Klasasprengur

Eitt er það sem ég hef látið fara í taugarnar á mér síðustu ár,það er tvöfeldni.Á þeim árum sem ég tilheyrði hirð Bakkusar konungs var ég oft 2 faldur og sennilega jafnvel 4faldur.En eftir að ég sagði upp vistinni hjá hinum duttlungafulla konungi hef ég allavega reynt að vera bara ég sjálfur.Hversu vel mér hefur tekist það get ég ekki dæmt um.En hvað um það.Þess vegna hefur friðarelska svía farið fyrir bróstið á mér.T,d í Vietnamstríðinu þegar þeir opnuðu landið fyrir liðhlaupum frá USA sem voru kannske að flýja það,að vera drepnir með sænskum vopnum.

 

 

Aðalvopnaframleiðandi svía Bofors hefur lent í hverju"klandrinu"á fætur öðru.Í maí 1984 var fyrirtækið ákært fyrir smygl á vopnum.Bofors hafði 1979 og 1980 smyglað 300 stk af loftvarnarbyssum af Robot 70 gegn um Singapore til Dubai og Bahrain.22 desember 1989 voru Boforsforstjórarnr Martin Ardbo,Lennart Pålsson og Hans Ekblom dæmdir til skilorðsbundis fangelsi fyrir smygl.Ardbo þurfti að borga 920.000 sv kr í málskostnað en hinir 500,000 sv kr.Fyrirtækið þurfti að borga 11 milljónir fyrir ólöglegan flutning á vopnum.14 mars 1986 pöntuðu Indverjar um 400(Hubits 77B)fallbyssur frá þeim.

 

 

 

16 mars 1987 fletti sænska ríkisútvarpið ofan af miklu mútuhneyksli í sambandi vð þessi kaup.Það kom íljós að Bofors hafði borgað 260 milljónir sv kr í mútur til Indverskra ráðamanna.Bofors-forstjórinn Martin Ardbo kom fyrir rétt í Indlandi 1999 en neitaði að úttala sig um málið.Ef einhverstaðar er stríð í heiminum er næsta víst að barist sé með sænskum vopnum.Þessegna finnst mér það oft hálfgerður tvískinnungur í þessu friðarkjaftæði hjá svíum.Við erum svo friðelskandi synga þeir.En fáir framleiða meir af vopnum en þeir.Læt þetta nægja af röfli í bili.Farið að þeim guðs vilja sem þið trúið á og af mér kært kvödd

 
 


mbl.is Svíar banna klasasprengjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

get ekki verið meira sammála þessu - nákvæmlega þetta bölvaður tvískinnungsháttur á þessum svíum - um árabil hafa td Svíar verið heimsins stærstu framleiðendur í jarðsprengjum sem þar sem oftast er að saklausir borgarar og ung börn sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim vopnunum með mjög slæmum afleiðingum eins og alli vita - held ég hafi heyrt að þeir séu hættir þessari framleiðslu en treysti því nú rétt mátulega

hafðu það sem best

Jón Snæbjörnsson, 16.11.2008 kl. 18:21

2 identicon

Blessaður og sæll !!  Ég les alltaf þitt blogg og segi þér í hjartans einlægni að þegar ég les það, þá finn ég hjartslátt íslensku þjóðarinnar fyrr og nú.  Ég hef líka búið í Svíþjóð sennilega á svipuðum tíma og þú.  Ekki veit ég hversu mikið þú ert hrifinn af svíum, en ég komst vel af með þá. Ég var alltaf í fullri vinnu og  þurfti aldrei nokkurn styrk.(bidrag)  Einu sinni þurfti ég að ganga undir læknisaðgerð.  það gekk ótrúlega vel.  En ég rak jú eigið fyrirtæki (einsmanns)  þá er það á eiginnafns skattaskýrslu, þá vildi ég láta reyna á hversu jákvæðir þeir væru við smáfyrirtæki.  13 virka daga var ég frá  5 virkir dagar reiknuðust burt sem sjálfsábyrgð fyrir veikindum þannig að 8 virkir dagar voru eftir sem mér taldist að ég ætti að fá greidda.  Jú, það fékk ég eftir 16 mán. og 2 skattaskýrslur, og ótal bréf og viðtöl. Þessa sögu sagði ég við sænska eldri konu sem sagði við mig :" Já það  er svona þetta þjóðfélag það heldur í hendina á þér með stálhendi í silkihanska".   Því miður er Ísland ekki hótinu betra, verra ef eitthvað er.  En mikið var ég ánægð að lesa um afana þína. Svona yljar manni um hjartað.  það er kannske best að sitja kyrr í fortíðinni.  Kærar kveðjur sendi ég þér. Vertu duglegur að skrifa á blogginu því þínar línur gefa okkur mikið

J.Þ.A (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 536300

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband