Stórþjófnaður!!!! og fl klúður

Hverskonar"rumpulýður"byggir þetta land. Kona á besta aldri verður uppvís að stela frá"Ríkinu"og sem betur fer sáu dómarar um að hún var dæmd þungum dómi. Og heilar 24000 ísl kr koma vonandi í ríkissjóð ef konan borgar sektina. Nú ef konukindin heldur ekki skilorð og fer aftur að stela brennivíni það er eins gott að"réttvísin" sendi hana í stranga gæslu.

 

 

 

Fólki sem leyfir sér að stela miklum verðmætum eins og vodka og koníakspelum á helst að hýðast á almannafæri. Já það er eins gott að réttvísin sé vel á verði gegn"stórþjófum"  En allt annað er ef nokkrir sómamenn komnir af velmenntuðu fólki"hirði"einhverja pappírssnepla sem kallast peningar. Þessir sómamenn komu því t.d.til leiðar að alkar og allslags misindisfólk eins og t.d. öryrkjar og aldraðir geta ekki látið eftir sér neinn munað.

 

 

Sumir kalla það munað að fá sér" í glas" t.d við kvefi eða til varnar svínaflensu, þó ég kalli það að fara á fyllerí.  Og þá tala ég um mína eigin reynslu. Svo gera þeir harðsvírustu úr þessum flokkum sérstaklega þeim fyrstnefnda sig seka um stórþjófnaðu frá þjóðinni. Ja maður má ekki mæla af hneykslun. Það er munur að vera maður og míga standandi stendur einhverstaðar. Það er mikill munur á að vera klæddur listamannakuflinum og taka laun frá ríkinu heldur en að vera fv  sjóari sem aldrei virðist virðist fá nóg þó svo að eftirlaunin hækki um heilar 10.000 kr á ári.

 

 

 

Er nú ekki munur fyrir okkur að fá reynda "Listamenn" með stóru elli í t.d stjórn alþingis. Áður fyrr var það yfirleitt listafólk með litlu elli. Fólk af llistum A,B. og C eða hvað þeir hétu nú þessir listar allir. En nú eru komnir vanir leikstjórar sem kunna til verks til að stjórna þessum ólátabelgjum við Austurvöll.

 

Nú þarf engan Hörð Torfason og aðra pottaberjendur til að lesa alþingismönnum pistilinn   Þeir eru inni. Kosnir af einhverjum 0 flokki. Þessir vönu menn þurfa jú mannsæmandi laun. Hvern andsk.... eru svona ruglukollar eins og ég að rífa kja... Sem aldrei gerði annað er koma með hálfúldin og oftar en ekki maðkaðan fisk að landi.

 

 

Og síld loðnu og allslags skítalyktartilbúandi afurðir. Sem fer mjög ílla með hin miklu listamannanef. Sumir flýðu land. Einn þekktasti söngvari fyrri tíma sem líka þótti töluvert nefstór gerði það. Sennilega þó ekki skítalyktina en hún var víst"inn "þá. Slor og fjósalykt var inn á þeim tíma því að þeir asnar héldu þá að peningar kæmu í kjölfarið, Sanna listamenn sem sjálfkrafa fóru á laun hjá ríkinu var þá ekki búið að finna upp.

 

 

Allavega varð fg söngvari sem t.d. var fenginn til að synga á vegum Dana á heimsýningunni í París 1925 að sækja um styrk til alþingis 1937. Hvort hann fékk styrkinn veit ég ekki.  Ja hvern andsk.... vill svona fv sjóaralýður að vera að  rífa kja.. yfir að borga þessum miklu andans mönnum 2- 3 föld laun. Ég segi nú bara ekki annað. Og mikið megum við þessir fávísu ellibelgir vera þakklát fyrir Egil Helgason og allt það silfur sem hann lætur rigna yfir okkur. Læt þetta duga í bili


mbl.is Dæmd fyrir að stela vínflöskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband