Hriktir í stoðum

Nú er það að koma fram sem ég og margir aðrir óttuðust þegar Kanarnir fóru með sína þyrlusveit af Keflavíkurflugvelli.Að Íslendingar sjálfir gætu ekki sinnt öryggismálum sjómanna sem skildi.Hvað er eiginlega að ske í fjármálum löggæslu og öryggis?Það fer nú koma tími til fyrir ráðherra þessarar ríkisstjórnar að komast niður á jörðina og tala við "fólkið í landinu"á því máli sem það skilur.

 

 

Hætta að svara spurningum fréttamanna út í hött og jafnvel með hroka.Sumir ráðherrar virðast líta svo á að þeir séu í vinnu hjá einkaaðilum og að almenningi komi gerðir þeirra hreint ekkert við.Ráðherra umhverfismála sýndi fréttamanni hroka um daginn sem og forsætisráðherra.Almenningur krefst þess að þetta fólk svari áleitnum spurningum fréttamanna.Þetta fólk var kosið af fólkinu í landinu og alveg eins og hluthafar í fyrirtækjum á hann kröfu á að vita hvað er að ske.Ég man ekki betur en ráðherra fjármála já og fleiri ráðherrar hefðu hælt sér af miklum tekjuafgangi af fjárlögum.

 

 

En hvað snýr svo að okkur sauðsvörtum almúganum.Jú öll löggæsla á höfuðborgarsvæðinu í lamasessi vegna fjárskorts.Glæponarnir fá daglegar fréttir af léglegri nærgæslu.Sum sveitarfélög ætla að ráða öryggisverði frá einkafyrirtæki.Þessir öryggisverðir hafa minni löggæsluvöld en gangbrautarvörður við barnaskóla.Nú skilst mér að öðru varðskipanna verði lagt vegna fjárskorts.Gott fyrir smyglara og veiðiþjófa.Einnig kvarta flugliðar "Gæslunnar"um féskorts.Á sama tíma og öryggi borgarana og sjómanna er kastað fyrir róða er hent milljónum í eitthvað fáráðlegt framboð til Öryggisráðs S.Þ.Til hvers andsk..... spyr maður sig.

 

 

Meðan stórþjóðirnar USA Rússland og Kína hafa þar neitunarvald þá hefur það sýnt sig að þetta er bara snobbklúbbur þar sem þessar þjóðir koma öllum SÍNUM vilja fram hvað sem öðru líður.Hvernig hefði Ísland t.d.geta haft áhrif um daginn í Zimbabwemálinu.Milljónum króna er hent í þetta gæluverkefni ríkisstjórnarinnar meðan lög og öryggisgæsla landsins er í molum.Það er von að erlendir glæpamenn séu áfjáðir í að koma hingað.Hér fá þeir t.d.daglega fréttir af peningaleysi í þessum málum og daglega ný tips hvernig þeir eiga að bera sig að.Nú svo er hægur vandi fyrir veiðiþjófa að slökkva bara á staðsetningartækjunum svo þeir sjáist ekki,vitandi að það er ekki flogið mikið.Ekki til fyrir bensíni eða varahlutum til flugflotans.Var síðasti útlendingurinn ekki tekinn fyrir tilviljun eina.Var ekki V/S Óðinn á leið til Englands í opinbera heimsókn og kom togaranu alveg í opna skjöldu..

 

 

Ég held að þessi ríkisstjórn ættu bara að sjá sóma sinn í að pakka saman og efna til nýrra kosninga.Það er bara sá fjand... hængur á því máli að fjöldinn af fólki kýs XD bara af því pabbi,mamma.afi og amma gerðu það.Ég gerði þaqð t.d.til margra ára.En svo var ég "plataður"(eins og góður vinur minn orðaði það við mig um dagin)til að hætta að drekka og fór að hugsa skýrar.Því miður virðist sumt fólk láta bjóða sér allan andsk.... af þessum flokki.Því ver og miður.Ef einhver hefur haft nennu til að lesa þetta kveð ég hann kært 


mbl.is „Farið að hrikta í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Tek undir hvert einast orð í þessari grein hjá þér.  Það er greinilega ofar í forgangsröðuninni að nota þyrlur Gæslunnar við smalamennsku heldur en að bjarga sjómönnum og að ausa sjó yfir menn sem fara ekki alveg eftir kvótakerfinu, sem þó er búið að gefa út að sé mannréttindabrot.

Jóhann Elíasson, 18.7.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Krummi

Ég hugsa að þyrlur gæslunar séu ekki notaðar við smalamennsku, og svo er það eitt af hlutverkum þeirra að halda uppi lögum á hafinu, lögum sem eru í gildi.

Krummi, 18.7.2008 kl. 16:30

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er allt hverju orði sannara sem þú ritar Ólafur. Ætli þeir séu nokkuðð að undirbúa sölu á þjóðarbúinu ens og það leggur sig.

Þetta er ekki mikið fyrir eitt stórfyrirtæki að taka við okkur, enga útborgun bara borga skuldir.

Það þarf greinilega að renna að fleirum svo við fáum einhverja skárri ríkisstjórn en þessa því ég man varla eftir verra ástandi.

Trúlega þurfum við nýjan flokk sem þorir, þorir að taka til í skítnum, það er ekki auðvelt mál.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.7.2008 kl. 18:10

4 identicon

Ég er alveg sammála þér í öllu sem þú segir hérna, en í sambandi við það sem þú segir um XD er ég ekki alveg sammála þér.  Það skiptir nefninlega engu máli hvaða andskotans flokk við kjósum hérna, þetta er nefninlega allt sama helvítis tóbakið ;)  Það lofa allir öllu fögru en svo þegar á hólminn er komið þá eru endalausar afsakanir til þess að "fresta" öllu eða bara hætta við allt saman!!

Örvar (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 20:40

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Krummi, það er ekki nóg að halda hlutina það verður að vita þá, það eru til um það gögn að þyrlur LHG hafi verið notaðar við smalamennsku.

Jóhann Elíasson, 19.7.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"Guð lét fögur vinber vaxa til að gleðja dapran heim"Þessu er nú því miður öfugt farið með mig 'Ólafur fór að kjósa XD eftir að eg hætti að drekka/Svona smá jók!!!Kveðja Halli gamli P/S Eg kaus altaf her áður Alþyðuflokkin,en hann er bara ekki til lengur!!!!!/Sami

Haraldur Haraldsson, 19.7.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 536231

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband