11.4.2008 | 23:17
Seðlabanki
Hér á árum minnir mig að hafa heyrt m.a.af forsvarsmönnum XD að Vilhjálmur Egilsson væri meðal fremstu sérfræðinga Íslands og þó víðar væri leitað í hagfræði Ferill hans er hér m.a:".Stúdentspróf MA 1972. Viðskiptafræðipróf HÍ 1977. MA-próf í hagfræði Suður-Kaliforníu-háskóla í Los Angeles 1980 og doktorspróf 1982. Hagfræðingur Félags íslenskra iðnrekenda sumurin 1978 og 1981. Hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands 1982-1987. Framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands 1987-2003. Fulltrúi (skrifstofustjóri) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Whashington 2003. Ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu 2004-2006. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins frá 2006.Nú virðist ekkert að marka þessi maður segir.En þetta segir hann nú m.a.
Enn og aftur hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti sína, nú í 15,5%, og enn og aftur er það misráðin ákvörðun af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur alveg litið fram hjá því við vaxtaákvarðanir sínar á undanförnum misserum að íslenska fjármálakerfið verður sífellt alþjóðlegra og tengdara erlendum fjármálamörkuðum. Sú staðreynd hefur dregið úr virkni hefðbundinnar peningamálastefnu auk þess sem víðtæk verð- og gengistrygging fjárskuldbindinga hefur haft sömu áhrif. Ótæpilegar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því ekki unnið á verðbólgu heldur verið undirrót ójafnvægis og gengissveiflna sem hafa valdið íslensku atvinnulífi miklum skaða.
Nú þegar íslenska bankakerfið og ríkið búa allt í einu við afar takmarkaðan aðgang að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum hefur það mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt atvinnulíf. Greiður aðgangur að erlendu lánsfé hefur verið undirstaða uppgangs og framfara í atvinnulífinu og nú þegar sá aðgangur hefur takmarkast svo mjög mun hægja verulega á efnahagslífinu. Háir vextir á Íslandi virka svo sannarlega við slíkar aðstæður og herða á samdrættinum þannig að búast má við verulegum erfiðleikum í atvinnulífinu ef aðgangur að erlendum fjármagnsmörkuðum rýmkast ekki á ný. Peningastefna Seðlabankans er mikið áhyggjuefni fyrir atvinnulífið og íslenska krónan er sífellt að veikjast sem samkeppnishæfur gjaldmiðill. Sé litið til þriggja mælikvarða þ.e. verðbólgu, vaxta og gengis gagnvart öðrum gjaldmiðlum, stendur íslenska krónan höllum fæti sama hvert litið er. Þessi veika samkeppnisstaða krónunnar hefur ýtt mjög undir umræður innan atvinnulífsins um hvort íslenska krónan eigi yfirleitt framtíð fyrir sér sem gjaldmiðill þjóðarinnar.
Annar sérfræðingur um stefnu Seðlabankans:""Seðlabankinn hefur misst trúverðugleika sinn og það er orðið sjálfstætt efnahagsvandamál," segir Gylfi Magnússon dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Bregðast verður við segir hann með því að skipta um stjórn bankans og setja yfir hann fagmenn í stjórn peningamála og styrkja gjaldeyrissjóð bankans um leið. Gylfi segir nauðsyn á að stjórnvöld sýni þá djörfung sem til þarf að endurheimta traust Seðlabankans.Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivextina í gær og hefur sætt mikilli gagnrýni í framhaldinu. Bent hefur verið á að háir stýrivextir bíti lítt á verðbólguna. Gylfi Magnússon segir margt vera að í efnahagsstjórninni og breytinga sé þörf, ekki síst á Seðlabankanum.
Gylfi segir vel þekkt að aðgerðir seðlabanka þurfi að vera trúverðugar eigi þær að bera árangur. Einfaldast væri, í stað bankastjórnar og bankaráðs, að setja eitt bankaráð yfir Seðlabankann, bankaráð sem tæki allar helstu ákvarðanir bankans. Slík breyting krefðist mikillar dirfsku stjórnvalda, Gylfi vill ekki segja til um líkindi til að farið verði að þessum ráðum hans""Hvernig getur staðið á að viðvaranir og tillögur þessara manna eru einskins virtar.Þetta er alveg sama sagan og með Hafró.Bara þeirra sérfræðingar hafa rétt fyrir sér og eru hafnir yfir alla gagnrýni.Í Zimbabe ríkir þjóðhöfðingi sem er búinn að keyra fjárhag landsins til fjand...Þessi þjóðhöfðingi notar allskonarklækitil að halda völdum.Nú er stakkurinn farinn að þrengast hjá honum.Nú bíður maður bara eftir að hann verði skipaður seðlabankastjóri landsins.Það verði hanns síðasti klækur Kært kvödd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.4.2008 kl. 02:45 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 535908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir nokkuð. Það er nú oftast þannig að ráðamenn þjóðarinnar telja sig besta í öllu og það á ekkert eftir að breytast. Það eru margir sem taka hverja gráðuna á fætur annarri í námi en nýtast smt ekki til neins þrátt fyrir það. Ráðamenn þjóðarinnar virðast hafa alveg ónæthæfa ráðgjafa ef þeir hafa þá einhverja.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 12.4.2008 kl. 05:56
Sæll Ólafur, ætli þetta vandamál skapist ekki út af því að við lifum í kapítalisma hér í þessu þjóðfélagi, allavega finnst mér að peningarnir hafi mjög mikil völd. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 12.4.2008 kl. 08:10
http://hva.blog.is/blog/hva/entry/503484
Einfaldast og hagfelldast til lengri tíma litið Óli, er að taka upp evru, loka þessari stofnun sem heitir Seðlabanki og fá Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl bankanna...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.4.2008 kl. 15:09
Sæll félagi. Þetta er að mínu áliti rétt hjá Helga hér að ofan að við lifum í kapitalísku þjóðfélagi og þar vigta peningar þungt. Við frjálslynd viljum frelsi í viðskiptum og enga einokun. Afskipti ríkisvaldsins eiga að vera í algeru lágmarki og blandað hagkerfi. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur var með fyrirlestur hjá Frjálslyndum konum í hádeginu í dag og þó ég sé oft sammála honum t.d. með stýrivextina (gagnleysi þeirra ) þá er ég algerleg ósammála því að gefast upp á stjórnun efnahagsmála og ganga í EB, bara til að fá einhverja styrki og losna við sveiflur í krónunni en taka yfir sveiflur í atvinnuleysi og detta niður í einhverja meðalmennsku sem ég tel að fylgi aðildinni. Hvað er einfalt og hagfellt við það. Hvað með kvótann okkar í sjávarútvegi? Eru menn tilbúnir að kasta honum frá sér? Halda menn að það sé hægt að halda honum og fá styrki líka? Ég er ekki trúuð á það en ef hægt er að semja um að við fáum allt frítt og fullt af peningum þá er það auðvitað góður díll, bara fínt. Sem sagt Óli minn ég trúi ekki lengur á jólasveininn kær kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 12.4.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.