18.8.2009 | 23:26
"nýr núningur"
Ekki legg ég mikinn trúað á hvað rússarnir eru að halda fram í þessu máli. Ónefndir 8 menn (sem kannske aldrei hafa verið til nema á pappírum) teknir og verða sennilega sendir að nafninu til til Siberíu. Málið leyst
Og ég gruna þá um græsku og held að þetta sé að verða að nýjum"núningi"milli Svía og Rússa. Menn muna allan kafbátanúninginn sem var á milli þjóðana hér á árum áður. Því Svíar þykast vera staðráðnir í að upplýsa málið,
"Den svenska Rikskriminalen" ásamt finska"Centralkriminalpolisen "( finnar út af útgerð og brottfararstað) eru að rannsaka málið. Og Säpo (sænska leyniþjónustan)er líka komin að málinu.
Enda ekkert skemmtilegt fyrir Svía að fara í flokk með Sómölum, hvað sjóránasvæði varðar. Einhver sérstakur leyndardómur hvílir yfir þessu máli Einhver hasarfiðringur er í manni. Kannske hefur maður bara séð of margar amerískar hasarmyndir Kært kvödd
Vissu hvar Arctic Sea var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Talandi um kafbátanúninginn svokallaða milli Svía og Rússa, vissirðu að megnið af kafbátunum sem voru þarna á ferðinni voru í raun bandarískir? Með þaulskipulögðum áróðri var sænskum almenningi talin trú um að þetta hlytu að vera Rússneskir kafbátar, en tilgangurinn með bröltinu var að kanna og hafa áhrif á afstöðu Svía gagnvart Sóvétmönnum ef þeir teldu sér ógnað. Áður en þessar kúnstir hófust mældist afstaða hinna "hlutlausu" Svía gagnvart Sovétríkjunum þannig að þeir hugsuðu lítið um þennan nágranna í austri og litu ekki á þá sem mikla ógn, en eftir að þetta var orðið á tímabili nánast daglegt fréttaefni breyttist almenningsviðhorfið á þá leið að þeir urðu sífellt hræddari við Rússana. Í dag er almennt litið svo á að "hlutleysi" Svíþjóðar sé eingöngu að nafninu til á friðartímum, en ef til stríðsátaka kæmi myndu þeir slást í bandalag með NATO-blokkinni, alveg eins og Sviss sem er líka "hlutlaust ríki" (á friðartímum).
En ég er hjartanlega sammála þér að Arctic Sea málið er æsispennandi ásýndar, jafnvel úr fjarlægð í gegnum fjölmiðlana. Ég meina hver leggur það á sig og tekur áhættuna að ræna timburflutningaskipi í alfaraleið um einhver fjölförnustu hafsvæði á yfirborði jarðarinnar innan um marga af öflugustu herskipaflotum heims, og krefst svo ekki nema ígildi 190 milljón kr. í lausnargjald? Svo eru það hin gríðarlegu fjölþjóðlegu viðbrögð sem virðast furðulega úr samhengi við tilefnið ef þetta er bara venjulegt sjórán, kostnaðurinn við leit og aðrar aðgerðir vegna málsins er t.d. margfalt meiri en lausnargjaldið, verðmæti skips og (meints) farms samanlagt. Vissulega voru mannslíf í húfi en þetta virðist samt eitthvað svo yfirdrifið allt saman. Svo er það glæta í helvíti að skipið hafi raunverulega verið "týnt" nema bara í plati, þegar yfir höfðum okkar sveimar stanslaust fjöldi njósnagervihnatta með myndavélum sem geta (næstum því) tekið mynd af fyrirsögn í dagblaði liggjandi á borði á kaffihúsi við götu í París (eða Moskvu). OK kannski eru þetta svolitlar ýkjur en það skilst vonandi hvað ég er að meina.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2009 kl. 02:08
Samlíking Guðmundar um upplausn í myndum gerfihnatta er ekki út úr kú, síður en svo. Nákvæmni og skýrleiki þessara mynda er með slíkum ólíkindum að venjulegt fólk á örðugt með að átta sig á því. Um kafbátamálið í sænska skerjagarðinum er allt rétt sem Guðmundur segir, og það sem er kannski undarlegast er, hversu þögulir vestrænir fjölmiðlar hafa verið um þau mál öll. Og já, þetta skips"hvarf" er líka allt mjög undarlegt og þær skýringar, sem til þessa hafa verið gefnar, eru a.m.k. ótrúverðugar, svo ekki sé meira sagt.
Refurinn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.