21.9.2008 | 14:00
Brottkast
Ja nú duttu mér allar lýs dauðar úr úr hári.Þær voru nú kannske ekki heldur svo margar.Þær drápust ekki úr hungri þó hárin séu orðin fá,það held ég að sé á hreinu.
Heldur held ég að þær hafi brennst til bana í ofhituðum haus.Ég ætlaði að taka bloggbindindi um tíma vegna stjörnuspárinnar en símtal sem ég fékk í morgun frá gömlum félaga setti mig svo upp á háa C-ið,að það liggur við að ég skrifi þessa færslu alla með stærsta letri sem finnst.Og lýsnar drápust í neistafluginu sem komu úr hausnim.
Talið barst að því sem ég vissi fyrir nokkru og hafði jafnvel spurst fyrir um en ekkert svar fengið.Þeir sem ég spurði komu af fjöllum og vissu ekki svarið.Nafn mitt hafði verið inná síðuð FF þar sem mig minnir eldilega að hafi staðið"Frjálslyndir blogga"Um daginn tók ég eftir því að það var búið að breyta þessu og nú heitir það "Félagar bogga"og nafn mitt ekki með.
Mér hafði verið andsk..... sama um það.Ég hafði ekki sótts eftir að vera þar.En mig langaði að vita ástæðuna.En ástæðan sem þessi félagi gaf mér og þóttist hafa hlerað var sú að ég væri svo út og suður í þessu blogi mínu það sé lítið vit í því og aldrei hægt að stóla á að ég væri ekki að fíflast.Og tæki aldrei neinn þátt í umræðunni.
Ef þessum"FÍNU HERRUM og ofurbloggurum"þarna í FF sem jafnvel líkja sér við guði líkar ekki bloggið mitt þá er mér svo drullusama.Þeir geta skriðið upp í vissar garni á hverjum öðrum.Sleikt og skei...hvern annan Ég les mörg blog þó ég sé ekki alltaf að gera athugasemdir og geri aldrei athugasemd bara til þóknast bloggaranu,
Ég hef aldrei í lífinu skriðið hvorki fyrir öðrum eða á hnjánum yfirleitt ófullur.Og fer ekki að gera það nú alltaf edrú.Hjólið fannnst ekki upp á höfuðborgarsvæðinu og á ekki allt bara að snúast um það svæði.Súpufundir eða hvað þetta heitir nú allt saman sem þar fer fram eru kannske bara cellufundir þar sem fræðingarnir undirbúa næstu fjölmiðlafundi eða hverjir mega blogga á vegum þeirra.En lítil eru fundarhöldin á landsbyggðinni.Þeir kvarta ekki yfir því þessir valdasjúku höfuðborgar fræðingar
Mér er andsk.... sama hvort ég er þarna inni á þessari síðu eða ekki.En ég hef alltaf vanist því að séu menn settur út af einhverjum listum eða þvílíku,þá sé þeim tilkynnt það og ástæðan fyrir því.Svo eru menn að tala um heiðarleika og opnar ummræður.Það er kannske enginn óheiðarleiki í að henda bjálfa eins og mér út af svona lista.En það er óheiðarleiki að láta mann frétta ástæðuna eiginlega úr frumskógartrommunum.Ég er reiður yfir hve Gróa á Leiti og frumskógartrommurnar eru notaðar mikið í sambandi við þenna flokk milli þess sem sumir frammá menn rífast hástöfum í fjölmiðlum.Í gegn um almannaróm og þegar herrarnir rífast í fjölmiðlum fáum við landsbyggðarfólkið okkar fréttir af þessum flokki.
Þessir herra á höfuðborgarsvæðinu virðast ekki skilja að stórhluti landsbyggðar fólki er ekki búið þeim tækjum að að nái nokkrum fréttum hvorki hvað er að ske inni á Alþingi eða af svokallaðri Heimasíðu frá þessum flokki.Einu fréttirnar sem landsbyggðarfólk fær er rifrildi nokkurra forustumanna flokksins í fjölmiðlum.Svo eru menn steinhissa að flokkurinn bæti litlu eða engu við sig.Ég get sagt ykkur það þarna fræðingar fyrir sunnan þegar þessum mannavígum og skóníði í fjölmiðlum linnir þarna fyrir sunnan þá fara tölur að koma upp.Fyrr ekki reynið að skilja það.
Og þessir herrar skulu ekki voga sér að setja mig inn á"Félagarnir blogga"á heimasíðu FF.Ég er hvorki gáfaður eða get hælt mér af einhverjum innlits tölum ofurbloggara.Ég er að þessu fyri mig,af því að mér þykir gaman að þessu.Ef það hugnast ekki einhverjum gervifræðingum eða háskólamenntuðum fræðingum hvaða nafni sem þeir nefnast þá geta þeir étið SKÍT fyrir mér.Og það skulu þessir fínu og menntuðu kallar hverskonar fræði þeir stunda gerfi eða ekki gerfi að ég kýs FF meðan Guðjón Arnar Kristjánsson verður formaður.
Verði hróflað við honum það þá hætti ég því.Ég skynja það stórkallar,að þið kímið og hugsið hvern fjandan varðar okkur um einn karlfausk sem lifir jafnvel ekki fram yfir næstu kosningar.En munið það"fjölbýlis hottentottar"að þarf ekki nema eitt korn til að fylla mælirinn.Og það korn getur komið úr dreifbýlinu.
Og var það ekki Landsbyggðarframbjóðandinn Guðjón Arnar Kristjánsson sem dró fjölbýlishottentottam Sverri Hermannson inn á þing á sínum tíma.Gleymið því aldrei.Ég vona bara engin hjartveikur sem hefur lesið þetta sé eins reiður og ég núna.Það fer ekki vel með blóðþrýstinginn..Ég kem ekki tll með að opna tölvuna um tíma meðan reiðin rennur af mér það gæti tekið tíma.Ég bið ykkur þess guðs blessunar sem þið trúið á.Verið eins kært kvödd og mér er unnt svona reiðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óli
Ég hafði ekki hugmynd um þetta og kom hvergi nærri. Enda þykir mér skrif þín mjög skemmtileg og fræðandi og er dyggur lesandi. Þykir miður að þú skulir hafa verið felldur út. Málið er í athugun og ég mun vekja athygli umsjónarmanns síðunnar á þessu.
Kveðjur bestar,
Magnús Þór
Magnús Þór Hafsteinsson, 21.9.2008 kl. 14:48
Sammála þér Óli , þetta hljóta að vera mistök . kv .
Georg Eiður Arnarson, 21.9.2008 kl. 15:14
Hér er á ferðinni mannleg mistök. Biðst afsöknunar. Fer í það að bera saman skráninguna á nýju heimasíðuna við þá gömlu ef það skyldu fleiri hafa dottið út.
Með kveðjum
Vefsíðustjóri xf.is
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 15:30
P.s. Það að þú hafir dottið út er af klárri yfirsjón - en ef einhver hefur verið að bera það upp að það sé af annarlegum hvötum þá eru það ósannindi. Ef einhver hefur sagt þér að það væri vegna þess að síðan væri ekki nógu "fín" fyrir xf.is þá er sá hinn sami að draga dár af þér.
Með kv.
Helgi Helgason xf.is
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 15:37
Sæll minn kæri Ólafur. Það er naumast reiðilesturinn bara dauðar lýs og alles. Það er ekki rétt að þú hafir verið felldur út eins og það sé tekin ákvörðun um slíkt. Magnús Þór lætur þó að því liggja en jafnframt að hann komi þar hvergi nærri. Hið síðara er rétt hann kom ekki nærri því. Ég bendi þér á að það vantar nú fleiri góða bloggara eins og t.d. Jens Guð gervigrasafræðing, svo einhver sé nefndur. Málið er að við vorum að breyta heimasíðunni og það var búið að vara okkur við því að það gæti skeð að sjálfvirk yfirfærsla tækist ekki fullkomlega hvað þetta varðaði. Við sögðum að við myndum þá handfæra það sem félli fyrir borð og þú hefur greinilega verið einn af þeim. Þetta er nú nokkuð áhugaverður pistill hjá þér og mun ég óska eftir því að Helgi Helgason setji hann á heimasíðuna og skýringar með. Það er ekki gott þegar menn villast í frumskóginum og sumir vilja ekki láta bjarga sér en ég er viss um að þú ert ekki þeirra á meðal. Var einhver apinn að atast í þér.. það er mikill akkur í því fyrir okkur að hafa svona fróða menn um sjávarútveg í okkar röðum. Ég bið þig afsökunar á þessum leiðindum og sendi þér kveðju frá Helsingi. Þín bloggvinkona Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.9.2008 kl. 15:59
Mín skoðun er sú að Helgi sé að misnota heimasíðu flokksins en fær háa greiðslu mánaðrlega fyrir að uppfæra heimasíðuna en hún snýst núna mikið um að Helgi er að taka viðtöl við sjálfan.
Það er vert að rifja það upp að ég bauðst til þess að sjá um heimasíðuna í sjálfboðavinnu en því var hafnað á þeim forsendum að ég væri í pólitík.
Sigurjón Þórðarson, 21.9.2008 kl. 17:26
Það er mín skoðun að Helgi Helgason sé að misnota heimasíðu flokksins og það mjög gróflega en hann fær háa greiðslu mánaðrlega fyrir að uppfæra heimasíðuna en hún snýst núna mikið um að Helgi er að taka viðtöl við sjálfan sig.
Það er vert að rifja það upp að ég bauðst til þess að sjá um heimasíðuna í sjálfboðavinnu en því var hafnað á þeim forsendum að ég væri í pólitík.
Sigurjón Þórðarson, 21.9.2008 kl. 17:36
Hvað áttu við að sé bull Hanna Birna?
Það liggur ljóst fyrir að ég bauðst til að sjá um heimasíðuna án endurgjalds og sömuleiðis að því hafi verið hafnað á þeim forsendum að ég væri í pólitík - Helgi fær hins vegar háar greiðslur úr sjóði flokksmanna til þess að sjá um síðuna xf.is - þannig er það nú bara.
Í lokin þá finnst rétt að Hanna Birna skrifi það sem að hún hugsar en með því móti er hægt að leiðrétta þann misskilning sem uppi er í málinu.
Með góðri kveðju úr Skagafirði
Sigurjón
Sigurjón Þórðarson, 21.9.2008 kl. 18:36
Sigurjón. Ég er hissa og svekktur á þessari færslu hjá þér. Þú verður að eiga það við aðra ef þér hefur verið hafnað að sjá um síðuna án endurgjalds. En ég man ekki betur en þú hafir hringt í mig sérstaklega til þess að „klappa“ mér á bakið fyrir hverning hún væri rekin. Ég á ekkert sökótt við þig Sigurjón. En þú átt greinilega eitthvað sökótt við mig! Hvað áttu við með því að Helgi Helgason fái háar greiðslur fyrir að sjá um heimasíðuna? Það vekur mér mjög mikla forvitni að vita hvað þú heldur að ég sé að fá í laun fyrir að sjá um síðunna. Ég skora á þig að nefna töluna fyrst þú veist hana svo vel. Svona komdu með þessa HÁU tölu! Svona, Sigurjón þetta er veðmál. Á móti skal ég birta það hér á þessari síðu og senda þér, í ljósriti auðvitað, hvað ég er að fá fyrir að sjá um síðunna eftir að búið er að draga af mér skatta, lífeyrissjóð osfr. Hvað heldur þú að ég sé að fá? 500.000 - 600.00 þús? Nefndu töluna Sigurjón!
Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 21:18
Helgi, greiðslur vegna umsjón með heimasíðu flokksins voru eftir því sem ég best veit 25% af launum framkvæmdastjóra flokksins og það eru talsverðar greiðslur - sérstaklega í ljósi þess að flokknum stóð til boða að þessi vinna væri unnin endurgjaldslaust.
Helgi Helgason, í þínum sporum sem starfsmaður Frjálslynda flokksins, myndi ég spara mér gorgeir og stóryrði í garð mín og annarra sjálfboðaliða flokksins sem sitja í miðstjórn.
Sigurjón Þórðarson, 22.9.2008 kl. 11:59
Komið þið sæl. Ég er alveg gáttuð á þessum skrifum þínum Sigurjón og verð að segja að ég bíð eftir að botninum verði náð í þessum ófriði. Mér finnst það ekki hæfa þér, sem fyrrverandi þingmanni flokksins, að væna Helga um misnotkun á heimasíðunni. Ég bið þig þá að hafa mig með í þeim pakka, því ég ber ábyrgð á heimasíðunni ekki síður en hann. Helgi er ekki með 25 % af launum framkvæmdastjóra, fjarri því. Mönnum er frjálst að tjá sig bæði á heimasíðunni og annarsstaðar þó þeir séu í miðstjórn flokksins. Það er lúalegt að vera með hótanir í garð þeirra sem vilja tjá sig og verja gegn ásökunum þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Eitt að lokum. Þegar þú varst að bjóðast til að stýra heimasíðunni, ókeypis, varstu líka að bera formanninn sökum sem skaðað hafa flokkinn að mínu áliti og við höfum rætt áður. Með kveðju og von um frið og sættir í okkar málefnasterka flokki Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 22.9.2008 kl. 22:43
Kolbrún Stefánsdóttir, það er nokkuð sérstakt að bera sáttaorð á milli með þessum hætti sem þú gerir.
Sigurjón Þórðarson, 23.9.2008 kl. 22:15
Sigurjón Þórðarson, Ég er bara að reyna að benda á staðreyndir en það má kannski ekki. Með hvaða hætti ætti að bera fram sáttarorð? Ég vil líka undirstrika að ég stend heilshugar með Helga og tek ábyrgð á mig ef þess þarf. Ég meina þó það sem ég segi. Ég óska eftir friði í flokkinn kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 23.9.2008 kl. 23:50
Kolbrún það væri ekki úr vegi að ritari í stjórnmálaflokki sem sér ástæðu til þess að beina orðum sínum í nafni sátta að einum sjálfboðaliða og stofnfélaga flokksins með öðrum hætti en með hálfkveðnum vísum sem hægt er að skilja á ýmsa lund.
Sigurjón Þórðarson, 24.9.2008 kl. 19:41
Sigurjón Þórðarson. Það er ekki flókið að skilja það sem ég meina. Ég óska eftir friði í flokkinn. Ég óska eftir að menn vinni saman en ekki hver á móti öðrum með niðurrifi, illmælgi og ósanngirni. Ef þú telur að ég sé að beina orðum mínum bara að einum aðila þá er það vitleysa í þér en ég er vissulega að tala til þín hér á síðu félaga Ólafs. Það er að gefnu tilefni, sem er ásakanir þínar á Helga. Þó þú sért einn af stofnendum flokksins og sjálfboðaliði um þessar mundir eins og þú kallar það þá gefur það þér ekki neitt vald umfram aðra flokksmenn, um það hljótum við að geta verið sammála. Þú ættir, að mínu mati, að hafa meiri metnað fyrir framtíð flokksins sem þú stofnaðir og hefur lagt vinnu í en að vera með tal sem bara veldur óþarfa óróa. Þá er ég að ganga út frá því að þín framtíð liggi með flokknum þó kosningar síðast hafi farið á þann veg sem raun varð á. Þessi mistök með bloggarana og heimasíðuna hafa verið útskýrð og málið afgreitt farsællega. Með friðarkveðju Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.