26.2.2008 | 02:22
Svörtu nóturnar
Það er sagt að í Etýðu fyrir píanó,opus 10 nr 5 eftir Frederic Chopin,sé aðeins einn tónn á hægri hendi,sem er spilaður á hvítu nótunum.Allt annað er spilað á svörtu nótunum.Af hverju er ég að segja þetta jú mér dettur þetta í hug er ég hugsa um hvernig stjórnendur sjávarútvegs í fiskveiðiþjóðfélaginu Íslandi hafa spilað sínar"Etýður"gegn um tíðina.Allt spilað á svörtu nótunum.Og nú hef ég í huga skilgreiningu almennings á hvítu og svörtu.
Gerir fólk sér grein fyrir smáninni sem felst í væntanlegum aðgerðum nokkurrra loðnuútgerðarmanna.Að fara að rannsaka loðnuna sjálfir.Það yrði nú Íslenska Sjávarútvegsráðuneytinu til ævarandi skammar ef af verður.Þá getur það lið sem þar stjórnar pakkað allt saman niður og snúið sé að sorphirðingu.Ekki að sorphirðu sé ekki heiðarleg vinna en ég gæti haldið að þessir menn þyrftu ekki að hugsa eins mikið og í núverandi starfi.Að vísu eru það fleiri sem ættu að skammast sín og taka pokann sinn.
Mér finnst satt að segja"fjárveitingarvaldið"upp til hópa ætti að skammast sín.Skammast sín fyrir það að hafa haldið Hafrannsóknum í spennitreyju allar götur frá stofnun þessa svokallaðs lýðveldis.Ef minnið er ekki að bregðast mér þess meira man ég ekki betur en að Íslenskir útgerðarmenn hefðu"gefið"ríkinu 1sta almennilega "Hafrannsóknarskipið"Árna Friðriksson.Hugsið ykkur á þessum tima var Ísland í 1sta sæti hvað varðaði þyngd afla per sjómann.En við áttum ekkert almennilegt hafrannsóknarskip.
Gjöf útgerðarmanna til Ísl.ríkisins 1967 ??
Og "ríkið"sem þó hirti dágóðan hlut af afrakstri sjávarútvegsins allavega með sköttum á sjómennina lét sig hafa það að þiggja þessa"ölmusu"Ja svei´ttan.Nú svo fengust peningar og skip var byggt.Ég man þegar það kom.Maður heyrði að ætlun Sjávarútvegsráðuneytisins hefði verið að setja skipið undir Landhelgisgæsluna en Jón Jónsson þv forstjóri hjá Hafró á að hafa lamið í borðið og sagt nei.Þarna er ég að tala um r/s Bjarna Sæmundsson.Hinn mikli öðlingur,dugnaða og aflamaður Sæmundur Auðunsson var ráðinn skipstjóri.Ég var 1sti stm á síðutogara og úti á sjó er skipið kom fyrst til landsins.Mér er minnisstætt samtal sem einn af bræðrum Sæmundar(hann átti 4 bræður sem allir voru togaraskipstjórar og ef mig misminnir ekki allir að störfum er þetta var),þá nýkominn úr landi búinn að skoða skipið og sennilega átt orðastað við bróðir sinn uim það,átti við annan skipatjóra og sem ég hlustaði á.
Hann sagði m.a. að ekki væri að sjá að maður sem eithvert hundsvit hefði á sjómennsku hefði komið nálægt hönnun skipsins(en Sæmundur kom mun ekki hafa komið að smíðinni fyrr en á endasprettinum.og litlu fengið að ráða.Þess ber líka að geta að þarna voru"togarakallar"að tala sama og líka að þá þekktist ekki annað en að slaka vírunum út manualt)Hann tók sem dæmi að það sæjist ekki úr brú á vinnudekkið og að þegar"slakað væri út"sæu spilmennirnir ekki merkin á trollvírunum vegna hve háar spiltromlurnar væru.Það þyrftu 2 menn að standa fyrir aftan spilið og kalla merkin þegar slakað var út.
Svo man ég að bróðirinn orðaði það svo að skipstjórinn væri eins og"strætisvagnabílstjóri"framm í tækjalítilli brúnni.En einhver tækjaklefi mun svo hafa verið aftar.Ég hef aldrei um borð í þetta skip komið en ég tel mig muna þetta samtal nokkuð vel.Maður man ýmsa hluti vel þegar þeir koma manni á óvart.Eiríkur Kristófersson sagði í útvarpsviðtali sem haft var við hann þegar hann varð 100 ára(hann varð að mig minnir 104 ára):""'Ég man samtal sem ég átti við mann fyrir 50 árum,man það frá orði til orðs en ég man ekkert hvað hjúkrunarkonan sagði við mig fyrir 10 mín síðan""En að vinnubrögðum þessarar svokölluðu Hafrannsóknarstofnunnar og andúðar hennar á að starfa með sjómönnum.Ég man eftir því að í kring um 1970 var ég 1sti stm á síðutogara.Þetta var seinnipart vertrar að mig minnir og loðnan búinn að ganga sína venjulegu göngu V með S-landi og komin ínn á"Víkurnar"við Reykjanes og veiði orðin lítil sem engin.
Svona lítur fiskurinn út sem "Hafró"spekingarnir fullyrtu að Auðunn Auðuns þekkti ekki
Við,á togaranum sem ég var á vorum vestur í Víkurál.Fiskurinn fullur af loðnu og trollin voru loðin af henni.Þarna var líka b/v Hólmatindur SU undir stjórn Auðuns eins af bræðrum fyrrgreinds Sæmundar.Hann var alltaf að"hringa"í Hafró og segja frá þessu.En þeir vildu ekki hlusta á hann.Ég man eftir(sennilega síðasta samtal hans við þá í það skiftið)Þá sagði "spekingurinn"á Hafró við hann."þetta getur ekki verið þú þekkir bara ekki loðnu.Þetta var nú aðeins meira en hinn dugmikli aflamaður þoldi og"spekingurinn"fékk að heyra álit skipstjórans á honum og það á hreinni kjarnyrtri íslensku.En svo var það að Hafrún ÍS(ex Eldborg GK)gafst upp á veiðinum við Reykjanes og hélt heimleiðis.Þeir gerðu lykkju á leið sína og komu þarna út og viti menn skipin komu og fylltu sig hvert á fætur öðru og ef ég man rétt endaði leikurinn í Kolluálnum.Þeir hjá Hafró klóruðu sér bara í höfðinu(eins og þeir virðast vera að gera í dag)og vissu ekkert í sinn já haus.Og svo er það"Togararallið"fræga.Ólærður og vitgrannur gamlingi eins og ég spyr sig hvernig hægt sé að mæla stofnstærð þorsks með nokkrum hölum á nokkrum togurum á nokkrum stöðun kring um landið.
Þorskur,fiskurinn sem allir aðrir en Hafrámenn finna.
Ég man svo langt að línubátar voru að"rótfiska"rétt hjá okkur á togurunum sem fengu ekki bein.Svona var það(og ég hef grun um að sé enn)að það fiskast mismunandi eftir hvaða veiðarfæri er notað á svipuðum stöðum.Heyrt hef ég sögu af síðasta"netaralli"(sem kom víst of vel út fyrir Hafró)Þekktur skipstjóri kallaðu upp einn "rallbátinn"sem var með eina trossu nálægt hans trossum og spurði hvað hefði verið í hana."150 fiska"var svarið"Hvað segirðu á hinn að hafa sagt. Ég hef verið að fá 6-800 fiska í trossurnar mínar hérna.Þetta var ekkert athugað frekar.Spekingunum frá Hafró kom svona lagað ekki við.
Nóg um það.Það má segja það furðum sæta hve oft þetta svokallaða lýðveldi hefur oft þurft að fá hluti"gefins þegar t.d um er að ræða öryggi sjómanna.Ég man ekki betur en"Þjóðin"hafi safnað fyrir 1stu björgunarþyrlunni.Fleiri dæmi sem of langt væri að rekja hér.Einnig hve yfirvöld eru sein í gang hvað ýmsan öryggisútbúnað fyrir sjómenn.Ímyndið ykkur það tók um 10 ár að fá lögleiddan,einfaldan öryggisútbúnað sem hinn snjalli hugvitsmaður Sigmund hannaði varðandi.neyðarstopp á netaspilum.10 ár og mörg alvarleg slys.Nei það er með ólíkindum hve erfitt hefur verið að fá fé til Sjávarútvegsmála í þessu fv Lýðveldi.Ég segi fv því eftir að hafa hlustað á Silfur Egils á sunnudag sér maður hve fólk er í járngreipum ægisvalds bankaveldisins.Það fer allavega að styttast í að almenningur geti strokið frjálst um höfuð allavega svona hvurndags.
Svo er oft til nógir peningar til allslags"gæluverkefna"hinna ýmsu ráðherra.Þó að ekki fáist peningar til almennilegra fiskirannsókna(þetta er kannske nóg til að eyða í þessa stofnun við Skúlagötuna)þá er ég viss um að ef búið væri að finna upp"sjálfskeinara"væri búið að kaupa slíkt apparat til allra ráðuneytana og að maður tali nú ekki um öll"Ambassaden"út í hinni víðu veröld.Menn ættu að skammast sín loka 2-3 slíkum og setja peningana í fiskirannsóknir í þess orðs fyllstu merkingu.Mikið finnst mér orð sem Kiljan lætur Jón Marteinssonar segja við nafna sinn Hreggviðsson í"Íslandsklukkunni"Við skulum fá okkur franskt brennivín-og súpu.Ísland er sokkið hvorteð er"eiga við einmitt í dag.
Þetta verður sennilega síðasta blogg mitt allavega um hríð.Þessa fjandans flensuóværur sem hafa verið að hrjá mig undanfarið virðast vera hlaupnar í tölvuna mína.Það tók mig ekki svo langan tíma að hripa þetta niður(þó notuð sé"leitið og þér munið finna aðferðin)en að koma því inná bloggið þess meiri.Fja..... talvan er alltaf að frjósa og slá út á"Internetinu"þetta hefur verið að ágerast og nú er ég búinn að fá nóg.Ég fór með hana til öðlingsins hans Guðbjörns (sonur hins kunna Guðmundar Halldórssonar skipstjóra í Bolungavík) tölvuviðgerðarmanns hér í Eyjum.Hann leit á mig og sagðist vera steinhissa á að hún skuli ganga enn með þessu prógrammi svo gömul sem hún væri.Þegar menn eru með óráði í peningamálum búnir að mála sig út í horn eins og ég sem með mistökum og"lappadrætti"er komin í ónáð hjá hinu háa Bankaveldi rúin korta og lántrausti ,þá er ekki afgangur til tölvukaupa af því sem þetta fv lýðveldi en núverandi bankaveldi lætur aflóga aumingum eins og mér af sínu mikla örlæti í té per mán í krónum talið.Jæja þeim svíður er undirm.....En nú er mál að linni ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.Og ég þakka fyrir mig Ég kveð með orðum skáldsins frá Skáholti:"Stæli ég glóandi gulli/úr greipum hvers einasta manns/þá væri ég örn minnar ættar/og orka míns föðurlands/"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.2.2008 | 23:51
Beiðavíkurbörn á einkaheimilum
Eins og hundur fell ég flatur/fyrir því á hverjum degi/.Svona hljóðaði seinnipartur vísu um brennivín.Skelfing er það orðið þreytandi að vera orðin svona gamall veiklaður.Þurfa liggja flatur fyri hverri flensuóværunni á fætur annari.Er að rísa upp úr enn einni óværunni(ekkert með brennivín að gera).Ég var að bögglast til að blogga um daginn um ástina.En ég hefði það átt að minnast orða Voltaire,þegar hann sagði.""Ástin deyr með árunum,en sjálfselskan endist út lífið""Nú er enginn til að segja"dru..... þér á lappir það er ekkert að þér"og ef maður finnur einhvern sting einhvernstaðar snýr maður sér til veggjar og hugsar"auminga ég komin aftur með flensu"og sofnar aftur.Og enginn hreyfir mótmælum(sumir fegnir,fá þá kannske ekki yfir sig margra mínútna fyrirlestur hvernig ekki eigi að stjórna málum.)Það er enginn vafi á að maður getur legið í sig einshversskonar sjálfselskukraftleysi.
En svo að allt öðru.Nú íhugar ríkisstjórnin bótagreiðslur til þolenda ofbeldist á þessu,nú fræga drengjaheimili"Breiðuvík".Þetta hýtur að vekja upp fleiri spurningar en við nokkurntíma fáum svör við.Ég ætla mér ekki að gera lítið úr því sem þarna virðist hafa viðgengist.langt frá því.En agi var alltöðruvísi framkvæmdur hér á árum áður.Og ekki alltaf notuð þau meðul sem þekkjast í dag.Eru peningar smyrsl á öll sár?Voru það bara drengir er urðu fyrir ofbeldi líku því sem nú er að upplýsast að skeði á Breiðuvík í uppeldi sínu?Hvað með börn er sett voru t.d.til"vandaðs fólks"eftir aðgerðir Barnaverndarnefnda á hinum ýmsu stöðum?.T.d. í kjölfar hernámsins á sínum tíma?
Mörg börn lenda í"vondum málum"vegna skilnaðar og eru óspart notuð sem verkfæri til að hefna sín á fv maka.Ég veit t.d af eigin reynslu hvernig er að"taka við annaramannabörnum".Stanslaus afbrýðissemi,ásakanir um stolið sæti o.sv.fr.Getur verið að ég hafi einhverntíma orðið"bótaskyldur"gagnvart barni sem ég kom illa fram við.Og ég hef líka reynslu af að vera annarar "konu sonur".Ég þekki sögu manns sem móðir setti frá sér þegar hann var 2ja ára.Hún fór með hann í fóstur til frændfólki úti á landi,sem hann hafði aldrei séð.Þessi maður man enn í dag,þann dag sem mamma hans fór frá honum og skildi hann eftir þótt komin séu nokkuð margir tugir ára síðan.
Að mínu áliti geta fáar konur tekið að sér hlutverk hinnar réttu móður(af einhverjum ástæðum sem ég skil ekki sjálfur tala ég alltaf um móðir í þessu sambandi) ef viðkomandi barn hefur þekkt eitthvað til hennar.Þarna eru sennilega margir ósammála mér.5 árum seinna var þessi maður svo tekin frá þessu frændfólki sínu til nýgifts föður síns sem hann hafði aldrei séð.Föðurs sem lítið sem ekkert skifti sér af honum sérstaklega,ekki á þeim tíma er hann þurfti hans sérstaklega á að halda vegna gerbreyttra aðstæðna.
Ég sá eitt sinn mynd frá rannsóknum sem gerða voru á einni tegund af öpum.Dæmin voru tekin af 2 ungum annar alin upp á eðlilegan hátt hinum var komið fyrir í búri hjá gerfiapaynju.(hvernig hún var útbúinn er ég búin að gleyma)En ég gleymi aldrei þegar litli móðurlausi anginn var að reyna að hjúfra sig af öllum mætti upp að gerfimömmunni til að fá einhverja ástúð og vernd.Síðan var sýnt hvernig þessi litli aumingi var titrandi af ótta við allt sem hreyfðist í átt til hans og reyndi að fá þá vernd sem honum eiginlega bar en fékk enga.
En hver hlýtur að tala út frá sinni reynslu og eða viðhorfi og sannfæringu..33 af þessum svokölluðum Breiðavíkurdrengum eru látnir.og 11 hafa ekki tjáð sig.Hvernig á að fara með þeirra mál.Um hvað er fólk eiginlega að hugsa þegar það heldur að ör eftir sár sem sett eru á litla barnssál séu bætt með peningum tugum árum seinna.Nokkurskonar lýtalækningar???.Mér finnst áhugavert að hlusta á orð Bárðar R. Jónssonar.Og mér finnst hann eiginlega hitta naglan á höfuðið þegar hann segir "að sennilega gætu velflestir farið fram á bætur bara fyrir að vera til""Mér hefur alltaf fundist Bárður vera sjálfum sér samkvæmur í öllum hans frásögnum og athugasemdum um þetta mál. Ég hef ekkert á móti að reynt sé að koma á móti þessum mönnum á einhvern hátt.
En hvað þá með önnur mál ef upp komast frá öðrum samsvarandi heimilum.Ég er viss um að þetta"Breiðavíkurmál"hefur hrært í miklu fleiri sálum en almenningur gerir sér ljóst.Ég er hræddur um að það hafi mörg dæmi hliðstæð þessu máli hafi skeð inn á"góðum"heimilum.Það séu margir sem hafi upplifað svipað en vegna þess að margir eru kannske "komnir yfir það" og líka til að forðast sárindi við gamallt fólk sem taldi sig vera að gera góða hluti láti kyrrt liggja.Hræddur er ég um að Ríkissjóður verði seint þess megnugur að bæta allan þann skaða og sársauka sem börn hlutu,og hljóta enn ef eitthvað bregst í frumbernsku.Hverju sem um sé að kenna.En látum þetta verða okkur víti til varnaðar.Með von um"flensulausa"framtíð séu þið sem hingað hafa lesið,kært kvödd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.2.2008 | 01:39
Eitt frægasta ástaræfintýri á síðustu öld
19 júni 1896 fæddist stúlka í Blue Ridge Summit í Pennsylvaniu.Hún hlaut nafnið Bessie Wallis Warfield.Það er kannske ekki merkilegt að lítil stúlka fæðist.En þessi litla stúlka átti hreinlega eftir að setja eitt af stórveldunum á annan endan og breyta gangi sögunnar svo um munaði.Ég sá í gærkveldi kvikmyndina Skýaborgir sem kom dálitlu róti á hug minn.Ekki ætla ég mér að klæðast kápu kvikmyndagagnrýnanda en mér fannst þessi kvikmynd góð og sýnda hve vinskapur og ást getur verið,sterk öfl.Þetta er kannske ekki gáfulega að orði komist en þessi kvikmynd hafði mikil áhrif á mig.Konur hafa verið miklir örlagavaldar í mínu eigin lífi.En það verður ekki rakið hér.
Bessie Wallis Warfield eftir 1sta skilnaðinn
Góð vinátta og ást hlýtur að vera mönnum mikilvæg.Sumar konur elska meir en aðrar og sama um menn.Ég bloggaði í fyrra um samband Marion Davies og William R Hearst, Edith Bolling og Wilson Bandaríkjaforseta.Og í "Sögunni" eru fleiri dæmi um konur sem elskuðu mikið.Lady Hamilton(Nelson sjóliðsforingi)Edith Piaf(Marcel Cerdan)Maria Callas(Onassis)Ingrid Bergman(Rossellini)já of fl og fl.En "Sagan"talar minna um karlmenn sem elskuðu mikið.En littla stúlkan sem fæddist í Pennsylvaniu.19 júni 1896 kom einum til gera það og þá með fyrrgreindum afleiðingum.
Hún giftist í 1sta sinn 1916 lautinant í Flughernum Earl Winfield Spenser Jr.( 20, September 1888 - 29, Maí 1950) Í Minningarbók sinni"The heart has its reasons"segir hún þetta hafi verið"ást við fyrstu sýn"Hún kynntist honum í veislu þegar hún var í heimsókn hjá frænku sinni Corinne Mustin í Flórída.Svo heldur hún áfram:"Um leið og ég snéri mér við til að hlusta á einhvern annan í veislunni þá glitruðu axlaskúfarnir á einkennisbúningi hans og fönguðu augnaráð mitt með segulmögnuðum krafti.og það fékk mig til að líta á hann aftur og aftur".Sennilega var það einkennisbúningurinn og flugmannsstarfið sem lokkuðu meir en ástríða hjartans.Win Spencer bað hennar á svölum Pensicola Country Club í tunskini og fékk sitt já.Þetta varð ekki vel heppnað hjónaband.Í tilhugalífinu tók hún ekki eftir að Spencer var alkahólisti.Hann var meira og minna drukkinn fyrir flug.
Bakkus konungur og forsætisráðherra hans
Eitt sinn"krassaði"hann á sjó en slapp að mestu ómeiddur.Hún skrifa í minningabók sína að hún hefði aldrei séð hann"edrú"í tilhugalífinu.En sumir draga í efa að hún segði satt frá.Hún væri bara að réttlæta af hverju hún skildi svo við mann sinn. Eftir að USA blandaði sér í stríðið 1917 var Win Spencer fluttur til San Digeo.1920 skipulagði"officeraklúbburinn"mikinn dansleik.Heiðursgestur var hinn unga Prins af Wales ríkiserfingi Englands.
Frú Spencer hneigði sig djúpt fyrir hinum tigna gesti.Spurningin er hvort hún hafi séð nokkurn glampa í augum mannsins sem fimmtán árum seinna þurfti að svara fyrir heitar ástríður ásamt henni.Það er"bókað"að hann veitti henni ekki neina athygli innan um stóran hóp af glæsilegum ungum konum.Það er ljóst í þessu"ástaræfintýri"aldarinnar var það ekki"ást við fyrstu sýn".Um ást í 1sta hjónabandi Wallis var heldur ekki að tala.Seint á árinu 1920 yfirgaf Spencer konu sína í 4 mánuði.Hún tók þá upp samband við Argentinskan diplómat Felipe Esil..Um vorið 1921 kom Spencer aftur til konu sinnar.En þá hafði hann verið staðsettur í Washington, D.C 1923 skiljast leiðir á ný er Spencer var skipaður sem yfirmaður á Pampanga á Philipseyjum.Viðhélt Wallis sambandi sínu við Felipe Esil Í Janúar 1924 heimsækir hún París ásamt Corinne Mustin frænku sinni á leið sinni til Philipseyja.Hún veikist svo eftir að hafa drukkið mengað vatn og var flutt til Hong Kong.Og eftir hneyksli þar sem maður hennar "skandalseraði"blindfullur pakkaði hún niður og yfirgaf hann,
Galeazzo Ciano er þarna lengst til hægri.
Síðan dvaldist hún í Kína um hríð hjá vinafólki sínu Katherine og Herman Rogers og ferðaðist um landið með þeim.Eftir frásögn Mrs Milton E. Miles sem var gift einum af flugfélaga Spencer hitti Wallis þar Galeazzo Ciano greifa sem seinna varð tengdasonur Mussolinis og utanríkisráðherra Ítalíu.Að sögn Mrs Miles mun Wallis hafa orði barnshafandi eftir greifan en gengist undir,að einhverju leiti misheppnaða fóstureyðingu með þeim afleiðingum að hún gat aldrei eignast barn síðar.
Galeazzo Ciano greifi veifar fólki í Júgóslavíu
10 desember1927 skildu svo Spencer hjónin endanlega.Sjö mánuðum seinna var hún svo gift aftur. Sá hamingusami var Ernest Simpson(1895-1958) skipamiðlari,Ernest sem var 1/2 amerikani og 1/2 breti var fæddur í New York,var vingjarnlegur fyrrum foringi úr Coldstream Guards og átti misheppnað hjónaband að baki.Þau munu hafa kynnst í gegn um hvers annars kunninga.Þau giftu sig í London 21 Júlí, 1928.Hver veit hvað skeð hefði ef Ernest hefði ekki verið með starfsemi sína í Englandi.Veraldarsagan hefði kannske ekki tekið þann kipp sem hún tók nokkrum árum síðar.Litlu efti að hvatvíst háttalag Wallis Simson náði athygli Prinsins af Wales fengu Simpson hjónin heimboð til Fort Belvedere prívatbústaðar Prinsins til helgardvalar.
Captain Darling úr TV þáttunum Blackadder var"Coldstreamer"
Þetta var í endaðan Janúar 1932.Það fylgdu fleiri helgarboð og miðdagsboð.Simpson hjónin voru"inn"og slúðursögurnar komust á kreik.Það var orðrómur komin á kreik um að sambandið milli hinnar grönnu bandarísku konu og ríkisarfans væri komin á hærra stig en bara vinskapur.Sjálf kommenderaði hún þetta þannig:"þetta á eftir að fara illa.Fólk snýst á móti mér.Ég missi alla vini mína.og enda í íbúð mömmu gömlu í Baltimor.
Í mars 1933 ferðuðust Simpson hjónin til New York með lystiskipinu"Mauretania".Þegar skipið lagði úr höfn frá Southampton kom brytinn með loftskeyti:"Bon Voyage"undirskrifað Edward P.Strax og þau komu tilbaka héldu þau sjálf mikla veislu 4 júlí á þjóðhátíðardegi USA.og var Prinsinn af Wales meðal gesta.Og þetta kvöld varð byrjun á röð veislna og stefnumóta Í einni veislunni heyrðist Prinsinn segja Mrs Simpson frá hvernig lífi hans væri háttað sem ríkisarfa og hvernig það myndi breytast við konungstökuna.Það hafði verið talið óhugsandi að Prinsinn ræddi svona mál í návist utanaðkomandi.Svo á hann að hafa sagt"'ég þreyti yður víst með þessu hjali""Nei alls ekki þvert í mót"á hún að hafa svarað þetta er svo spennandi haltu áfram."Við Wallis á Prinsinn að hafa sagt:"þú er eina konan sem nokkurntíma hefur sýnt starfi mínu nokkurn áhuga".
Sumarið 1934 ferðuðust Prinsinn og Wallis saman til Biarritz og var móðursystir hennar með sem"siðgæðisvörður".En strax fór fólk að sjá þau 2 ein saman og fór vel á með þeim.Það er sagt að í þessari ferð hafi vinskapurinn breyst í ást..Og sambandið varð nánara og stjórnvöld í Englandi fóru að fá áhyggjur af Krónprinsinum eða réttara sagt ástarmálum hans.
Það var sagt að ástarguðinn"Cupidon" hafi fyrst skotið föstum skotum með örvum sínu í ferðinni til Biarritz
Flestir höfðu búist við að þetta yrði bara "smáskot"og að Prinsin myndi fljótlega gefast upp á ástkonunni.En málið var alvarlegra en það.Wallis fór að fá dýrmætar gjafir frá elskhuga sínum og margir í Buckingham Palace voru farnir að ókyrrast heldur betur.Þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tólv á miðnætti þ 21 janúar 1936 dó Georg V konungur.
Wallis Simpson var valin kona ársins af tímaritinu Time 1936
Prinsin hringdi strax og hann frétti af láti föður síns til Wallis og sagði:"Nú er komið að því.Ég hringi í þig strax í fyrramálið þegar ég veit eitthvað"Hún var fyrsta manneskja sem hann hringdi til eftir látið.Edward VIII var 42 ára þegar hann hann varð konungur.Hann hafði verið alinn upp fyrir þetta augnablik.Sjálfur hafði hann aldrei verið í vafa hvernig hann skyldi varðveita þennan arf.Hann ætlaði að taka upp nýtýskulegri siði við hirðina.Hann ætlaði sér að verða ástsæll,fólkkær og alþýðlegur þjóðhöfðingi.Kannske varð það vegna þess sem hann virtist vera svo algerlega ómeðvitaður um það uppistand og þann farsa sem sambandið við Vallis vakti.
Hertogahjónin voru af mörgum sögð"höll"undir Nasista.Hér eru þau að heilsa Hitler t.v.Hitler á að hafa sagt um Hertogafrúna:"she would have made a good Queen"
Að hún var einusinni fráskilinn og vissulega ennþá gift eiginmanni nr 2 virtist honum ekki finnast neitt merkilegt.Nú slíkt skeði öðru hvoru hjá hinum almenna borgara og hann hreinlega leit á sig sem slíkan.Stór hluti af London mætti til að taka þátt í hátíðarhöldunum fyrir utan St James´Palace.við valdatöku hans. Wallis og nokkrir góðir vinir hennar höfðu fengið tækifæri til að fylgast með herlegheitunum frá svölum einnar hæðarinnar í hinni konunglegu höll.
Joachim von Ribbentrop fyrir miðju í aftari röð var sagður hafa verið elskhugi Mrs Simpson er hann dvaldi í London fyrir stríðið.
Allt í einu undir skrúðgöngunni kemur hinn nýi konungur upp á hæðina og út á svalirna til Wallis og vina hennar."Ég vildi sjálfur sjá dýrðina þegar ég yrði settur inn sem konungur Englands sagði hann oh tók undir arminn á Wallis.Og þarna stóð hann,Edward VIII Englands nýi þjóðhöfðingi við hliðina á hinni fráskildu og aftur giftu amerísku Bessie Wallis Warfield Simpson.Maður hlýtur að spyrja sig ef hann hefði fengið fram vilja sinn hefði hinum alþýðlega Edward VIII tekist að gera þær breytingar sem hann hafði í huga.Slíkt var óhugsandi en samt er spennandi að spyrja sig þessarar spurningar.Og sennilega væri "Beta"komin til valda nú þrátt fyrir allt.Wallis var jú ófrjó eftir fóstureyðinguna.
Hertogahjónin með Nixon 1970 Frúin við sama tækifæri.
En skyldi"Battenberg"fjölskyldan hafa haft eins mikil áhrif og þeir hafa haft.Nú er hægt að fara fljótt yfir sögu Edward virtist fullviss um að hann gæti kvænst Wallis.Í maí 1936 4 mánuðum eftir að hann varð konungur sagði hann henni að hann hefði ákveðið að halda veislu og bjóða m.a Stanley Baldvin forsætisráðherra."Þú kemur líka"sagði hann við hana"það verður að ske.Fyrr eða seinna er nauðsynlegt fyrir mig að kynna mína verðandi frú fyrir honum".Hann var fullviss um að þetta myndi ganga.Í nærri 20 ár hafði hann verið eftirlæti fólksins og gulldrengur fjölmiðla.
Ernest Simpson hafði smátt og smátt dregið sig út af sviðinu.Og hann naut góðs af vinfengi konu sinnar við konunginn nýja.Skilnaðurinn sjálfur var bara formsatriði.þann 27 april 1937 átti skilnaður Wallis að taka gildi.það var 2 vikum áður en sjálf krýningin skyldi fara fram.Það eru engin tvímæli á því að Edward ætlaði sér að verða krýndur konungur með Wallis drottningu sér við hlið.En ríkisstjórnin sagði þvert nei.Krýningunni var frestað.Fjölmiðlarnir helltu sé yfir hneykslið.Meðlimir samveldisins sögðu einnig nei.Kærleikspar aldarinnar var alveg einangrað.
Þ 16 nóvember 1937 kallaði konungurinn forsætisráðherran á sinn fund."Ég vil segja þér það fyrst.Ég hef ákveðið mig og enginn getur breytt þeirri ákvörðun minni.Ég ætla að segja af mér og giftast Mrs Simpson"10 desember 1937 sat konungurinn í höll sinni og las yfir afsagnarsamningana.Síðan tók hann penna sinn og skrifaði undir "Edward R"Bræður hans 3 vottuðu undirskriftina.Þann 3 júni 1938 giftir svo Edward R sinni heittelskuðu, Bessie Wallis Warfield Simpson.Sem sagt 3 júni í ár eru 70 ár síðan þetta fræga brúðkaup var haldið.Skyldi"Beta"frænka hans minnast þess á nokkurn hátt.Kannske ekki við því að búast.Hertoginn lést 28 maí 1972 78 ára að aldri og Hertogafrúin 24 apríl 1986 91 árs..Ég vil biða fólk ef einhver hefur nennt að lesa þetta að taka þetta ekki sem neina 100% sagnfræði.Þetta er bara afurð af smágrúski gamals karls um frægar ástir eftir að séð kvikmynd um ástir og vináttu.Hafi einhver haft nennu til að lesa hingað er sá hinn sami kært kvaddur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2008 | 21:42
Æfintýri aldarinnar 2
Ég vil byrja á að þakka þeim sem lagt hafa inn góð orð til mín í athugasemdum.Ég vil taka það fram að ég er ekki að leita eftir neinni frægð heldur geri ég þetta mest fyrir mig sjálfan.Þegar aldur slys í fortíðinni og kröfuhart líferni á yngri árum seta mark sitt á skrokkinn þannig að hann verður illa hæfur til gangs og nokkurra verka annars en sitja við það þá léttir manni það lífið að geta rifjað ýmislegt upp og sett það á blað á tölvunni þó að það sé með hinnu kunnu aðferð"leitið og þér munuð finna".
Einni systirinni(Danica Green) mætt á rúmsjó
Nokkrar myndir tók maður sem ef ekki hér,kæmust aldrei fyrir sjónir neins sem vissu af hverju þær væru.Þetta brölt aftur í fortíðina gerir manni lífið svolítið léttara og tala ég ekki um ef einhver skildi hafa einhverja ánægju af.Þá finnst manni maður til einhvers nýtur.Þó ég láti stundum gamminn geysa í"kjaftrífelsi"þá er það nú bara gott í hófi eins og svo margt annað.En getur verið gott í bland.Menn hafa verið að stinga upp á að ég ætti að fá útgefanda til gefa þessi"bakföll" hjá mér út en hræddur er ég um að hann findist seint.Mér finnst nútímafólk ekki hafa áhuga á svona.Engan mann drap ég engan bankann rændi ég og yfirhöfuð ekkert"fjölmiðlavænt"gerði ég.En nú er mál að linni og held ég hér áfram frásögninni
Þarna erum við að leggja af stað á"Violet" frá Setubal, með sementið.Verkstjórinn við sementverksmiðjunnar gaf mér þessa mynd þegar ég kom þar seinna á öðru skipi
Ég átti fyrstu vakt og var búinn að standa í 3 tíma þegar"kallinn"leysti mig af.Það var búinn að vera í mér svona hálfgerður ónota beygur allan tíman frá því að við fórum af stað,svo ég sagði við"kallinn"að ég ætlaði eina ferð enn.."Kallinn"sem hafði sjálfur verið með í leitinni taldi það óþarfa,við hefðum"kembt"þetta svo vel.En ég fór eftir matinn niður í lest og viti menn finn ég ekki einn kolsvartan uppi í einum loftventlinum.Hvernig í ósköpunum það gat átt sér stað veit ég ekki,en við töldum okkur hafa leitað þar,sem og annarsstaðar.Nú voru góð ráð dýr.
Mannskrattinn var algerlega pappíralaus og þar sem við vorum búnir að"klarera út"vorum við í vondum málum.Yfirvöld i Bissaau hefðu aldrei tekið við honum þó svo við hefðum snúið við með hann.Hann var heldur ekki frá Bissau.Þannig að við hefðum setið uppi með hann,Guð veit hvað lengi.Þannig að það var ekkert annað að gera en að reyna að koma honum sjálfir í land,svo að lítið bæri á..Við urðum að að fara mjög leynt að því svo við yrðum ekki teknir fyrir smygl á mönnum.Við lögðumst við akkeri ca 2 sml frá landi undan vita sem þarna var.Við sáum í kortinu að það var smáþorp ekki langt frá vitanum þannig að hann kæmist fljótlega til manna.
Við biðum svo myrkurs.Við höfðum svokallaðan"man over board"bát eða svona lítin gúmmíbát með utanborðsmótor sem við gátum notað í þetta.Þegar dimmt var orðið "fýruðum"við svo"djöfsa"niður í bátinn.En við höfðum bundið hendur hans rækilega þegar við yfirbuguðum hann eftir að ég hafði fundið hann en hann hafði orðið alvitlaus og hélt að við ætluðum að henda honum í sjóinn.Við lögðum svo af stað með hann til lands ég og einn hásetinn.Það verð ég að segja þó ég hafi verið búinn að vera rúm 40 ár á sjó er þetta skeði hafði ég aldrei lent í öðru eins ferðalagi.Það byrjaði á því að við lentum með bátinn undir kælivatnsbununni frá aðalvélinni og hásetinn sem var um borð var ekki nógu fljótur að hala okkur frameftir en við höfðum ekki komið vélinni í gang.Við þetta hafa blotnað bæði handlampi sem ég ætlaði að nota við landtökuna og V.H.F stöð sem einnig var með.Þetta kom ekki í ljós fyrr en seinna.
Báturinn t,v er báturinn sem notaður var við landtökuna með lumufarþegann Myndin tekin við annað tækifæri..T.h M,O,B(Man over board)bátur af öðru Danica skipi
Við vorum sem sagt sambands og ljóslausir.Það var töluverð alda svo ég þorði ekki að keyra fulla ferð,einnig var botninn í bátnum ekki fullútblásinn sem dró úr sjóhæfninni.Þetta hafði ekki verið athugað í öllum hamaganginum.Við vissum heldur ekkert um hvort það voru sker og klappir eða sandur þarna við ströndina.Ég náði engu sambandi við skipið af fyrrgreindum ástæðum.Þarna vorum við sem sagt ljós og sambandslausir í kolniðamyrkri með hálfvitlausan laumufarþega á leið til lands sem við þekktum ekkert til..
Þarna erum við á"Violet"á leið til Lissabon með þessa tanka.Eftir losun á þeim lestuðum við svi sementið til Bissau
Ég hafði að vísu lítið pennavasaljós en það gerði lítið gagn.Aldan jókst þegar við nálguðumst ströndina og landtaka alls ekki árennileg..Í ljós kom að þarna var fullt af kóralskerjum . Sem betur fer lýsti vitinn upp ströndina nokkuð ört svo við höfðum mikið gagn af honum..Við fundum okkur svo smáglufu í öldunni sem við renndum okkur í og gátum lent.Það var svo mikill súgur svo að hásetinn varð að hafa sig allan í að halda bátnum svo við misstum hann ekki.Ég óð svo í land með"gaurinn".Í baslinu við að koma honum í land tapaði ég pennaljósinu og hafði ég nú ekkert ljós annað en af vitanum þegar hann blikkaði.Ég var skíthræddur um að maðurinn myndi ráðast á mig og reyna að ná bátnum þegar hann yrði laus.
Við fluttum margt á Danica skipunum tv erum við að losa "China Clay"í Alexandríu frá Englandi.T.h þarna erum við að lesta járnbrautarteina í Workington Englandi til Port Cartier í Canada
Ég hafði logið því að honum á leiðinni í land að ég væri vopnaður(stór rörtöng vafinn inn í stórt handklæði)og ég myndi skjóta hann umsvifalaust ef hann sýndi einhvern mótþróa.Ég vildi eiga það á vídeó mynd þegar ég þarna skjálfandi af hræðslu, var að reyna að leysa böndin á honum þarna í myrkrinu.Hann var níðsterkur og hafði streist á móti í byrjun og reynt að losa sig,þá hafði herst svo að hnútunum að það var næstum ógerningur að losa þá.Ég var því þarna gleraugnalaus ,hálfblindur,skjálfandi úr hræðslu í kolniðamyrkri að reyna að losa alla hnútana sem bundnir höfðu verið..Loksins hafðist það nú af og fjandi var ég nú feginn þegar"kauði"tók sprettinn eins og andsk..... væri á hælum hans og hvarf út í buskan..Það ætlaði nú ekki að ganga andskotalaust að komast frá landi aftur en það tókst að lokum eftir að við höfðum slegið"skrúfunni"í eitt af kóralrifunum sem þarna voru og skemmt hana svo mikið að litlu munaði að við kæmumst um borð aftur því að nú gekk báturinn bara "kvartferð"En sem betur fer dugði bensínið.Einnig sáum á útleiðinni fullt af netum þarna við ströndina svo að við höfðum nú verið aldeilis heppnir að fá þau ekki í skrúfuna.
T.v Kassaefni lestað i Portúgal(D,Violet.)Th Jakt lestuð á dekkið í Pireus.(D,White)
Ferðin í land hafði tekið um 1 tíma en við vorum 2 ½ tíma um borð aftur.Mikið varð nú"kallinn"feginn að sjá okkur aftur heila á húfi.Hann sagðist hafa verið orðinn drulluhræddur um okkur þar sem hann náði engu sambandi við okkur og ekki séð neinum ljósum bregða fyrir frá okkur.Það var svo ekki fyrr en við vorum komnir langleiðina um borð aftur að hann sá ljósin á björgunarvestunum sem við vorum í.Hann hefði líka ekki getað mikið aðhafst ef eitthvað hefði farið úrskeiðis.Það var líka ákveðið strax og um borð var komið,að ef við lentum aftur í svona löguðu myndum við fara allt öðruvísi að og gefa okkur meiri tíma til að athuga aðstæður og gera þetta í björtu.Ég fékk svo mikið hláturskast þegar um borð var komið og ég fór að hugsa um þegar ég var að leysa gaurinn þarna í fjörunni og allt vesenið á okkur í ferðinni að ég ætlaði varla að geta haft mig úr blauta gallanum.En það var ekki þurr þráður á okkur eftir allt volkið.
t.v Þarna eru við komnir á Karina Danica til Novorossiysk í Rússlandi(Svartahaf)með rör fyrir olíuiðnaðinn.T.h þessa var ein af erfiðustu lestunum sem ég lenti í.Granít frá Napóli til Bremen.Þarna þurfti mikið að hífa fram og til baka til að máta við o.sv fr.Aftari hrúan bíður eftir betra plássi.Einnig Karina Danica
En þarna var 30° hiti svo að ekki varð okkur kalt.En allt fór þetta vel að lokum:"allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó"eins og þar stendur.Og eftir stendur maður reynslunni ríkari og hefur eitthvað til að segja barnabörnunum(Þegar afi var í Afríku o.sv.fr)Kallinn átti í mér hvert bein á eftir þetta og ég veit að hann gerði mikið úr mínum þætti í málinu þegar hann sagði útgerðinni af þessu öllu.En það hefði getað kostað þá stórfé ef við hefðum ekki komið honum í land.Þess ber að gæta að þetta er fyrst skrifað sem sendibréf til vinar svo að það eru um 13 ár síðan að megnið af þessu var skrifað.Þakka þeim sem lesið hafa og kveð þá kært
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.2.2008 | 06:11
Æfintýri aldarinnar
Þetta greinarkorn birtist nú í Sjómannablaðinu Víking ´í fyrra enn einn vinur minn skoraði á mig að birta hana aftu og þá hér.
Æfintýri í Guinea Bissau
Við lestupum swement á Danicu Violet niður tiL Bissau höfuðstaðar Guinea Bissau Viðkomum til Bissau eftir að hafa beðið eftir lóðs í fjóra daga í fljótsmynninu.Þetta var sá einkennilegasti lóðs sem ég hef komist í tæri við.Hann kunni ekki eitt einasta orð í ensku,Og ef við spurðum um hvort þessi eða hin baujan sem við sigldum framhjá væri á rættum stað hristi hann hausinn og tautaði"pilot og okkur heyrðist Koma þar "fix it"Strax og við vorum búnir að binda hengdi sig á mig strákstauli svona 12-13 ára sem kynnti sig sem minn "einka guide"og "ráðgafa". Sagðist hafa"certificate"sem "mate assistent".
Þessi minnir óneitanlega mikið á "the mate assistent"
Máli sínu til sönnunar sýndi hann mér útstimplaðan landgöngupassa frá Ísrael sem einhver hafði gefið honum,þar sem Polarroid mynd af honum hafði verið heft á í stað upprunalegu myndarinnar.Hver sem það hefur svo verið en nafnið hljómaði pólskt.Þessi vinur minn sagðist ábyrgast mína velferð meðan á dvöl minni í Bissau stæði.Einnig sagðist hann alfarið sjá um öll mín samskifti mín við innfædda bæði verkstjóra,verkamenn og sauðsvartan almúgan.Sem sagt öll mín almannatengls.Minn góði vinur kom fljótlega inn á það að ég hlyti að vera í kynferðislegu svelti eftir svona langa útiveru(1/2 mánuður án kvennmanns var óhugsandi að hanns mati)Úr þessu yrði að bæta og það snarlega.Hann ætti 8 systur sem gætu hjálpað upp á sakirnar.Þær væru á aldrinum 13 - 23 ára.
Þessar gætu verið á svipuðum aldri og systurnar sem um er rætt
Gæti ég ég fengið afnot af þeim öllum í einu eða einni í senn bara eftir hvað ég vildi.Annars mælti hann með þeirri 13 ára hún væri yngst minnst notuð og sprækust. Máli sínu til sönnunar sýndi hann mér polarroid mynd af 8 negrastelpum sem mér virtist allar vera um fermingu Þar sem komið er fyrir mér eins og"gamla Ford" seinn í gang eða þannig,og á þessum tímum eyðni og alsæmis og svo að mér sýndist dömurnar vera full ungar fyrir mig ætlaði ég að eyða þessu tali fyrir fullt og allt í einu skoti.Ég sagðist ekki líta við kvennmanni sem væri deginum yngri en 80 ára.Velgerðarmaður minn og vinur sagði að þetta væri minn happadagur því að amma sín hefði einmitt orðið 80 ára í fyrradag(þetta með ekki deginum yngri)Hann skildi sýna mér hana að vörmu spori.Ég sem hélt að það yrði í líki Polaroidmyndar tók vel í það.
Stórvaxin afrikukona ekki þó amman
Vinur minn fór nú í land.Kemur hann þá ekki aftur og nú með þá stórvöxnustu og hrikalegustu afríkukonu sem ég hef augum barið á ævinni og fullyrti að þetta væri hin 80 ára gamla amma sín(ég sá í"Hvem,Hvad.Hvor að meðalaldur þarna væri um 35 ár)Mér var nú ekki farið að lítast á blikuna og sagðist vilja fá þetta skjalfest annars yrði ekki af neinum samningum.Skötuhjúin hurfu og andaði ég nú léttar.Um klukkutíma seinna birtast þau aftur og nú veifaði vinur minn og ráðgafi plaggi einu.
Við nánari athugun kom í ljós að þetta var afhendingarseðill fyrir 5 tunnum af smurolíu um borð í M/V"Quint í Lissabon 3 árum áður.Á bakinu var ýmisleg óskiljanlegt krass og pírumpár sem ég botnaði nú ekkert í en talan 80 var mjög áberandi á 3 stöðum.Á plagginu var svo teipuð með heftiplástri,mynd af þeirri gömlu sýnilega tekin mjög skömmu áður.Á þetta plagg var svo stimplað með 3 skipstimplum 2 pólskum og einu portúgölsku(sennilega stolnum úr viðkomandi skipum).Þetta fullyrti minn góði vinur að væri hvorki meira eða minna en vottorð frá sjálfum forseta landsins um aldur ömmunar.Nú voru góð ráð dýr
.Ég greip til trúarinnar og laug að ég væri giftur og að kristin trú bannaði allt framkjáhald.Þá sagði vinur minn að Kristur hefði ekkert með Guineu Bissau að gera,Allah réði þar öllu í þeim efnum og hann myndi ekki leyfa Kristi að komast að til að sjá til mín.,því væri mér óhætt að trúa.Hann hefði sannanir fyrir því.Nú bar ég við miklum önnum og þreytu.Mikið var nú vinur minn sár út af öllu þessu vanþakklæti í mér.Gamlir inniskór bættu þó aðeins úr skák.Nú hélt ég að ég væri sloppinn.En það átti eftir að sigrast á kjötfjallinu sjálfu og fá það til að láta málið niður falla.
En sú gamla var nú heldur betur ekki á þeim buxunum.Hún sat sem fastast og þvertók fyrir að yfirgefa svæðið og beið síns tíma.Það gerði hún svikalaust það sem eftir var.Þetta skeði á 2ðrum degi svo að 3 morgna mætti hún á þessa ástarmálavagt sína og hvarf ekki fyrr á kvöldin þegar ró var komin á.Í hvert einasta skifti sem ég birtist úti á dekki byrjaði hún að veifa og góla"hi chef chef".Ég var nú farinn að vorkenna kerlingarræflinum þarna á bryggjunni og bað vin minn að miðla málum.Fyrst var reynt þetta með þreytuna og annirnar en allt kom fyrir ekki.Það myndi líða hjá og ég yrði bara miklu sprækari á eftir.
Þá voru reyndar mútur(Winston og Coke Cola)en þær höfðu þveröfugug áhrif. Hún sat enn fastar og gólaði og veinaði en hærra er ég lét sjá mig á dekkinu..Ekki bætti úr skák allur þessi cirkus féll í góðan jarðveg hjá verkaköllunum og leit út fyrir um tíma að ég yrði að gera svo vel að halda mig innandyra svo hægt yrði að losa skipið.Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að hætta mér upp á bryggju,mig langaði ekki í hendurnar á þessari kynóðu konu.En allt fór þetta vel að lokum,en ekki fór hún af vaktinni fyrr en rétt áður en við fórum frá bryggju.Þá sendi ég einkavin minn og ráðgafa með box af dönskum smákökum 2 eða 3 bjóra og nokkra pakka af Winston til hennar.Mikið létti mér nú við ánægjusvipinn sem færðist yfir andlitið á henni við að fá þetta,því ég var farinn að dauðskammast mín fyrir allt saman.
Vinur minn mátti eiga það að hann passaði vel upp á að engu var stolið frá mér,en þarna stela þeir öllu steini léttara og vel það.Ég hafði að vísu sett það sem skilyrði fyrir vináttu hans og ráðgöf að hann passaði upp á það(annars myndi ég gera hann höfðinu styttri og jafnvel meir).Þetta var nú ekki allt búið.Vinur minn hafði hafði varað mig við að það gæti verið,að laumufarþegar reyndu að komast með okkur þegar við færum.
Og skildum við leita vel að þeim fyrir brottför.Ég fór svo af stað að leita og þegar ég hafði fundið 4 sá ég að þetta yrði að taka föstum tökum..Við vorum svo 1 ½ tíma að leita og höfðum fundið 12 er við töldum okkur hafa leitað af allan grun.Svo var lagt af stað.Sagan er ekki búinn framhaldið kemur seinna.Læt þetta nægja í dag.Myndir eru flestar åf netinu vegna.þess að á svona stöðum læsri maður myndaválar og þessháttar niður og notar t.d myndavélar ekki nema í brýnustu neyð.Skemmdir á farmi eða svoleiðis og þá er eins gott að muna eftir að taka hana til handargagns.Ef einhver hefur nennt að lesa hingað,er sá hinn sami kært kvaddur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.2.2008 | 00:51
Saga úr"stríði"
Nokkrir kunningar hafa haft samband við mig út af bloggi mínu út af þessum sjónránum.Þessar bloggfærslur eiga sér 2 megin ástæður.1sta ég veit að það eru skip í smíðum fyrir íslendinga í Asíu og þau eiga sennilega eftir að fara um þessi svæði þegar þeim verður siglt heim.Og ég kannast svolítið við að sigla á svona svæðum.Og nr 2.Svo finnst mér að íslendingar geri sér ekki grein fyrir hver alvaran virkilega er þegar komið er út fyrir "túristasvæðin" Þessvegna langar mig til að segja ykkur sögu,
Iris Borg Myndin tekin í Felixstowe
1988 bauðst mér skipstjórn á flutningaskipi sem hét Íris Borg. Það var í eigu norsks fjárfestingarfélags, en íslenskir aðilar höfðu það á kaupleigu.Þetta var freistandi tilboð góð laun og frí og talið tryggt að skipið yrði í saltfiskflutn. héðan frá landinu. Ég tók við skipinu á Seyðisfirði og sigldi til Rotterdan þar sem það fór í"dokk"í viðgerð sem átti að taka tíu daga. Þessir tíu dagar urðu að þremur mánuðum og ég var úti í Rotterdam allan tímann. Ég var síðan með skipið í nokkra mánuði eftir að það kom úr dokkinni,eða þar til það var selt alveg óvænt.
Við fluttum vörur í nokkrum ferðum fyrir arabískt fyrirtæki frá Rotterdam,Antverpen og Felexstowe í Englandi niður til Famagusta á Kýpur.Svo lestuðum við yfirleitt ávexti til baka upp til Evrópu fyrir aðra aðila En í skipið hafði verið sett kæling til saltfluttningana.Í einni ferðinni vorum við líka með fragt til Beirut í Líbanon og þar lentum við heldur betur í ævintýrum, sem stöfuðu af hernaðarástandinu í borginni sem þá ríkti.
Ex Skaftá á leið út úr höfninni í Famagústa
Þegar við komum á ytri höfnina í Beirút vorum við orðnir vatnslausir og bráðlá á að fá vatn. Vatn höfðum við ekki geta fengið við þann"kæja"sem við lágum við í Famagusta og það hefði kostað nokkuð mikla peninga að færa skipi.Ég hafði deginum áður haft samband við umboðsmanninn í Beirút og hann kvað allt með kyrrum kjörum í borginni og vatn gætum við fengið strax við komu.Við komum upp að ströndum Líbanon í óskaplega fögru veðri og blankalogni.Þegar við nálguðumst ytri höfnina heyrðum við skotdrunur, sáum reyk og nokkru síðar hljómaði gelt í hríðskoðabyssum. Það voru fleiri skip þarna, sem ásamt okkur kölluðu í hafnaryfirvöld, en eina svarið í radíóinu var að höfnin væri lokuð. Um kvöldið sáum við fréttir í sjónvarpinu og þar kom fram að fylkingum hafði lostið saman í borginni og allt í hers höndum.
Næsta dag var ljóst að við svo búið mátti ekki standa;Við urðum að fá vatn. Ég náði sambandi við agentinn. Hann spurði hvort ég væri með kort af höfninni. Ég náði í það og hann ráðlagði mér að sigla inn og sagði mér hvar best væri að fara. Við sigldum nú af stað. Við vorum rétt komnir inn fyrir hafnarkjaftinn þegar hermaður kom hlaupandi eftir bryggjunni með hríðskotariffil og skaut látlaust upp í loftið og æpti til okkar. Ég hélt að hann væri að skipa okkur að leggjast að þessari bryggu sem hann var á Í þessum tilfæringum bakkaði dallurinn óvart í bakborða hjá mér þannig að ég sá ekki upp á bryggjuna. Í sömu svifum kom Atli Helgason(sá mikli heiðursmaður sem nú er dáinn fyrir nokkrum árum) hlaupandi inn í brúna, en hann var stýrimaður.
"Skipstjórinn" með hluta af áhöfninni(pólverjar allir nema skipstj og 1sti stm) á jólunum 1988 nýlagðir af stað frá Famagusta.Þá með applsínufarm þaðan til Írlands
Atli hrópaði: Þeir eru að skjóta á okkur, þeir eru að skjóta á okkur. Í þeim töluðum orðum var hrópað í talstöðina: Íris Borg, Íris Borg, út úr höfninni með þig - út úr höfninni með þig á stundinni!. Ég sneri skipinu við,og við sigldum út aftur.Ég náði að kalla í agentinn og spurði hann öskureiður hver djöf...... gengi á. Hann kvaðst ekki vita það, hann hefði verið búinn að fá öll leyfi fyrir okkur. Skömmu síðar hafði hann samband aftur, sagði okkur að slökkva á talstöðinni, líta hvorki til hægri né vinstri en koma og leggjast að ákveðinni bryggju. Sama á hverju dyndi.Það gerðum við. Skömmu síðar kom brunabíll niður bryggjuna með vatn handa okkur.
Tv skipstj th stýrimaðurinn Atli heitinn Helgason
Þegar við höfðum tekið vatnið spurði agentinn hvenær við vildum fara. Ég svaraði að það væri ekkert fararsnið á mér því við ættum eftir að skipa upp vörunum. Hann varð skrýtinn á svip og spurði hvort ég væri alveg viss um að ég vildi halda kyrru fyrir. Þegar ég stóð fastur á því sagði hann með áhersluþunga: Þú ræður því, en ég ráðlegg ykkur að vera ekki mikið á ferli eftir að fer að skyggja og alls ekki í hvítum skyrtum. Mér þótti þetta einkennilegt heilræði í fyrstu en síðar rann upp fyrir mér að auðvitað væri maður betra skotmark í myrkri ef hann væri í hvítri skyrtu.
Þarna lágum við í eina tvo daga og ekkert lát á átökum í borginni. Á þriðja degi datt hins vegar allt í dúnalogn og þá komu hin skipin inn af ytri höfninni hvert af öðru. Fyrir aftan okkur við bryggjuna lagðist rússneskt skip. Svo vildi til að hleðslutækið við loftskeytatækin okkar höfðu bilað svo ég fór um borð í rússneska skipið eftir aðstoð þar sem ég vissi að rússarnir voru alltaf með rafvirkja í áhöfninni. Ég spurði um kafteininn og var leiddur til hans.
Hann bauð upp á cola og við settumst niður. Hann horfði á mig þegjandi góða stund en sagði svo: Já, það er gaman að sjá loksins þennan fræga mann. Ég spurði í forundran hvað hann ætti við. Ja, þú ert búinn að vera aðalumræðuefnið á ytri höfninni síðustu sólarhringana, sagði hann. Menn skilja ekki úr hvaða efni taugarnar í þér eru! Þá rann upp fyrir mér, hvers konar græningi ég hafði verið. Rússinn og fleiri á skipunum(m.a A-Þjóðverjar Júguslavar og fl A-Evrópuþjóða skip)á ytri höfninni vissu hvað stríð var, ekki ég.Málið var það að svokölluð"græna lína"sem skifti Beirut í tvennt lá um þessa bryggju sem hermaðurinn kom hlaupandi og skjótandi út á.Við vorum á leiðinni inn í muslimanska hluta borgarinnar.Agerntinn tjáði mér að enginn sem ekki væri kunnugur í Beirut myndi botna nokkuð í ásandinu eins og það var þarna þá.Þarna lagði ég áhöfnina í óþarfa hættu vegna, hvað á ég að segja:"asnaháttar"Nýskriðinn út úr hreiðrinu,hinu saklausa Íslandi
Síðar fórum við á Írisi Borg til Ashdod í Ísrael Þar lestuðum við appelsínur, sem Palestínumenn á Gasaströndinni ræktuðu. Evrópubandalagið með Hollendinga í broddi fylkingar voru að hjálpa Palestínumönnunum að koma vöru sinni á markað í Evrópu og kostuðu flutninginn. Hollenska sjónvarpið fylgdist með öllu saman. Kvöldið sem við héldum úr höfn vildu þeir hafa við mig viðtal en ég vildi ekki láta sjónvarpa minni heimabrúks ensku.
Íris Borg við bryggju í Famagusta
Sama kvöld kom Hollendingurinn sem stjórnaði aðgerðum til mín og tjáði mér að Arafat hefði hringt í sig til að þakka fyrir aðstoðina og hann hefði sérstaklega beðið að heilsa skipstjóranum á skipinu sem flytti appelsínurnar upp til Evrópu.Á leiðinni þegar við vorum undan Ítalíu voru við Atli að horfa á fréttir í einni af hinum mörgu TV stöðvum þar sáum við myndir frá Beirut og nú voru það Múslimar og Kristnir sem börðust.Og skip sem lá ekki langt frá þar sem við höfðum legið stóð í björtu báli eftir tundurskeytaárás að okkur skildist.Við horfðumst í augu en sögðum ekki neitt.Atli reyndi seinna að hughreysta mig með að hann hefði gert það sama í mínum sporum.En ég gleymi aldrei.þessu augnabliki.Nú vona ég að einhverjir skilji mig hversvegna ég er að blogga um þessa hættu.Að menn viti á hverju þeir geta átt von,Og að íslensk siglingartfirvöld eigi að fylgast með og ef eitthvað er hægt gera til að forðast svona atburði þá eigi að upplýsa menn um það hér.T,d koma því ef eitthvað er inn í Slysavarnaskólann.Og ég er ekkert að meina að ég sé eini íslendingurinn sem hef verið í siglingum langt frá því,En ég held að góð vísa sé aldrei of oft kveðin hvað öryggi sjómanna varðar.Við höfum oft látið reka á reyðanum og þóttst vera einhverjar hetjur.Læt þett duga nú.Kært kvödd.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.2.2008 | 21:03
Sjómenn og fjölmiðlar
Mikið hefur verir rætt í fjölmiðlum og skrifað um uppsagnir verkafólks í fiskiðnaði.Nú síðast á Akranesi.Engin má taka orð mín þannig að ég réttlæti uppsagnir fólks.Ég samhryggist fólkinu þar.Og ekki fannst mér boðskapur forsætisráðherra í dag uppörvandi.Hann sagði eitthvað á þá leið að menn sem eigi "sér drauma"séu sofandi en ríkisstjórni sé vakandi.Sem sagt,góðir hálsar á hreinni íslensku til alþýðu landsins:"látið ykkur ekki dreyma um neinar úrbætur um batnandi hag"stjórnin sér um það .Ég veit af eigin reynslu hvernig það er að"missa vinnuna"vegna veikinda.
Lengst t.v Elborgin MB 3.Skipið sem ég byrjaði sem sjómaður á,fyrir 55 árum.Stærsta skipið sem ég hef siglt á m/t Nordtramp.Og svo Valberg II Ve 105 síðasta skip sem ég var á
Það hlýtur að vera ennþá"ömurlegra"að vera fullfrískur en fá ekki vinnu við hæfi.Bloggvinkona mín lenti í" kröppum"sjó um daginn er hún notaði kannske ekki alveg réttu orðin um sjómenn og vinnu í landi.Meiningin hjá henni er alveg sama og mín.Það er ekkert hlaupið að því fyrir fólk,hvorki verkafólk eða sjómenn sem missa vinnuna á efri árum kannske eftir áralanga íveru í sama starfi að fá aðra vinnu og að ég tali nú ekki um að aðlagast henni.Ég var búinn að vera til sjós í 52 ár þegar ég var neyddur til að hætta vegna veikinda.Ég var oft spurður:"ætlarðu ekki að fara að hætta þessum skælingi"Svarið hjá mér var alltaf"Nei,Ég get það ekki því ég kann ekkert annað"En það sem mig langar að benda á er að mér finnst sjómenn séu oft ekki settir undir sama hatt og aðrir launþegar hjá fjölmiðlum.Það virðist ekki vera nein frétt að sjómaður missir vinnuna.Ég minnist þess fyrir mörgum árum árum að vél í skuttogara í littlu byggðarlagi bilaði alvarlega.Þá var talað um reiðarslag fyrir byggðarlagið
T.v málverk eftir Bjarna heitinn Jónsson listmálara hinn mikla velunara sjómanna af aðgerðarfólki.Í miði fiskverkunarfólk að störfum th skuttogari.Maður þorir ekki annað en setja skýringar til að allir viti af hverju myndirnar eru.
Ég man nú ekki lengur töluna á fólkinu sem vann í frystihúsinu hvort það voru um 20 - 30 manns sem myndi missa vinnuna og þyrftu að fara á atvinnuleysisbætur uns togarinn færi á veiðar aftur.Það var ekki minnst einu orði á áhöfnina sem missti ef,ekki vinnuna,þá allavega miklar tekjur.Oft eru skip seld til útlanda og áhafnir missa vinnuna.Í fá skifti hef ég séð talað um það í blöðum.Þ.e.a.s.að áhafnir þessara skipa missi vinnuna.Nú er ég ekki svo inní mönnun fiskiskipa í dag en ef t.d.venjulegur togari í dag er seldur eða lagt og ekkert kemur í staðinn.Missa þá ekki 12-14 menn vinnuna?Frystitogari eitthvað fleiri..Sama má segja um vertíðarbáta þeir eru oft seldir og lagt og engin kemur í staðinn.Hvað með farmennina?Mér reiknast(í óundirbúnum hugareikning í gömlum haus) svo til,að í kringum 1980 hafi kaupskip undir íslenskum fána verið á milli 40-50 þegar mest var.
Til v m/s Brúarfoss II í miðju m/s Tungufoss.Dæmi um fallega hönnun Viggós Maack.t.h m/s Tröllafoss sem lengi vel var stæsta skip íslenska kaupskipaflotans sem nú er nánast útdauður.Maður fær fiðring í magan þegar maður rifjar upp þessi fallegu skip eins og t.d Brúarfoss II var,
Ég finn 2 skip undir íslenskum fána í skipaskrá í dag.Var það nokkurtíma"fjölmiðlamatur"þegar skip úr þessum geira voru seld og ekkert kom í staðinn,hve margir sjómenn misstu vinnuna.Hvað hafa margir farmenn misst vinnuna á þessum árum.Hvað misstu margir sjómenn vinnuna þegar skipafloti Landhelgigæslunnar var minkaður um 2 skip(Þór,Óðinn)Sitjandi hérna við tölvuna án nokkurra heimilda eða annara gagna gæti ég ímyndað mér að farmannastéttin(þar meina ég varðskipsmennina innifalda)á gullaldarárum sínum hafi talið um 700-1000 sjómenn.Ekki veit ég hve margir tilheyra þessari stétt í dag.
t.v v/s Þór mikið er nú ömurlegt að horfa upp á örlög hans,grotna niður með þennan líka ömurlega lit í Reykjavíkurhöfn.T.h v/s Óðinn sem nú standa vonir til að verði varðveittur.
Hræddur er ég um að fáum stéttum hafi blætt eins út og farmannastéttinni.Hvað með það en,mér er farið að finnast eins og íslendingar skammist sín fyrir uppruna sinn.Það vantar ekki að menn hælast um að vera komnir ú frá svokölluðum"Víkingum"En hvað voru þessir Víkingar,ekkert annað en "rumpulýður"sem rændu fólki sem notað var til þrældóms,brenndu fólk inni í húsum sínum þ.á.m konur og börn.Og ef einhver var drepinn leitaði kannske einhver af þessum vígamönnum upp ættartengsl(þessvegna hafa íslendingar alltaf verið svona ættfróðir) við þann sama hversu lítil sem þau voru til að geta hefnds hans.
t.v líkan af"Knerri"sem víkingarnir notuðu.t.h mynd af langskipi (Gokstadskipinu)
Sem sagt blóðþyrstir hefnigjarnir óþokkar.Ég get rakið ætt mína beint til Ketils Flatnefs eða Þórunnar Hyrnu dóttir hans.Ekki finn ég fyrir neinu stolti yfir þessu ætterni og hvað hef ég út úr því ekkert annað en að vera gamall fúll fv sjómaður rífandi kja.. ú í allt og alla,sem finnst hann einskis nýtur"to day"En einu get ég verið stoltur yfir.Ég var íslenskur sjómaður í rúma hálfa öld.Það er líka mikið til að vera stoltur yfir.Ekki að vera afkomandi einhverra bandítta sem kölluðust"Víkingar"heldur afkomandi heiðarlegra duglegra sjómanna og bænda.
t.v Vestfiskur bátur.Afi minn Ólafur hefur senilega róið á einum svona.Í miðju bátur settur upp með gangspili.T.v Sjómenn klæðast skinnklæðum,Allt þetta getur minnt á sjómannstíð afa míns.Allt málverk eftir hinn mikla listamann Bjarna heitinn Jónsson.
En þessir 2 atvinnuvegir tvinnuðust mjög svo saman fyrir rúmri öld síðan.Á Vatnsleysuströndinni og í Ísafjarðardjúpinu.Þaðan sem nánustu áar mínir voru ættaðir.Hreyknastu er ég af afa mínum Ólafi sem bjó í "Fætinum"og síðast í Hnífsdal.Sameinaði búskap og sjósókn..Þessi ái minn með flata nefið skiftir litlu máli fyrir mig.Og þar sem margt bendir til að sjómannastéttin sé að verða einskis til að minnas þá langar mig að afkomendur mínir minnist mín vegna þess að ég tilheyrði þeim hóp manna sem kölluðust sjómenn.Ég geri ráð fyrir að margir séu mér hér ekki sammála.Nú þá geta menn ef þeim býðst svo gert athugasemd við þetta skrifelsi mitt.Ég skal þá reyna að rökstyðja mál mitt.Kært kvödd ef einhver hefur nennt að lesa þetta
p.s;Mér er andsk..... sama hvað Geir Harde gerir lítið ú dagdraumum manna.Ég sit oft og læt mig dreymaeða þannig!!!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.2.2008 | 23:06
Sjórán II
Ég bloggaði um sjórán í gær.Hér kemur viðbót. Í sambandi við ath, frá þeim félögum Sævari Helgasyni og Guðjóni H Finnbogasyni sem ég þakka innlitið er það að segja að þjófnaðir úr skipum bæði farmi og úr klefum hefur alltaf verið til staðar.
Litli feiti"skrattinn"í miðjuni þykist öruggur með sig siglandi undir vernd Coast Cardsins í Georgetown á hættusvæði vegna sjórána við Guyana í Caribbean Sea
Ég man t,d.eftir því að ég var á saltfiskflutningaskipi hér á árum áður og við lágum á legunni í Napóli 1 nótt.Vakt í brúnni alla nóttina.Hlemmar á niðurgöngum í lestar voru læstir með hengilásum.Um morgunin þegar birti sáum við að búið var að sprengja upp lásinn á fremsta niðurgangnum og auðsýnilega búið að stela úr farminum.Það var saltslóðin frá niðurganginum og út að lunningu.Allt gert eiginlega beint fyrir framan augn á okkur og enginn var var við neitt.Hve miklu var stolið vissum við aldrei því sjaldan passaði talningin í Napóli
Danica White sem sjóræningar rændu 1sta júni 2007
Að stela úr förmum er eitt en stela heilu skipunum með öllu saman er nú hreint allt" önnur Ella"Skipsrán eins og ég er að tala um hér hafa verið tíðkuð í Asíu og Afríku og víðar um langan tíma,Þetta hefur bara verið svo fjarri okkur.Við höfum verið svo saklausir í öllu og T,d Sómalía og Singapore svo fjarri okkur og þetta hefur ekki þótt neitt fréttnæmt hér,Svo allt í einu er dönsku skipi rænt þá hrökkvum við í kút.Það vildi svo til að ég hafði verið á þessu skipi og þekki skipstjórann vel.Og ég veit að hann kom ekkert vel út úr þessu,Ég veit að danska TV hefur gert þátt um þennan drama þar sem rætt er við áhafnarmeðlimi m.a.Það yrði fróðlegt að fá að sjá hann.Og hugsið ykkur hve"businessinn"er fljótur að taka við sér á þetta rakst ég á "Netinu"Tissot T-Touch Danica White Dial Mens Watch - T33785888
Úr brú Danica White.Th Niels Nielssen skipstjóri á D.White þegar henni var rænt
Þá vantar ekki"Humörinn".Á eftir farandi rakst ég á í netútgáfu Fairplay Magazin.Þar sem enskukunnátta mín er ekki nema svona til heimbrúks og lesturs "reyfara"fékk ég góðan vin minn Kjartan Bergsteisson loftskeytamann til að snúa þessu fyrir mig svo allt komist nú til skila og gef honum og Fairplay Magazin orðið:
""Sjórán í Adenflóa sem er við norðurströnd Puntlands (Sómalíu) eru að verða mikil og stöðug ógnun við skipaferðir.Þessir sjálfskipuðu aðilar kalla sig ,Puntland-sjóræningja og höfuðstöðvar þeirra eru norðurströnd Sómalíu,þessir sjóræningjar eru að auka getu sína með því að þjálfa Sómalí-sjómenn annars sjóræningjahóps sem hefur starfað frá Hobyo svæðinu á Indlandshafströnd
"Einhverjir félagar úr "Somali Marines" hafa flutts aftur til Puntlands og eru að vinna með skipulögðum glæpasamtökum sem þarna eru, "svona læra þeir nýjar aðferðir" sagði öryggisérfræðingur sem haldin var á stuttu yfirlitifundi fyrir FAIRPLAY(magazine)
" Ég held að þarna séu að verða árekstrar, vegna þess að PUNTLAND samtökin ráðast venjulega ekki á verslunarskip í Bossaso svæðinu. "
Árásir Puntlands sjóræningja virðast fylgja sömu kúrfu og Somali-Marines fylgja.Tiltölulega klaufalegum árásum til að byrja með, sem vaxa svo og verða áræðnari, ná lengra frá ströndinni og með betri tækni og örari. Um leið verða árásarmennirnir betur æfðir, hafa betri útbúnað, sem er fjármagnaður af lausnargjöldunum.
"það er um ákveðna breytingu í aðferðafræði hérna." sagði sérfræðingurinn. Og vísaði til sjóránsins á sovetskja ísflokkaða dráttarbátinum SVITZER KORSKAKOV.
"Þetta er lykillinn til að hægt sé að sjá hvernig næsta tilfelli verður framkvæmt." sagði sérfræðingurinn.
Fleirri atriði munu birtast í næstu útgáfu af FAIRPLAY tímaritinu í næstu viku.
Sérstaklega hefur svo hinn svokallaði andspyrnuflokkur Al-Shabaab lýst sig ábyrgan fyrir sprengjuárásum í hafnarborginni Boassaso í gær þar sem 20 manns drápust. Aðallega innflytjendur sem voru að biða eftir skipsferð.
GAROWE ONLINE vitnar í hópinn sem segist vera að mótmæla við stjórnvöld í Puntland, sem hafa hafið náið samband til hinn hefðbundna óvin Ethiopiu, og sem hefur sent her sinn þangað, til að sýna stuðning við bráðabirgða stjórn Sómalíu sem er umkringd, og reynir að hreinsa upp í landinu og reynir að sameina það.
,(Þýtt og endursagt K B)""
Hér lauk údrættinum úr"FAIRPLAY"Ég er bara að vekja athygli á þessu til þess að menn geri sér grein fyrir þessari hættu sem getur leynst á fyrrgreindum slóðum og víðar.Eigum við t.d. ekki fiskiskip í smíðum í Taivan og kannske víðar í Asíu.Sjóræningarnir virðast vera að færa sig upp á skaftið.Okkar sjómenn eru líka að störfum út um öll höf.Og einn góðan veðurdag gætu íslensk stjórnvöld þurft að koma að samningaviðræðum um að fá íslenska sjómenn lausa eftir sjórán.Hingað lesnir kært kvaddir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2008 kl. 01:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2008 | 23:02
Sjórán
Enn og aftur hafa sjóræningar í Sómalíu rænt skipi í danskri eigu þetta sinn dráttarbátnum"Svitzer Korsakov,með 6 manna áhöfn.Skipið sem er í eigu dótturfyrirtækis Mærsk,nýbygging frá skipasmíðastöð í St Petersburg var á leið til framtíðarbækistöðvar sinnar í Sakhalin Island sem ligga milli Norðvestur Japan og Rússlands.Áhöfnin samanstendur af enskum skipstj,írskum yfirvélstj.rússneskum yfirstm,og 3 rússneskum undirmönnum.
Dráttarbáturinn"Svitzer Korsakov
Samningaumleitunum við sjóræningana standa yfir. Fyrir tæpu ári var öðru dönsku skipi rænt á svipuðum slóðum með sama hætti.Þá tók það tæpa 3 mánuði að semja um lausn.Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að mestu erfiðleikarnir í þeim samningaviðræðum voru að menn vissu oft ekki hvort þeir væru að ræða við réttu mennina.Þ.e.a.s réttan hóp sjóræninga.
Dráttarbáturinn Svitzer Korsakov
Og þegar skipinu var að lokum sleppt inn í landhelgi Sómalíu þá voru menn á nálum um að skipinu yrði aftur rænt og þá af einhverjum öðrum hóp,áður en það næði út fyrir hana.
t.v kort af Sómalíu t.h m/t Nordtramp sem ég sigldi nokkrum sinnum á um Strait of Malacca.Frægt sjóræningasvæði
Ég taldi mig hafa lesið á danir ætluðu að senda herskip á þessar slóðir til varðgæslu en eitthvað hefur það ekki virkað sem skildi ef rétt er munað hjá mér.Svona atburði eigum við íslendingar að taka alvarlega,þó nokkuð mikill breiddarmunur sé.Eru ekki íslenskir togarasjómenn að fiska út um allan heim?.Eru ekki íslenskir sjómenn að sigla seldum skipum út um allt. Sómalíusvæðið er bara eitt af hættulegum svæðum hvað sjóræninga varðar,
T.v "Strait of Malacca.Frægt sjóránasvæði þegar ég var að sigla.t.h.Malasía.Á þessu svæði eru mörg sjóræningabæli
Svæðið kring um Singapoore,út af Nigeríu,Jemen og nokkur svæði í Carrabean,voru fræg þegar ég var að sigla.Það var lítið hægt að gera þegar siglt er um vafasöm svæði.Það helsta að allir væru á vakt og vakandi og ef eitthvað hreyfðist í átt til skipsins voru skipverjar á dekkinu reiðubúnir með öflugan smúl til þess að geta dælt sjó á sjóræningjana af fullum krafti ef þeir nálguðust skipið.
Ég var nokkrum sinnum með í svona"æfingum"Yfirleitt gerðu þeir árásir sínar í myrkri þess vegna fylgumst við vel með rödurunum og beindum"smúlnum"að öllum "ekkóum"sem nálguðust okkur innan vissrar fjarlægðar..Við eigum að taka svona alvarlega og siglingaryfirvöld hér á landi eiga að fylgast vel með á þessu sviði.Og ef eitthvað kemur upp sem hægt er að gera betur en nú þekkist þá að láta viðkomandi aðila fylgast vel með því.
T.d Slysavarnaskólann/Landhelgisgæslu.Ef menn hafa eitthvað lesið af bloggi mínu síðan í fyrra þá geta þeir séð að ýmsilegt sem ég var að vara við er að koma á daginn.Þá var ég sakaður um"hræðsluáróður"og að ala á andúð á útlendingum.Það er eins og fólk skilji ekki alvöruna í því að við erum komin í"samband"við alheiminn"
Haus hins fræga sjóræninga Svartskeggs hangandi í bugspjóti HMS Pearl á sínum tíma
Við erum ekki lengur þessi litla saklausa afskekkta þjóð sem allir eiga að vera svo góðir við.Alvaran í heiminum blasir við okkur.Það hefur ekkert að gera með andúð á venjulegu erlendu fólki.Langt frá því.En glæpahyski eigum við að reyna eins og við getum að forðast af hvaða þjóðerni sem er.Og þá eru sjóræningar við strendur annara landa innifaldir.Þeir sem ekki hafa gefist upp á lestrinum eru kært kvaddir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2008 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.2.2008 | 17:23
Einbeiting kannske ekki alveg 100%
Orrustuflugmenn á Viagra? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 01:07
Steypirinn
Steypubíll í höfnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 00:57
Vega mann og annan
Skelfing finnst mér vegið að blogvinkonu minni Kolbrúnu Stefánsdóttir þegar athugasemd hennar á bloggi Hjartar J Guðmundssonar er misskilin og það all verulega að mínu mati.Ég hef bloggað töluvert um sjómenn og Kolbrún er ein af fáum konum sem hafa komið inn á bloggið mitt og gert athugasemdir.
Ef einhver getur lesið einhvern óvilja hjá henni til sjómanna í þeim þá veit ég ekki með hverskonar gleraugum menn lesa blogg yfirleitt.Ég held að bloggvinkona mín hafi komið,óvart að vitlausum enda þegar hún segir:"Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað""Þarna er hún að mínu viti að tala um karla eins og t.d. mig sem hef aldrei að heitið geti starfað við annað en sjó.
"Ég kann ekkert annað"Hve oft hefur maður ekki heyrt menn komna"í land"væla um að þeir"plummi"(svo maður sletti nú aðeins)sig ekki í jobbinu.Nei eftir að hafa lesið athugasemdir Kolbrúnar á mínu bloggi er ég sannfærður um góðan hug hennar til sjómannastéttarinnar.Enda segir mér hugur um að hún hafi verið alin upp á trosi eins og mörg okkar hin.Og deilt sínum kjörum með fólkinu við sjávarsíðuna t.d.á Raufarhöfn þaðan sem ég held að hún sé ættuð.Til að fólk geti áttað sig á þessu bloggi mínu birti ég hérna með athugasemdina sem virtist fara fyrir brjóstið á sumum:
""Já finnst þér þetta ekki furðulegt :) Gott kaup og skattfríðindi sem þekkjast ekki annarsstaðar. Skyldi þetta eitthvað hafa með karlana að gera? Kemur fram í skýrslunni hvort konur hafi sótt um og verið hafnað þar sem skipstjórinn hafi kannski frekar viljað reyndan karl en eldri konu ?. Sjá grein.. ,,Ungar konur sækja því ekki í miklum mæli inn í greinina fremur en ungir menn. Þar að auki virðast konur ekki vera hvattar til þess að fara á sjóinn í sama mæli og karlar." Reyndar er það mín skoðun að flestir karlar sem eru til sjós séu það af því þeir kunna og geta ekkert annað. Skyldi ég geta fengið pláss á verksmiðjutogara? kveðja Kolbrún."
Hún Kolla hefði kannske getað notað diplómatískari orð yfir okkur þessa gaura"sem kunnum ekki annað"En í guðanna bænum ekki misskilja hana.Með kærri sjómannskveðju kvödd.
7.2.2008 | 00:14
Varðar mest til allra orða.............
Það er kannske engin tilviljun að það voru loftskeytamenn sem komu fyrst fram með hugmyndina að Sjómannadeginum"Þ 19 nóv.1936 skrifar Henry Hálfdansson formaður félags þeirra bréf til allra sjómannafélaga í Reykjavík og Hafnarfirði.Í bréfinu segir m.a:""Félag íslenskra loftskeytamanna leyfir sér hér með að spyrjast fyrir um það,hvort félag yðar muni vilja taka þátt í samvinnu um að fá 1 dag úr hverju ári opinberlega viðurkenndan sem sérstakan sjómannadag til að heiðra minningu drukknaðra sjómanna,og í sambandi við slíkan dag að hefja skipulega starfsemi í þeim tilgangi að fá komið upp í Reykjavík veglegum allsherjar minnisvarða drukknaðra sjómanna sem um leið geti verið grafreitur þeirra sem bylgjurnar skola að landi en ekki þekkjast""""
Gullfoss 1 Flaggskip kaupskipaflotans 1938
Það er kannske engin furða þó loftskeytamenn skildu ganga fram fyrir skjöldu í þessu máli frekar en aðrir sjómenn.Með nokkur SOS glimrandi í eyrunum allavega vikulega.En á þessum árum voru skipstapar meira daglegt brauð en þeir eru nú.Sumir hverjir verið þeir síðustu sem höfðu heyrt í góðum vini.Þetta bréf Henry Hálfdanssonar var kveikjan að því sem síðar varð.Það var talið að yfir10 þúsund manns hafi tekið þátt í fyrsta Sjómannadeginum sem haldin var á mánudegi 6 júni 1938 þ.e.a.s.á öðrum degi Hvítasunnu.Á þessu ári(1938) voru 118 árabátar gerðir út.702 vélbátar undir 12 tonnum 310 yfir 12 tonnum og 25 svokölluð gufuskipTogarnir voru 37 af ýmsum stærðum og aldri.Stærsti togarinn var b/v Reykjarborg.
Reykjaborg RE64 sem var skotin niður 10 mars 1941 tv th dæmigerður línuveiðari(gufuskip) 1938
Flutningaskip til millilandasiglinga voru 10.Þau voru:e/s Edda 1450 ts (varð seinna Fjallfoss),e/s Hekla 1215 ts(skotin niður 29 jan 1941),e/s Katla,1650 ts(varð seinna Reykjafoss)e/s Brúarfoss 1570 ts.e/s Dettifoss 1564 ts(skotinn niður 21 febr 1945),e/s Goðafoss 1542 ts(skotinn niður 10 nóv 1944),e/s Gullfoss1414 ts kyrrsettur í Kaupmannahöfn apríl 1940 og kom aldrei meir til Íslands e/s Lagarfoss 1211 ts e/s Selfoss 775 ts.
tv Dettifoss th Brúarfoss.Nýustu skip í kaupskipaflotanum 1938.Dettifoss var skotinn niður 21 febr 1945.
m/s Artic Fiskflutningaskip í eigu .Skipið var hertekið af bretum og Bandaríkjamönnum í apríl 1942.Skipshöfnin var pyntuð grunuð um njósnir,en sleppt eftir miklar píningar og flutning til Englands.Artic strandaði svo á Mýrunum og björguðust menn naumlegam.
Strandferða skipin voru 3 e/s Esja1 749 ts ,e/s Súðin 811 ts.Skipið varð fyrir árás þýskra flugvéla fyrir N-land 2 skipverjar fórust og 2 særðust og skipið mikið laskað.,m/s Laxfoss 312 ts.strandaði 2svar fyrst í Örfirisey 10 jan 1944.Náðist út og var endurbyggður og svo 19 jan 1952""Varðar mest til allra orða undirstaða rétt sé fundin""stendur einhvers staðar.
Esja 1 Var seld til Chile í okt1938
Dagskrá 1sta Sjómannadagsins var svo velheppnuð að hún varð eiginlega undirstaðan í dagskrá þegar hátíðarhöld dagsins fóru að breiðast út um landið.Síðan hefur þessu farið hnignandi því er nú ver og miður.Áður tóku sjómenn þátt í flestum atriðum dagsins:Eins og t.d kappróðri,reiptogi,stakkasundi björgunarsundi,knattspyrna milli skipshafna,kappbeitningu.Nú virðist enginn nenna þessu lengur.Þessi dagur var ætlaður sem minningardagur um þá sjómenn er vota hvílu hlutu í klóm Ægis og Ránar.
Í baráttunni við að brauðfæða fólkið í þessu landi.Einnig á þetta að vera þakkarhátíð fyrir þá sem náðu heilir í höfn.Flestir með sæmilega andlega heilsu.Sumir þó með óbærilegar minningar um þegar lá við að ílla færi.Ég held að það sé engin sérstaklega skemmtileg tilhugsun að vera á skipi sem kannske hefur lagst á hliðina með öll alörm sem hugsast getur hílandi í eyrunum.Og verða að halda ró sinni.Ég minnist þess er m/t Erika var að sökkva um 40 sml SW af Ushant að morgni þ 12 des 1999.Ég var á öðru skipi 10-15 sml frá.Ég var á m/s Danica Sunrise og vorum við á leið til Mostaganem í Alsír með fullfermi af kartöflum.Ég náði að tala aðeins við skipstjórann og ég undraðist hvernig hann hélt ró sinni þrátt fyri sírenuvælið í bakgrunni,
e/s Súðin á leið til nýrra eigenda i Hong Kong 1951
En við áttum fullt í fangi með okkursjálfa og gátum ekkert gert annað en að bera á milli einstaka sinnum.Þetta verður manni ógleymanleg.Gerir fólk sér grein fyrir hve margir eiga líf sitt í dag undir því að Örnólfi Grétari Hálfdánarsyni tókst að ná bjargbátnum,Þegar hann kastaði sér í sjóinn í brunagaddi á eftir björgunarbátnum.Þegar v/b Svanur sökk út af Deild 29 jan 1969.Hvað skyldu margir sem sjá hann í dag hér á götum Vestmannaeyja vita um hetjudáðina sem hann drýgði fyrir tæpum 40 árum.Þau eru mörg "efin"í lífi sjómanna
Fyrir mér vakir aðeins,það að á 1 degi á ári getum við sjómenn sama af hvaða tegund sjómennsku við stundum/höfum stundað komið saman og fagnað sigrum og syrgt ósigra.Það er nákvæmlega sama hvar í stétt menn eru,það er öruggt að einhvert"efið"snertir hann eða einhvern honum nákomnum.Ég skora á þingmenn hvar í flokki sem þeir eru standa að sjá til að lögum um þennan dag settum 1987 sé framfylgt í sínum kjördæmum þar sem sjómennska er stunduð.Sérstaklega skora ég á Kristján Þór Júlíusson 1sta þingmann N-lands eystra og fv sjómann að sjá til að lög um þennan dag séu haldin í kjördæmi hans.Hingað lesnir kært kvaddir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2008 kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 535909
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar