21.5.2009 | 01:38
Hvers á þjóðin skilið ???
"Hvers á þjóðin skilið af okkur"spurði nýkosinn alþingismaður. Ég spyr á móti"hvers eigum við (þjóðin) að gjalda að við skulum eiga skilið svona"málhalta"þingmenn? En kannske er þetta rétt málfræði hjá þingmanninum. Hann er kunnur af blaðamennsku og ævisagnaritun. Svo hann ætti að vita þetta betur en ég, sem aldrei fékk yfir 4 í Málfræðinni.
En eitthvað er þarna sem mér finnst ekki passa. En menntamaðurinn hlýtur að vita betur. En þingmaður ætlar sér heldur betur að halda að spöðunum. Við upplesturinn datt mér í hug gömul saga , að vísu af frambjóðanda í kjördæmi út á landi. Á dögum 1 og 2-mennis kjördæmana. Og það þegar fólk hafði áhuga á þessari ands...... tík sem svo oft hleypur undan sér og heitir pólitík.
Á framboðsfundi spurði frambjóðandinn sem hafði með sér ritara sem við getum kallað Jón, hvað fundarmenn teldu brýnast fyrir byggðarlagið. Einhverjar svona smáframkvæmdir voru nefndar svo sem vegaspotta heim að bæjum (þau voru mörg heim-að -bæjum-vegaspotta-kosningaloforðin á þeim tímum.) dúkkuðu upp og Jón skráði. Svo kom að lokum að vegna sjúkraflugs væri gott að fá flugvöll. "Jón skrifaðu:1 stykki flugvöllur" kallaði þá frambjóðandinn til ritara síns.
Flokksforingi þessa nýkjörna þingmanns ætlar að koma 38 málum í gegn um sumarþingið. Eftir lestur á þingmálaskrá er sérstaklega 1 sem stendur uppúr að mínu viti sem ekki er nú beysið á öllum þessum málum. En það er væntanlegt frumvarp um frítekjumarkið í sambandi við T.R. Svo verður gaman að fylgast með hvernig Alþingi höndlar Strandveiðarnar.Er ekki til eitthvað sem heitir "málþóf" Læt þetta duga af væli í bili. Verið ávallt kært kvödd
Áforma að flytja 38 mál á vorþinginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óli.
Góð hugleiðing.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.5.2009 kl. 01:59
Sæll gamli. Alltaf góður. Ég tók einmitt eftir þessu og fannst þetta eitthvað fíflalegt en hugsaði eins og þú að þetta hlýtur að vera málfræðilega rétt úr því maðurinn staglaði á þessu aftur og aftur og aftur. Þingmaðurinn er auðvitað að marka sér sérstöðu með sérstöku málfari eins og sumir hafa gert t.d. Sverrir Hermannsson, Halldór Kiljan Laxnes , Jón Baldvin ofl ofl. ofl. Það er auðvitað ágætt ef menn hafa ekkert að segja að segja það þá skemmtilega og að fólk taki þá eftir því. Annars bara allt í góðu, brjáluð blíða og bestu kveðjur Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.5.2009 kl. 11:03
Sæll vertu. Ég fékk fréttir af því í dag að umræddur þingmaður hafi beðist afsökunar á þessari málvillu sem við héldum að væri. Það var ekki eins og hann segði þetta einu sinni heldur ótal sinnum. Ég held bara við flest greinaskil í ræðu sinni. Ósköp hallærislegt. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.5.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.