"útblástur"

Á gömlu síðutogurunum(já á öllum gufuskipum)þurfti að blása út af kötlunum.Síðan þurftu menn að skríða inn um allan ketilinn og hreinsa hann.Ég man eftir mjög lávöxnum manni(sem mig minnir að hafa heitið Elli,þó ekki viss) sem hafði þetta að ævistarfi.

 

 

Þetta var gert svona á 3ja mánaða fresti.Ég man einusinni eftir að eitthvað bilaði og við þurftum inn til lagfæringar,Einhverra hluta vegna sem ég ekki lengur man þurftum við að nota sjó inn á ketilin,En það var mikið hættuspil.Milil hætta á ketilsprengingu vegna niðurfellingar frá saltinu.Ég hef aldrei gert mér það ljóst þvílíkt sóðastarf þetta var fyrr en ég sá á Discuvery Channel þáttinn hjá Mike Rowe sem heitir"Dirty jobs"En þar fór hann í ketilhreinsun á gömlu gufuskipi sem gengur enn.

 

 

Það þurfti að hreinsa hvern krók og kima.Öllu sótinu var sópað burt.Það er akkúrat sem þarf hér á landi nú.Hræddur er ég um að stjórnkerfið sé keyrt á sjó undanfarið.Og það sé hætta á ennþá stærri sprengingu en kæmið sé.Nú þarf að gera"ketilhreinsun"í stjórnkerfi landsins.Hreinsa öll skúmaskot.Burt með fégráðuga ofurlauna stjórnendur ríkisfyrirtækja.Menn eiga skilið að fá einhverja umbun menntunnar sinnar en enga fyrir neina svokallaða ábyrgð.Það hefur sýnt sig.Menn drul.... ekki til að víkja fyrr en búið er að setja allt á annan endan.

 

 

Og sumir virðast allsekki ætla aðgera það.Mér finnst það mikil skömm fyriir ónefndan aðila sem ætlar sér(það virðist allt benda til þess)sem einu sinni þótti merkur stjórnmálamaður að vera svo veruleikafyrrtur að hann verði að hrökklast úr starfi með skömm.Fyrr en seinna.Læt þetta nægja af röfli í dag.Kært kvödd   


mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 535992

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband