Byrgismálið frá annari hlið

Ég hlustaði í morgn á athyglivert samtal við fv vistmanns  í Byrginu.þetta samtal var í morgunþætti á Útvarp Sögu.Þessi maður hélt fram sakleysi Guðmundar Jónssonar fv forstöðumanns Byrgisins.Þetta viðtal kom mér til að hugsa dálítið um þetta endemismál."þetta endemismál"segi ég því það er það, hvernig sem á það er litið.Ekki ætla ég mér að fullyrða neitt um sekt eða sakleysi umrædds Guðmundar í málinu

 

En ég þekki svolítið heim alkahólistans þ.e.a.s ég er einn af þeim,en edrú allavega enn.Þegar ég heyrði fyrst af þessu máli sagði ég."maðurinn getur ekki hafa mikið á milli eyrnana"Þá meinti ég það,að forstöðumaður fyrir meðferðarheimili og það maður sem sjálfur hafði verið í"strætinu"skildi leggja allt:Heiður,mannorð,starf,heiður konu sinnar og fjölskyldu í hendurnar á fársjúkum eiturlyfjaneytendum.Stóla á þagmælsku þeirra.Ég þekki lygavef og óábyrgð alkahólistans af eigin reynslu.Trú því hver sem vill.

Mig langar til að rifja nokkur atriði úr fyrri blogum mínum upp. Þ.01-04-08.Skrifaði ég m.a:"En eitt er það mál sem mig langar að rífa kja.. yfir.Það er þetta með hringlið með embættin á Suðurnesjum.Hvað er eiginlega í gangi.Hverjum er það í hag að ganga svona blákallt gegn vilja flestra sem að mínu mati hafa vit málinu.Það virðast vera til sterk öfl í landinu svo sterk að enginn,sem þekkir til þeirra þorir ekki að nefna þau..Hvaða öfl eru það sem stóðu t.d. bak við hótanirnar í garð löggæslumanna í Keflavík.?

 

 

 

Hvaða öfl standa á bak við smyglið á eiturlyfjunum til landsins?Öfl sem þeir sendiboðar sem"skotnir"eru þora ekki að nefna nöfn á.Dettur t.d. einhverjum í hug að "Pólstjörnu"smyglið hafi verið"fjármagnað"af þeim sem dæmdir hafa verið fyrir?Getur verið að það sé"einhverstaðar" verið að þrýsta á einhverja til að veikja þær varnir sem Lögæslan á Suðurnesjum er búin að byggja upp.Þó alltaf sé verið að"skjóta sendiboðana"þá hlýtur Það að skaða "þessi"öfl sem standa sennilega að baki meirihluta smyglsins á eiturlyfjum til landsins.

 

 

 

Hver sem þau eru og hvernig sem þau starfa hlýtur það vera þeim til hagsbóta ef fleinn er rekinn í hold löggæslunar á Keflavíkurflugvelli.Ég hef hlustað rökin bæði með og á móti þessum áætlunum og mér finnst satt að segja að rökin á  móti þessum, áformum sterkari en þau sem eru með.Og hugsið ykkur um leið og milljarðar eru lánaðir og gefnir nokkrum vildarvinum í formi húseigna á Vellinum er farið á sjá á eftir nokkrum milljónum til  þess að æskulýður þessa lands verði sem mest án eiturlyfja".

Og 09-04-08 skrifaði ég:"Síðasta dæmið í fyrradag.Það var Lögreglan og tollgæslan á Suðurnesjum lögðu í gær hald á um þrjú kíló af amfetamíni sem hafði verið haganlega komið fyrir undir fölskum botni ferðatösku. Töskueigandinn var umsvifalaust handtekinn og í dag var hann færður fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness og úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald.Maðurinn, sem er Íslendingur um tvítugt, var að koma frá París.

 

 

 

Hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar.Dettur einhverjum heilvita manni að 20 ára piltur geti fjármagnað kaup á 3 kg af amfetamíni.Fólk spyr sig ýmissa spurninga.Hversvegna í ósköpunum á að fara að hrófla við þessari starfsemi sem sýnir þennan góða árangur.Böndin hvað varðar smygl á eiturlyfjum eru líka að berast inn á aðra stigu í þjóðfélagið.Starfsmaður þekkts flutningafyrirtækis og og inn í sjálft ráðuneyti fjármála.Ég á bágt með að trúa að Lúðvík Bergvinsson alþingismaður láti þetta viðgangast eftir yfirlýsingu frá honum um daginn.Þótt ég styðji ekki flokk Lúðvíks þá hef ég alltaf litið á hann sem heiðarlegan og sjálfum sér samkvæman.

 

 

 

Enda af góðu fólki kominn.Ég get engan veginn skilið af hverju á að fara að"rugga"bátnum núna þegar þessi árangur er að nást af þessu starfi Látið Jóhann Benediktsson og menn hans í friði við sín störf.Hvað með að taka þessar 200 milljónir,hugsið ykkur það er verið að"væla" yfir 200 miljónum sem kannske gætu komið í veg fyrir að minnka innflutning á  þessari ógæfu sem eiturlyf eru.hvað með að tala eitthvað af þessum afgangi sem allir stjórnarherrarnir eru að hælast yfir.""

 

Eftir að hafa hlustað á Útvarp Sögu í morgun velti ég nokkrum spurningum fyrir mér,með tilvísun í þetta gamla blogg mitt.Hvaða"öfl"eru það í þjóðfélaginu sem eru svo voldug að þessir"sendlar"sem verið er að skjóta öðruhvoru t.d.á Keflavíkurflugvelli þora ekki að nefna nein nöfn.Af hverju á að fara að"rugga bátnum"hvað varðar lög og tollgæslu á vellinum.

Muna menn eftir hvað"datt"(þó svo að hann hafi dregið þau ummæli til baka)út úr yfirlækninum á Sogni þegar hann talar valdamikla menn úr þjóðfélaginu.sem þyrftu"hressingu"Ég spyr mig þessarar spurningar:"Getur verið að Guðmundur Jónsson hafi verið kominn með"nefið"of nálægt einhverju sem hann hafði kannske ekki gott af.Ég bara spyr????.Verið ávallt kært kvödd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband