Eiturlyfjabarónar

Það er ýmislegt sem flýgur gegn um hugan í sambandi við þetta síðasta smyglmál. Dettur einhverjum manni, sæmilega læsum og skrifandi á íslensku og greind ekki neðar er hjá 10 ára barni, að þessir menn sem nú voru teknir í sambandi við þetta síðasta smygl fjármagni smyglið sjálfir. Ég bara spyr?

 

Ég spyr líka hvaða aðgang á eiturlyfjamarkaðinn hafði ónefndur háskólaprófessor til að leyfa sér að fullyrða um eiturlyfjasölu ónefnds athafnamanns. Hvað lá að baki þeirra orða þessa fg prófessors þegar hann sagði í útvarpsviðtali: að það það væri nær fyrir lögregluna að gæta híbíla manna heldur en að vera að eltast við eiturlyfjasmyglara á Keflavíkurflugvelli".

 

Hvaða öfl í þjóðfélaginu vildu ötulasta eyturlyfjasmyglaraveiðarann á vellinum feigan þá meina ég að hrekja hann úr starfi. Það er enginn vafi á að miklir peningar liggja í þessari"grein" Eftir ýmsu sem er að koma í ljós er það á hreinu að margir peningamenn svífast einskins til það ná í þá. 

 

Peningar eru peninga og allt er hey í harðindum og ekki spurt að ættartölu þeirra. Mér er líka hugsað til drengsins sem fyrir 4 mánuðum var í "meðferð" Hversu skuldugur var hann barónunum? Hræddur er ég um að baki  þessara smygltilrauna séu miklir harmleikir sem að margir saklausir verða ósjálfrátt flæktir í.

 

En ég óska þeim sem stóðu að handtöku þessara manna til hamingu með þennan árangur. Þetta sýnist mér nauðsyn þess að LHGÍ fái nokkra hraðskreiða báta til gæslustarfa. Og þjálfa menn staðsetta út á landi (austfjörðum ?) til starfa á þeim. Hefðu ekki fiskimennirnir komið auga á skútuna við Papey þá væru þessi efni sennilega komin í umferð.

 

Við eigum nú t.d. 2 varðskip og ef ég misskil hlutina ekki þess meira það er bara annað að störfum í einu. Nú t.d. er skipið sem á sjó er staðsett fyrir V-an land. Vart yrði við grunsamlegt skip/bát/skútu fyrir A-an land.  Þá væri langur vegur fyrir varðskipið til að koma að notum. Ég veit ekki hvað við getum veitt óbrotna eftirför langt út á haf. Er það t.d. ekki bundið við lögsöguna ?

 

Þá værri ekki verra að hafa svona góðan hraðbát með þjálfaðri áhöfn fyrir A-an, Það er hægur vandi líka fyrir erlend fiskiskip að slökkva á staðsetningartækjum sem sýna stað umrædds skips hjá LHGÍ. Og veiða eins og þeir vilja t.d þegar flugvél LHGÍ kemst ekki í loftið. Peningar til LHGÍ eiga að hafa forgang og það á öllum sviðum starfsemi hennar.Læt þetta duga í bili.


mbl.is Eru á leið í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 536128

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband