Hriflungar???

Mér finnst það með endemum hvernig sjálfstæðismenn ætla að fara með að margra mati ástsælan leiðtoga.Ég las einhverntíma sögu Jónasar frá Hriflu og hvernig hinn aldni leiðtogi þess flokks sem hann var formaður fyrir var eiginlega stoppaður af,af eigin mönnum.Og einnig mönnum úr hinum flokknum sem hann stofnaði.

 

 

Mér er minnistæð orð Alberts Guðmundssonar sem ég las einhverstaðar,þegar hann sat yfir kaffibolla með hinum aldna stjórnmálagarpi á Hótel Sögu og þeir horfðu á gesti koma að Háskólabíó í samkomu vegna afmælis Háskóla Íslands.Tár höfðu komið í augu öldungsins sem hafði komið að stofnun hans en hafði ekki verið boðið til samkomunnar.Hann hafði verið settur til hliðar af sínum eigin flokksmönnum.Hafði verið farinn að sýna af sér einhverskonar einræðistakta.Mér finnst það vera vissum manni í vissri bankastjórastöðu til sérstakar skammar að láta flokkstystkini sín halda honum í því embætti þrátt fyrir andstöðu stórum hluta af þjóðinni.

 

Hvenær ætlar Sjálfstæðismenn að hrista af sér fv flokkforingavofuna.Menn tala um að ekki eigi að vera nú,að leita að sökudólgum Hvernig er það með forstjóra fyritækis sem lendir í hremmingum vegna áætlaðrar vanstjórnunar.Er þeim hinum sama ekki vikið frá allavega tímabundið meðan málin eru athuguð.Og fv forstjóri aðeins spurður ráða hvað hafi verið að gerjast.Hann fær ekki færi að koma að endurbyggingunni því yfirleitt er byggt upp með algerlega nýja menn við stjórn með nýjum áherslum.En sá gamli ekki látið"lafa"öllum til ama og sjálfum sér til stórskammar.

 

 

Forráðamenn flokksins gera sér ekki grein fyrir að í sumum löndum er þessi maður uppnefndur sem"The Centralbank Clown"Ekki ætla ég að státa mér af samböndum út í hinn óskiljanlega heim fjármálanna.En ég á erlenda vini sem ég hef stundum samband við og þeir segja mér oft hvernig skrifað er um landið okkar og forustumenn þess í blöðum í þeim löndum sem þeir eru búsettir í.Mér finnst það ekki vera þessum svona háffgerðum arftaka Jónasar frá Hriflu sem miklum sjórmálamanni en umdeildum þó,til frama.

Ekki er ég að reyna að bera þessa menn sama en þeir eiga það sameiginlegt að menn bæði elskuðu þá  og hötuðu og elskuðu að hata  þá.Mér finnst það vera leiðinlegur endir á kannske glæsilegum stjórnmálaferli að verða að hrökklast úr starfi með skömm.Mér finnst hann eiga það inni hjá flokkssystkinum að þau koma vitinu fyrir hann og gefi honum færi á að segja upp og fara úr embætti,með þá reisn ef einhver er eftir.

Læt þetta nægja.Förum öll á  guðsvegum hvers við trúum á.Verum nú góð við hvert annað.Allar"kreppur"hafa leitt eitthvað gott af sér.Og allir ismar ganga sér til húðar.Nasismi,kommúnismi nú síðast .kapitalismi.Verið af mér öll kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Já Ólafur þú segir nokkuð. Var ekki "ákveðnum" manni komið fyrir inn við sundin blá. Það er mikið af mönnunm í stjórnmálum í dag sem eru búnir á tíma, ef þeir hafa einhverntímann verið á tíma.

Gæti jafnvel verið ástæðan fyrir óráðsíunni sem ríir í okkar efnahagsmálum.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.10.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég læt mér detta í hug að þarna séu þér ákaflega margir sammála í dag. Það er langt frá sami hluturinn að vera glæsilegur leiðtogi og farsæll leiðtogi. Og það er ekki sama að vera sterkur leiðtogi og farsæll leiðtogi. Davíð er lengi búinn að vera sterkur leiðtogi og hann virðist ekki missa það afl þó leiðtogahlutverki hans sé í raun lokið. Ég held að Davíð hafi átt glæsilegan feril sem borgarstjóri og að þar geti menn fundið þeim orðum stað að hann hafi verið farsæll. Það síðarnefnda treysti ég mér reyndar ekki til að leggja mat á.

Bestu kveðjur! 

Árni Gunnarsson, 11.10.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband