23.8.2009 | 21:29
Fleiri gamlir kunningar
Maður er orðin algerlega kjaftstopp yfir öllu því óréttléti sem viðgengst í þessu þjóðfélagi nú um stundir. Fólk kemur hvert af öðru til presta og segist ekki getað sett börn sín í skóla.
Svo koma menn sem ekki kunna að skammast sín í sjónvarp brosandi ( glottandi ???) framan í alþjóð og segjast alsaklausir. Smáglæta í hörmungum dagsins í dag: Lítil telpa úr Reykjavík var um tíma hjá ömmu sinni hér í Eyjum um daginn.
Frá hinum alræmda skipakirkjugarði í Alang Indlandi Sem kemur við sögu í þessu bloggi
Á leiðinnni heim í höfuðborgarinnar sagðist sú stutta bara vilja eiga heima hjá ömmu í Vestmannaeyjum. "Þar er engin ríkisstjórn og engin kreppa".Bragð er að ef barnið finnur var sagt í eina tíð. Þessvegna hef ég valið að halda mig á rólegu nótunum í bili og dunda mér við að rifja upp "gamla kunninga" í farskipa sögu landsins.
Ég fór oft í gegn um Suezskurðinn. Þegar ég fór þarna síðast um á N.leið í Suez( þar safnast skipin saman til að fara N skurðinn. En í Port Said safnast þau saman sem fara S) blöstu við mér 2 skip sem ég kannaðist við. Og viti menn þarna var gamall vinur sem þá hét Maya Reefer Maya Reefer og Captain Mohamed K Á þessu skipi hafði ég verið í rúm 2 ár með öðlingnum Þór Elíssyni. Skipið hét þá Stuðlafoss. Hitt skipið hét Captain Mohamed K
Saga skipanna er þessi: Maya Reefer er smíðuð í Grangermouth Skotlandi 1964 fyrir Jökla h/f Reykjavík og fékk nafnið Hofsjökull Yard nr 533. 2361 ts .2860 DW, Loa 89.5 m. brd: 13,8. 1977 kaupir Eimskip skipið og skýrir Stuðlafoss. 1986 er skipið selt og fær eftirfarandi nöfn: 1986 Malu. 1989 Miss Xenia. 1993 Maya Reefer. Skipið var svo rifið í skipakirkjugarðinum í Alang Indlandi í mars 2003. Vantaði 1 ár i að verða 40 ára,Maya Reefer Hitt skipið Captain Mohamed K.Var smíðað hjá Trondhjems í Trondheim Noregi 1971 sem Barok fyrir Fred Olsen. Smíðanr 646. 1516 ts, 2856 Dw Loa 87.0 m. brd 15,4 Barok Barok. 1983 kaupa Hafskip í Reykjavík skipið og skírir Rangá. Við gjaldþrot Hafskipa kaupa Eimskip skipið og skírir Írafoss. Eimskip selur það sama ár og fær það síðan eftirfarandi nöfn 1986 Marc Island, 1991 Venus. 1994 Hassnaa, 1997 Captain Mohamed 2002 Captain Mohamed K Um endalok er ég ekki alveg viss en ég held að það hafi verið rifið 2005. Þó ekki viss. Þær myndir sem ég tók ekki sjálfur fann ég á Shipspotter og annarstaðar á netinu. Með von um að einhver hafi haft gaman að þessum hugleiðingum kveð ég kært , með von um að mér verði fyrirgefið"lánið" á þeim myndum sem ég á ekki sjálfur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 535997
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Óli minn, það er alltaf gaman að fá upplýsingar og fróðleik um skip. En ekki síður var gaman að söguni um stelpuna.
En Það er ekki eins skemmtilegar þessar fréttir af erfiðleikum þeirra sem ekki geta keypt það sem vantar til að börnin þeirra geti stundað skóla. Og það sem verra er að það er mikið af fólki sem ekki á fyrir mat hvað þá annað. Þar er verið að tala bæði um ungt fjölskyldufólk og eldri borgara.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.8.2009 kl. 22:28
Takk fyrir þetta Ólafur
Jón Snæbjörnsson, 24.8.2009 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.