Klukkaður aftur

Minn góði blogvinur Helgi Þór hefur"klukkað"mig.Annar blogvinur minn Hafsteinn Viðar Ásgeirsson gerði það fyrir ári síðar.Er formúlan kannske önnur??En ég læt þá gömlu duga í bili: 

1.Fæddur í Keflavík 29-08-1938.Nýbúinn að halda upp á 70 ára afmælið í"Ljónagryfjunni"í Reykjanesbæ

 

2,Ólst upp á Ísafirði og í Borgarnesi

 

3 Byrjaði  í mai 1953 sem hjálparkokkur og skipsjómfrú(hreinsaði ælubakkana)á M/S"Eldborg"MB-3 sem þá var í vöru/farþegaflutningum:Reykjavík-Akranes-Borgarnes.

 

4, 1954 Byrjaði mína alvöru sjómensku sem háseti á Björg frá Siglufirði sem réri frá Grundarfirði

 

5.Eftir það háseti og bátsm á ýmsum togurum og bátum

 

6 Þvældist í gegn um Fiskimannin með próf 1963

 

7.2 dætur með 2ur konum.Giftur annari í 12 ár

 

8,Dyggur þjónn"Bakkusar"í tæp 30 ár en sagði upp vistinni fyrir 26 árum og hef lítið sem ekkert  haft saman við hann að sælda síðan nema að reyna að flytja hann milli landa.Eftir slys fór aftur í Stýrimannaskólan og kom út með Farmannapróf 1981.Eftir það stm og skipstj.aðallega hjá"Ríkisskip"Eftir misheppnaðan innflutning á varningi(sjá ofar) sem hefði átt að vera mér óviðkomandi fór ég í"Langfart"

 

9.Sigldi hjá erlendum aðilum aðallega Dönum í 15 ár.Fékk krabbamein í visst stjórntæki og missti það.Flutti svo til Vestmannaeyja,Ætlaði að framhalda þvælingi um heimin en fékk hjartaslæmsku í 1stu útmunstringu.Uppúr því hjartaaðgerð með tilheyrandi flutningi á æðum sem virtist vera nóg af í hægri fæti.Fór svo fullsnemma á sjó og damlaði með vini mínum Garðari Sveinssyni í Norðursjónum að passa rafmagnskapla.Kom heim eins og ílla undin tuska en fór fljótlega á Reykjalund.Og kom þaðan út vel yfirfarinn og sprækur.

 

10.Síðan þess látið leti og ómennsku hafa áhrif á lífernið og þyngdina.Legið yfir tölvunni og leitað að einhverju til að rífa kja... yfir.Er nýfluttur í "Himnaríki"að mínu mati.(þjónustuíbúð fyrir aldraða við"Elló"í Vestmannaeyjum)Líður þessvegna með eindæmum vel hér,vonandi í sátt við alla hér á Eyjunni..Gerir minna til með "Landann"Svo verður það spurningin hvort ég fer "upp"eða"niður"frá þessari lokaviðkomustöð.Mjög líklega niður því ég er mikið fyrir að fara auðveldustu leiðina.Er búinn að setja mig í vandræði með þetta árans klukk.Hvað gerir maður svo?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, þetta er sko sallarfínt hjá þér, ég er að fara á sjó núna kl 00.00  kærar kveðjur úr Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband