21.6.2009 | 18:06
"Ég ákæri"
J´accuse (I accuse!); Ég ákæri. Skrifaði frægur rithöfundur fyrir löngu síðan. Ekki ætla ég mér að bera mig saman við þann mikla mann orðsins eins og ég hef upplifað hann.
Hin fræga blaðagrein Zola í Jan 1898
En ég ætla að leyfa mér að skjótast í hans ham ef svo má að orði komast. Ég man ekki betur en að núverandi ríkisstjórn hafi lofað að ekki yrði hreyft við kjörum þeirra sem lægstu kjörin hefðu þau Émile Édouard Charles Antoine Zola. Ég er ekki rithöfundur því síður frægur (nema kannske af endemum) En ég ætla að leifa mér að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og gefa Emilie Zola orðið um stund. Í Dreyfus málinu ákærði hann að mig minnir í 9 atriðum. Við skulum sjá hvað hann kemst hér í mörg
Emilie Zola hefði sennilega sagt:"
1sta Ég ákæri þá menn sem komu þjóðinni í þessa stöðu. Ég ákæri þá hreinlega fyrir landráð.
2nnað Ég ákæri þá stjórnmála/embættismenn sem sofandi létu reka að feigðarósi.Það skagar hátt uppí landráð.
3ja. Ég ákæri stjórnmálamenn sem ætla að taka"Versala"útgáfu af svokölluðum Icesave reikningum góða og gilda. Og samþykkja óviðráðanlegar afborganir fyrir komandi kynslóð. Það gengur nærri landráði
4ða Ég ákæri forustumenn lífeyrissjóða sem taka sér milljónalaun á meðan þeir lækka greiðslur til sjóðsfélaga,Í veruleikanum stórfelld fjársvik, En í þeim heimi sem við lifum í heitir"staðið við samninga".
5ta Ég ákæri þá embættis og stjórnmálamenn sem reyna að setja stein í götu rannsóknar á hruninu ó- eða meðvitað.
6 Ég ákæri þá þá bankamenn sem tældu eldriborgara sem eitthvað höfðu lagt til hliðar til að legga það í þessa stórkostlegu svikamyllu sem afleyðingarnar af, eru nú að sjá dagsins ljós. Ef réttlætinu væri fullnægt ætti að dæma þá menn til langrar fangavistar.
7 Ég ákæri þá ráðherra sem ætla að leggja milljarða í einhvert hávaðahús sem verið er að bygga við Reykjavíkurhöfn á meðan öryrkjum. öldruðum og þeim sem minna mega sín er hreinlega sagt að éta það sem úti frýs.
8 Ég ákæri þann stjórnarflokk sem nú telur sig hreinan af öllum skítnum.Og er eins og óþekktarormur sem veit upp á sig sökina en setur upp þennan líka sakleysissvip .Skammist ykkar
9.Ég ákæri alla ríkisstjórnina hreinlega fyrir kosningaloforða svik. Það kemst næst kosningasvikum."
Ég sjálfur hef það eftir ástæðum gott. Ég hef margoft sagt að að foreldrar voru höfundar að mínu lífi. En ég sjálfur höfundur að ferlinum. Og ég hef engar áhggjur á mér. Ég kem til með að lufsast þetta eins og undanfarið. Gæti verið fundur hjá ríkisstjórninni nú um stundir.En ég hef áhyggur af fólki sem er verra sett en ég er og það af annara völdum. Og þeir serm því ollu virðast ekki kunna að skammast sín . En rífa bara kjaft úti í löndum frjálsir allra ferða með kellingarnar á sólríkum ströndum innan um aðra fjármálaglæframenn. Læt þetta nægja í bili:En það kemur meir.Kært kvödd
Staðan skýrist í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.6.2009 kl. 10:26 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 536128
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já svo mörg voru þau orð. Ég skrifa undir þetta plagg. Amen Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.6.2009 kl. 23:44
GÓÐUR!!!
Skrifa undir þetta!
Kær kveðja af Illugagötunni
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:30
sammála þessari ákæru/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 26.6.2009 kl. 16:32
Ég skrifa sko alveg örugglega undir þetta, það hefði ég átt að gera í fyrrakvöld þegar ég las þessa frábæru færslu hjá þér.
Jóhann Elíasson, 26.6.2009 kl. 21:54
Flott hjá þér frændi....tek svo sannarlega undir þetta
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.