9.8.2009 | 01:48
Ávextir m.m
Þegar ég fór fyrst að muna eftir mér var hér við stjórn svokölluð Nýsköpunarstjórn, Samsteypustjórn,Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks Alþýðu.
Undir stjórn Ólafs Thors . Stjórnin var fyrsta ríkisstjórn hins unga lýðveldis sem studdist við þingræðislegan meirihluta. Þetta er að margra mati besta stjórn sem setið hefur að völdum á Íslandi. Þarna voru í stjórn flokkar lengst til vinstri Sósíalistar og lengst til hægri Sjálfstæðismenn.
Nú er stjórn sem er lengst til vinstri. Þetta ætti nú að vera verkalýðnum,eldriborgurum,öryrkjum og öllum sem minna mega sín til góða. Og það er von að ráðherra félagsmála sé brosmildur á myndinni sem fylgir þessari frétt. Því sennilega hefur hann sett met í meðhöndlun sinni á f.g hópum. Á mínum uppvaxtar árum voru verkalýðsfélög VERKALÝÐSFÉLÖG.
Faðir minn var nokkur ár formaður Verkalýðsfélags Borgarnes. Og aldrei vissi ég tl að hann hafi fengið krónu fyrir það starf. Nú eru verkalýðsleiðtogar með tekjuhæðstu mönnum í þjóðfélaginu. Allavega sumir af þeim. Og hvernig hafa þeir stutt fg hópa. Þá barði Einar Olgeirsson oft í borðið og sagði við vin sinn Ólaf Thors:"hingað og ekki lengra" Og Ólafur Thors leysti verkfall að mig minnir með að lækka vöruverð
Þá þorðu þessir menn að láta að sér kveða og létu ekki vaða yfir sig á skítugum skónum .Og sósíalistar þorðu að vera það. Þá var ekki við líðið sá pilsfaldasósíalismi sem tíðkast í dag. Og þá þorðu sósíalistar að vera menn og láta ekki allt yfir sig ganga. Samanber stjórnarslitin 10 okt 1946. Þó að stjórnin starfaði til 4 febr. 1947.SÓSÍALISTAR þess tíma stóðu upp úr stólunum þegar þeir vildu ekki samþykkja inngönguna í NATÓ. Aðalpilsfaldasósíalistinn í dag lætur allan andsk.... vaða yfir sig bara til að halda stólnum.
Á þessum árum voru nýjir ávextir munaðarvara og voru skammtaðir . Og ef mig brestur ekki minni þess meir fengust þeir bara fyrir jól. Og það voru aðallega epli og appelsínur. Einstaka sinnum vínber. Banönum man ég ekki efir og smakkaði þá ekki fyrr en fullorðin maður. Nú er þetta að verða svipað þökk sé VINSTRI mönnum. Nema að nú er nóg úrval. Það vantar ekki en vegna verðs eru þeir ornir munaðarvara fyrir UPPÁHALDSHÓPA ráðherra félagsmála og kollega hans í hinni vinstrisinnuðu ríkisstjórn.,
Fg hópar hafa ekki efni á að kaupa þá lengur.Þessir hópana sem mega búast við að ættingarnir fái stóra bakreikninga ef þeir hrökkva upp af. Hópana sem ekki geta hönd yfir höfuð sér borið. Meðan vildarvinir hinnar svokölluðu vinnstri stjórnar maka krókinn í allslags ráðgöf búskiftum bakna og gjaldþrota heimilum o.sv. fr..
Þessi stjórn sem nú starfar hefur gengið lengra en nokkur Íhaldsstjórn hefur gert á að aðrræna fg hópa. Nú er reiðin að ná yfirhöndinni svo ég ætla að hætta áður enn ég verð orðljótari. Um leið og ég kveð ykkur kært býð ég góða nótt og megið ykkur dreyma um suðræna ávexti.
Vilja breytinguna burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 535992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta að ofan er sumsé það sem ég vildi sagt hafa. Þakka þér fyrir ómakið.
Grínlaust Óli, þetta var frábær pistill hjá þér. Kveðja.
J.þ.A (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 09:43
Blessaður góður pistill ég hef ekki lagt í að blogga um helgina ég er svo reiður félagi. Allt rétt og satt sem þú segir nema að ég er orðin á því að sósíalismi sé liðin undir lok hafi kannski aldrei verið til ég hneigist orðið að þjóðhyggju það er stefnu sam að ver land og þjóð framm í andlátið jafnvel þó að því fylgi smá íhald eða afturhaldsstefna sígandi lukka er alltaf best.
Kv
Jón Aðalsteinn Jónsson, 9.8.2009 kl. 12:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.