54 skipsránið og fl

Enn og aftur,enn og aftur hefur sjóræningum tekist að ræna flutningaskipi í Adenflóanum.Nú var það Hong Kong flaggað skip að nafni Stolt Valor sem er 26 000 ts kemíkaltankskip byggt 2003 með 22 manna áhöfn(1 rússa,1 manni frá Bangladesh,2 filipínum og 18 indverjum) fyrir barðinu á þeim.Skipið sem var á leið til Asíu og var statt um 100 sml frá strönd Sómalíu.Eftir því sem ég man lengst er Stolt skipafélagið norsk,að uppruna,allavega.

 STOLT+VALOR  Stolt Valor

Er nokkur furða að maður hristi sinn gamla gráa haus í forundran yfir aðgerðarleysi hinna svokölluðu"Sameinuðu Þjóða"Þessi andsk..... klúbbur útbrunninna stjórnmálamanna og"pabbadrenga"Ég get ekki sagt annað.Hvað á maður annars að hugsa um þessi samtök sem kenna sig við sameiningu en virðast algferlega máttlaus er á hólmin er komið.Mér er fjan.... sama hvað"fína fólkið segir"um nauðsyn þess að vera í þessum máttlausu andsk..... samtökum.

Stolt Valor Stolt Valor

Eru sjómenn orðnir algerlega réttindalausir hvar sem er í heiminum nú til dags.Hvar eru nú samtök sem kenna sig við"saving"hitt og þetta.Hvernig væri að þetta fólk færi og hlekkjaði sig við aðalstöðvar SÞ í NY með"saving seemans"borðum.Þó skilst mér að utanríkisráðherrar EU séu búnir að ákveða að skipuleggja skipalestir með vopnuðum fylgdarskipum,eins og ég faktíst bloggaði um að þyrfti að gera fyrir nokkru. Þó ekki geri ég ráð fyrir að þeim hefi borist bloggið mitt til eyrna.

 

 

Arthur Bowring(Artur Bogason þeirra Hong Kong skipaeiganda)lýsir ástandinu sem"incredibly dangerous place"SÞ hefur látið það afskiftalaust að 54 skipum hefur verið rænt á þessu ári.12 síðan í júlí.Mér er spurn hvern andsk.... höfum við að gera í þetta svokallaða Öryggisráð á meðan að stórveldin 3 Rússar;Kínverjar og Bandaríkjamenn eru þar með neitunarvald.Henda miljónum í það að komast í þetta fjanda.. ráð sem engu ræður nema með"leyfi"stórveldana.Hvernig væri nú að nota peningana í t.d. að hjálpa fólki sem sér lán sín vaxa um milljónir á mánuði.Guðni vill að Geir hinn harði fari til Brussel og reyna að komast inn í peningabandalagið bakdyrameginn.

 

Ég held að sá góði maður Guðni ætti nú bara að halda kja... og minnast ekki á ástandið.minnugur sinnar þáttöku t.d.í Búnaðarbanka"ráninu"og feiri"glapræðum"fv stjórnarOg hinn ætti að halda sér á"klakanum"og reyna að koma böndum á málin og reyna að forða þjóðinni frá "shortkaupum" bankanna í húsnæðismálum eins og þau eru í dag.Ég læt þessu nöldri mínu um um ómögulega stjórnmálamenn og kraftlaus alþjóðasamtök lokið.Kveð alla ef einhverjir eru,sem hafa lesið kært.Lifið heil og megi ja hvaða guð skildi maður þurfa að biðja að vera með okkur öllum á þessum síðustu og verstu tímim.Ég er hræddur um að hinn sanni sé ekki öllum hugleikinn nú um stundir

Tefldu í túni/teitir vóru,/var þeim vettergis/vant úr gulli,/uns þrjár kómu /þursa meyjar /ámáttkar mjög/úr Jötunheimum.(úr Völuspá)Verðbólga,Gengisfelling,Ónýt króna hafa þær sennilega heitið"drósirnar"úr Jötunheimum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fer að minna á þá tíma þegar sjóræningjaríkin í N-Afríku voru til óþurftar og vandræða öldum saman á miðjarðarhafinu og víðar.  Kanski það þurfi að líta til þess hvaða ráð það voru að lokum sem dugðu til að enda þá óáran.  SÞ eru gangnlaust fyrirbæri sem engu mun skila í þessu sambandi.

Kalli H (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband