Heilbrigð æska

Íslendingar geta verið stoltir af þessari ungu stúlku. Og það mikið stoltir.Og fjölmiðlar ættu að gefa henni meira pláss en gert er. Ég man þegar ég bjó í Sverige þá var sænsk stúlka mjög framarlega, að ég held í svokallaðri"sjöþraut".

 

 

Hún var mjög áberandi í fjölmiðlum þ.e.a.s þeir voru alltaf að tala um hana.  Mér finnst áhugi fjölmiðla hér ætti að beinast meir að Helgu Margréti  já og ungu heilbrigðu fólki í íþróttum.

 

En því miður er ég ekki sá áhugamaður um íþróttir sem ég ætti að vera samanber það að ég er áhugasamur um heilbrigða æsku. Enda fundið á eigin skinni hvernig hægt er að kasta einu stykki unglingsárum á glæ.

 

En smásaman er t.d áhugi minn á knattspyrnu að aukast þökk sé þeim Tómasi Inga og Magnúsi Gylfasyni í Pepsi-mörkunum á Stöð 2. Og ég get ekki annað en dáðst að þjálfara Eyjamanna í knattspyrnu Heimi Hallgrímssyni. Ég þekki manninn ekki neitt bara séð hann í sjónvarpinu og barði hann fyrst augum í dag  utan þess

Og ég get ekkert dæmt um hæfni hans sem þjálfara en mér finnst lífsgleðin einhvernveginn geisla af honum og hann hlítur að hrífa ungt fólk með sér. Þarna hugsa ég að sumir taki nú ekki undir þessi orð mín ef litið er á árangur liðsins í ár.

 

En hvað um það ég er viss um að þeir halda sæti sínu í"deildinni". En eitt er alvarlegt fyrir mig í þessum málum. Ég virðist vera með þeim ósköpum fæddur að ef ég horfi á knattspyrnuleik eða handbolta þá tapar alltaf liðið sem ég held með. Svo að það borgar sig fyrir IBV að ég haldi mig fjarri "vellinum" þegar þeir spila. Kært kvödd


mbl.is Helga Margrét með forystu eftir fyrri daginn á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband