11.11.2008 | 02:45
Vatnsbyssur
Mér sem gömlum sjóara hefur verið hugleikin hin tíðu sjórán sem undanfarið hafa átt sér stað við strönd Sómalíu.Ég held að fáir íslendingar geti sett sig í spor þeirra sjómanna sem mynda áhafnir þessara skipa.Mér var sagt það af Niels skipstjóra Danica White danska skipsins sem lenti í þessu í fyrra að verst hefði verið þegar ræningarnir sungu og trölluðu aðra stundina og sögðu þá losna fljótlega en sögðust svo drepa fljótlega næstu.Ékki man ég nú hve mörg skip eru á valdi sjóræningana nú en 1 þeirra er umkringt herskipum.Faina.Einhverjir smáárekstrar munu hafa orðið og 1 skipsmaður er sagður látinn Þessi mynd er tekin af einu herskipinu og sýnir hvernig þeir stilla áhöfninni upp og miða á þá byssum sitjandi í bjargbátnum.En nokkur skip sem sjóræningar hafa ráðist á undanfarið hafa sloppið.Og ástæðan? Jú vatnsbyssur.Einfaldara gat það ekki veriðÞetta eru að vísu vatnsbyssur sem notaðar eru á stórum"búlkurum"til lestarhreinsunar.Vatnsbyssur tankskipanna eru stærri og kraftmeiri Þetta er Golden Elizabet sem ráðist var á 15 sept en slapp eftir vatnsbyssugagnárásÞetta er Samson Elroy sem varðist árás ræninga þ 16 sept. Þetta er Britta Mærsk sem slapp 2 nóv.Danska eftirlitsskipið Absalon kom við sögu við atburðinn.27 sept var þessu skipi Genius rænt og 11 nóv þessu skipi CEC Future.En nú er um að gera að vopna skip sem fara um þessar slóðir með kröftugum vatnsbyssum.Þeta er ekkert nýtt.Við gerðum þetta á Nordtramp dönskum tankara sem ég sigldi á en þá var Singapore svæðið miklu hættulegra en þetta Ég hef verið svolítið hissa á hve mörg skipsrán hafa heppnast því það var vitað af reynslunni frá Singaporesvæðinu að þetta dugði vel.En einföldustu hlutir duga oft best. Það þarf kröftugar vatnsbyssur á svona.Ég kveð ykkur,ef einhverjir eru sem lesið hafa kært.Vörum okkur á slóttugum mönnum og það nú í skamdeginu.Verum vonandi í þess guðs forsjá sem við trúum á.Lifið heil
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:47 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 535992
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.