Fíkniefni

Ég þvældist svolítið um Caribbean Sea fyrir nokkrum árum. Kom þá nokkrum sinnum til lítillar hafnarborgar sem heitir Cap Haitien á Haiti.

 

Þar lágu alltaf nokkrir svokallaðir Coasterar. Gömul dönsk og þýskættuð skip ef svo mætti að orði komast. Þessi skip litu virkilega vel út við fyrstu sýn. Svona í hæfilegri fjarlægð. En svo er maður kom nær sá maður að málað hafði verið yfir ryðið og skítinn.

 

Það sem vakti furðu, var að stundum virtust þetta vera sömu skipin og höfðu verið áður í höfnini þegar við vorum þar á ferð  en nú með breyttum  nöfnum og lit .

 

Ég spurði agentinn um þetta og sagði hann mér þá að skipin hyrfu nokkurn tíma en kæmu svo aftur. Þá væru þau máluð með nýjum litum, nafni og heimahöfn breitt.

 

"Svo geturðu notað ímyndunaraflið um  hvað þau væri notuð í" sagði hann. Það eru miklir peningar í eiturlyfjum. Skjótfenginn gróði ef vel til tekst.

 

Þetta leiðir hugan að sumu hér heima. Við höfum séð fégræðgina í sinni verstu mynd hér. Og út frá því er ég alveg viss um að hér er alltaf verið að" skjóta sendilinn "

Ég er viss um (og það eru engin áhrif af amerískum hasarmyndum) að einhverjir mjög áhrifamiklir menn hér standa að baki þessara" strámanna"

 

Maður þarf ekki að hafa mikið hugmyndaflug þegar ég segi að stundum sé 1 fórnað svo að aðrir sleppi í gegn. Athygli tollvarðanna beinist að einum og kannske 2 sleppa í gegn.

 

Stundum sleppa kannske allir. Án þess að vera að saka nokkurn um nokkuð  þá hefur mér alltaf þótt áherslan sem lögð var á að koma ötulusta smyglarabananum frá, nokkuð athygliverð

 

Ég hef litla trú á að þeir menn sem nú sitja í fangelsi séu aðalmenn í þessum málum hér. Þeir kannske skipuleggja þetta en þá fyrir góða greiðslu. Ég held að fégræðgin virði engin landamæri. Kært kvödd


mbl.is Fundu tæplega hálft tonn af heróíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband