8.12.2008 | 22:43
Óróaseggir
Ráðist inn á alþingi.Þetta er það sem verður verra ef ekkert verður að gert.Að vísu er þetta sáralítill minnihluta hópur sem notar sér allt til að láta bera á sér.En þetta verða stjórnvöld að taka alvarlega.Þ.e.a.s fólkið í landinu er orðið þreytt á að ekkert er aðhafst gagnvart gagnvart þessu liði sem stal hér milljörðum á milljarða ofan ganga lausir.
Tók fólk eftir því sem skeði í Grikklandi þegar stjórnleysingar stofnuðu til óeirða þar Innanríkisráðherra bauðst strax til að segja af sér.Ég held að Grikkland geti seint talist til hinna mestu lýðræðisríkja í heimi.En í því landi sem oft gortar af því að vera með mesta lýðræðið,í því axlar enginn ábyrgð þótt viðskiftanet þess sé hengillrifið.Og allir sem koma að bætningunni séu í vitlausum byrjunum.Það vita allir sem kunna að bæta net þá þarf að byrja rétt.Ef þess er ekki gætt er hætt við að það sé bætt og bætt þangað til að alltof mikill riðill er komin í netið..Það bólar ekkert því miður,á að menn ætli að byrja á réttum stað.Enda kannske vont þegar fólkið sem dró yfir kargan og reif þetta í hengla á að rannsaka málið sjálft.
Ef maður sem stm á togara álpaðist út á einhvern"karga"þurfti maður að svara fyrir hvern andsk.... maður hefði verið að hugsa.Það er partur af lýðræðinu að stela nógu miklu þá sleppur maður við réttvísina.Ef ég stel úr búð vöru fyrir skitinn 1000 kall fæ ég dóm.Ef ég hef stolið áður fyrir 1000 kall fæ ég sennilega fangeldisdóm.En ef fjárglæframenn stela milljörðum þá eru engin lög til yfir það.Allavega virðist svo ekki vera.Fari svo illa að manneska týni lífi hér í átökum hver skyldi þá vera ábyrgur Sennilega enginn.
Í lýðræðisríkinu Íslandi tekur enginn ábyrgð á neinu.Þó að á tyllidögum sé talað um ábyrgðarstöður þegar ráðherrar eru til umtals.Þetta er virkilega farið að fara í fínustu taugar almennings.En okkur hinum almenna borgurum er farið að svíða undan tómum útúrsnúningum ráðamanna og undanbrögðum hjá ráðafólki.Þar sem enginn virðist bera ábyrgð á neinu.Hvenær breytast hin þöglu mótmæli í eitthvað líkt því sem kom fyrir á alþingi í dag.
Hvenær sýður uppúr hjá almenningi.Nokkrir"vitleysingar"komast alltaf beint í fjölmiðla.Ég skora á fólk úr hinum þögla meirihluta að fara að láta í sér heyra.Skrifa hugleiðingar sínar t.d. með að opna blog eða skrifa í dagblöðin.Láta mótmæli dynja á stjórnvöldum á löglegan hátt.Ofbeldi hefur aldrei leitt neitt af sé..Þó að maður í huganum sjái margt af þessu rifrildisfólki hangandi í hæstu gálgum.Læt þetta nægja í bili.Förum öll á þess guðsvegum sem við trúum á.
Ég skal reyna að koma orði til hans sem ég allavega enn,trúi á.Að koma réttlæti yfir spillt fólk í þessu þjóðfélagi.En ég geri nú ekki ráð fyrir að hann sinni því.Hann vill ábyggilega að við losum okkur við þá sem ráða í dag áður en hann tekur til hendinni hvað það varðar.Verið ávallt kært kvödd
Siv: Vildi helst hlaupa í felur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 535992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill þetta.
Takk fyrir mig.
Einar Örn Einarsson, 8.12.2008 kl. 23:29
sorglegt ástand Óli - það dettur yfir mann uppgjöf, máttleysi, vonleysi að horfa upp á þetta aðgerðarleysi sem og yfirgang fárra, samanber þessi bankastjóri Birna, auðvitað átti þessi kona aldrei að koma til greina sem einn af lykilmönnum í banka í eigu ríkisins, ég hefði viljað þessa konu slegna út af borðinu og ég tel að vinna eigi í því að hún fari út - hvað sem því líður þá er þetta mjög döpur byrjun, einhvernveginn tel ég líka að FME sé rúinn trausti og sé ónýtt fyrirbæri sem má leggja niður
Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 08:51
Sæll frændi. Þetta er vel orðað hjá þér, eins og alltaf. Maður er hættur að skilja hlutina en einhvern tíman hlýtur þessi vitleysa að taka enda og verða eðlilegt aftur. Ekki vildi ég vera lögreglumaður í dag eins og ástandið er, ég held að mig myndi skorta yfirvegun og ró sem er nauðsynleg, svona hugsar maður sem fv.lögga.
Bestu kveðjur. JGJ
Jóhannes Gylfi Jóhannsson, 9.12.2008 kl. 20:10
Góður eins og áður!! Já það virðist vera aðalmálið í dag,í þessu landi elds og ísa sem maður hefur verið svo hreikinn af að það sé málið að stela bara nógu andsk.miklu,þá sé það í lagi.Hvernig var það með Grímseyinginn fékk hann ekki fangelsisdóm fyrir nokkrar millur (ekki milljarða)? Að maður tali nú ekki um sjómanninn sem "álpast" í vitlausan kraga,eða ræfilinn sem nælir sér í kjötlæri. Nei hvernig í ósköpunum á nokkur með fullu viti að skilja þetta (tel þá ekki með fullu viti sem stjórna). Gott í bili, lifðu heill. Bjössi biður að heilsa. Ps: Nei Óli ég er ekki efni í bloggara,meira gaman að lesa og fá að skjóta inn í umræðuna.
Sæa (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:41
Sæll Ólafur, enn og aftur ertu góður í skrifum þínum, hrein unun að lesa eftir þig kall.
Kær kveðja frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 20:35
Sæll Ólafur. Ég er eins og þú hugsi yfir þessu ástandi í þjóðfélaginu. Sama hvert litið er, allt virðist einhvernvegin öfugsnúið og óeðlilegt. Ég hef það á tilfinningunni að ráðamenn í ríkisstjórn séu eins og í afneitun á ástandinu. Minnir mig á fólk sem hefur orðið fyrir sorg eða alvarlegu áfalli. Það er ekki skrýtið því það er staðreynd að við höfum orðið fyrir miklu áfalli og því fylgir líka sorg. Björgvin viðskiptaráðherra er eins og hann sé með heimspekiverkefni í höndunum en ekki fjöregg þjóðarinnar. Talar yfirlætislega og almennt en ekkert gerist. Geir á alla mína samúð með Þorgerði öðru megin við sig og Davíð hinumegin. Samfylkingin áreiðanlega að undirbúa uppgjöf og sókn til vinstri núna. Almenningur á ekki marga kosti í stöðunni því fólk virðist búið að missa trúna á "öllum" þingmönnum og sér enga sem það treystir til að vinna þessi verk sem þarf að vinna. Meðan staðan er þannig getur ekkert breyst því miður. kveðja til þín og takk fyrir góðan pistil Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.