Rangfærsla

Enn og aftur verð ég að"éta"ofan í mig það sem ég hef sagt/skrifað.Í bloggi mínu um Hans Hedtoftslysið hélt ég því fram að skipstjóri JOHANNES KRÜSS þegar skipið reyndi að koma Hans Hedtoft til hjálpar hafi heitað Rudolf Starossek en þetta ekki rétt.Hann hét Albert Sierck.Þetta komst upp í gærkveldi þegar ég talaði við vin í gegn um lífið,sem ásamt nokkrum öðrum úr Borgarnesi valdi sjómennsku sem ævistarf.

Þ.e.a.s. Helga Ólafsson fv stýrimann og skipstjóra.Sem starfaði lengi hjá skipadeild SÍS.Helgi er hafsjór af fróðleik um siglingar og stálminnugur.Hann hefur t.d. skrifað merkar og skemmtilegar greinar í"Borgfirðingabók"(ársrit Sögufélags Borgarfjarðar)um árdaga sinnar sjómennsku.Þegar ég talaði við hann í gærkveldi kvaðs hann hafa hitt Albert Sierck í N-Noregi fyrir mörgum árum.og hann hefði sagst hafa verið skipstjóri á togaranum í ummrætt skifti.

 

Ég þóttist nú vita betur og þessi Albert Sierck sem Helgi hafði hitt hefði ekki sagt honum satt.En svo fór ég að athuga málið betur og vitanlega hafði Helgi rétt fyrir sér.Albert Sierck var skipstjóri á JOHANNES KRÜSS.þegar hann keyrði á fullri ferð í áttina áð uppgefnum stað Hans Hedtoft.

 

En Rudolf Starossek var skipstjóri þegar JOHANNES KRÜSS  fórst 8 árum seinna.Ég biðs afsökunnar á þessum mistökum sem sennilega stafar af lítilli  kunnáttu í þýsku.En þar sem"lesendahópur"minn er ekki stór fór þessi misskilningur ekki víða.Verið ávallt kært kvödd af mér og vel gætt af þeim guði er þið trúið á.Lifið heil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 536225

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband