Gamlir kunningar !!!

Það er stundum sagt að við gamlingarnir eigum ekki að láta hlutina fara í taugarnar á okkur og taka bara lífinu með ró. Ég hef undanfarna daga verið að rífa kja.. yfir flestu sem mér finnst fara á verri veg en ég sjálfur vildi. En nú ætla ég mér að vera á rólegum nótum og rifja upp atburði sem skeði í árdaga minnar sjómennsku. 116img1bh   Aukning á kaupskipaflota USA á stríðsárunum. Margir eldri borgarar sem eitthvað fóru niður að höfninni hér í"den" muna sennilega eftir stórum flutningaskipum sem oftast lágu við svokallaðan Miðbakka. Flest þessara skipa tilheyrðu Bandarísku skipafélagi Moore - McCormack Lines. Samuel R  Aitken Eitt af skipum M Mc C lines   Þessi skip fluttu nauðsynjar til Varnarliðsins hér á landi. Þetta voru að þeirra tíma allavega í augum íslendinga stór skip Þau voru um og yfir 140 m löng og voru 10-11 þús. ts dwt. Mér er minnistæður dagur í  nóv 1954. Þá var ég hjálparkokkur á Eldborg frá Borgarnesi (sem var þá flóabátur í Faxaflóa) Mig minnir að það hafi verið búið að vera SV ruddaveður en var að lægja og var að snúast ti SA áttar. 1 af skipum McCormack á á ytri höfninni.Mormacpenn%201946%202   Moremacpenn Og nú var verið að taka það inn. Þegar það er í hafnarmynninu rekur á hvassa vindhviðu  og skipið rekst harkalega í nyrðri hafnargarðinn. Með þeim afleiðingum að hálfur garðshausinn hrundi og vitinn sem á honum var fór í sjóinn. Boxairc   Eitt af skipum M Mc C lines.  Ég man alltaf hve lóðsinn sem var um borð tók þetta nærri sér.Hann var mikill vinur okkar Eldborgarmanna. Hafði verið lóðs í 10-15 ár og aldrei neitt komið fyrir. En við sjórétt játaði hann að skipstjórinn á flutningaskipinu hefði varað sig við. MORMACPENN%20(US)(1946)(Moore McCormack)%208x10%20copyMormacpenn  Saga Mormacpenn er þessi:Byggt fyrir Moore- McCormack lines Inc, San Francisco 1946 í Ingalls Pascagoula USA, 7909 ts 11800 DWT og af svokallaðri C3-S-A5 gerð.L.overall 150.0 m. Breidd 21,2. Skipið var selt1970 :" Oswego Shipping Co., Inc. (Marine Transport Lines Inc.) og skírt Silver Lark. Það var höggvið niður í Kaohsiung 1972.Svo líða 2 á þá lendir annað stórt banda-ríkst flutningaskip í vandræðum í Reykjavíkurhöfn Og nú er það desember 1956 og flutningaskipið var Haiti Victory0913023801 Haiti Victory   Ég hef sennilega verið á m/s Jökulfelli þegar þetta skeði og við vorum í höfninni,(lauslega hugsað til baka,hvað skip sem ég var á varðar)allavega man ég eftir eftir þessum atburði þegar þetta stóra skip sem gnæfði eiginlega yfir öll skipin í höfninni slitnaði frá utanverðum Faxagarði.Það var óvenju hátt í, í SV rokiHaiti%20Victory 01Haiti Victory   Hafnsögumaðurinn Magnús Runólfsson sýndi mikið snarræði sem,eftir að hann komst upp í þetta stóra skip sem var að slitna upp lét höggva á þær landfestar er eftir voru. Bakkaði skipinu svo eiginlega alveg upp að gömlu Loftsbryggjunni og setti svo á fulla ferð og silgdi nötrandi skipinu út á fyllstu ferð í gegn um hafnarmynnið og image 2  Ca leið H.Victory  út  úr höfninni. Magnús lagði svo skipinu við Garðskaga, en sigldi því svo aftur inn í Reykjavíkurhöfn daginn eftir. Skipshöfnin á dráttarbátnum Magna stóð sig með ólikindum vel  við aðstoð við skipið. Skip sem voru við Ingólfsgarð voru um tíma í mikilli hættu. Einnig bátar við verðbúðarbryggjurnar. Meðal skipa við Ibgólfsgarð var m.a. varðakipið Ægir I og hollenska skipið Cornelia B cornelia b IICornelia B    Margir töluðu um"Kraftaverk" hjá Magnúsi að koma þessu stóra skipi út úr höfninn án þess að nokkrar skemmdir yrðu. Saga Haiti Victory var þessi: Það var byggt 1944 í Permanente,Richmond #1, Sem Haiti Victory fyrir U.S.War Sg Administration, San Francisco.

 

Tons:7607 ts dwt: 10750 lgd overall 138.0 m br 18.9 m Skipið var af svokallaðri: VC2-S-AP3 gerð. 1959 er skipið selt: U.S.Navy. Og fær nafnið Longview, Skipið var höggvið upp í Portland Ore. 1976. Læt þessari upprifjun lokið með kærri kveðju til ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Held maður muni eftir þessu þá óljóst sé það,en þessu skipi man eg eftir ,maður gleypti öll skip  i sig og þekkti vel öll árin mín þarna i slipp,vestur frá!!!,svo flutti Verksmiðjan inn í Dugguvog og þá varð mynna um þekkingu mína á flotanum en eg þekti flesta Togara og fiskiskip og flutningaskip her áður/,þakklæti og kveðjur Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.8.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 535930

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband