18.7.2008 | 21:43
"Mega muna sinn fífil fegri"
Margir mega muna sinn fífil fegri bæði skip og menn.Ýmislegt spilar inn í það.Hvað skip varðar er það ryð,slæmt viðhald notkunarleysi m.a að undanskildum aldri.Hvað menn varðar er það veikindi aldur og hreifingarleysi t.d.
Þetta skip grotnaði niður í höfninni í Gagliari Það var byggt í Svíþjóð 1947 fyrir Íslendinga,og var það fyrsta skip Jökla h/f og sigldi lengst af undir styrkri sjórn hins kunna skipstjóra Boga Ólafssonar og undir nafninu Vatnajökull..Skipið tók m.a 6 farþega Svona leit skipið út á velmegtarárunum.Flutti okkur m.a appelsínur úr Miðjarðarhafinu.Ef fyrsta myndin er stækkuð má sjá móta fyrir gamla Jöklamerkinu á stefni skipsins.
Þetta er sennilega eitt frægasta skip sem við Íslendingar höfum átt.Það liggur nú í Tilburi í Essex og er notað fyrir fyrir útvarpstöðina:"Radio Caroline"sem flestallir eldri sjómenn sem sigldu til útlanda muna eftir.Þegar stöðin sendi út ólöglega frá skipum m.a.þessu. Skipið var smíðað í Bremenhaven 1960 sem síðutogarinn Freyr Eigandi Ísbjörnin h/f Reykjavík.Skipstjóri var þess tíma,kunnur togaraskipstjóri Guðni heitinn Sigurðsson.1sti stm var í byrjun annar kunnur togaraskipstj.Guðmundur Guðlaugsson(Gvendur Eyja)Ég held að ég sé ekki mjög fjarri sannleikanum er ég held því fram að á þessu skipi hafi hinn kunni athafna og útgerðarmaður Guðmundur Ásgeirsson(Nesskip)byrjað sinn stýrimannsferil en hann tók við starfi 1sta stýrimanns af nafna sínum aðeins rétt rúmlega tvítugur.Skipið var selt Ross hringnum,þekktu ensku togaraútgerðarfélagi 1963 og fékk þá nafnið Ross Revenge sem það heldur enn.Hér eru nokkrar myndir af skipinu sem útvarpstöð: Síðasta myndin er úr brú skipsins.Og svo hefur skipið/útvarpstöðin eigin heimasíðu eða:http://www.radiocaroline.co.uk/#home_content.html%%mini_webshop/webshop_window.html%%mini_shop%%0
Svo er það skip sem er að grotna niður í Santos í Brasilíu.En það skip sá ég sjálfur er ég kom þangað fyrir örfáum árum.Það heitir nú Mars AK 100.Hét fyrst er það kom í Íslenska eigu Freyja RE 38.Byggt 1972 í Frakklandi og keypt þaðan 1975 af Gunnari Hafsteinssyni útgerðarmanni í Reykjavík.Skipstjóri var hinn kunni togaraskipstjóri og síðar uppboðshaldari Pétur heitinn Þorbjörnsson. Þarna er skipið nýkeypt til landsins.En svona lítur það út í dag: Þarna er það nú komið á annan stað í höfninni en þegar ég sá það.
Svo nokkrir útlendingar.Fyrst skal frægt telja United State,hið kunna kjarnorkuknúða farþegaskip.Hér er líkan af því: Svo er það svona í dag: og svona: Svo fleiri.Þessi hét fyrst:Dundalk en heitir nú Theseus og grotnar niður í grískri höfn: Þessi hét fyrst Kapella en heitir nú: Nissos Chios og sömu örlög.Þessi hét fyrst Gripen En heitir nú: South Elegance.Sömu örlög og hin skipin.
Þessi heitir Óli og leit svona út 2ja ára svona fyrir ca 20 árum Svo varð allskonar"vesen":t.d þetta:og þetta og meir svona.Og svona lítur hann út í dag:.Það er ekki hægt að segja að hann sé að grotna niður.Því kall hefur það bara nokkuð gott miðað við aldur og að maður tali nú ekki um fyri lifnaðarhætti.Lifir í dag þægilegu lífi í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Sólareyjunni Heimaey.Vonandi í sátt við allflesta ef ekki alla og þykir vænt um sambýlisfólk sitt.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta,sértu kært kvaddur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 536301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú 'Olafur þetta er sko gaman að lesa/Hafðu það alltaf sem best/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.7.2008 kl. 17:47
Alltaf eru pistlarnir þínir skemmtilegir og fræðandi. Átti að skila kveðju til þín frá Gunna.
Jóhann Elíasson, 19.7.2008 kl. 18:24
Sæll Ólafur, góð grein hjá þér og skemmtilegar myndir
Helgi Þór Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 18:26
Goður pistill
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.