1.5.2008 | 23:03
Höggvið í sama knérunn
Það er alveg með endemum hvernig stórnarherrarnir höggva alltaf í sama knérunninn.Og hvernig þeir haga sér nú um stundir.Allt látið reka á reiðanum.Þetta var að vísu oft síðasta úrræði seglskipaskipstjóra í illviðrum.En þá varð hafið að vera hreint af skerjum eða boðum.Annars var það glapræði.Mér finnst satt að segja svo margir boðar og sker við sjónarrönd í málum þessa lands í dag að slíkt hátterni sé algert glapræði.
Í dag degi verkalýðsins sem einnig er sagður vera dagur aldraða auk þess að vera uppstigningardagur eru ræður haldnar og fánum veifað.Sumir ráðamenn láta í sér heyra í tilefni dagsins.Tala um verðbólgu og að nú þurfi hinn almenni Íslendingur að herða sultarólina til að vinna bug á henni.Tala digurbarklega um þjóðarsátt.Hvað varð um virðisaukaskattalækunina í fyrra hvert fór hún.Í vasa auðmanna.Mig langa að spyrja"Af hverju þarf almenningur í þessu landi alltaf að taka á sig auknar byrðar vegna einhvers fyrirbrygðis sem heitir"verðbólga"
Hvar eru nú"Útrásarlukkuriddararnir"sem krýndir voru fyrir ca 1 ½ ári síðan.Lukkuriddarnir sem stjórnendur þessa lands hvorki héldu vindi eða vatni yfir,hreinlega óbærilegra hæfileika í fjármálum.Hvar eru þessir lukkuridddarnir nú?Sem tóku uppí 5 föld árslaun(jafnvel meir)venjulegs ellilífeyrisþega á mánuði.Ráðsnilldin reyndist ekki vera svo ýkjamikil þegar á reyndi.Allir sem geta stafað nafnið sitt svona skammlaust hefðu geta leikið þetta eftir ef þeim hefðu verið réttar þær formúgur fjár sem sumir af þessum delum voru færðar upp í hendurnar til að leika sér að.Ég er ekki þannig innrættur að ég gleðjist yfir óförum annara.
En ég get ekki gert að því að ég kenni ekki í brjóst um,þó sumir af þessum riddurum tapin fé.Og það miklu.Og nú vilja þessir herrar fá að seilast í fé Lífeyrirssjóðanna.Fé sem almenningur í þessu landi á að mestu leiti.Fosustukona í helsta Ójafnaðarmannaflokki þessa lands segir m.a í grein í einu af dagblöðunum í dag:" Samfylkingin átti enga aðkomu að stjórn efnahagsmálanna á síðasta kjörtímabili.Hún hlóð hvorki bálköstinn né kveikti í"Gott að vera stikkurí.Svo eftir lofssöng um EBE of fl segir frúin m.a.:""Um þessa sýn okkar jafnaðarmanna eru deildar meiningar í röðum annarra stjórnmálaflokka en kannanir benda til þess að almenningur styðji okkar stefnu í vaxandi mæli""Og tölurnar tala sýnu máli:""Samfylkingin nýtur stuðnings tæplega 26 prósenta landsmanna og tapar nokkru fylgi, samkvæmt nýrri könnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið""og:"" Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur minnkað um 9 prósent frá síðustu könnun Gallups og er nú rúm 58 prósent."Það er von að frúin hæli sér og sínum gerðum.
Ingibjörg Sólrún sagði í þingræðu þ 03-10-2006 þetta:"" Við þurfum að takast á við heilbrigðiskerfið sem þróast stjórnlaust núna í allar áttir og við þurfum að takast á við auðlindirnar og náttúruverndarmálin þar sem ríkir fullkomin óreiða"".Og svo:" Fólkið sem gekk með Ómari niður Laugaveginn var ekki bara að mótmæla því sem er að gerast fyrir austan. Það fólk var líka að mótmæla þeirri hentistefnu, þeim skorti á lýðræði, þeim skorti á gegnsæjum vinnubrögðum sem einkennir stjórnarstefnuna.Við þurfum nýja ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn frjálslyndis og jafnaðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að setja mál á dagskrá, sem þorir að leggja við hlustir, sem leggur áherslu á að rækta sérstöðu og styrk íslenskrar þjóðar. Í þannig ríkisstjórn viljum við samfylkingarmenn vera. -""
Skelfing held ég að margir séu sammála þessum þ.v þingmanninum Ingibjörgu Sólrúnu.Sem 06-12-2006 sagði líka þetta m.a:"" Virðulegur forseti. Samfylkingin mun ekki greiða þessu fjárlagafrumvarpi atkvæði sitt heldur sitja hjá. Hún vísar ábyrgðinni á því alfarið á ríkisstjórnina sem eins og menn hafa orðið varir við hefur hvorki stjórn á efnahagsmálum né ríkisfjármálum. Vextir eru í hámarki, viðskiptahalli nær sögulegu hámarki hvern ársfjórðunginn á fætur öðrum, verðbólgan hefur verið mikil og gengið í sífelldum rússíbana.""Ég man ekki betur en sumir ráherrar þessarar ríkisstjórnar sem nú situr hafi dásamað hina stórkostlegu "Útrás"sem almenningur á nú að fara að súpa seyðið af.
Og svokallaðir sérfræðingar.Enginn Íslenskur sérfræðingur virtist sjá klakkana við sjódeildarhringinn.Varúðarorð erlendra sérfræðinga voru kölluð allslags ónöfnum jafnvel talað um"einelti"Engin spámaður/kona bankana spáði þessum veruleika sem við búum við í dag.Ég vil óska hjúkrunarfræðingum til hamingu með einarða samstöðu sem þeir sýndu í deilu þeirra við Landspítalann.Bara að allur almenningur gæti staðið eins saman og sýnt þessum herrum sem hafa dregið okkur niður í skítinn rétt einusinni enn,hvers samstaða getur verið megnugur.Hingað lesnir kært kvaddir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 535996
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt og satt
Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.5.2008 kl. 23:09
Samfylkingin hallaði sér í ranga átt eftir alþingiskosningarnar og mun súpa seyðið af því en orð þín eru rétt og í tíma töluð.
LÁ
Lýður Árnason, 2.5.2008 kl. 02:02
Sæll Ólafur. Sammála hverju orði eins og oft áður.
"Við þurfum nýja ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn frjálslyndis og jafnaðar. Við þurfum ríkisstjórn sem þorir að setja mál á dagskrá, sem þorir að leggja við hlustir, sem leggur áherslu á að rækta sérstöðu og styrk íslenskrar þjóðar. " tilvitnun lýkur.
Ég tek heilshugar undir þessi orð en þetta á við okkur Frjálslynda en ekki Samfylkinguna sem vill að við göngum í Evrópusambandið sem fyrst og þiggjum þaðan styrki eins og þjóðir sem berjast í bökkum. Reyndar fengjum við varla styrk þar sem okkar lifistandard er mun hærri en í flestum Evrópuríkjum og við því að taka þátt í atvinnuleysi og óáran annarra þjóða , sem er auðvita sjónarmið útaf fyrir sig. Ég vill ekki að við afsölum okkur auðlyndunum , sérstöðu og styrk. Hjúkrunarfræðingar sýndu styrk og samstöðu og ég fagna í hjarta mínu að það skuli vera kvennastétt sem tekur upp fallinn fánann á baráttudegi verkalýðsins og launafólks. Jú jú Ingibjörg leggur við hlustir og heyrir Kína hvísla já og Afganistan hvíslar já í hitt eyrað Minn gálgahúmor.. kveðja til þín minn kæri. flottur pistill.
Kolbrún Stefánsdóttir, 2.5.2008 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.