Riverdance

Þegar ég sá þessa myndir datt mér strax í hug stjórn efnahagsmála hér á landi.Látið reka á reiðanum uns allt er komið í óefni

 pic1 Telegrafið látið standa of lengi á Stopp. 

 

marcus auditions for riverdance Meðan bankarnir dönsuðu Riverdance á húsnæðismarkaðnum

 

 riverdDM0402 800x548 Og og haldið var áfram að leika sér þótt"fleygið"hallaðist

 

eq0g8y Uns allt var komið á hliðina og þá á

 

Riverdance 3 almenningur að bera byrgðarnar

 

250314156 L og reyna að finna eitthvað til að lifa af

 

Ekki er það mín meining að gera grín að sjóslysum.Og ekki er ég að segja að stjórnendur Riverdance,skipsins sem sést á myndunum hafi látið reka á reiðanum og þessvegna hafi farið svona fyrir skipinu þegar það rak á land við Blackpool 31 janúar í ár.Skipið hreppti mikið óveður á leiðinni frá Warrenpoin N-Írlandi til Heysham in Lancashire.10 af 19 manna áhöfn og 23 farþegum(mest trukkabílstjórar)var bjargað af björgunraþyrlum. 9 menn urðu áfram um borð að reyna að bjarga skipinu en allt kom fyrir ekki.Engin slys urðu á mönnum.Hér eru fleiri myndir af atburðinum

 44396605 riverdance 416 Skipið fyrir óhappið Riverdance og á strandstað stuttu eftir

 

riverdance2 470x313 Flakið af Riverdance og af gömlu seglskipi Riverdance 2 Það vekur óhug hjá öllum sjómönnum að sjá svona myndir.Þetta segir okkur það að slysin ske enn þrátt fyrir alla tæknina.Þess vegna er það áríðandi að vera alltaf vakandi fyrir öryggisútbúnaði og sjá til að öll skipshöfnin sé meðvituð um öll öryggistæki skipsins sem siglt er á.Nú fer að líða að 70 ára afmæli Sjómannadagsins.Ég skora á alla sjómannafjölskyldur að láta þann dag verða eftirminnilegan hver á sínum stað.Ég fagna fréttum dagsins af Landhelgisgæslunni og vona bara að þar verði ekki látið sitja við orðin tóm.Þegar ég bloggaði um daginn um göngu um höfnina gleymdi ég einu af þekktustu skipunum sem heimsótti hana reglulega.Það var:

DAlex Dronning Alexandriane

Sem sigldi áætlunarsiglingar á móti Gullfossi á leiðinni Rvík-Færeyar-Kaupmannahöfn.Áætlun Drottningarinnar var samt svolítið öðruvísi en Gullfoss:Copenhagen, Thorshavn, Trangisvaag, Vaag, Reykjavik.
Return voyages: Reykjavik, Thorshavn, Copenhagen.Einu sinni leituðu 2 ungar íslenskar stúlkur á vit ævintýranna og laumuðust með.Í einhverjum ævintýrum lentu þær sem ekki verða rakin hér.Endalok skipsins urðu þau að það var rifið 1965.Hafi einhverjir haft nennu til að lesa þetta þakka ég þeim fyrir og kveð þá kært


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ólafur.

Góð samlíking efnahagsmálanna við riverdansinn, sannarlega eins og talað út úr mínum huga.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll félagi Ólafur. Þú ert greinilega í góðum gír og þá er allt í lagi. Kveðja. 

Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 05:37

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll Ólafur. Góð líking á þjóðarskútinn.

Kv, Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 7.5.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og þaklæti fyrir mjög góða samlíkingu þarna/svo að mynna okkur á að að er 70 ára afmæli Sjómanndagsins/kær kveðja bloggvinur /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.5.2008 kl. 14:33

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll Ólafur bloggfélagi.Þetta er góð saga hjá þér eins og fyrr.

Guðjón H Finnbogason, 7.5.2008 kl. 18:59

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góð samliking hjá þér

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.5.2008 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband