7.12.2009 | 13:15
Fíflafabrikkur !!!!!
Kæru bloggvinir.Ég nota þessa frétt til að kveðja ykkur.Tvískinnungshátturinn bæði hér og erlendis gengur eiginlega algerlega fram af mér.
Og er eiginlega alveg orðin orðlaus. Og hreinlega þori ekki að taka ábyrgð á orðfarinu sem gæti skroppið út frá mér.Nú svo er það ekki gott fyrir andlega heilsu að vera alltaf að velta sér upp úr soranum sem er að ske nú um stundir.Ég ætla að halla mér alveg að annari síðu sem ég stofnaði.: http://fragtskip.123.is/home/
Að fréttinni:" Búið er að panta yfir 1.200 limmósínur vegna loftsslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og hafa bílaleigur þar í borg ekki undan að anna eftirspurninni. Þá er von á 140 einkaþotum til borgarinnar vegna ráðstefnunnar. Mengunin af þessum farartækjum verður á við það sem meðalstór bresk borg lætur frá sér meðan á ráðstefnunni stendur".Þvílíkur fíflagangur sem bæði forseti hér og aðrir ráðamenn taka þátt í.
Og að fíflafabrikkunni við Austurvöll. Hugsið ykkur "Þingmenn hafa nú talað um Icesave í yfir 90 klukkustundir frá því málið kom aftur til kasta þingsins í haust, og eiga stjórnarandstöðuþingmenn heiðurinn af bróðurparti ræðutímans. Þeir hafa haldið 207 ræður og gert 1824 athugasemdir við ræður annarra. Stjórnarþingmenn hafa haldið 149 ræður og gert 238 athugasemdir í umræðunni" Þetta er að ske þó allt sé eiginlega að fara til and........
Menn sem stóðu að hálfgerðu gjaldþroti þjóðarinnar velta sér erlendis í peningum og kaupa bara fleiri fyrirtæki og eru jafnvel að fá þau fyrirtæki sem þeir settu á hausinn aftur.Þetta væri eins og fá alkahólista til að geyma vín og fá honum alltaf meira af því,vegna þess að hann hefði svo mikla reynslu í að umgangast það. Það eru til lög yfir fólk sem stelur sér hangiketslæri sér til framdráttar en engin lög ef þjófnaðurinn fer yfir milljarð.Því í andsk...... setja þessi fífl ekki lög sem ná yfir þessa menn. Nei þeim varðar ekkert um það leikurunum við Austurvöll.Þeir eru bara að dudda sér í svörum og andsvörum. Það er hreinlega viðbjóður sem blasir við manni álpist maður inn á alþingisrásina í sjónvarpinu.
Svo að því sem skerst sárast í sálina.Nú virðist það blasa við að:"1sta stjórnin með hreina vinstri meirihluta á þingi"ætli jafnvel að fara að setja líf sjómanna og landsbyggðarfólks í uppnám ef því er að skifta. Nú er það að koma fram þegar Þyrlusveit Varnarliðsins hvarf af landi brott Að við gætum ekki valdið málinu.Það er tregara en tárum taki.Við eigum virkilega hæfa menn til að stjórna þyrlunum,En þeir þurfa tæki og tíma til að æfa sig.
Ég hef bara ekki nógu marga lesendur að bloggsíðu minni til að geta gert neitt gagn í að koma því inn í hausin á 101 elítunni og stjórnarliðinu að við þurfum þessi tæki fremur en einhverja svokallaða menningar viðburði eða mætingar ráðherra á einhverjum fíflaráðstefnur erlendis þar sem borðfánar hefðu dugað. Ég er allavega komin í langt frí fra Moggablogginu.Ég kveð ykkur öll kært og óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar.
Um 110 leiðtogar á ráðstefnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.12.2009 kl. 12:00 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sakna þín. Þú ert einn af mínum eftirlætisbloggurum. Gleðileg jól!
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.12.2009 kl. 13:22
Ég trúi því ekki að þú ætlir að yfirgefa okkur. Þú ert ekki einn um það að verða forviða yfir allri andsk... vitleysunni sem er í gangi, ekki bara hér á landi heldur út um allt, eins og þú komst svo vel inná í bloggfærslunni þinni. Ég vonast til að geta lesið eitthvað frá þér á blogginu í framtíðinni að ég verði ekki að láta mér nægja "Heima er bezt", annars er orðið nokkuð síðan ég las grein eftir þig þar. Þú ert mjög góður penni og það er virkileg synd ef þú minnkar skrifin verulega.
Jóhann Elíasson, 7.12.2009 kl. 14:04
Ég "næstum" skil þig gamli skólabróðir - þakka allt gott og gangi þér sem allra best með allt sem og allt það sem þú tekur þér fyrir hendur
Gleðilega hátíð vinur
mbkv
Jón Snæbjörnsson
Jón Snæbjörnsson, 7.12.2009 kl. 14:07
Nei hvað er nú þetta. Þýðir eitthvað að fara í fýlu og hverfa á brott. Auðvitað er þetta allt mjög öfugsnúið og vitlaust en 101 elítan væri ekki svona kröftug ef hin póstnúmerin væru ekki svona heilluð af henni. Þau leiða í skoðanamyndandi þáttum og pistlum t.d. nafna mín Bergþórs og Egill Helgason ofl ofl. Hvaða ástæða er til að gefa þeim svona þunga vigt. Allavega er mér sléttsama hvað þeim finnst og hvað þau segja. Það er ekkert hægt að gera nema bjóða sig fram og taka því ef fólk vill annað. Það situr þá bara uppi með ófögnuðinn. Við ættum að reyna að sjá spaugilegur hliðarnar á þessu öllu saman og stríða þeim með okkar skrifum.
Ef þú lendir á Facebook þá er ég þar og þætti vænt um að sjá þig þar. Þú hefur verið minn besti bloggvinur og allaf er ég að tékka hvort þú hafir sett eitthvað inn sem gaman er að gantast með.
Farðu alla vega í guðs friði gamli minn og velkomin til baka. Ég ætla allavega ekki að eyða þér út hjá mér eins og hinum sem fluttu sig á Eyjuna. Gleðilega jólahátíð minn kæri. kveðja og knús Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 7.12.2009 kl. 22:19
Gott að sjá að þú heldur þó haus ennþá gamli þrjótur og drykkjubróðir. Nú legg ég til að þú takir utan um hana Kollu Stefáns og þið leiðist saman inn í næstu kosningabaráttu undir merkjum gamla F. listans. Farnist ykkur báðum vel og
Gleðilega hátíð!
Árni Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 00:00
Helgi Þór Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 11:21
Ég fer alltaf öðru hvoru inn á síðuna þína og mun sakna þess ef þú hættir að skrifa þú kannt að koma orðum að því sem ég og margir fleiri eru að hugsa.Ég er á facebook.Bestu óskir til þín .Kveðja.Margrét Júlíusdóttir
margrét júlíusdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:34
hefi alltaf lesið þin skrif sem eru mjög svo fræðandi og svo oft einnig skopleg/mun sakna þeirra mikið Ólafur vonandi að þú komir aftur þá á næsta ári/Kært kvaddur i bili og hafðu góð jól.þú er Eyjunum til sóma /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 9.12.2009 kl. 21:07
Kær kveðja gamli skipsfélagi
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.12.2009 kl. 22:32
já bara strax á nýju ári . Ég þigg "Puss ock kram" en hvort við stöndum hverfulum kjósendum til boða á næstunni ákveðum við síðar . kveðjur til þín og þinna gömlu drykkjufélaga frá France Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.12.2009 kl. 10:51
Góður Óli . kv .
Georg Eiður Arnarson, 13.12.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.