12.9.2008 | 23:22
Um daginn og ??
Það er ekki gott að vera jákvæður svona hvurndags eins og ég hafði ætlað mér,nú um stundir.Hvað eru svokallaðir"ráðamenn"eiginlega að hugsa.Það er auðséð að það eru 3 korter í kosningar.Víst er er,að lægju kosningar fyrir dyrum myndu þessir herrar ekki haga sér eins og þeir gera
Ráðherra fjármála hefði ekki stefnd félagi ljósmæðra eins og hann gerði.Ljósmæður eiga mikla samúð í þjóðfélaginu nú um stundir það er á hreinu.En skilar sú samúð sér í skoðanakönnunum og eða í kjörkassa.Það held ég nefnilega ekki.Það virðist vera alveg sama hvað fólk tekur stórt upp í sig hvað þetta varðar alltaf halda þeir sem svo stjórna þessu,velli.
Hvað er orðið um mótmæli vörubílstjóra.Hverju skiluðu þau.Nú heyrist ekki múkk í þeim.Hefur olían hér á landi lækkað eitthvað að ráði?Hver skipaði hverjum hvað og hvenær???Eru ekki olíufélögin að"fá fyrir sinn snúð"í lækkuðu heimsmarkaðsverði?Ná þar upp í þær sektir er þau hlutu.Það er með endemum hve langtímaminni hins almenna borgaraí þessu landi nær skammt.Það er staðreynd að kvennastéttir þjóðfélagsins eru ílla launaðar.Það eru allir sammála um.
En hvað er þá í veginum.Kosningar eftir kosningar er þessum stéttum lofað bættum kjörum ásamt fleirum utangarðsstéttum.En alltaf eru þessi loforð svikin.Svokallaðar ummönnunarstéttir eru ásamt öldruðum og öryrkjum algerar hornrekur.Þessar stéttir sem eðli málsins samkvæmt ættu að vera það vel launaðar að fólkið sem í þeim eru geti lifað mannsæmandi lífi.
Tökum ummönnun við aldraða sem dæmi.Mér er sagt og það af konu sem starfaði í henni að brandarinn um gömlu konuna sem taldi sig vera í útlöndum og bað fólkið sem hún heyrði að talaði íslensku um að koma sér heim til Íslands sé enginn brandari,heldur blákaldur íslenskur veruleiki.Það er ekki nóg með að þessu gamla fólki sem kom fótunum undir það þjóðfélag sem við lifum í dag séu boðin smánarlaun heldur er þjónustunni við það mjög svo áfátt á sumum dvalarheimilum.Ég get talað af reynslu um hve dýrmætt það er að hafa gott fólk í þessum störfum.
Í mínu tilfelli er um að ræða konur sem þrífa hjá mér einu sinni í viku.En í því sambandi er ekki hægt annað að segja en ég sé lukkunar pamfíll.Ég kveið fyrir þegar sú sem hefur gengt þessu starfi hjá mér af mikilli prýði fór í sumarfrí.En sá kvíði var ástæðulaus í staðin kom virkilega skemmtilega kona sem vann sit verk vel.Svona þarf þetta að vera á öllum sviðum svokallaðrar umönnunar.Þó að ég geti hrósað happi geta það ekki allir á landinu.Það hlýtur að vera öllum þjóðfélögum til góða að eldri borgurum þess líði vel og að fólki sem nálgast þann aldur sjái fram til sæmilegra kjara og umönnunar.Burtséð frá hvaða stöðu það sé í og eða af hvaða ástæðum sú staða sé.
Það er alveg sama hvort opnað er blað,fyrir útvarp eða sjónvarp allt er sagt að sé komið langleiðina til andsk..... Svo til að kóróna allt þá verður það sennilega Björgúlfur Guðmundsson sem bjargar"Óskabarninu"frá falli.Satt að segja kaldhæðni örlaganna í ljósi sögunar.Ég man að ég las viðtal við Björgúlf,Kjartan,Helga og Pál.Aðalmennina í svokölluðu"Hafskipsmáli"í gömlu Mannlífs hefti fyrir nokkrum árum.
Þar lætur Björgúlfur hafa eftir sér."Hafskipsmálið er geymt en ekki gleymt.Ég hef alltaf verið hallur undir Björgúlf.Það má rekja til náfrænda hans sem var mikill vinur minn.Nú vona ég að honum takist að bjarga"Óskabarninu".En nóg um það.
Það eru dökkir tímar í kaffireikningnum hjá mér."Torfi á viktinni" farinn aftur í frí.Megi hann njóta frísins í faðmi fjölskyldunnar á vegum Tyrkja.Lesandi um lengdarbauga og ganga þar á guðs vegum þó svo að Allah,ráði þar kannske flestu.Og ég verð að láta mér lynda"heimabrugg"Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Ólafur.
Komst því miður ekki í afmælið til þín með félögunum, en heill sé þér, kæri vinur, að áfanga í árum talið.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 13.9.2008 kl. 00:28
Kvitt Ólafur og kveðja /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 13.9.2008 kl. 01:13
Heill og sæll Óli þetta er góður pistill, það er margt skondið að gerast í okkar þjóðfélagi á síðustu vikum og mánuðum.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.9.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.