Jólaskipið

Ég bloggaði um daginn um“Jólaskip“ Ég  er búinn að segja ykkur frá er ég var stm á“Jólaskipi“til Falklandseyja. Og þegar við komuna þangað að við hreinlega lentum uppí aðalgötunni.

 sauternesSS Sauternes

En mig langar að segja ykkur frá öðru Jólaskipi sem hlaut grimmilegr örlög. Og  bið ykkur að koma með mér aftur í tíman og til Englands.Dagurinn er þriðjudagur  Mánaðardagurinn er 2. Mánuðurinn er desember og árið er 1941. Flutningaskipið SS Sauternes sem er enskt leggur úr höfn í Leith í Skotlandi áleiðis til Færeyja. Farmurinn er“jólavörur“til breska herliðsins í Færeyjum. Áður en við förum að skrifa um örlög þessa skips skulum við athuga fortíð þess.

Skipið var smíðað 1922 í skipasmiðjuni Worms et Cie.Í LeTrait í Normandí. Og bar franskt flagg. Í janúar 1940 kom skipið með farm í enska höfn. Þar var það kyrrsett og rekstur  sett undir Flotamálaráðuneytið,. Skipið var svo skrásett að nýju hélt fyrrnefndu nafni  en  heimahöfn varð Plymouth.

 svinoymap Kort af svæðinu

Síðan var skipið“dokkað“í Leith í Skotlandi. Þar kom breskur skipstjóri William Smith og tók   við því. Eftir að skipið lét úr höfn í Leith kom fylgdarskipið HMT Kerrara. (vopnaður togari.)frá  Kirkwall í Orkneyjum til móts við það og fylgdi því til Færeyja. 25 manns voru um borð í Sauternes,

Áhöfnin 19 menn þar við bættust 5 skyttur. Einnig var um borð G.A.Perris capt,i breska hernum sem var ábyrgur fyrir farmi skipsins sérstaklega peningum sem í honum var. En um 22500 kr þess tíma virði voru í sérstökum kassa sem boltaður var niður í herbergi skipstjóra. Vegna hersetu þjóðverja í Danmörk var ógerlegt að fá peninga þaðan. Áætlaður komutími skipsins til Þórshafnar var laugardag 6 des..En þegar skipið nálgaðist Færeyjar skall á stormur og skipin bar af leið. Ákveðið var að leita vars.

 Henry W. J. Koven at his wedding 9 months before the disaster which claimed so many livesHenry Koven sjóliði af SS Sauternes gifti sig nokkrum mðanuðum fyrir slysið

Farið var inn á Viðvík. Ekki leist innfæddum á ferðir skipana þar sem veður var að snúast.Láta þeir“Skansinn“(sennilega loftskeytastöð hersins) en þar er sagt að skipin séu inni á Fuglafirði. En innfæddir vita betur. Og á Fulgoy segja menn að skipin liggi á alversta staðum í Viðvík. Akkerin halda ekki.  Hvorki hjá Sauternes eða Kerrara.  Brotin ganga yfir skipin dekklestin á Sauternes  hverfur í sjóinn. En björgunarflekarnir eru vel festir ogþær halda. Um borð í Sauternes sést ekki lengur til Kerrara.. .Um þrjúleitið sunnudaginn 7 des kemur Sauternes aftur  S. í gegn um Fugloyarfjörð.

lloyds1 Sagt frá slysinu í LLoyds List & shipping Gazetta

Nú er skipið svo ílla farið að von um björgun  lítil..William Smith skipstjóri gefur mönnum sínum sína síðustu skipun :“látið akkerin falla“.Um leið og akkerið fellur fær skipið á sig brotsjó. Brúin sem var miðskips brotnar og brakið fellur á framdekkið. Engin sem þar var hefur komist lífs af. Þegar akkerið hafa tekið botn vil það ekki losna aftur.Sást til 2ja manna reyna að höggva á festarnar til að skipið reisi sig aftur við.Mennirnir berjast fyrir lífi sínu því brotsjóarnir ríða yfir það..

brassplaque Minningarplata um mennina

Tilraunin til að höggva á festarnar mislukkast. Dagar  skips og áhafnar eru taldir. Strand þetta átti eftir að eiga mikla eftirmála í Færeyjum sem ekki verða rakin hér en mikið rak úr skipinu. Og voru fógetar og sýslumenn á ferð um allt til að stöðva stuld á reka. En meðal þess sem fannst á reki og rekið var m.a mikið af áfengi.En hvað eiginlega olli þessu mikla slysi..Jú víxlun á orðunum Fuglafjörður og Fugloyarfjörður.

Loftskeytamaður Sauternes nær eftir nokkra stund sambandi við“Skansinn“ og spyr:“getið þið sagt mér hvort Fugloyarfjörður er góður sem akkerispláss..Vakthafandi á Skansinum  nær sér í kort af Færeyjum og setur kross við Fuglafjörð.Fer svo aftur að morselyklinum og nærsar til baka: Sauternes Skansinn hér.Fuglafirði er gott akkerislægi.Loftskeytam.S:“Skilið ,á Fugloyarfirði er gott akkerispláss.Takk.Förum inn á Fugloyarfjörð og vörpum það akkeri í nótt. Mikið óveður“..Skansinn svarar:“ Skilið heyrumst á morgun“Svona geta mannlegu mistökin verið.

location Örin bendir á staðinn sem flakið fannst

Nokkrir stafir misskildir sem kostuðu 25 mannslíf.Skipstjórinn á Sauternes William Smith var 69 ára hokinn af reynslu en ekki á því svæði er er hann var á nú..Og á skipi sem hann þekkti lítið.Mér eru minnistæð orð eins forstjóra skipafélags fyrir nokkum árum er hann sagð að sjómenn væru sjómenn hvar sem er í heiminum.En það er ekki alskostar rétt.

 

 

 

 

Ég upplifði það sjálfur á sáran hátt,sem ég ætla ekki að rifja upp hér.Mér finnst satt að segja þessi saga minna okkur á dálítið íslendinga. Og það er það sem er að ske með björgunarmál okkar. Skipin eru að vísu stór og fullkominn. En meðan maðurinn lifir á jörðinni lifa mistökin með honum. Og viss er ég um að stálið í Sauterner var þykkara en gengur og gerist nú. Hann var að vísu hnoðaður. En skip í dag rafsoðin saman.

En að setja stóra peninga í eitthvað helv.... hávaðahús eiginlega í gamla stæði varðskipana en á sama tíma draga úr fjárútlátum til Landhelgisgæslunnar. Sérstakleg þyrlusveitar hennar. Ég var óhress með þegar við misstum þyrlusveit Kanans af Keflavíkurvelli. Ég verð að viðurkenna að ég hélt að við hefðum ekki menn jafngóða þeim í þeirra stað. En svo sá ég mjög fljótlega að þetta var ekki rétt. Við áttum mennina svo sannarlega en þá kemur ríkisvaldið og skerðir mátt þeirra.

Mér er svo andsk..... sama hvort þetta lið getur heyrt 9. sinfónía Beethovens.(sumt af þessu liði getur ekki einusinni skrifað nafn hans rétt) 2011 eða bara 2020 í þessum fjand...  hávaðahjalli.Mér sem gömlum sjómanni sem þekki  erfiðisvinnu gerla frá unga aldri gengur það hjarta næst að líf sjómanna já og bara landsbyggðarfólks sé sett svona  í uppnám. Fyrir nokkra tugi kannske örfá hundruð svokallaðra menningarvita.

Menningar hvaða helv.... bullshit. Ég hef ekkert á móti menntun og er mjög hlynntur henni. En þegar helv.... menningarfroðan vellur út úr þessu liði ogf úr báðum endum fellur mé allur ketill í eld. Þegar það setur á sig afdalagrepputrínssvipiinn  sem á að lifta því á einhverjar hæðir þar sem við sem stöndum niðri á jörðinni rétt grillum í tærnar.Að maður tali nú ekki um ras... nei ég hef engan áhuga á því.

sunrise pontius Mér finnast óveðursský hrannast upp á himni öryggismála hér á landi þegar á að fara að taka sinfóníur fram fyrir mannslíf.Ég meina það.

Ég hvet alla sjómenn já og alla eðlilega landmenn að standa saman og mótmæla allri skeðingu á framlögum til LHG af hörku. Ég held að Hörður Torfa ætti að fara að mótmæla.

Og munið það sjómenn núdagsins að eins og ég skrifaði áðan fylga mistök manninum meðan hann lifir.Munið einnig eftir deginum ykkar 1sta sunnudag í júní. Hafa hann fyrir baráttudag fyrir öryggi ykkar,Ug um leið að minnsat fallinna félaga og þeirra sem náðust aftur úr sjávarháskum.Við tilbúning á þessari færslu er stuðst við bókina:"Jólaskipið" eftir Grækaris Djurhuus Magnussen,sem kom út í færeyjum árið 2002.

 

image Kápa bókarinnar:"Jólaskipið" eftir Grækaris Djurhuus Magnussen

 

Bráðskemmtileg bók sem segir ítarlega frá þessum atburði auk eftirmála hans.en þeir urðu miklir. Einnig viðtöl við eftirlifandi (2002)sjónarvotta auk þess sem sagt er frá leitinni að flakrestunum sem funndust 1999.Kafarar hafa komið upp með mikið af hlutum úr flakinu.

 

M.a. telegrafið slipsklukkuna og fl.Bókin er prýdd mörgum skemmtilegum myndum.En myndirnar sem fylga færslunni eru af "Netinu"Með von um að einhver hafi nennt að lesa þetta kveð ég ykkur kært


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll kæri bloggvinur. takk fyrir þessa grein, auðvitað nennir maður að lesa það sem þú bloggar Óli minn, ekki hvað síst ef það er um sjóslys eða sjómennsku. Þetta er fróðleg lesning og nú fer ég af stað og leita að bókinni næst þegar ég fer á bókasafnið. Minni áhuga hef ég eins og þú á hávaðahúsinu eins og þú kallar nýja Tónlistarhúsið. Það er með ólíkindum að það skuli hafa forgang umfram Landhelgisgæsluna.  

Þakka þér enn og aftur fyrir góða grein

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.3.2009 kl. 21:57

2 identicon

Góð frásögn frá Færeyjum. Þakka fyrir mig. Lít hingað inn öðru hverju eftir ábendingu frá Sæmundi vini mínum Þórðarsyni á Suðureyri. Kv. Gunnar Th., Kópavogi (frá Ísafirði)

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband