Misminni???

Ég"kíki"alltaf á sjónvarpsþáttinn"Kiljuna"á"ríkisskassanum"Þátturinn er í umsjá Egils þess silfraða.Ekki vegna þess að ég hafi áhuga á umræðunum þar enda þykir mér þessi tveir"sérfræðingar"sem hann hefur til handagagns leiðinlega sjálfumglaðir.Heldur vegna samtalsskots sem kemur alltaf við Braga Kristjónsson bóksala og fræðimann.

 

Mér finnst Bragi alltaf skemmtilegur og átti stundum spjall við hann þegar ég bjó erlendis og átti peninga til bókakaupa.En í síðasta Kiljuþætti tel ég að minnið hafi brugðist Braga,þegar hann tjáir sig um Sigurð Berntsen. Og samskifti hans og Stefán Jónssonar fréttamanns.Ég vil meina að það hafi verið annar maður sem Stefán fór á fund til með falinn hljóðnema.Sá maður hreinlega auglýsti lán í Mogganum ef mig misminnir ekki eins og ég held að Bragi geri.

 

Það hefur ekkert uppá sig að nafngreina þann mann en hann bjó að ég held í Miðstræti.Ég tel mig muna þetta aðallega út af því að þegar þetta skeði hafi Stefán verið með þátt í hljóðvarpinu sem hét:" Hvernig verða menn ríkir"Í þessum sama þætti og þessi maður kom fram í fór Stefán með hljóðneman um borð í eitt af kaupskipum landsins.Þar höfðu skipverjar verið nýlega teknir fyrir smygl.

 

Stefán hafði farið um borð í skipið að kvöldi þess dags sem smyglið komst upp og gaf sig á tal við skipverja sem var þar á vakt.Ég hlustaði á þennan þátt úti á sjó og ég þekkti rödd náfrænda míns sem var skipverji á skipinu og sem rak fréttamannin öfugan í land.Vegna þess held ég að þessi þáttur hafi greypst svona í huga minn.

 

Og ég man ekki betur en þetta hafi orðið til þess að þessi umræddi fjármálamaður(sem í þá daga voru kallaðir"braskarar)hafi verið dæmdur fyrir lán með okurvöxtum 3%.Hver segi svo að maður geti ekki talað um"den gamle gode dage"En ömurlegt er að hugsa til æsku Sigurðar Berents.Hugsið ykkur að setja drenginn á gólfið og leggja svo fjöl ofan á hann til að rétta bakið.Sem gerði bara svo illt verra.

 

Manni dettur eiginlega í hug stjóri eins valdamesta banka landsins sem ættlar að berja verðbólguna niður með miklu afli en sem að dómi færustu hagfræðinga hefur þveröfug áhrif.Sá maður hefði fengið fangelsisdóm fyrir okurvexti í kring um 1960.Annað sem maður furðar sig á.Við höfum Seðlabanka,Fjármálaráðuneyti en samt þarf forsætisráðherra sérstakan ráðgafa í fjármálum.Og sennilega er hann ekki á svipuðum launum og ég fæ eða ca 120.000 eftir skatt.

 

Hverni er þessu landi eiginlega stjórnað.Þetta minnir á Grímseyjarferjuæfintýrið alræmda þegar Vegagerðin gat ekki talað við skipaverkfræðinga hjá Siglingastofnun en þurfti að leita íl prívat aðila út í bæ.Hvernig væri nú að þessir gaurar sem tala um"Þjóðarsátt"(fátæklingar píndir enn meira)fari nú að taka til í eigin ranni og leggi af  þessa"stúkuvinafélagabitlinga"og láti þá"fræðinga"sem ríkið borgar kaup vinna fyrir sig.Nú nenni ég ekki að röfla meira í kvöld.Verum öll á frjálsum guðsvegum,og verið öll af mér kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Fróðleg lesning. Takk fyrir.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 22.9.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 536304

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband