Kannanir

Skelfing fer það fyrir brjóstið á andstæðingum FF ef jákvæðar fréttir berast af flokknum. Frjálslyndir létu gera skoðanakönnun fyrir sig í NV-kjördæmi. Capacent Gallup gerði þessa könnun. C.G hefur gert kannanir  undanfarið fyrir Moggan og RUV sem flestir hafa tekið einhvert mark á. En nú víkur svo við  að ekkert er að marka þessa könnun þessa fyrirtækis.

 

 

Einn XD vitringurinn jafnar könnun C.G við verklag Göbbels í Þýskalandi á sínum tíma. Þeir hjá C.G eru honum sennilega mjög þakklátir fyrir samlíkinguna. Annað gáfnaljós segir þetta stangast á við skoðanakönnun á heimasíðu sinni þar sem ónefndur flokkur sigrar með miklum meirihluta á landsvísu. Annar telur svarhlutfall lélegt og þar fram eftir götunum.

 

 

Ég sjálfur er ekki trúaður á skoðanakannanir hvorki þær sem eru okkur í FF í vil eður ei. Ég tek mest mark á kosningaúrslitum sjálfum  Ég held að skoðanakannanir geti komið sér ílla fyrir flokka. Ég held að ef flokkur fer að koma með góð úrslit úr þeim fari menn hreinlega að slá af í baráttunni.

 

Það er mín skoðun svo ég tek því lítið mark á þessum könnunum  En í sambandi við þessa án þess þó að vita meir um það mál gæti þá ekki verið að aldur svarenda hafi verið eitthvað rýmkaður í þessari. Ég  skil það þannig að í flestum könnunum sé hámarkið á aldri svarenda miðað við 65 ár. Og hún hafi kannske gerð um helgi þegar sjómenn eru oftar heima hjá sér en ella.  

 

 

Án þess þó að ég hafi vit á þessu, En ég hef gaman af að rifja upp þegar ég bjó utanlands og FF buðu fram í 1sta sinn. Þá mældust þeir rétt fyrir kosningar með um 2 % í skoðanakönnunum. Mikill vinur minn en sem er á öndverðum meið við mig í stiórmmálum var alltaf að gera grín að tveggja % flokknum mínum. Ekki man ég % töluna sem flokkurinn fékk en 2 menn fengu þeir þó 1 væri uppbótarmaður.

 

En er ekki allt hey í harðindum. .Við skulum spyrja að leikslokum og ef við náum ekki inn þá er það sjálfum okkur að kenna. Þá hefur okkur misstekist að koma boðskapnum til fólksins. Við reynum eins og við getum og látum ekki deigan síga hvað sem skoðanakannanir segja. Og það er nátturlega gaman að sjá % stíga í könnunum en mest finnst mér gaman að sjá hræðslu andstæðingana við okkur. Þeir eru drulluhræddir við okkur. Og við skoðanabræður/systur mína segi ég bara"lofum mey að morgni" Kært kvædd í bili


mbl.is Frjálslyndir með 9,3% í NV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband