUPITER 6 sigldi frá Cuba í November 2004 með bulkcarryer Ithomi nú undir nafninu Satsang Pointing í togi.Skipin komu við í Port of Spain, Trinidad, 6 Janúar 2005 og komu svo til Fortaleza í Brazil 18 Mars 2005 Dráttarhraðinn var á tímabili talinn 0.7 mílur pr klst.Aðalega vegna sterkra strauma við N hluta strandar S-Afríku.Þann 19 mars yfirgáfu skipin Fortaleza og 3 1/2 mánuði seinna komu þau til Walvis Bay í Namibia.
Satsang Pointing komin í tog hjá Smit Amandla.
Meðalhraði yfir Atlantshafið var 1,3 sml.Við komuna til Walvis Bay var Jupiter 6 tekið í dry dock til viðgerðar.Skipin yfirgáfu Walvis Bay þ.9 ágúst 2005.Þ.5 sept sendi Jupiter 6 sendi sitt síðasta skeyti þá statt á 35°52´S 023°26´E með ETA til Alang..7 sept fór mikil lægð með miðju yfir Orange Free.State í S-Afríku.Á satelittemyndum frá þessu svæði 7 sept sést að lægðin olli stormi fyrst af NE síðan NW á því svæði sem dráttarbáturinn á að vera.
Spegúlasjónir um að sjóræningar hefði tekið skipið er ekki líkleg.Það eru engin dæmi um slíkt á þessu svæði.Einnig gerir stormurinn slíkan atburð ólíklegan.En slæmt sjólag á Alphard Bank er vel þekkt..25 sept fann bulkcarrier Poseidon,Satsang á reki sem"dead ship" in the water about 250 miles south of Port Elizabeth.eða ca á 37°48´S og 028°59´E eða 025°59´E.Dráttarbáturinn Smit Amandla var sendur á vettfang.Hann fann Satsang Pointing með slitna dráttartaug lafandi niður í sjó en 2 öryggisdráttarvírar höfðu verið gerðir klárir.Það gaf til kynna að skipshöfn dráttarbátsins virtust hafa lent í einhverjum erfiðleikum með að halda Satsang Pointing í togi.
Þ 8 okt er móttekið:"a distress signal"frá EPIRB senditæki staðsettu á:35°12´S og:025°17´E.Flugvél var send á vettfang og fann olíuflekk og einhvert brak á sjónum. EPIRB var eins og segir í skýslu um slysið:" The EPIRB was somehow recuperated and found to have manually activated"Þýðingarmikill puntur í málinu er handvirkjunin á EPIRB tækinu.En batteríið dugir yfirleitt ekki nema 90 klst.Ein af aðalástæðu til gruns er sú að m/v Caroline tilkynnti að skipverjar hefðu sé skip að nafni Jupiter 6 þ 12 sept.
Staðarákv.var ekki langt frá þeim stað sem síðast heyrðist til Jupiter 6.Caroline reyndi að ná VHF sambandi við skipið en án árangurs.En ekki sáu Caroline menn skipið sem Jupiter 6 hafði haft í togi.Eigendurnir höfðu"fixað"skipið til næsta verkefnis sem var að vera"standby ship"við olíuleitarsvæðið við Mumbai(Bombay)í lok skýrslu er ég las um þetta segir:"Then it is reasonable to assume that the tug could have been drifting in the area until another storm around the 8 october made that the sinking was obviously certain, that the crew finally activated the EPIRB.. and died in the following hours. To support this theory, the weather records from the South African weather services would be needed.""
Þetta er bara dæmi um miskunnarleysi sumra í þessum"shippingbransa"gagnkvæmt sjómönnum frá hinum svokölluðum "lálaunalöndum.400-700$ undirnenn.T.d voru aðstandendur mannana á Jupiter 6 ekki látnir vita um að þeir væru týndir fyrr er rúmum mánuði eftir að þeir týndust.
Nokkrar poss.varðandi Jupiter 6 málið
Það hefur aldrei sannast hvað virkilega skeði í þessu skipshvarfi.Þetta sýnir líka hve tillitslausir fégræðgis menn eru í viðskiftum sínum við sjómenn.Að lokum vil ég minna á að sunnudagurinn næsti heitir"Sjómannadagur"og ekkert annað.Ekkert helv.... Dagur hafsins,Bryggjudagur eða hvaða nöfn menn eru að reyna að troða upp á hann.Hann heitir"Sjómannadagur"og skal eftir lögum haldinn hátíðlegur undir því nafni.
Þessi dagur á að vera haldin til að syrgja þá sem ekki áttu afturkvæmt og fagna þeim sigrum yfir máttarvöldunum sem náðust.Ég geri nú ekki ráð fyrir að ráðherra sjávarútvegs lesi þessar hugleiðingar mínar,en það þarf að koma því að hjá honum að dagurinn heitir"Sjómannadagur"og ekkert annað,Hvað svo sem svo vinalausum hershöfðingum líður.Ég skora á sjómannafjölskyldur og aðstandendur þeirra að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins hvar sem þau verða.Ef einhverir hafa haft nennu til lesturs á þessum pisli kveð ég þá hér með kært
28.5.2008 | 06:04
Dularfull skipshvörf
Skipið hafði farið frá Novorossiysk í Rússlandi áleiðis til Bartin í Tyrklandi.En báðar þessar hafnir liggja við Svartahaf.Farmurinn voru stálkúlur.Á skipinu var 25 manna áhöfn.Allir Indverjar.Að vísu var slæmt veður á siglingarleið skipsins.En margt er dularfullt við þetta skipshvarf.
Bræla á ytri höfninni í Novorossiysk.En þangað kom ég mörgum sinnum.Þar sögðust þeir bara vilja Stalin aftur.Það fengu þeir allavega eitthvað almennilegt að borðs.Ég sá rottur ketti og hunda á borðunum á útimarkaðinum
Þetta er frá Novorossiysk og þetta líka
Skipið sigldi frá Novorossiysk þ.17 febrúar sl.Samband við skipið rofnaði þ 18.Eftir 5 daga árangurslausa leit sem var að undirlægi Tyrkneska yfirvalda,að skipi og áhöfn.var henni hætt.En það sem kemur mönnum til að efast um að allt sé með feldu,ef hægt er að nota þetta orð um jafn alvarlegan atburð sem skipshvarf er að í tilkynningu frá útgerðinni var fullyrt að olíuflekkur hafi sést á þeim slóðum er skipið hvarf..En í viðtali við tyrkneska" locals"fiskimann.Mehmut Kucuk segist hann ekki hafa verið var við slíkt á þessum slóðum.
Mynd frá Bartin í Tyrklandi og hérna er höfnin
Sama sagði annar fiskimaður Mahmut Kavak.Captain Bharat Goswami var af útgerðinni strax kennt um slysið sem þykir afar merkilegt undir svona kringumstæðum 23 febr.tekur farsími eins vélstjórans á móti SMS skilaboðum.Eigandi sendisímans var svo rukkaður fyrir skeytið sem móttekið.26 febrúar skeði það að Indverskur maður Udaynarayan hringdi í farsíma bróður síns Hridaynarayan,en hann hafði verið skipverji á Rezzak.Einhver svaraði"halló"en síðan var lagt á og slökkt á símanum.Svo var það 29 febrúar að kona eins skipverjans Afroze Ahmed hringdi í farsíma"electrical engineer Pritam Singh"símin hringdi og það komst á samband en enginn svaraði en stuttu síðar var slökkt á honum.Það eru margir sem eru hugsi yfir þessum skipstapa.
Skipið og farmur var mjög vel tryggt og eins og segir í skýrslu um málið:" The ship was said to be insured for around $6 million while the crew was insured for $200,000 each.Það fannst m.a bjarghringur og eitthvað fleira rekið á land og við leitina.Þetta var m.a. bjarghringur en sem var merktur ASEAN ENERGY en það hafði skipið heitið fyrir 3 árum áður en það hvarf og hafði 2svar skift um nafn eftir það.Menn velta þessu dálítið fyrir sér,því skipið fékk á sig 37 clame út af öryggisbúnaði í Novorossiysk.En ekkert í skjölum"Port State"bendir til að bjarghringir hafi ekki verið rétt merktir.En skipið lá 15 daga í Novorossiisk á meðan lagfærðar voru athugasemdir frá"Port State"3 athugasemdum var ekki hægt að sinna en skipið fékk eins og segir:
Drulludallur að sökkva en þo ekki Rezzak
"it was allowed to sail despite its inability to fix three vital deficiencies as it could not be done in Novorossiisk"Það eru engar sannanir fyrir að skipið hafi sokkið á umræddum stað eða tíma.En allt þetta mál er hið dularfyllsta en Pelican Marine sem hafði management fyrir skipið var flækt í dularfullt mál þegar skip sem þeir disponeruðu Jupiter 6 sökk skyndilega þegar það var að draga annað skip frá Walvis Bay í Namibia til hins fræga skipakirkjugarðs Alang í Indlandi.Það eru nokkur atriði svipuð við þessa skipstapa.Bæði höfðu sitt management hjá Pelican Marine.
Þarna á ströndinni rak bjarghring merkur l nafni sem skipið hafði fengið nokkrum árum áður
Bæði höfðu indveskar áhafnir sem í báðum tilfellum komu frá Kerala og Lakshadweep í Indlandi.Í báðum tilfellum virkuðu ekki:"The Emergency Positioning Indicating Radio Beacon (EPIRB),Og í báðum tilfellum lét Pelican Marine ekki aðstandendur vita af skipstöpunum fyrr en seint og síðar meir.Og aðstadendur hafa engar bætur fengið fyrir sæina ástvini.Jupiter-6 hvarf þ 5 sept 2005,200 milur út af Port Elizabeth í Suður Afríku.að talið var.Mörgum spurningum varðandi það skipshvarf er enn ósvarað.Ég skal blogga um það það morgun.Hingað lestnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2008 | 19:44
Dóp og fyrirfólk
Stundum er talað um.Þar sem er reykur leynist oftast eldur.Í Fréttablaðinu í dag er frétt undir fyrirsögninni:"Geðlæknir notar nöfn fanga til að svíkja útvlyf.Þar segir m.a:
"Samvkæmt heimildum Fréttablaðsins gaf Magnús þá skýringu á þessum gerðum sínum að hann hefði meðhöndlað háttsetta menn sem ekki vildu láta tengja nöfn sín við þessi lyf.En svo stendur þetta á Vísir.is m.a:
"Í samtali við Vísi segist Magnús ekki kannast við þessar skýringar og þvertekur fyrir að hafa útvegað háttsettum mönnum umrædd lyf."Og nú er komið að reyknum og eldinum.Það væru nú kannske gott fyrir fólk að vita hver heimild Fréttablaðsins er.
Því ekki trúi ég að Fréttablaðið sé að búa til fréttirnar sjálft.Og svo ætti að svifta viðkomandi lækni þagnareiðnu og láta hann taka ábyrgð á þessum orðum sínum.En þetta er sennilega óframkvæmilegt
Að mínu mati er það alveg á hreinu að háttsettir menn eru flæktir í smygl og sölu á eiturlyfjum hér á landi.Það er allavega víst að:"Margur verður af aurum api"Það þarf enginn að segja mér þar sem jafnvel milljarðar eru í boði að menn fái ekki áhuga á að þéna léttfenga peninga.Hverjir eru þeir sem dópsendlarnir eru svona hræddir við?
Að þeir allir sem einn neita að gefa þá upp.Hvaða maður með meðalgreind trúir því að t.d. Cokaín sé aðaldópið hjá fíklunun á götunni.Það er hreinlega of dýrt.Það er notað á öðrum stöðu.Það mætti dóptesta klósett á nokkrum opinberum stöðum.Það væri áhugavert að vita útkomu úr þannig testi.Verið ávallt kært kvödd
Lagt hald á amfetamín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 02:44
Sjóræningar
4 apríl rændu sjóræningar franskri lystisnekkju Le Ponant með 30 mönnum um borð.Franskir öryggisverðir náðu að frelsa skipið og ná 3 af sjóræningunum.17 mai rændu sjóræningar frá Somalíu Jórdönsku skipi Vicoria út af strönd Sómalíu.
Skipið var hlaðið sykri og gögnum til hjálparstarfs í Sómalíu.Það var i annað skiftið sem þetta sama skip varð fyrir árás sjóræninga.Það var reynt að ræna því í fyrra út af hafnarborginni Merka en það slapp í það skiftið.En nú 17 maí náðu sjóræningarnir því á sitt vald.Þ 24 létu sjóræningarnir skipið laust eftir að hafa tekið farminn úr skipinu
Og nú náðu þeir einu skipinu enn Amiya Scan.25 skipum stórum og smáum var rænt sl ár.Mér þætti gaman að vita hvort ráðherra utanríkismála og ráðherra siglingamála hér á landi hafa látið sig þessi mál varða.Íslenskir sjómenn eru viða að störfum og þó Sómalskir sjóræningar séu kannske mest áberandi nú um stundir þá eru sjórán víða stunduð.
Það gæti komið að því að íslensk stjórnvöld þyrftu að semja um að láta íslenska sjómenn lausa eða koma að slíkum málum.Það væri gaman að vita hvort gerðar hafa verið gerðar ráðstafanir af stjórnvöldum hér að kynna sér hvort einhverjar siglingarþjóðir eru búnar að taka upp í sínum "Öryggisnámskeiðum"einhverjar varnir í þessu sambandi.Og ef svo væri væri þá ekki ráð að senda menn t.d.frá Slysavarnaskólanum til að kynna sér slíkt.
Einn af farkostum sjóræninga í Aden flóanum
En ráðherra utanríkismála er kannske of upptekin við ferðalög til að leiða hugan að slíkum málum.Og ef hún er heima þá alltof upptekin við að standa við kosningaloforðum sem mörgum er farið að lengja eftir.Þetta er í 3ja skiftið sem ég blogga um þessi sjórán.Ástæðan er einfaldlega sú að ég ber öryggi íslenskra sjómanna fyrir brjósti,og ég veit af að minnsta kosti 3 fiskiskipum íslenskum sem verið er að byggja í Austurlöndum eiga eftir að fara þessa leið.
Eitt af móðurskipum fyrir hraðbáta sjóræninga
Allavega ef skipstjórarnir velja stystu leiðina.Þetta er grafalvarlegt mál.Og það er á hreinu að þessir óþokkar myndu ekki hlífa okkar skipum frekar en annara þjóða.Þó að alltof margir trúa ekki að neinn geri okkur mein og að t.d hingað komi ekki aðrir en menn með hreint sakavottorð.Allir eiga vera svo góðir við okkur því við séum svo saklausir.Fólk sem skilur ekki að við erum komin í samband við ummheiminn.
Svitzer Korskakov. Dráttarbátur sem sjóræningar rændu í vetur en létu svo lausan eftir að lausnargjald hafði verið greitt
Ég vil svo að lokum minna á næstkomandi sunnudag.En þá á"Sjómannadagurinn"70 ára afmæli.Ég hvet allar sjómannafjölskyldur og velunnara sjómanna að gera daginn eftirminnilegan.Það verður áhugavert að hlusta á ráðherra sjávarútvegs þann dag.Ef einhver hefur lesið þetta kveð ég þann sama kært.
Skipi rænt við strendur Sómalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.5.2008 | 22:29
Enn og aftur
Það er sennilega að bera í bakkafullan lækinn að tala um innflytendur.Ég vil samt aðeins reyna að hugleiða málið án nokkurra fordóma að minni hálfu,en það virðist vera útilokað að mestu leiti.Því að þeir sem einhverra hluta vegna gagnrýna þessa nýustu ákvörðun í málinu eru bara afgreiddir með orðinu"rasisti"Hverskonar lýðræði er eiginlega á Íslandi í dag?
Úr Al Waleed flóttamannabúðunum
Ég vil benda hingað lestnum á blogg mitt dagana 14,16 og 18 þessa mánaðar.Ég ætla ekki að gefa mig út fyrir að vera einhvern sérfræðing í þessum málum,langur vegur þar frá.En ég fullyrði það að ég hef meira vit á hvað ég segi um þessi mál,en margur nafnleysinginn sem lætur hvað hæst"Bylur hæst í tómri tunnu"stendur einhversstaðar.Ég leifi mér að vitna enn í orð varaformanns Sjálfstæðisflokksins þegar hún ræðir mál EBE"Það er nauðsynlegt að við stjórnmála menn ræðum opinskátt um þessi mál og kynnum fólki kosti og ekki síður galla við inngöngu í EBE.Talaði um opinskáa og þroskaða umræðu um þau mál"
Af hverju má ekki tala um innflytendamál á sömu forsemdum.Er það virkilega"þroskuð"umræða sem fer fram um þessi mál".Það er staðreynd að múslimum gengur ver að að laga sig að menningu,siðum og jafnvel lögum þeirra landa sem þeir flytjast til en annara trúar fólk.Ég endurtek spurninguna:"Hvað er það sem segir að okkur íslendingum gangi betur að taka á móti muslimum heldur en nágrannaþjóðum okkar.
Ég er samþykkur því að það sé"skítnóg"af peningum til í þessu landi.Ég hafði eitthvað misskilið þetta.Ég var til sjós í rúm 50 ár og fæ eftir skatta nú í lífeyrir alls um 110,000.Hækkaði um daginn eitthvað um 2-3 þús per mán.Hélt að það væri vegna peningasleysis í sjóðum sem koma að lífeyrisgreyðslum borgaranna.En eftir að hafa komis að því að ríkið ætlar að gefa eftir 60 milljarða í óborðuðum sköttum eftir þá sé ég að það ætti að vera nógir peningar til að byggja upp"velferðina"á Akranesi og víða.Nú skal ég fúslega viðurkenna að mér er ókunnugt um trúarbrögð þessa flóttafólks sem hingað er komið.Öllu þessu fólki að örfáum undantekningur hefur vegnað vel hér á landi.
Og ég endurtek það sem ég skrifaði í fyrra blogi.Ég hef enga ástæðu til að setja mig á móti komu þessara flóttafólks.En ég vil að nokkrum spurningum sé svarað.Hvað ætlar bæjarfélagið að gera í því að íbúar á Akranesi verði fræddir um hin ýmsu fræði múhameðstrúar og hvað þarf að varast í sambúð við þá.Því heiður fjölskyldunar er þar hafður í fyrirrúmi.Og ég endurtek úr fyrra blogi:"Nú veit ég ekki um hve gömul þessi börn eru en börn palistínumanna eru alin upp við byssur frá unga aldri.Ég spyr erum við tilbúin að taka við þessu fólki.Kenna þeim tungu og siði þessa lands þannig að þau lendi ekki á skjön við lögin.
Eyða allri tortryggni í garð okkar hjá því.Hvað með skólamatinn?Þarf að fara að skera sauðkindina á háls svo að kröfum muslima sé fullnægt um slátrun kinda.Svínakjöt borða þeir ekki.Geta ekki orðið vandræði með skólamatinn.Hvað nú ef prakkarar láta muslimabörn eta óhreint kjöt og stæra sig svo kannske af því.Og ég spyr hafa fulltrúar frá Akranesbæ áætlun um að heimsækja t.d.Malmö og fræðast af borgaryfirvöldum þar um umgengni við þetta fólk?Tvískinnungsháttur Svía í þessum málum fór í taugarnar á mér.Allir áttu að vera vinir og allt það,en þeir hleyptu ekki muslimunum inn fyrir dyr hjá sér.Ég sá svo ótalmörg dæmi um yfirdrifna hræsni í garð þeirra sem mig langar ekki til að sjá hér á landi
Taka á þannig á móti fólki að það sitji svo ekki í súpunni sem annarsflokks þegnar þessa lands þegar fram líða stundir"Ég er hlynntur múslimum og hef oft komið til landa þeirra.Í sumum löndum t.d.Saudi Arabíu og Írak var illa tekið á móti manni.Í sumum löndum eins og Alsír var okkur t.d bönnuð landganga vegna þess að yfirvöld töldu sig ekki geta tekið ábyrgð á lífi okkar.Fyrir nokkrum árum skeði það að menn dulklæddir sem tollverðir komu um borð í þýskt skip og skáru alla áhöfnina 7 eða 8 menn á háls.Þetta skeði rétt eftir að kosningar dæmdar ógildar í Alsír þegar ljóst var að ofsatrúarmenn voru að ná meirihluta.Og þetta skeði í Mostaganem bæjar sem ég kom oft til.
Mér finnst satt að segja öðruvísi viðhorf þegar fólk af öðrum trúarbrögðum á í hlut.Við skulum glugga í skýrslu sem gerð var fyrir Flóttamannaráð Íslands af Háskóla Íslands og heitir"Reynsla og viðhorf flóttamanna á Íslandi".Þar segir m.a:eitt af vandmálunum var að kennarar sem eru að kenna okkur íslensku tala ekki okkar mál" og allar útskýringar verða mjög erfiðar. Sú íslenskukennsla sem flóttamennirnir fengu var í fjóra tíma á dag fimm daga vikunnar í 9 mánuði.
Þessi kennsla var samhliða vinnu þessa fólks, það er þeim var kennt 4 tíma fyrir hádegi og síðan fóru þau og unnu í fjóra tíma í þeim störfum sem þau höfðu fengið við komu hingað.Þeir ættingjar sem komuna hingað sem ástvinir flóttamanna hafa fengið mun minna íslenskunám heldur en þau sem komu sem flóttamenn. Þau hafa tekið frá 2 mánuðum upp í að hafa lokið fjórða stigi af íslenskunámi hjá Námsflokkunum. Hópurinn sem fór til Dalvíkur var í íslensku námi í einn mánuði og síðan var frí í einn mánuð vegna sumarleyfis kennara og síðan hófst kennslan aftur. Viðmælendum fannst það erfitt. Að mati viðmælanda er lykill að öllu að tala tungumálið: ef maður talar ekki tungumálið þá verða öll samskipti erfiðari"
Og svo m.a: "Viðmælendur ræddu um að koman hingað hafi verið andlega erfið, ekki bara vegna þess að hér var gróður- og veðurfar allt öðruvísi, heldur einnig vegna þess að hluti af fjölskyldunum hafi orðið eftir í stríði. Það fylgdi því ákveðin vanlíðan að vera komin hingað og vera örugg á meðan aðrir í fjölskyldunni hafi ekki verið svo heppnir.Þau störf sem fólk úr hópunum sinnir í dag eru oftast önnur en þau sem þau höfðu sinnt áður en þau fóru á flótta"
Og svo m.a:"Flestir viðmælendur búa yfir gífurlegri sorg eða áfalls vegna lífsreynslu sinnar. Mikil þörf er fyrir einhverskonar andlega eða sálræna aðstoð til þessa fólks. Slík aðstoð er jafnvel enn nauðsynlegri í dag en þegar viðkomandi komu til landsins. Viðmælandi útskýrir: Fólk er kannski tilbúið mörgum árum síðar að ræða um ákveðna þætti, en ekki í upphafi. Til að nýta slíka þjónustu þurfum við betra vald á tungumálinu eða að fá fólk sem talar okkar tungumál".Auk þess er nauðsynlegt að hafa í huga að fólkið sem kom í tveimur síðustu hópunum, hafa verið miklu lengur en hinir í hrakningum, og þurfa kannski þar af leiðandi meiri aðstoð á þessu sviði. Fólk sem hefur lifað við óstöðugt ástand og óöryggi í allt að níu ár þarf á miklum stuðningi að halda"
Það er alveg með endemum hver hlutur fjölmiðla er í þessu máli.Sjá t.d.Sölva fréttamann Stöðvar 2 hvernig hann reyndi að ná fram einhversskonar andúð Magnúsar Þórs Hafsteinssonar á muslimum í þættinum"Ísland í dag"Ég vil bara benda á greinar og viðtöl sem höfð voru við Magnús eftir för hans of fl alþingismanna til Palestínu fyrir nokkrum árum.
Fjölmiðlar leika sér að snúa út úr skoðunum fólks og hreinlega falsa staðreindir bara til að fá meiri æsing upp í fólk.Mér eru minnistæð brot úr fréttaþætti frá Þýska sjónvarpinu 12 september 2001.Myndbrotið sýndi dansandi og syngjandi muslimakonu í Palestínu.Fréttamaður sagði konuna vera að fagna atburðunum deginum áður í New York City.En þetta reyndist vera fölsuð frétt.Konan var að fagna afmæli bróðurs síns.Sjónvarpstöðin varð að biðjast afsökunnar á þessari fölsun
Því miður getur svo flóttafólk orðið fyrir allslags áróðri þess fólks sem ekki líkar við dvöl þeirra hér.Nú segja einhverjir"nú er þetta ekki púra áróður hjá þér".Það vil ég ekki meina ég reyni allavega hvernig sem það nú tekst,að færa rök fyrir þessari skoðun minni.Fyrir mér vakir bara að allir hafi það gott á Íslandi hverrar þjóðar eða trúar þeir eru.Og það er okkar hlutur sem þjóð sjá um að svo sé.En ég bara spyr erum við vandanum vaxin?Mikið vildi ég óska að svo sé.En því miður held ég að svo sé ekki.Og að lokum það það á að senda út fólk"til að velja"úr hópnum
Gamlar konur í flóttamannabúðum
Gaman væri að vita hver"Dagskipanin"sendinefndarinnar sé.Af hverju má t.d ekki taka á móti öldruðu fólki sem er kannske búið að vera á flótta allt sitt líf.Leyfa því að eyða æfikveldinu hér á landi.Er það kannske of dýrt.Ég bara spyr.Ég hef mestar áhyggur af að þetta séu kannske ungar konur með stálpaða drengi.Það er að mínum dómi ekki góð blanda.En vonandi tekst þetta vel alltsaman.En ég bara skil ekki það ofstæki sem preglar þessa umræðu.Þessu er snúið upp í pólitískt fjaðrafok þar sem einn stjórnmálaflokkur er að ósekju sakaður um rasisma.Fólk notar þetta alvarlega mál til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.Mér er sama hvað öðrum finnst en mér finnst það lákúra af verstu tegund.Ef einhver hefur lesið þessar hugleiðingar mínar,kveð ég hann kært.
18.5.2008 | 21:15
EBE umræða og flóttafólk
Ja það er margt skrýtið í kýrhausnum las ég einhverntíma einhverstaðar.Mér dettur þetta í hug varðandi þetta makalausa mál sem komið er upp varðandi innflytendamál hér á landi.Þegar Sigurjón Þórðarson vitnar í skoðanakönnun Vísis.is þar sem hann segir:
" Í könnuninni kom fram að 68% þeirra sem tóku þátt sögðust vera sammála röksemdafærslu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar varðandi flóttamannaaðstoð á Akranesi.""Þá kemur þetta fram í einni athugasemdinni:"Hmm, ekki á ég nú létt með að taka mark á könnun sem hvorki tölur né hvernig hún var framkvæmd, er tekið fram. Gætu þess vegna hafa verið 50 manns sem hafi hringt inn og þar af 34 Frjálslyndir. Þarf ekki meir til.""
Ég hélt fyrir mitt leiti hélt að þessar skoðanakannanir hjá Vísi færu fram á netinu.Ef það er rétt hjá mér er ég hræddur um að þeir hjá Vísi.is væru óánægðir með það ef ekki fleiri en þetta kæmu inn á síðuna hjá þeim til að kjósa.En ég er þarna kannske að misskilja eitthvað.Seinna kom þetta fram í athugasemdum hjá Sigurjóni:
"Það voru eitthvað um 2.000 sem tóku þátt. Það heyrði ég, hversu margir þeirra séu í Frjálslynda flokknum veit ég ekki, en þetta heyrði ég""Tilv.lýkur.Ég sjálfur hef nú lítið vit á skoðanakönnunum og gef lítið fyrir þær en hef oft heyrt og lesið vitnisburð í þessar hjá Vísi.is þar sem þeim er hælt sem sæmilegum á að treysta.
Í sjónvarpsvarps fréttum í kvöld var viðtal við varaformann Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún telur nauðsyn á að flokkurinn taki upp umræðuna um aðild að EBE..Það er nauðsynlegt að við stjórnmála menn ræðum opinskátt um þessi mál og kynnum fólki kosti og ekki síður galla við inngöngu í EBE.Talaði um opinskáa og þroskaða umræðu um þau mál.Já hún er skrítin tík þessi pólitík.
Á sama tíma fer fólk mikinn og talar um að það sé rasismi að benda á að það geti verið gallar á að flytja hingað inn fólk af öðrum þjóðflokkum sem hafa átt í erfiðleikum með að samlagast þeim þjóðum sem þeir hafa flutt til.Hvers vegna má ekki ræða það mál og stjórnmálamenn komi fram fyrir skjöldu og tali um þau mál af hreinskilni?
Er virkilega að fæðast hér á landi sami andsk.....tvískinnungshátturinn og sem mér fannst prýða umræðuna um þessi mál í Svíþjóð.Ég er minnugur þess er frambjóðandi Moderadana "missti"sig og sagði sína meiningu um þessi mál eftir að hann hélt að búið væri að loka fyrir mikrafonin.Það kostaði hann sennilega þingsæti.Ég hef satt að segja furðað mig á ýmsum athugasemdum sem ég hef fengið.Einn virkilega góður vinur minn sakaði mig í gær um að ég hefði sama hug til muslima og Hitler til Gyðinga.
Einn kom með athugasemd(sem ég vona virkilega að hafi verið í gríni)og líkti þessari skoðun minni við að ef að það færi að gjósa aftur í Eyjum þá fengu eyjamenn ekki að koma til fastalandsins.Ég vil vitna í blogg mitt í gær og fyrradag.Að vísu er þessi vinur minn sem ég talaði um hér,og sagði þetta beint við mig.Ég spyr enn og aftur:"af hverju má ekki tala um þessi mál öðruvísi en fólk sem talar um þetta af eigin reynslu fái á sig rasismastimpil"
Oft er því haldið fram að eigin lífreynsla sé besti skólinn.Ein kona hvers nafn er,er ég búin að gleyma en er úr Samfylkingunni fór mikinn í Silfri Egils í morgun(því miður gat ég ekki hlustað á það allt)og talaði um"beint lýðræði"að leyfa fólki að tala og segja sína meiningu Hvernig í andsk...... stendur þá á því að menn mega ekki opna kjaf.... um þessi mál öðruvísi en að fá á sig stimpil.Hvar er þá þetta beina lýðræði sem Samfylkingarkonan talaði svo fáglega um.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært og bið hann að koma með athugasemdir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.5.2008 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.5.2008 | 19:40
Flóttafólk
Ég geri mér algerlega ljóst að ég fæ á mig rasistastimpil yfir þessum hugleiðingum.Mér er andsk..... sama um það því þeir sem reyna að stimpla mig slíkum stimpli annað hvort vilja ekki eða geta skilið alvöru málsins Það eru nokkur atriði sem ég vil að séu alveg á hreinu áður en kemur að þessari hugleiðingu minni.Ég hef siglt mikið til landa Múslima bæði í Afríku og Asíu.Við Persaflóa og Miðjarðarhaf t.d Og ég get ekki annað en borið þeim vel söguna nema ef vera skyldi í Saudi Arabíu.
Mostaganem borg í Alsír sem ég kom oft til á skipum.Oftast með kartöflur
Ég hef mikla samúð með fólki í þessum löndum sem þurfa að þola ánauð hvers kyns og af hvers völdum hún kann að vera.Í upphafi vega í mínum siglingum ætlaði ég að vera góði strákurinn frá Íslandi sem vildi vera góður við alla í þeim löndum sem við komum í.Danskir skipsfélagar vöruðu mig við og ég lét það sem vind um eyru þjóta.En af eigin dýrkeypti reynslu sá ég það að maður varð að vera harður af sér og láta ekki góðmennskuna hlaupa með sig í gönur.
Ég bjó í 15 ár í Svíþjóð og sá það hve herfilega þeim hefur misstekist í "invandrarapólítík"sinni að mínum dómi.Þeir sitja uppi með stóran hóp af fólki aðallega frá t.d Sudan og Somalíu sem komu á fullorðins aldri til landsins ólæsir og skrifandi og verða aldrei annað en 2ars flokks þegnar þess lands vegna tungumálaörðuleika t.d og fl.Þetta fólk verður svo auðveldar bráðir eiturlyfjasala og melludólga.Ég dvaldi um tíma uppúr 1990 í bæ í Smálöndum sem Lammhult heitir.Á árum áður hafði verið mikill iðnaður í þessum bæ.
En er þarna var komið sögu var komið mikið bakslag í hann og mikið atvinnuleysi.Mikið um atvinnulausa unglinga sem voru uppá foreldra sína komnir.Ég átti þar góða vini sem ég dvaldi hjá.Í bænum voru nokkur hús sem hafði verið"hróflað"upp þegar mikill uppgangur var í bænum.Þegar ég var þarna átti að fara að rífa þessi hús.En svo kom mikið af flóttafólki frá fyrrum Júgóslavíu"Invandrareverket" tók þá þessi hús á leigu.
Gerði þau upp fyrir mikla peninga.Þegar það var búið komu bílalestir með húsgögn,heimilistækjum og sjónvörpum og þessháttar.Svo komu flóttamennirnir og fluttu inn.Uppá þetta horfðu hinir atvinnulausu unglingar á staðnum og fylltust bræði út í flóttafólkið sem fékk allt upp í hendurnar og fengu fullar bætur frá hinu opinbera.Það var ekkert gert til að útskýra þetta fyrir unga fólkinu eða reyna útrýma afbrýðisseminni eða kynna útlendingunum sænskt þjóðfélag.Þetta unga fólk varð auðveld bráð öfgahópa svokallaðra"skinheads".
Þjófnaður af snúrum og á leikföngum í húsagörðum jókst hverjum sem það var að kenna,en þetta var eignað flóttafólkinu.Það og fleira var sett á þeirra reikning.Aðdragandi þessarar hugleiðingar minnar eru væntanleg móttaka flóttafólks til Akranes.Mér skilst að í dag séu um 25 fjölskyldur á biðlista eftir félagslegu húsnæði frá bænum.
Óeirðir sem"skinheads"stóðu fyrir
Núverandi meirihluti hefur legið á bremsunum þegar um er að ræða fjölgun á félagslegum leiguíbúðum.Það sem fær mig til að setja athugasemd við þetta er bara það sem ég hef upplifað.Það er alveg á hreinu að inní þessum hóp sem hingað kemur eru einhverjir sem eru engir englar sem.geta haft ógnandi framkomu.t.d.við eldri borgara.Sem svo verða miður sín eru ekki vanir svona framkomu.Mér finnst mörgum spurningum ósvarað t.d.hvað verður gert til að þessu fólk verði kennd góð íslenska og það vel frætt um þjóðfélagsskipulags hér.
Ég hef 2svar orðið vitni að er kristin"asni"(fyrirgefið orðalagið en þetta er jafnvel meira en asnaskapur)sparkaði afturenda á múslima við bæn.Ég ætla ekki að tjá mig um afleiðingarnar. Hver tekur ábyrgð á ef svonalagað skeður þar sem ekki er til staðar neinn opinber bænastaður á Akranesi.Hvað verður um samskifti barna einstæðra foreldra sem hafa rétt til hnífs og skeiðar.Ég bendi á hér að framan afbrýðisemi unglinga í garð innflytenda.Fyrir mér vakir ekki að hafa á móti þegar fólki er komið til hjálpar í neyð.
Fólk má sjálf velja teksta við þessa mynd
En hvernig er þessu háttað hér á landi.Hvað um ungar mæður,aldraða,öryrkja sem svo sannarlega eru haldið í"flóttamannabúðum"fátæktar hér á landi.Fer ekki að koma tími á þá.Er bæjarstjórnarstjórn Akranes tilbúinn að taka við nokkrum einstæðum foreldrum,öryrkjum,eldri borgunum sem standa höllum fæti í t.d í Reykjavík????.Ég bara spyr. Það virðist vera rassismi að vekja athygli á þessu.Ég heyrði áðan í fréttum sjónvarps talað um hve vel hafði tekist með flóttafólk til Ísafjarðar.Mér finnst þetta ekki sambærilegt.Ég heyrði ekki betur en þarna hefði verið um að ræða hjón af blönduðu þjóðernum.Hjón með börn að flýja land sem þeim var gert ómögulegt að búa vegna þeirrar blöndunar og eru sennilega kristinnar trúar.Og vilja til að vinna fyrir sér.Hingað lesnir kært kvaddir.
14.5.2008 | 19:32
Margt í mörgu
Margrét Sverrisdóttir skrifaði grein í Morgunblaðið 08.10.2005 sem heitir:
"Raunverulegt fulltrúalýðræði?
Hér á landi gildir svokallað fulltrúalýðræði, þannig að þegnarnir velja sér fulltrúa til að framfylgja sínum málum. Þessir fulltrúar eru valdir af flokkslistum og úrslit kosninga ráða fjölda þeirra þingsæta sem hver flokkur fær.Þingsætin tilheyra því flokkum en ekki einstaklingunum sem boðnir eru fram í nafni flokkanna.Þess vegna særir það réttlætiskennd kjósenda(leturbreyt.mín Ó.R) þegar þingmaður, sem nær kjöri vegna stuðnings við þann flokk sem hann er fulltrúi fyrir, fer með umboð kjósenda eins og honum sýnist, fer jafnvel úr stjórnarandstöðu til að styðja stjórnarmeirihlutann á miðju kjörtímabili, eins og nýlegt dæmi sannar.
Að fylgja eigin sannfæringu
Það er ekkert óeðlilegt við það sem segir í 48. grein stjórnarskrár, að þingmaður sé einungis bundinn af eigin sannfæringu og ekki við neinar reglur frá kjósendum sínum. Það er eðlilegt að svo sé varðandi afstöðu hans til einstakra mála.Sem dæmi um slíkt er ef þingmaður er t.d. ekki sáttur við stefnu flokks síns í umhverfismálum, að þá hefur hann fullan rétt til að fylgja eigin sannfæringu.Ef kjörinn fulltrúi fólksins hefur hins vegar þá sannfæringu að hann geti ekki framfylgt þeim málum sem kjósendur ætluðu flokki hans að gera, á hann að segja ef sér svo næsti maður geti haldið þeim málstað fram. Annars virkar fulltrúalýðræðið alls ekki í reynd og svo virðist sem það sé löglegt að láta kjósa sig fulltrúa tiltekins flokks til þess eins að hlaupa strax í annan, þó allir séu sammála um að það sé siðlaust með eindæmum.
Kjósendum misboðið
Ef kjörnir fulltrúar fólksins fótum troða umboð kjósenda sinna með þessum hætti, hljóta kjósendur að krefjast þess að þeir fái þá heldur að hafa bein áhrif á framgang mála. Beint lýðræði er í raun einfaldara í framkvæmd með nútímatækni en nokkru sinni fyrr. Þannig er auðvelt að nýta tölvutækni til að þjóðin geti kosið um ákveðin málefni og umræða um þjóðfélagsmál er orðin öllum aðgengileg í fjölmiðlum og á netinu. Beint lýðræði er því augljóslega lýðræðislegra fyrirkomulag ef við viljum að lög byggi á vilja meirihluta atkvæðisbærra þjóðfélagsþegna hverju sinni.Það hefur ótvíræða kosti umfram fulltrúalýðræðið til að tryggja lýðræðið, ekki síst ef staðan er þannig í raun að kjörnir fulltrúar geta virt vilja fólksins að vettugi og fótum troðið það umboð sem þeim var veitt.
Endurskoðun stjórnarskrár
Nú, þegar endurskoðun stjórnarskrár stendur yfir, ætti að vera ærið tilefni fyrir stjórnarskrárnefnd að skoða hvort ekki megi skýra betur í stjórnarskrá skyldur kjörinna fulltrúa fólksins. Þingmaður ætti að fylgja sannfæringu sinni í einstökum málum, en treysti hann sér ekki til að starfa fyrir umbjóðendur sína að stefnu flokks síns almennt, ætti hann að segja af sér svo næsti fulltrúi geti haldið uppi merki flokksins.Það skiptir engu hvaðan núgildandi reglur koma, þær eru ranglátar og þess vegna á að breyta þeim þannig að réttur kjósenda verði tryggður""Tilv.í greinina lokið
Margrét Sverrisdóttir sú hin sama sem þetta ritaði 2005 situr nú í minnihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur.Fyrir hvaða flokk veit enginn..Umrædd Margrét var 2 á lista FF við Borgarstjórnar kosningar 27-05-2006.Þá hafði það skeð að margumrædd Margrét hafði sagt skilið við flokk sinn FF.Og orðin varaformaður stjórnmálaflokks sem nefndist Íslandshreyfingin.
Í framboði til alþingis fyrir þennan flokk ásamt henni var maður að nafni Jakob Frímann Magnússon. Svo veiktist efsti maðurinn á listanum í Reykjavík og Margrét tekur við.Ég nenni nú ekki að rekja atburðarrásina nánar enda hlýtur hún að vera í fersku minni flestra.En nú skulum við aðeins athuga Stefnuskrá FF sem Margrét barðist fyrir í borgarstjórnarkosningum 2006 og málefnaskrá núverandi meirihluta sem hún er andstæðingur:
Úr málefnaskrá nv meirihluta:
"Sérstök áhersla verður m.a. lögð á eftirfarandi samkvæmt málefnasamningnum: Reykjavíkurflugvöllur verður sýndur í óbreyttri mynd á aðalskipulagi meðan rannsóknir standa yfir vegna nýs flugvallarstæðis á höfuðborgarsvæðinu.Ekki verður tekin ákvörðun um flutning Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu".
Úr stefnuskrá FF fyrir kosningar 2006:
"Stærsta ágreiningsmálið og um leið þýðingarmesta skipulags- og samgöngumál í Reykjavík í komandi kosningum er flugvallarmálið.Þar liggja skýrar átakalínur, þar sem F-listinn vill einn flokanna í borginni halda flugvellinum í Vatnsmýri. Það yrðu óafturkræf mistök að missa Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni. Í Vatnsmýri er flugvöllurinn vel staðsettur m. t. t. innanlands-,sjúkra- og öryggisflugs og einnig sem ómissandi varaflugvöllur fyrir millilandaflugið"
Málefnaskrá 2008:
"Leitað verður leiða til að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins og miðborgarinnar eins og kostur er.
Framvæmdir hefist sem fyrst um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og staðarvali og annarri undirbúningsvinnu vegna lagningar Sundabrautar verði lokið sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist"
Stefnuskrá FF 2006:
"19. aldar götumynd Laugavegarins verði varðveitt F-listinn leggur nú sem áður áherslu á verndun menningarsögulegra minja.Sérstaklega ber að varðveita eldri götumyndir eins og við Laugaveginn,tengingu okkar við fortíð og rætur.Við val á útfærslu verði lögð áhersla á að tryggja vellíðan íbúa og náttúruvernd. því verði Sundabraut lögð þannig að íbúar verði sem minnst varir við umferðarþungann. Sundabraut verði í göngum með góðum tengingum við stofnbrautakerfi borgarinnar"
Úr málefnaskrá 2008:
"Einnig er gert ráð fyrir að strætisvagnagjöld verði felld niður hjá börnum, eldri borgurum og öryrkjum og almenningssamgöngurefldar.Fjölgað verður hjúkrunarrýmum og þjónustuíbúðum fyrir aldraða og samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar verður efld.Tekjumörk vegna niðurfellingar fasteignaskatta fyrir elli- og örorkulífeyrisþega verða hækkuð verulega. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði verða lækkaðir á árinu og félagslegum leiguíbúðum fjölgað um 100 á ári.Og Orkuveita Reykjavíkur og orkulindir verða áfram í eigu almennings".
Úr stefnuskrá 2006:
"Brýnt er að efla almenningssamgöngur til að draga úr yfirþyrmandi einkabílanotkun, sliti á götum og mengun í borginni.Til að auka nýtingu almenningssamgangna ber að fella niður fargjöld í strætisvagna fyrir unglinga að 18 ára aldri ásamt öldruðum og öryrkjum. Orkuveitan og Landsvirkjun verði áfram í eigu almennings.Framboð Frjálslyndra og óháðra leggst alfarið gegn einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar og varar við því að fleiri auðlindir almennings komist í hendur fárra. Orkuveita Reykjavíkur er mjög blómlegt fyrirtæki sem gefur góðan arð fyrir eigendur sína,Reykvíkinga, og því leggst F-listinn gegn hlutafélagsvæðingu þess eða öðrum breytingum á rekstri.""
Fyrir hvaða flokk er þá Margrét Sverrisdóttir að vinna í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fór hún ekki fram fyrir Frjálslyndaflokkinn og óháða. Hvaða flokkur er óháðir ? Er hún kannski sú eina sem er óháð á þeim lista sem stendur á bakvið F listan í Borgarstjórn Reykjavíkur?Hún sagði sig úr Frjálslyndaflokknum en hún vinnur samt í hans nafni og neitar að láta réttkjörnum varafulltrúum sæti það, sem hún ranglega situr í.Er hún ekki varaformaður Íslandshreyfingarinnar.Getur því ekki líka verið skráð sem oddviti einhvers óháð framboðs. Hvaða stjórnmálamanni sem vill láta taka mark á sér hagar sér svona.Það væri gaman að heyra álit formanns Íslandshreyfingarinnar á fyrrgreindri grein Margrétar og hegðunar hennar nú sem eftir öllum sólarmerkjum er andstæðingur Jakobs Frímanns flokksbróðir hennar og áhrifamanns í Íslandshreyfingunni í Reykjavíkurborg.Mig minnir að hinn mikli leiðtogi að margra mati,Ólafur Thors hafi eitt sinn sagt um harðan andstæðing."Hann var alltaf samkvæmur sjálfum sér og trúr sinni sannfæringu.Vegna þess virti ég hann mikils".Eiga ekki sömu lög og reglur við um fulltrúa flokka á Alþingi og í sveitarstjórnarmálum.Læt fólk eftir að dæma sjálft um þessa.Hingað lesnir kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2008 | 15:51
Flóttafólk
En springur meirihluti í bæjarmálum og nú á Skipaskaga.Út af flóttafólki.Mér er andsk..... sama þótt ég verði kallaður"rasisti"fyrir að hafa skoðun á málinu.Ég hef ekkert að móti flóttamannahjálp.En er ekki hægt að veita hana öðruvísi en að flytja fólkið hingað.Ég er á móti aðgerðum Ísraelsmanna á V-bakkanum og Gasa.Og mig hryllir við myndum af þessum svæðum.
En ég er samt í vafa hvort að það sé rétt að taka á móti þessu fólki.Hvaða fólk er þetta.Jú þetta eru sagðar einstæðar mæður.Mæður og börn sem hafa misst maka sína og feður í stríði við ísralsmenn.Búið í flóttamannabúðum kannske alla sína æfi allavega börnin.Nýbúið að missa föður sinn sem dó hetjudauða að þeirra mati.Alin upp í hatri á Vesturlöndum.Ég kannast svolítið við þetta Vesturlandahatur hjá þessu fólki.Kynntist því t..d í Libanon og í Israel og jafnvel í Svíþjóð.
Nú veit ég ekki um hve gömul þessi börn eru en börn palistínumanna eru alin upp við byssur frá unga aldri.Ég spyr erum við tilbúin að taka við þessu fólki.Kenna þeim tungu og siði þessa lands þannig að þau lendi ekki á skjön við lögin..Eyða allri tortryggni í garð okkar hjá því.Taka þannig á móti þessu fólki að það sitji svo ekki í súpunni sem annarsflokks þegnar þessa lands þegar fram líða stundir.Var ekki verið að segja upp fjölda verkakvenna á Akranesi um daginn.Voru ekki einhverjar einstæðar mæður þar í hóp?
Hvað lifa margar af þeim í Reykjavík eða Akranesi við fátækramörk?Svo koma þessar flóttakonur og fá kannske allt upp í hendurnar á einu bretti?Gerir fólk sér grein fyrir hve mikilli afbrýðisemi hjá innlendum börnum einstæðra foreldra þetta getur valdið?Ætlar bæjarstjórnin á Akranesi að skaffa einstæðum mæðrum í bænum sömu hluti og flóttafólkið fær?
Eða fer það strax á samskonar bótakerfi og verður að koma undir sig fótunum eins og atvinnulaus ung stúlka með barn þar í bænum?Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör.Hafi einhver lesið hingað er sá sami kært kvaddur
Magnús gagnrýnir nýjan meirihluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2008 | 21:02
Neyðin og konurnar
Ég held að þrátt fyrir allt eigum við íslendingar við nokkuð góð kjör að búa við.Þrátt fyrir,allt allavega ennþá.Mér er minnistætt frá siglingarárunum er ég sigldi Saigon-Hong Kong-Kao-hsiung og við vorum að sigla upp Song Nah Be fljótið upp til Saigon eða niður það á leiðinni þaðan að sáum við sáum oftar en ekki barnslík fljótandi
Nokkrir lósanna svöruðu ekki ef maður spurði en þeir sem svöruðu sögðu þetta vera lík af nýfæddum stúlkum.Fiskimennirnir sem búa á fljótinu eru bláfátækir og búa í litlum fleytum sem ég myndi ekki taka í mál að sigla á yfir höfnina hér hvað þá annað.Ef fleiri en ein stúlka fæðist inn í fjölskylduna þá er henni jafnvel bara hent í fljótið.Það er ekkert gagn talið af þeim.Það er hroðalegt að sjá þetta og en hroðalegra að hugsa til þess að svona gerist á okkar dögum úti í hinum harða heimi.
Ég hugsa að ég hefði átt bágt með að trúa þessu en ég sá þetta með eigin augum.Mér er líka minnistætt mál sem kom upp í Svíþjóð um það leiti sem ég flutti þaðan(2005)en þá fannst lík af nýfæddu barni út á víðavangi en samt ekki fjarri íbúðarbyggð.Það kom í ljós að barnið var nokkra vikna gamallt og virtist hafa legið í frosti.Það kom svo í ljós að barnið hafði verið fætt af ungri móður sem ekki treysti sér til að ala það upp vegna báborinna kjara.En þetta var ekki öll sagan.Það fundust 2 önnur lík að mig minnir í frystikistu heima hjá henni.Konan átti 10-11 ára gamlan dreng, sem kom upp um málið.Hann hafði tekið barnslíkið og sett það þar sem það fannst og gengið þannig frá málum að hægt var að rekja slóðina til móður hans..
Drengurinn vissi um gerðir móður sinnar og hafði gripið til þessa ráðs til að koma upp um hana.Enginn virtist hafa tekið eftir ástandi konunnar eða látið sig það varða á nokkurn hátt.Hún hafði starfað á"kassa"í kjörbúð og allir báru henni vel söguna.Og allt nágrennið var slegið er upp komst um hana.Þetta skeði nú í velferðarríkinu Svíþjóð.Ég á bágt með að trúa að svona nokkuð geti skeð hér á landi.Ég held að íslendingar sem eru meira fyrir að vera með"trýnið"niðri í hvers manns"koppi"en flestar aðrar þjóðir að mínu mati létu svona aldrei ske.
En þetta á kannske eftir að breitast.Bæði kjör einstæðra mæðra og"nágrannahnýsnin"En ég vona bara að svo verði ekki.Svo við sjáum ekki svona dæmi hér á landi.En það er alltaf að stækka hópurinn sem ekki á fyrir lífsnauðsynjum og þar er fyrrgreindur hópur í meirihluta.Hingað lesnir kært kvaddir
Barnslík fundust í kassa á Englandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2008 | 17:08
Hver á réttinn
Á hjólreiðamaður nokkurn rétt á gangbraut?Þarf hann ekki að leiða hjólið þegar hann fer yfir "gangbrautina" til að eiga rétt þar.Ég bara spyr?Ég hef ekkert á móti hjólreiðum og myndi vilja sjá meir af slíku.Og því miður höfum við alltof lítið af virkilegum hjálreiðastígum.En ég spyr aftur:hver er réttur hjólandi manns á gangbraut?Flokkast hjól ekki undir farartæki?Kært kvödd
Keyrð niður á merktri gangbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2008 | 23:57
Riverdance
Þegar ég sá þessa myndir datt mér strax í hug stjórn efnahagsmála hér á landi.Látið reka á reiðanum uns allt er komið í óefni
Telegrafið látið standa of lengi á Stopp.
Meðan bankarnir dönsuðu Riverdance á húsnæðismarkaðnum
Og og haldið var áfram að leika sér þótt"fleygið"hallaðist
Uns allt var komið á hliðina og þá á
almenningur að bera byrgðarnar
og reyna að finna eitthvað til að lifa af
Ekki er það mín meining að gera grín að sjóslysum.Og ekki er ég að segja að stjórnendur Riverdance,skipsins sem sést á myndunum hafi látið reka á reiðanum og þessvegna hafi farið svona fyrir skipinu þegar það rak á land við Blackpool 31 janúar í ár.Skipið hreppti mikið óveður á leiðinni frá Warrenpoin N-Írlandi til Heysham in Lancashire.10 af 19 manna áhöfn og 23 farþegum(mest trukkabílstjórar)var bjargað af björgunraþyrlum. 9 menn urðu áfram um borð að reyna að bjarga skipinu en allt kom fyrir ekki.Engin slys urðu á mönnum.Hér eru fleiri myndir af atburðinum
Skipið fyrir óhappið og á strandstað stuttu eftir
Flakið af Riverdance og af gömlu seglskipi Það vekur óhug hjá öllum sjómönnum að sjá svona myndir.Þetta segir okkur það að slysin ske enn þrátt fyrir alla tæknina.Þess vegna er það áríðandi að vera alltaf vakandi fyrir öryggisútbúnaði og sjá til að öll skipshöfnin sé meðvituð um öll öryggistæki skipsins sem siglt er á.Nú fer að líða að 70 ára afmæli Sjómannadagsins.Ég skora á alla sjómannafjölskyldur að láta þann dag verða eftirminnilegan hver á sínum stað.Ég fagna fréttum dagsins af Landhelgisgæslunni og vona bara að þar verði ekki látið sitja við orðin tóm.Þegar ég bloggaði um daginn um göngu um höfnina gleymdi ég einu af þekktustu skipunum sem heimsótti hana reglulega.Það var:
Sem sigldi áætlunarsiglingar á móti Gullfossi á leiðinni Rvík-Færeyar-Kaupmannahöfn.Áætlun Drottningarinnar var samt svolítið öðruvísi en Gullfoss:Copenhagen, Thorshavn, Trangisvaag, Vaag, Reykjavik.
Return voyages: Reykjavik, Thorshavn, Copenhagen.Einu sinni leituðu 2 ungar íslenskar stúlkur á vit ævintýranna og laumuðust með.Í einhverjum ævintýrum lentu þær sem ekki verða rakin hér.Endalok skipsins urðu þau að það var rifið 1965.Hafi einhverjir haft nennu til að lesa þetta þakka ég þeim fyrir og kveð þá kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.5.2008 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2008 | 01:25
Seigir þeir gömlu
Ég bloggaði um daginn um 2 skip sem voru keypt á eftirstríðsárunum.Tröllafoss og Reykjafoss.Eftir að vera seldir héðan voru þeir í notkun nokkuð lengi erlendis.Tröllafoss var byggður í Wilmington, Cal
Tons: 3805 DWT: 5032 Yard No: 1342 Length overall: 103.2 Ship Design: C1-M-AV1
LPP: 97.5 Country of build: USA Beam: 15.2 Builder: Consolidated Steel
Location of yard: Wilmington, Cal. Year: 1945 Name: COASTAL COURSER Launch Date: 31.8.45
Type: Cargo ship (ref) Date of completion: 11.45 Owner as Completed: U.S.War Sg Administration, Los Angeles
Subsequent History:
48 TROLLAFOSS - 64 SEOUL Og endalokin urðu að hann sleit akkerið og rak á land í Inchon harbour S-Kóreu 29.8.73.28 ár það hlýtur að vera góð ending ef miðað er við byggingaraðferðina.
Reykjafoss 2
Byggður á Ítaliu Year:1947 Builder:Franco Tosi Name:GEMITO Type:Cargo ship.Date of completion 8.47 Location of yard: Taranto
Flag: Ital Tons:1560 Yard No: 107
Length overall: 90.80 m Subsequent History:
20066 1947 REYKJAFOSS 1560 1951 V1947 #233 Iceland SS Co
2528 20066 1947 GRETA 1560 1965 V1947 #233 T.N.Katsoulis
2528 20066 1947 ANNOULA 1560 1969 V1947 #233 Grecomar Sg Agency
373936 20066 1947 ANNA 1560 1973 V1947 #233 D.Stavrou
Rifinn í Bombay 1980.33 ára Og úr því ég er að minnast á Reykjafoss þá áttu 2 aðrir með sama nafni nokkuð langa sögu
Reykjafoss 1
Year: 1911 Name:MANCHIONEAL.Launch Date:7.1.11 Type: Cargo ship.Date of completion: 2.11 Flag:NOR.Tons: 1654.Yard No:278.LPP: 77.8.Country of build:Denmark Beam:10.9.Builder: Burmeister & Wain Copenhagen.
Subsequent History:
5614555 1911 MANCHIONEAL 1654 V1911 #394 O.& A.Irgens
5614555 1911 KATLA 1654 1934 V1911 #394 Faaberg & Jakobsen
5614555 1911 REYKJAFOSS 1654 1945 V1911 #394 Iceland SS Co
5614555 1911 NAZAR 1654 1949 V1911 #394 K.Biraderler
5614555 1911 CERRAHZADE 1654 1955 V1911 #394 Z.& Z.Sonmez
Rifinn í Haskoy Tyrklandi 9.67 56 ára gamall.Dágóður aldur það.
Reykjafoss 3
Year:1965 Name:REYKJAFOSS Launch Date:10.6.65 Type:Cargo ship Date of completion:10.65
Flag: ISL Tons:2435
DWT: 3830 Yard No:149 Length overall:95.59.LPP:85.1.Country of build: DNK
Beam: 13.7Builder:Aalborg Vft Location of yard:Aalborg
Subsequent History:
6516520 6516520 1965 REYKJAFOSS 2435
6516520 6516520 1965 GAVILAN 2435 1980
6516520 6516520 1965 AGAPI 2435 1988
6516520 6516520 1965 SAN CIRO 2435 1988
6516520 6516520 1965 NEO FOS 2435 1990
6516520 6516520 1965 MERCS KOMARI 2435 1991
Rifinn í hinum fræga skipakirkjugarði Alang Indlandi 30.4.04 39 ára gamall.
Myndir frá hinum alræmda skipakirkjugarði í Alang Indlandi
Já það var sterkt í þeim stálið þessum gömlu "Jálkum"Svolítið annað í dag þegar jafnvel má telja böndin á bógnum eftir 1 ferð yfir Atlanten.Við skulum minnast þessara skipa m.a og ekki síður mannana sem á þeim sigldu á næstkomandi Sjómannadag.Þegar við minnumst Íslenska Sjómannsins í nútíð og þátíð.Hingað lestnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.5.2008 | 14:24
Þetta sagði ´ann þá
21. nóv. 2005 sagði nv samgönguráðherra þetta í ræðu á Alþingi:
"Þessi svakalega skattheimta ríkisins af flutningastarfsemi er náttúrlega með ólíkindum. Þegar verið er að flytja matvörur milli landshluta, í flestum tilvikum frá höfuðborgarsvæðinu og út á land, eða vörur á vegum fyrirtækja, hráefni til iðnaðarframleiðslu eða annars, eða fiskflutningar sem hafa heldur betur aukist milli landshluta til að halda uppi atvinnu á stöðunum, þá kemur þessi svakalega skattheimta ríkisins af allri flutningastarfsemi þannig að helmingur af flutningsgjöldum rennur beint í ríkissjóð, í ríkiskassann hjá hæstv. fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen.
Á mannamáli: Ef vörur væru fluttar norður á Akureyri á einum flutningabíl og flutningsgjöldin af þeim farmi væru 200 þús. kr. rynnu 100 þús. kr. beint í ríkissjóð af þeim flutningi. Finnst hæstv. fjármálaráðherra þetta vera jafnrétti eða jafnræði? Þetta er í raun og veru eitthvert mesta óréttlæti sem viðgengst núna og engan veginn hægt að sætta sig við það. Það er heldur engan veginn hægt að sætta sig við að hæstv. byggðamálaráðherra sem talar á tyllidögum, í samkvæmisræðum og á framboðsfundum um að nauðsynlegt sé að niðurgreiða þetta gjald eða finna einhverja leið til að lækka það, kemur svo í tíma og ótíma hér í ræðustól Alþingis og segir að því miður verði bara ekkert gert. Allt bendir til þess að það sé vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn stoppi málið og vilji ekki fara þá leið. Því segi ég, virðulegi forseti, og mundi fagna því ef hæstv. fjármálaráðherra tæki undir:
Ég held að við ættum að prófa það kerfi að setja fyrst í flutningabílana aksturskubbana sem sprotafyrirtæki á Íslandi er að þróa, og er ef til vill komið hvað lengst í í heiminum, og freista þess að lækka flutningsgjöld með því að leyfa þeim bílum að keyra á ákveðnum tímum á miklu lægra gjaldi til að byrja með. Mundum við þá ekki sjá hvort við gætum lækkað flutningsgjöldin hvað það varðar? Við þessa aðferð þurfum við ekkert leyfi frá ESA eða hvað þetta apparat heitir úti í Brussel sem hæstv. byggðamálaráðherra skýlir sér stundum á bak við.""
Svo mörg voru orðin fyrir 2 1/2 ári síðan.Hvað hefur breyst.Ef eitthvað þá hefur það farið framhjá mér.Nú á að fara að selja eina olíuflutningaskipið sem við eigum eða réttara sagt höfum séð hér við land og var einusinni undir íslenskum fána.Ætlar einhver að segja mér að flutningar á olíu færist ekki allavega eitthvað meir út á vegina.Þola vegirnir öllu meiri flutninga.Ég held að það sé nóg fyrir.þarna þarf Ríkið að fara að koma að áður en allt vegakerfið fer til helv.... eins og svo margt annað hér á landi"to day"
Maður er allur að vilja gerður að reyna að vera bjartsýnn á lífið og tilveruna en það gengur hálf ílla nú um stundir.Eftirfarandi las ég enhvertíma einhversstaðar:"Öll dýr jarðar að undanskilinni manneskjunni vita að tilgangur lífsins er að njóta þess"Og þetta orti Hjálmar Jónsson núverandi Dómkirkjuprestur og fv.þingmaður til Davíðs Oddsonar þv forætisráðherra.En mér finnst þetta eiga við þann núverandi"Gáfur hefur guð þér lánað,/get ég svarið,/en eðlið hefur ekkert skánað/undanfarið"Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég þann sama kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.5.2008 | 13:31
Nú til dags
Það er ýmislegt að ske í landsmálum sem gamall sauður eins og ég lætur fara í taugarnar á sér.Nú höfum við séð ýmsar afleiðingar af því að hlusta ekki á allar viðvörunarbjöllur sem hljómuðu í fyrra.Danir,bretar og fl vöruðu við fjármálahorfum á Íslandi.Ráðherra þessara mála hér brást reiður við.Sem og allir"sérfræðingar"hérlendist.
Sem töldu enga hættu á ferðum og spáðu "mjúkri"lendingu efnahagsmála. Það er eins og íslendingar geti aldrei séð að sér í peningamálum.Mér dettur stundum í hug að ég sé samnefnari fyrir hinn raunverulega íslending hvað sparnað í peninga málum varðar.Hef aldrei kunnað með peninga að fara Nú eru gefnar út bækur og haldin námskeið sem bera hin ýmsu nöfn:Eitt nafnið er eitthvað á þessa leið"Þú ert moldríkur"Þetta sé allt mjög auðvelt bara að borga niður höfuðstólinn.
Hljómar vel,en þarf ekki fólk að eiga fyrir afborgunum til að geta gert það?Einhvern vegin hefði ég talið það.En mér finnst ég skilja að vissu leiti ungt fólk í dag.Þegar ég var að alast upp höfðum við bara dagblöð og gömlu"Gufuna"Ég man að ég hvorki las eða hlustaði á auglýsinar.Manni leiddust auglýsingar allavega í útvarpi því þær gátu stytt "Óskalög sjómanna"og"Óskalög sjúklinga"eða" Lög unga fólksins"
En hvernig er þetta í dag það er eiginlega enginn stundlegur friður fyrir auglýsingum t.d. í sjónvarpi.Og ekki nóg með það.Eftir bílaauglýsingar og þessháttar koma svo kannske þættir eins og"Innlit útlit" eða "Hæðin"og hvað þeir heita nú allir þessir þættir.Og blöðin eru full af viðtölum við fólk sem virðist hafa nóg af peningum handa á milli.Ég veit að margt af þessu fólki vinnur mikið í þessu sjálft og því ber að hrósa.En gerir fólk sér grein fyrir hugsun 5-6 ára barns sem kannske býr með einstæðri móður sinni.Þegar það sér flott barnaherbergi fullt af leiktækjum-föngum.Og vil fá samsvarandi.Hve mörgum einstæðum foreldum skyldi hafa verið ýtt út í foræði skulda með öllu þessu auglýsingaflóði.T.d með merkjaflíkum og þessháttar.
Öll eigum við þá ósk að börnum okkar líði vel.En með svona stanslausum auglýsingaáróðri er vandlifað.Og svo í dag er svo hægt að fara á námskeið í öllum fjandanum.Sum ekkert annað en peningaplokk.Ég er að hugsa um að fara að halda námskeið í að sitja námskeið.Það væri margt vittlausara.En sum námskeið eru nauðsynleg t.d námskeið Slysavarnaskóla og 1stu hjálpar námskeið og fl.Það virðist ekkert að ske í landsmálum þó allar viðvörunarbjöllur hringi.Ríkisstjórnin heldur að sér höndum allavega enn.Það virðist allt látið reka á reyðanum.Hjúkrunarfræðingar voru við ganga út.Ekkert gert þar í málum fyrr en í síðustu lög.
Framundan er,allavega eftir fréttum gjaldþrot hjá fjölda ungra fjölskyldra..Ríkið er búið að græða ca 1.3 milljarða á auknum skatti á bensíni eftir gengisbreytingum undanfarið.1,3 milljarðar fram yfir áætlanir fram yfir fjárlög.Þó er ekki hægt að lækka bensín.Og alltaf er verið hrósa tekjuafgangi af ríkisbúskapnum en allt virðist vera að fara til fjan.....Orð eins og "vonandi"og"allt bendir til"eru voða vinsæl nú um stundir hjá ráðamönnum þjóðarinnar.Það er umhugsunarvert að lesa grein eftir Ragnar Önundarson í Fréttablaðinu í dag.Og hvet ég fólk til að lesa hana.Greinin endar á þessum orðum.:"
"Frjálshyggjumenn telja sjálfum sér trú um að efnahagsvandinn sé ,,lausafjárkrísa og að nóg sé að prenta meiri peninga. Vandinn er miklu víðtækari og alvarlegri. Þegar verðbólur tóku að myndast á sama tíma víða um heim, 2003-4,nokkuð sem ekki hefur gerst síðan frjálshyggjan reið síðast húsum fyrir 1930, vöruðu menn við. Bókstafstrú á afskiptaleysi í hagstjórn varð til þess að ráðamenn skelltu við skollaeyrum.
Á næstu árum mun óhjákvæmilega koma til uppgjörs við frjálshyggjuna. Hún er ekki gallalaus frekar en aðrar stefnur. Þó að ,,moðið á miðjunnisé leiðinlegt er líklega skásti kosturinn að rifja upp gamlar og þaulprófaðar hugmyndir um meðalveg hins blandaða hagkerfis. Hér á landi getum við ekki leyft okkur aðláta þá sem verða undir éta það sem úti frýs. Við eigum ekki að apa tísku í hagstjórn upp eftir stórþjóðum heldur láta mannúð og skynsemi ráða. Hagstjórn þarf að miða við velferð fjöldans.Er frjálshyggjan að bregðast?"
Ég læt þessu þusi lokið og kveð þá sem lesið hafa,kært.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2008 | 21:17
Vangaveltur
Það er nefnilega það sem er að,finnst mér.Það er ekki sama hver brýtur lögin.Hvað hef ég fyrir mér í þessum samanburði.Jú.t.d.þetta:"Vegna ummæla fjármálaráðherra um fjárheimildir Vegagerðarinnar þykir Ríkisendurskoðun ekki úr vegi að vísa til umfjöllunar um fjárreiður hennar í nýútkominni skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga 2006. Í skýrslunni er bent á að rekstrarútgjöld Vegagerðarinnar hafi farið rúmlega 500 milljónir kr. fram úr fjárheimildum í árslok 2006 og þar af eiga að mati Ríkisendurskoðunar um 300 milljónir kr. rætur að rekja til útgjalda vegna kaupa og breytinga á hinni nýju Grímseyjarferju""Þetta er tilv í skýrslu Ríkisendurskoðun.Er það ekki lögbrot að fara fram úr heimildum löggafans Kostnaður við kaup og endurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara varð 553 milljónir króna, sem er 403 milljónum yfir upphaflegri kostnaðaráætlun.Í viðtali við Fréttablaðið í dag 03-05 segir Jón Rögnvaldsson m.a:
" Það jákvæða segir Jón að Grímseyjarferjan standist allar kröfur sem til farþegaferju eru gerðar og kostnaður sé lægri en ef byggt hefði verið nýtt skip.""Ég spyr hvaðan hefur hann það.Í fyrirspurn nv ráðherra samgangna frá því á síðasta þingi sagði m.a:" En ég vildi geta þess - það er innlegg í fyrirspurnina sem hæstv. ráðherra mun svara - að í skipasmíðageiranum hér á Íslandi er talað um að 29 metra langur togari í nýsmíði kosti 350-400 millj. kr., ekki meira, sem er svipuð upphæð og kaupverðið á þessari gömlu ferju frá Írlandi, plús útboð og plús allur sá aukakostnaður sem fellur til.Nú er mér sagt að ekki sé mikill munur á að byggja lítinn togara eða ferju, það sé að sjálfsögðu munur á útbúnaði en kostnaðurinn sé svipaður.""Tilv lýkur
Ég spyr:"Af hverju var ekki hægt að nota ferjuna"Baldur"til Grímseyjaferða.Að mínu mati miklu meira skip og alveg yfirbyggt.Að vísu hefði þurft að gera einhverjar breytingar á hafnar aðstöðu á viðkomustöðunum. En hefði það komið nokkuð nálægt þeim 553 milljónum sem hent var í hina nýju ferju.Það er líka áhugavert að athuga yfirlýsingu Sæferða í Stykkishólmi vegna sölu Baldurs:
" Í þessu sambandi má einnig nefna að Sæferðum bauðst t.d. ferja frá Noregi sem kostaði á núvirði um 25 millj. en hún tók jafnmarga bíla og gamli Baldur (20 bíla) og 250 farþega.""Þetta var skrifað í mars 2008.Ja það hafa verið miklar breytingar á ferjumarkaðnum..Og Jón endar viðtalið á:" Jón segir að hafi fjárreiðulög verið brotin sé ábyrgðin hans en þau lög séu ósveigjanleg og taki lítt mið af hraða í ákvörðunum og framkvæmdum í nútímaþjóðfélagi.Þurfa þá ekki hegningarlögin að vera sveigjanlegri í nútímaþjóðfélagi.Ég bara spyr,en ég hefði haldið að yfirmaður fjármála gæti heldur ekki fríað sig ábyrgð í þessu máli.
Einnig segir Jón í fyrrgreindu samtali:" Spurður að því af hverju verksamningi hafi ekki verið rift segir Jón að það hafi verið erfitt. Samskiptin við verktakann voru afleit en sannleikurinn er sá að þegar verkkaupinn er kominn með skip upp í kví hjá sér.þá er mjög erfitt að ná því þaðan."""Það er nefnilega það.Skelfing er vald þessara manna lítið allavega ástundum..Og svona í endirinn þá fékk"Ríkið" fékk í heild um 53 milljónir kr., en hagnaður Sæferða við söluna á Baldri áfram eftir að hafa átt skipið í aðeins 2 mánuði var 55 milljónir.
Nú verðu gaman að sjá hvort ráðamenn í þessu máli ætla að vaða yfir okkur almenninginn í landinu á"skítugum"skónum eina ferðina enn.Eða verður einhver látinn taka ábyrgð á þessum 2 málum.Er samstaðan sem hjúkrunarfræðingar sýndu þegar átti að vaða yfir þá,á skítugum skónum komin til að vera hjá almenningi.Hingað lesnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 23:03
Höggvið í sama knérunn
Það er alveg með endemum hvernig stórnarherrarnir höggva alltaf í sama knérunninn.Og hvernig þeir haga sér nú um stundir.Allt látið reka á reiðanum.Þetta var að vísu oft síðasta úrræði seglskipaskipstjóra í illviðrum.En þá varð hafið að vera hreint af skerjum eða boðum.Annars var það glapræði.Mér finnst satt að segja svo margir boðar og sker við sjónarrönd í málum þessa lands í dag að slíkt hátterni sé algert glapræði.
Í dag degi verkalýðsins sem einnig er sagður vera dagur aldraða auk þess að vera uppstigningardagur eru ræður haldnar og fánum veifað.Sumir ráðamenn láta í sér heyra í tilefni dagsins.Tala um verðbólgu og að nú þurfi hinn almenni Íslendingur að herða sultarólina til að vinna bug á henni.Tala digurbarklega um þjóðarsátt.Hvað varð um virðisaukaskattalækunina í fyrra hvert fór hún.Í vasa auðmanna.Mig langa að spyrja"Af hverju þarf almenningur í þessu landi alltaf að taka á sig auknar byrðar vegna einhvers fyrirbrygðis sem heitir"verðbólga"
Hvar eru nú"Útrásarlukkuriddararnir"sem krýndir voru fyrir ca 1 ½ ári síðan.Lukkuriddarnir sem stjórnendur þessa lands hvorki héldu vindi eða vatni yfir,hreinlega óbærilegra hæfileika í fjármálum.Hvar eru þessir lukkuridddarnir nú?Sem tóku uppí 5 föld árslaun(jafnvel meir)venjulegs ellilífeyrisþega á mánuði.Ráðsnilldin reyndist ekki vera svo ýkjamikil þegar á reyndi.Allir sem geta stafað nafnið sitt svona skammlaust hefðu geta leikið þetta eftir ef þeim hefðu verið réttar þær formúgur fjár sem sumir af þessum delum voru færðar upp í hendurnar til að leika sér að.Ég er ekki þannig innrættur að ég gleðjist yfir óförum annara.
En ég get ekki gert að því að ég kenni ekki í brjóst um,þó sumir af þessum riddurum tapin fé.Og það miklu.Og nú vilja þessir herrar fá að seilast í fé Lífeyrirssjóðanna.Fé sem almenningur í þessu landi á að mestu leiti.Fosustukona í helsta Ójafnaðarmannaflokki þessa lands segir m.a í grein í einu af dagblöðunum í dag:" Samfylkingin átti enga aðkomu að stjórn efnahagsmálanna á síðasta kjörtímabili.Hún hlóð hvorki bálköstinn né kveikti í"Gott að vera stikkurí.Svo eftir lofssöng um EBE of fl segir frúin m.a.:""Um þessa sýn okkar jafnaðarmanna eru deildar meiningar í röðum annarra stjórnmálaflokka en kannanir benda til þess að almenningur styðji okkar stefnu í vaxandi mæli""Og tölurnar tala sýnu máli:""Samfylkingin nýtur stuðnings tæplega 26 prósenta landsmanna og tapar nokkru fylgi, samkvæmt nýrri könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið""og:"" Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað um 9 prósent frá síðustu könnun Gallups og er nú rúm 58 prósent."Það er von að frúin hæli sér og sínum gerðum.
Ingibjörg Sólrún sagði í þingræðu þ 03-10-2006 þetta:"" Við þurfum að takast á við heilbrigðiskerfið sem þróast stjórnlaust núna í allar áttir og við þurfum að takast á við auðlindirnar og náttúruverndarmálin þar sem ríkir fullkomin óreiða"".Og svo:" Fólkið sem gekk með Ómari niður Laugaveginn var ekki bara að mótmæla því sem er að gerast fyrir austan. Það fólk var líka að mótmæla þeirri hentistefnu, þeim skorti á lýðræði, þeim skorti á gegnsæjum vinnubrögðum sem einkennir stjórnarstefnuna.Við þurfum nýja ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn frjálslyndis og jafnaðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að setja mál á dagskrá, sem þorir að leggja við hlustir, sem leggur áherslu á að rækta sérstöðu og styrk íslenskrar þjóðar. Í þannig ríkisstjórn viljum við samfylkingarmenn vera. -""
Skelfing held ég að margir séu sammála þessum þ.v þingmanninum Ingibjörgu Sólrúnu.Sem 06-12-2006 sagði líka þetta m.a:"" Virðulegur forseti. Samfylkingin mun ekki greiða þessu fjárlagafrumvarpi atkvæði sitt heldur sitja hjá. Hún vísar ábyrgðinni á því alfarið á ríkisstjórnina sem eins og menn hafa orðið varir við hefur hvorki stjórn á efnahagsmálum né ríkisfjármálum. Vextir eru í hámarki, viðskiptahalli nær sögulegu hámarki hvern ársfjórðunginn á fætur öðrum, verðbólgan hefur verið mikil og gengið í sífelldum rússíbana.""Ég man ekki betur en sumir ráherrar þessarar ríkisstjórnar sem nú situr hafi dásamað hina stórkostlegu "Útrás"sem almenningur á nú að fara að súpa seyðið af.
Og svokallaðir sérfræðingar.Enginn Íslenskur sérfræðingur virtist sjá klakkana við sjódeildarhringinn.Varúðarorð erlendra sérfræðinga voru kölluð allslags ónöfnum jafnvel talað um"einelti"Engin spámaður/kona bankana spáði þessum veruleika sem við búum við í dag.Ég vil óska hjúkrunarfræðingum til hamingu með einarða samstöðu sem þeir sýndu í deilu þeirra við Landspítalann.Bara að allur almenningur gæti staðið eins saman og sýnt þessum herrum sem hafa dregið okkur niður í skítinn rétt einusinni enn,hvers samstaða getur verið megnugur.Hingað lesnir kært kvaddir
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar