Fransbrauð í matinn.

Góður vinur minn úr "Vogarliðinu" sagði mér í dag góða sögu af hinum bráðgáfaða og skemmtilega manni Helga Sæm. Helgi var eitt sinn spurður hvað hann vildi hafa með sér ef hann yrði strandaglópur á eyðieyju.

 

Fransbrauð var svarið . Þegar hann var spurður um ástæðuna sagði hann."Nú ég tæki brauðið og biti  af því endana, Og svo myndi ég bara éta" endalaust" fransbrauð",. Þetta ætti fólk að athuga þegar fer að harna í búi hér á landi. Sem ég held að eigi eftir að gerast í meira mæli en komið er.Kært kvödd


mbl.is Stefna í að vera yfir 200%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Ómar.

þetta er auðvitað landsfrægt tilsvar þessa ágæta manns. En við erum margir sem ólumst upp í verkamannafjölskyldum eftir stríð. Við þekktum fransbrauðið og rúgbrauðið. Með ljómandi smérlíki sem viðbit og einstaka sinnum var það Silfurskeifan.  Við fengum að heyra að þetta þvílíkt lostæti sem við máttum þakka fyrir.Síðan voru sagðar sögur frá því fyrir stríð.

Ekki kvörtuðum við fyrr en við höfðum verið sendir í sveitina þar sem þrælað var frá 6:30 til 20:00 á hverju kvöldi. Þar fengum við að vita, að þetta væri hrein ómenning í Reykjavík að éta smérlíki á brauðið.

Kristbjörn Árnason, 14.7.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Sæll Kristbjörn. Ég þakka innlitið. Ég vona að þú hafir misritað nafnið mitt. Mér segir svo hugur að við séum af svipuðu módeli (ég 1938) hvað aldur varðar. Og ég þekkti "smjörlíkistímabilið af eigin raun. Svo man ég eftir svokölluðum "bræðing" Tólg blandað við eitthvað annað. Fisklifur ????. Sjómenn fengi t.d álegg á brauðið ef smjörlíki var notað en ekkert annað ef notað var smjör, Ég var lítið í sveit þó 1 sumar í Vogi á Mýrum hjá Sigurði bónda þar. Part úr sumri hjá Júlla í Hítarnesi og annan part hjá Kristjáni í Stóru-Skógum Mér leiddist í sveit þrátt fyrir að vera hjá öðlingsfólki. Ég byrjaði svo til sjós 1953 um vorið þá 14 ára (varð 15 ára um haustið). Ég hafði nú heyrt þessa sögu af Helga Sæm en hún rifjaðist svo upp í dag. Nú ef ágiskun mín er rétt hvað aldurinn varðar þá hlýtur þú að muna útvarpsþættina hjá Sveini Ásgeirssyni með þeim öðlinginunum:" Guðmundi Sigurðssyni, , Steini Steinarr og Karli Ísfeld. Helga Sæmundssyni, Friðfinni Ólafssyni og Sigurði Magnússyni. Að maður tali nú ekki um snillingana í"Bláu Stjörnunni" Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 14.7.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband