Dagurinn í dag

Ég gerði mér lítið fyrir og fór ásamt góðum vini mínum í Sjómannamessu hér í Eyjum áðan.Þar var lítil"prinsessa"skírð.Þarna ég sat og horfði á skírnina og fylgdist með"litla krílinu"sem tók þessu öllu með stakri ró og lét það ei hagga ró sinni þó presturinn ysi yfir hana vatni.

 

Þetta kom mér,að verða sjötugum kallinum til að hugsa.Hvernig skyldi heimurinn líta út þegar þessi litla hnáta verður sjötug ef guð gefur henni svo langt líf?Það er satt að segja erfitt að hugsa sér það.Ég hugsa að fólk af minni kynslóð og þeim,sem nálægt henni er í tíma og rúmi hafi upplifað þá mestu breytingar sem nokkrar kynslóðir hafa lifað.Hreint á öllum sviðum.

Ég segi fyrir bara fyrir mig ég er steinhættur að segja:"nei nú lýgurðu" þegar mér eru sagðar fréttir af hverskonar nýjungum eins og maður sagði svo oft hér áður fyrr.En að Sjómannadeginum.Mér brá svolítið er ég sá skoðanakönnun á Vísir.is.Þar var spurt Heldur þú Sjómannadaginn hátíðlegan?Úrslitin þegar ég kaus voru :"71,9% sögðu nei".Hvað er eiginlega að Íslendingum.Erum við virkilega farin að skammast okkar fyrir upprunan.

 

Burtséð frá öllu"Víkingatali"þá voru frumbyggar þessa lands Sjómenn.Og Sjómenn,ásamt Bændum komu  fótum undir þessa þjóð.Þessar tvær stéttir voru samtvinnaðar um aldir.Ég var svo vitlaus að halda að allir vissu það.Inná heimasíðu einni stendur þetta: All the fishermen of Iceland - and there are lots of them - take this June Sunday off as a holiday. Officially known as Sjomannadagur (Seafarers' Day).Þarna er eins og sjá má dálítill,ég segi dálítill misskilningur þvi farmönnum þessa lands er að blæða út.Þ.e.a.s.stéttinni.

 

Og það er hreinlega með með ólíkindum.Ég tala nú ekki um allar ræður og stóryrði á tyllidögum um að þegar við töpuðum stjórninni yfir siglingum til og frá landinu hefðum við tapað sjálfstæðinu.Ég vil minna sjómen á að það er sama hver fleytan er mennirnir á þeim heita Sjómenn.Sama hver fleytan er baráttan við náttúruöflin er sú sama.Og í stéttir sjómanna veljast bara úrvalsmenn.Við skulum á Sjómannadag gleyma öllum ríg sem mér hefur stundum funndist vera á milli far-og fiskimanna.En svo að öðru.

 

Í annað skifti á æfinni upplifði ég jarðskjálfta nú um daginn.Í fyrra skiftið var ég nemandi Stýrimannaskólanum og man að ég vaknaði seint um kvöld eða snemma nætur við einhvern óvenjulegan titring.En snéri mér svo á hina hliðina og hélt áfram að sofa.En nú um daginn var ég staddur á hafnarvoginni hér í Eyjum.Þegar jarðskjálfarnir urðu 2000.var ég staddur á skipin skammt S af Canaríeyjum Skjálftinn um daginn kom nú ekki mikið við mig enda stóð hann stutt yfir hér í Eyjunni.

 

En svo fóru að berast  af slysum og skemmdum.Og mikið talað um"áfallahjálp"Ekki ætla ég mér að gera lítið úr henni eða viðbrögðum fólks.Og læknar og sálfræðingar tala um að eftirköst af svona atburðum geti jafnvel komið löngu seinna.Ég finn til með fólki sem varð fyrir skakkaföllum eignarlega eða slasaðist.En þetta leiddi hugann til Vestmannaeyjagossins.Þá var ekki,allavega svo ég viti neina áfallahjálp að fá

 

Og maður kemur til að hugsa um"eftirskjálftana"í því máli.Ég var ekki hér í Eyjum þegar þetta skeði.og get ómögulega sett mig í spor þeirra sem upplifðu það.Hefur nokkrum,af þessu fólki verið boðið einhver áfallahjálp þ.e.a.s þeim ef einhverjir eru sem vildu þyggja hana.Og ég vísa til þessara orða vísindamanna um seinni virkun svona hörmunga.Ég velti nú bara þessu upp.Ég óska öllum Sjómönnum og aðstandendum þeirra til hamingu með daginn og skora á alla landsmenn að fara að gefa þessum minningar og hátípðardegi meiri gaum.Verið ávallt kært kvödd.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þakka góða og þarflega grein/og til hamingju með dagin Ólafur/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 1.6.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Ói minn,  já það er gott að fara í kirkju annað slagið það hressir upp á sálartetrið . Ekki er ég hissa á að 72 % haldi ekki upp á Sjómannadaginn þar sem við sem tengjumst sjónum erum í miklum minnihluta á þessu landi og allt er gert til að gera sem minst úr starfi sjómanna. Íslensk kaupskipáútgerð ekki til lengur, mun íslenskum sjómönnum á fiskiskipum fækka eins og sjómönnum um borð í kaupskipum. /Tungumálaörðuleikar afar slæmir um borð í fiskiskipu./ Íslensk farmannastétt við það að deyja út. Þetta eru fyrirsagnir úr Sjómannadagsblaðinu sem Sjómannadagsráð Reykjavíkur gaf úr nú á Sjómannadaginn, og greinarnar skrifa forustumenn sjómanna og útgerðarmanna, það eru menn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að segja. Auðvitað er einnig annað efni í blaðinu en þetta er sláandi og ekki upplífgandi fyrir unga menn að lesa. Ofan á þetta er með öllum ráðum reynt að má út nöfn sem tengjast sjómönnum eins og Stýrimannaskólinn, vélskólinn /Sjómannaskólinn fá ekki að halda nafni sínu, Sjómannadagurinn fær ekki að halda nafni sínu í Reykjavík er nú kallaður Hátíð Hafsins sem að mínu viti er fáránlegt. Nú er Flugdagur nýliðinn ætli flugáhugamenn vildu að Flugdagurinn eða Flugvikan fengi nafnið Dagur loftsins eða Dagur háloftana, nei örugglega ekki. En það er í raun merkilegt að sjómenn skuli  ekki mótmæla þessu af meiri hörku. Það þarf virkilega að skipta út þessu Sjómannadagsráði sem nú situr þeir menn þurfa virkilega að fá frí.

Áfallahjálp er örugglega mjög góð það hefði örugglega verið gott að hafa hana í Vestmannaeyjagosinu. En oft hefði verið nauðsinlegt að veita áfallahjálp eftir þau mörgu sjóslys sem orðið hafa hér við landið. Ekki síst þeim mönnum sem höfðu bjargast en mist skipsfélaga sína, um þetta væri hægt að skrifa heila grein eins og þú veist mannabest.  Jæja þetta er nú lengra en ég ætlaði en vonandi hefur þú átt góðan sjómannadag.

kær kveðja SÞS

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 1.6.2008 kl. 23:53

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Það er margt skrýtið í tilverunni og þegar gaus í Eyjum á vildi svo til að það var fermingarárið mitt undir Eyjafjöllum, þar sem ég var ein stúlka það árið meðal drengja til fermingar. Gosið gerði það að verkum að tvær stúlkur fermdust með mér sem dvöldu í sveitinni vegna gossins.

Upplifun uppi á landi af fyrsta degi gossins á sínum tíma var töluverð þar sem jörðin titraði og skepnur hlupu um túnið heima, mjög sérkennilegt, enginn skóli, allir skólabílar farnir að flytja fólk og amma og afi á leið upp á land úr Eyjum undan eldgosi.

Áfallahjálpin var þá hún mamma ef ég man rétt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.6.2008 kl. 01:04

4 identicon

Hæ Óli minn og til hamingju með daginn í gær gaf mér allt í einu  tíma til að setjast við tölvuna og kíkja  inn á bloggið hjá þér  þú ert svo flinkur að skrifa mjög gaman að lesa þetta héðan er allt svona við það sama hjá okkur nóg að hugsa um planið okkar að breita og byggja upp húsið erum enn að safna fyrir breitingum híhí þetta smá mjakast þér verður allavega boðið í alherjar partí þegar þetta verður tilbúið vonadi á þessu ári

En heirðu já hún Tea konan hanns pabba greindist með krabbamein í lungum og eittlum hún er birjuð bæði í geislum og lyjameðferð hún hefur verið frekar veik kelinginn littla verðum í bandi og Guð veri með þér

kær kveðja Mæja

Mæja (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

kvitt

Georg Eiður Arnarson, 2.6.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband