Afmæli

Það hefur verið hálfgerður"lurkur"í mér undanfarið.Þrepið yfir á áttræðisaldurinn var kannske stærra en maður hélt.Hófið sem systkini mín héldu mér í"Ljónagryfjunni"var þeim til mikils sóma og mér til mikillar ánægju.

 

Óli 70 ára 002Tekið við gjöf úr hendi væntanlegs þingmanns

Ég vil þakka þeim kærlega fyrir það og þeim sem gerðu mér þann heiður að heimsækja mig þangað þakka ég kærlega fyrir það og þær gjafir er mér voru færðar.

Óli 70 ára 007"formaðurinn"að halda tölu og veislustjórinn Garðar Steindórsson t.h 

En samt fór það neins og ég óttaðist að ég kann hreinlega ekki að haga mér í slíkum bjóðum.Innan um margt fólk er ég eins og vængbrotinn hæna.

Óli 70 ára 023

Það þarf nú stærri mynd af svona góðum hóp

 

Þó að ég geti myndast við að reyna að rífa kja.. yfir öllu hér á bloginu þá er ég einn við það.Hér með bið ég þá vini mína sem ég hreinlega"vanrækti"í þessu hófi fyrirgefningar og afsaka mig með fákunnáttu á samskiftasviðinu.

Óli 70 ára 036 Með hálfsystkinum stjúpu og lítilli frænku.Beta mágkona með sonardóttirina Emilíu Ósk.Hann sjálfur,Stjúpan Halldóra Jónsdóttir Ragnhildur Helga hálfsystir og Brynjar hálfbróðir.

Óli 70 ára 049 Með miklu velgerðarfólki að"Vestan"Hauk og Ástu frænku

Óli 70 ára 015 Annað mikið velgerðarfólk fyrir"Sunnan"Rúnar og Bína frænka

 

Óli 70 ára 021 Frændfólk að"sunnan"

Ég er góður í 2 til 3 manna hóp og helst fá að hafa orðið.En margmenni er mér eiginlega ofviða.En ég ætla að láta myndir sem vinur minn síðan í Stýrimannaskóla Gísli Ólafsson tók í"bjóðinu"

 

Óli 70 ára 028 2 breiðir bræður með frekar mjórri systir.Það mætti halda að maturinnn hafi allur farið í bræðurna en svo var nú ekki.

Óli 70 ára 027 Æskufélagi Gísli Summ á tali við Dóru stjúpu.Tv Sigvaldi Jónsson föðurbróðir

Óli 70 ára 014 Æskuvinur með frú.Baddi og Munda

Óli 70 ára 018 Góðir vinir til margra ára Sigurbjörn og Malla

 

Óli 70 ára 055 "Vestfjarðarmafían"Nei ekki svo ljót orð ,Með frænkunum að vestan

Óli 70 ára 009 "Magga frænka"Margrét Jónsdóttir föðursystir

Óli 70 ára 013 Kristbjörg hálfsystir og Óskar mágur

Óli 70 ára 030 Með hálfsystkinum Brynjari Kristbjörg,Ragnhildur Helga

Óli 70 ára 038 Þarna hefur dóttirin Ragnhildur Halldóra bæst í hópinn

Óli 70 ára 044 Með stjúpu sinni,dóttir og dótturdætrum Lindu Andreu og Ingibjörgu Söru.

Óli 70 ára 041 Það voru margar myndir teknar

Óli 70 ára 008 Ragnhildur Helga systir og Steini mágur

Óli 70 ára 047 Helga Lóa frænka og Ragnhildur Halldóra dóttir.

Ég læt þessari upptalningu lokið,og kveð þá sem skoðað hafa kært.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ólafur, til hamingju með afmælið, það er nú ekki slæmt að vera sjötugur unglingur, kærar kveðjur.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.9.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll minn kæri. Ég var nú farin að hafa áhyggjur af þér. Gott að sjá þig aftur á blogginu. Hvaða tal er þetta um að kunna ekki að haga sér. Á maður að vera einhvernvegin. Mér fannst þú bara fínn og punktur. Skemmtilegar myndir og takk fyrir síðast. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll Ólafur.  Hjartanlega til hamingju megi heilladísirnar vera þér innan handar á komandi tímum.

Kveðja Sigurjón Vigússon

Rauða Ljónið, 13.9.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Innilega til hamingju með stórafmælið sæbarði sjötugi garpur!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.9.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband