18.5.2008 | 21:15
EBE umræða og flóttafólk
Ja það er margt skrýtið í kýrhausnum las ég einhverntíma einhverstaðar.Mér dettur þetta í hug varðandi þetta makalausa mál sem komið er upp varðandi innflytendamál hér á landi.Þegar Sigurjón Þórðarson vitnar í skoðanakönnun Vísis.is þar sem hann segir:
" Í könnuninni kom fram að 68% þeirra sem tóku þátt sögðust vera sammála röksemdafærslu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar varðandi flóttamannaaðstoð á Akranesi.""Þá kemur þetta fram í einni athugasemdinni:"Hmm, ekki á ég nú létt með að taka mark á könnun sem hvorki tölur né hvernig hún var framkvæmd, er tekið fram. Gætu þess vegna hafa verið 50 manns sem hafi hringt inn og þar af 34 Frjálslyndir. Þarf ekki meir til.""
Ég hélt fyrir mitt leiti hélt að þessar skoðanakannanir hjá Vísi færu fram á netinu.Ef það er rétt hjá mér er ég hræddur um að þeir hjá Vísi.is væru óánægðir með það ef ekki fleiri en þetta kæmu inn á síðuna hjá þeim til að kjósa.En ég er þarna kannske að misskilja eitthvað.Seinna kom þetta fram í athugasemdum hjá Sigurjóni:
"Það voru eitthvað um 2.000 sem tóku þátt. Það heyrði ég, hversu margir þeirra séu í Frjálslynda flokknum veit ég ekki, en þetta heyrði ég""Tilv.lýkur.Ég sjálfur hef nú lítið vit á skoðanakönnunum og gef lítið fyrir þær en hef oft heyrt og lesið vitnisburð í þessar hjá Vísi.is þar sem þeim er hælt sem sæmilegum á að treysta.
Í sjónvarpsvarps fréttum í kvöld var viðtal við varaformann Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún telur nauðsyn á að flokkurinn taki upp umræðuna um aðild að EBE..Það er nauðsynlegt að við stjórnmála menn ræðum opinskátt um þessi mál og kynnum fólki kosti og ekki síður galla við inngöngu í EBE.Talaði um opinskáa og þroskaða umræðu um þau mál.Já hún er skrítin tík þessi pólitík.
Á sama tíma fer fólk mikinn og talar um að það sé rasismi að benda á að það geti verið gallar á að flytja hingað inn fólk af öðrum þjóðflokkum sem hafa átt í erfiðleikum með að samlagast þeim þjóðum sem þeir hafa flutt til.Hvers vegna má ekki ræða það mál og stjórnmálamenn komi fram fyrir skjöldu og tali um þau mál af hreinskilni?
Er virkilega að fæðast hér á landi sami andsk.....tvískinnungshátturinn og sem mér fannst prýða umræðuna um þessi mál í Svíþjóð.Ég er minnugur þess er frambjóðandi Moderadana "missti"sig og sagði sína meiningu um þessi mál eftir að hann hélt að búið væri að loka fyrir mikrafonin.Það kostaði hann sennilega þingsæti.Ég hef satt að segja furðað mig á ýmsum athugasemdum sem ég hef fengið.Einn virkilega góður vinur minn sakaði mig í gær um að ég hefði sama hug til muslima og Hitler til Gyðinga.
Einn kom með athugasemd(sem ég vona virkilega að hafi verið í gríni)og líkti þessari skoðun minni við að ef að það færi að gjósa aftur í Eyjum þá fengu eyjamenn ekki að koma til fastalandsins.Ég vil vitna í blogg mitt í gær og fyrradag.Að vísu er þessi vinur minn sem ég talaði um hér,og sagði þetta beint við mig.Ég spyr enn og aftur:"af hverju má ekki tala um þessi mál öðruvísi en fólk sem talar um þetta af eigin reynslu fái á sig rasismastimpil"
Oft er því haldið fram að eigin lífreynsla sé besti skólinn.Ein kona hvers nafn er,er ég búin að gleyma en er úr Samfylkingunni fór mikinn í Silfri Egils í morgun(því miður gat ég ekki hlustað á það allt)og talaði um"beint lýðræði"að leyfa fólki að tala og segja sína meiningu Hvernig í andsk...... stendur þá á því að menn mega ekki opna kjaf.... um þessi mál öðruvísi en að fá á sig stimpil.Hvar er þá þetta beina lýðræði sem Samfylkingarkonan talaði svo fáglega um.Ef einhver hefur nennt að lesa þetta kveð ég þann sama kært og bið hann að koma með athugasemdir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.5.2008 kl. 00:10 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 535995
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki eins og annað sem ekki má koma upp á yfirborðið. Ég bloggaði um daginn um hvað mér findist margir nýbúar tala lélega íslensku og þeir skyldu oft lítið. Veistu það að ég missti vinnu sem ég hef haft í 20 ár. Það er alveg dagsatt Ólafur. Það má ekki tala um neitt hér sem skiptir máli, þó við teljum okkur búa við lýræði, þá ertu um leið stimplaðir ef þú hefur ekki sömu skoðun og hinir. Núna er maður Rasisti ef maður vill ekki ótakmarkaðan straum fólks hingað til lands.
Ég held að margir sem hafa búið í löndunum í kring eins og þú hefur gert, hafi þessa skoðun af slæmri reynslu. Ég hef mjög slæma reynslu af innflytjendum frá Danmörku og fékk einnig sjálf að heyra það stundum. Mér var sagt að koma mér heim.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.5.2008 kl. 21:52
Kvitt og mikið sammála þessu 'Olafur/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.5.2008 kl. 00:06
Sæll Ólafur. Ég er ein af þeim sem trúi alls ekki á skoðanakannanir en auðvitað finnst mér ágætt ef þær passa við mig og mína skoðun hverju sinni . Er það ekki eins og með guð, fólk segist ekki trúa á hann en þegar það lendir í háska þá hrópar það á hann. Best að segja sína skoðun hverju sinni og punktur.
Guðrún Þóra. Þetta er nú alveg ótrúlega ósvífið ef þú ert að missa vinnu út af þessum ummælum því þetta er jú það sem allflestir eru sammála um. Ég hef ákveðnar skoðanir á hvernig megi ráða bót á þessu vandamáli og bloggaði um það einhverntíma (Íslenskan). Sáuð þið bíómyndina um Argentínu í gærkvöld þar sem fólk var fangelsað píntað, misnotað og drepið ef það var ekki yfirvöldum þóknanlegt. Agalegur óhugnaður. En ekki meir um það. bestu kveðjur til ykkar Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:58
Takk fyrir góða pistla - ávallt skrifaðir af miklu viti manns með bæði lífsreynslu og þekkingu. Slíkt kann ég að meta. PS. ég var að finna gamla mynd af Eldborginni sem þú VERÐUR AÐ SJÁ.
Magnús Þór Hafsteinsson, 22.5.2008 kl. 01:05
Sæll Ólafur, mikið er ég sammála þér núna KALL! Guðrún Þóra bloggvinkona, mikið þykir mér það leitt hvernig er komið fram við þig, þetta er skelfilegt ef fólk má ekki hafa skoðun á öllum hlutum, kæru bloggvinir, hverskonar lýðræði er þetta orðið hjá okkur í dag, eða er það eins og mig hefur lengi grunað að við búum við einræði auðvaldsins(Sjálfstæðisflokks). Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.5.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.