4.5.2008 | 13:31
Nú til dags
Það er ýmislegt að ske í landsmálum sem gamall sauður eins og ég lætur fara í taugarnar á sér.Nú höfum við séð ýmsar afleiðingar af því að hlusta ekki á allar viðvörunarbjöllur sem hljómuðu í fyrra.Danir,bretar og fl vöruðu við fjármálahorfum á Íslandi.Ráðherra þessara mála hér brást reiður við.Sem og allir"sérfræðingar"hérlendist.
Sem töldu enga hættu á ferðum og spáðu "mjúkri"lendingu efnahagsmála. Það er eins og íslendingar geti aldrei séð að sér í peningamálum.Mér dettur stundum í hug að ég sé samnefnari fyrir hinn raunverulega íslending hvað sparnað í peninga málum varðar.Hef aldrei kunnað með peninga að fara Nú eru gefnar út bækur og haldin námskeið sem bera hin ýmsu nöfn:Eitt nafnið er eitthvað á þessa leið"Þú ert moldríkur"Þetta sé allt mjög auðvelt bara að borga niður höfuðstólinn.
Hljómar vel,en þarf ekki fólk að eiga fyrir afborgunum til að geta gert það?Einhvern vegin hefði ég talið það.En mér finnst ég skilja að vissu leiti ungt fólk í dag.Þegar ég var að alast upp höfðum við bara dagblöð og gömlu"Gufuna"Ég man að ég hvorki las eða hlustaði á auglýsinar.Manni leiddust auglýsingar allavega í útvarpi því þær gátu stytt "Óskalög sjómanna"og"Óskalög sjúklinga"eða" Lög unga fólksins"
En hvernig er þetta í dag það er eiginlega enginn stundlegur friður fyrir auglýsingum t.d. í sjónvarpi.Og ekki nóg með það.Eftir bílaauglýsingar og þessháttar koma svo kannske þættir eins og"Innlit útlit" eða "Hæðin"og hvað þeir heita nú allir þessir þættir.Og blöðin eru full af viðtölum við fólk sem virðist hafa nóg af peningum handa á milli.Ég veit að margt af þessu fólki vinnur mikið í þessu sjálft og því ber að hrósa.En gerir fólk sér grein fyrir hugsun 5-6 ára barns sem kannske býr með einstæðri móður sinni.Þegar það sér flott barnaherbergi fullt af leiktækjum-föngum.Og vil fá samsvarandi.Hve mörgum einstæðum foreldum skyldi hafa verið ýtt út í foræði skulda með öllu þessu auglýsingaflóði.T.d með merkjaflíkum og þessháttar.
Öll eigum við þá ósk að börnum okkar líði vel.En með svona stanslausum auglýsingaáróðri er vandlifað.Og svo í dag er svo hægt að fara á námskeið í öllum fjandanum.Sum ekkert annað en peningaplokk.Ég er að hugsa um að fara að halda námskeið í að sitja námskeið.Það væri margt vittlausara.En sum námskeið eru nauðsynleg t.d námskeið Slysavarnaskóla og 1stu hjálpar námskeið og fl.Það virðist ekkert að ske í landsmálum þó allar viðvörunarbjöllur hringi.Ríkisstjórnin heldur að sér höndum allavega enn.Það virðist allt látið reka á reyðanum.Hjúkrunarfræðingar voru við ganga út.Ekkert gert þar í málum fyrr en í síðustu lög.
Framundan er,allavega eftir fréttum gjaldþrot hjá fjölda ungra fjölskyldra..Ríkið er búið að græða ca 1.3 milljarða á auknum skatti á bensíni eftir gengisbreytingum undanfarið.1,3 milljarðar fram yfir áætlanir fram yfir fjárlög.Þó er ekki hægt að lækka bensín.Og alltaf er verið hrósa tekjuafgangi af ríkisbúskapnum en allt virðist vera að fara til fjan.....Orð eins og "vonandi"og"allt bendir til"eru voða vinsæl nú um stundir hjá ráðamönnum þjóðarinnar.Það er umhugsunarvert að lesa grein eftir Ragnar Önundarson í Fréttablaðinu í dag.Og hvet ég fólk til að lesa hana.Greinin endar á þessum orðum.:"
"Frjálshyggjumenn telja sjálfum sér trú um að efnahagsvandinn sé ,,lausafjárkrísa og að nóg sé að prenta meiri peninga. Vandinn er miklu víðtækari og alvarlegri. Þegar verðbólur tóku að myndast á sama tíma víða um heim, 2003-4,nokkuð sem ekki hefur gerst síðan frjálshyggjan reið síðast húsum fyrir 1930, vöruðu menn við. Bókstafstrú á afskiptaleysi í hagstjórn varð til þess að ráðamenn skelltu við skollaeyrum.
Á næstu árum mun óhjákvæmilega koma til uppgjörs við frjálshyggjuna. Hún er ekki gallalaus frekar en aðrar stefnur. Þó að ,,moðið á miðjunnisé leiðinlegt er líklega skásti kosturinn að rifja upp gamlar og þaulprófaðar hugmyndir um meðalveg hins blandaða hagkerfis. Hér á landi getum við ekki leyft okkur aðláta þá sem verða undir éta það sem úti frýs. Við eigum ekki að apa tísku í hagstjórn upp eftir stórþjóðum heldur láta mannúð og skynsemi ráða. Hagstjórn þarf að miða við velferð fjöldans.Er frjálshyggjan að bregðast?"
Ég læt þessu þusi lokið og kveð þá sem lesið hafa,kært.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er alveg rétt. Ég tek undir við Ragnar Önundarson og segi út með frjálshyggjuna inn með frjálsyndið bestu kveðjur til þín, þörf umræða, kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 4.5.2008 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.