Hafró

 

Skelfing er oft leiðinlegt að hlusta á fréttir nú um stundir..Sérfræðingar Hafró segja  að allt sé farið til fjand....Þessir sérfræðingar stofnunarinnar hafa allt aðrar skoðanir á þessum málum en færustu sérfræðingar sem ekki starfa hjá þeim hafa.Ég vil gefa fiskifræðingi sem ekki starfar hjá þeim orðið:

""Furðulegast af öllu er að ráðamenn skulu leyfa Hafró að halda þessari niðurrifsstarfssemi áfram endalaust. Nú sitja í ríkisstjórn 2 ráðherrar sem áður hafa lýst mikilli vantrú á ráðgjöf Hafró, en þeir hafa nú snúist um 180 gráður og beygja sig í duftið. Annar er ráðherra sjávarútvegs en hinn ráðherra byggðamála. Þetta vekur upp spurningu um hvað valdi þessari hlýðni við "vísindin" og hver RAUNVERULEGA stjórni þessu. Það er ekki aðeins verið að valda tjóni á Íslandi heldur riðar sjávarútvegur til falls víðast í hinum vestræna heimi. Það er verið að búa til hungursneyð með því að banna mönnum að sækja sjó" Svona skrifar Jón Krstjánsson 22.2.2008.

 

 Ég bý í Vestmannaeyjum og réri hér á árum áður.Þá þurfti 8-10,12 neta trossur til að ná samsvarandi afla sem þeir eru að fá í 4 trossu með sama netafjölda.Mig langar að vitna í grein eftir Grétar Mar í „Vaktinni"í dag 11-04,þar sem hann skrifar:

""Stærsta vandamál Hafrannsóknar stofnunnar er það hve mjög stofnuninn tekur mið af togara rallinu eingöngu, á kostnað annara gerða veiðafæra svo sem neta og línu. Eftir niðurskurð í þorskveiði heimildum á síðasta ári, eftir að togararall taldi sig ekki finna nægilegt magn af smáfiski sem lagt var til grundvallar þeim niðurskurði, brá svo við að í kjölfarið hafa skyndilokanir svæða sett Islandsmet, þ.e.a.s 100 skyndi lokanir vegna of mikils magns af smáþorski í afla.Nákvæmlega þetta atriði segir nægilega mikið til um það að togarararallið sýndi ekki fram á þá nýliðun sem þarna er í raun á ferð og segir okkur sjómönnum, að hrygning hafi heppnast 2 3 árum áður og óhætt sé að auka veiðar nú.Sömu sögu er að segja um rækjurall síðasta sumars sem sýndi einnig fram á meiri þorsk á miðunum.Þorskur á öllum miðum, sem þó má ekki veiða.

 Sjaldan eða aldrei hefur orðið vart við eins mikinn þorsk allt í kring um landið á flóum og fjörðum og nú undanfarna tvo mánuði sem er  sannarlega ánægjulegt en eigi að síður sorglegt að stjórnvöld skuli ekki eygja sýn á það atriði að rannsóknir kunni að vera vafa undirorpnar og í ljósi þess sé hægt að auka þorskveiðiheimildir nú þegar um að minnsta kosti 40 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári.Rækjurallið síðasta sumar sýndi meiri þorsk en áður á Íslandsmiðum. Þorskur á djúpslóð þ. e.a.s.400-600 faðma dýpi á Hampiðjutorginu miðja vegu milli Íslands og Grænlands er eitthvað sem sjómenn hafa ekki átt að venjast en vart var við hann í fyrra og nú í febrúar þar sem hann var hann að ganga til Íslands að hrygna. Í netaralli síðasta árs hefur aldrei fundist meira af þorski, en ekki virtist tekið tillit til þess, samt sem áður""

 Svo mörg voru þau orð.Það hefur verið,eins og kallað var í gamla daga"landburður"af fiski hér í Eyjum í vetur.Allir skipstjórar sem ég þekki og þekkja til þessa svokallaða togararalls,kalla það "arfavitlausa" aðgerð sem ekkert sé að marka.Fólk er ekki búið að gleyma loðnuleitinni í vetur.Samt berja stjórnendur Hafró hausnum við stein og segja alla fiskistofna komna langleiðina til fjan....

Í sambandi við þetta má minna á orð  ráðherra menntamála sem  lýsti því yfir í fréttum ríkissjónvarpsins í gærkveldi að skilaboð íslendina til umheimsins væri að virða bæri mannréttindi. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að hún er ráðherra í ríkisstjórn sem lætur sig litlu varða það álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna að á Íslandi séu brotin mannréttindi á fólki (kvótakerfið).Kært kvödd

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband