Smyglarar

Fyrir 2 árum eða 04-04-2007 bloggaði ég eftirfarandi: "Nýtt og stórt varðskip er mjög gott mál sem ég held að allir séu sammála um það.En er það nóg?

 

Hvað um eiturlyfjabarónana sem sitja um landið? Hvað með allar eyðivíkurnar/firðina á Austfjörðum?Ég hef því heyrt því fleygt að þær hafi verið notaðar hér á árum áður og þá fyrir guðaveigar. Menn eru ekki lengi að skjótast á góðum hraðbát yfir hafið til þeirra og landsetja slatta af eiturlyfjum þar í ró og næði.

 

Það hefur enginn eftirlit með þessu í dag. Er ekki alltaf verið að skera niður peninga til hinnar almennu löggæslu. Ég er hlynntur tindátunum hans Björns. Þeir eiga líka að vera dreyfðir um landbyggðina og þeir eiga að hafa til umráða kraftmikla hraðbáta. Og geta farið á sjó með litlum fyrirvara".

 

Þetta skrifaði ég þá og hlaut ónot fyrir. Ég sæi andsk.... í öllum hornum.  Þegar ég sigldi hér á ströndinni sá maður oft margar skútur á siglingu við Austfirðina. Ég var alveg viss um að ekki voru þær allar í löglegum erindum og hafði oft orð á því.  En menn hristu höfuðið og töldu þetta vitleysu í mér. En þetta er nú að koma í ljós betur og betur.

 

Muna menn ekki eftir bátnum sem"týndist"fyrir nokkrum árum. Þóttist ætla til Grundarfjarðar en kom ekki inn hjá Tilkynningarskyldunni en fannst svo í Vestmannaeyjum. Í korti um borð var stór kross í korti á stað hér eitthvað S í hafi. Hvað skildi hann hafa átt að sækja ?. Læt þetta duga í bili.Kært kvödd


mbl.is Í þriggja vikna gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér félagi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.4.2009 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 536297

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband