Lífið og tilveran

Ég ætla að byrja á formálanum á blogginu mínu:„Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Vestmannaeyjum,þar sem hann býr.Líf í sátt og samlyndi við alla“


 

Bið menn að hafa þetta í huga við lestur á þessum hugleiðingum.Maður sest stundum niður og fer að reyna að nota þessar sellur er eftir urðu er  við“Bakkus“ skildum að skiftum til að reyna að botna svolítið í lífinu og tilverunni.Kannske meir í tilverunni því lífið skröltir áfram á sínum gömlu tólum. Peningur  hafa alltaf verið mér óþægur ljár í þúfu.Ég hef aldrei kunnað með þá að fara.Var oft í góðum plássum og þénaði vel.Þeir sem hafa haft Bakkus að förunaut þekkja vel hve dýr hann er í rekstri.Svo lauk því tímabili og ég fékk smá vitglóru í kollinn en ekki hvað peninga varðar.En hvað um það.Ég get ekki á nokkurn hátt skilið hina svokallaða hagfræði.Það er ofar mínum skilningi að ef ég (og mínir líkar)sem er  ellilífeyrisþegi með 120.000 á mánuði fæ nokkura % hækkun á mánuði þá set ég af stað eitthvað sem heitir „Verðbólga“.

 

Í  mínum huga er sama í hvaða fjand... fjárfestingum menn festa sína peninga.Hvort það heitir,Virkjanir hvaða nafni sem þær nefnast, Álver, Olíuhreinsistöð, Flugfélög, Verslanasamsteypur,eða hvað þetta heitir nú allt saman allt.Allt stefnir að því að búa til hluti eða verknaði sem hinn almenni þegn kaupir og borgar fyrir,Nú virkjanir sjá allskonar iðnaði fyrir rafmagni þar á meðal álverum sem framleiða ál sem svo aftur er notað í allskonar hluti í bílaframleiðslu og svo í potta og pönnur svo eitthvað sé nefnd.Olíuhreinsistöðvar hreinsa hráolíu svo hún sé nothæf á bíla sem diselolía og bensín,Flugfélög flytja fólk sem þarf að komast milli staða þá þá oftar en ekki í sumarleyfi.Í verslunarkeðjunum kaupir maður svo mat.fatnað,skótau auk annars til hins daglega lífs.Að mínu mati er sá hópur alltaf að stækka sem ekkert getur látið eftir sér.

 

Bilið á milli hins ríka og hins fátæka er alltaf að stækka því miður hér á landi.Þetta féleysi hins almenna borgara hlýtur að segja til sín fyrr en síðar.Þegar fólk fer að halda að sér höndum í t.d bílakaupum.potta og pönnukaupum.Það hlýtur svo að minnka olíu og bensínkaup.Fólk hefur ekki lengur efni á sumarleyfisferðum utanlands.Nú fata og skókaup hljóta að minnka.Mér finns eitthvað vera hér sem ekki gengur upp.Ég taldi mig hafa lesið það að „krakkið“mikla í USA hafi stafað út af því að verðlag og laun héldust ekki í hendur.Skemmur fylltust af óseljanlegum varningi.Vegna þess að hinn almenni borgari gat ekki keypt eins mikið og áður hafði verið. Peningar, og það mikið af þeim eru hringsólandi(í þess orðs fyllstu merkingu samanber þyrlukaup sumra auðmanna)einhverstaðar fyrir ofan okkur.

 

Þessi ófögnuður er að senda menn með taugaáföll inn á spítala að sögn.Það hlýtur að fara að koma að þeim degi að ég og við hin hérna niður á jörðinni fáum að fá meira af peningum svo við getum keypt meir af þeim afurðum sem á endanum koma út úr öllum þessum fjárfestingum hvaða nafni þær nefnast.Í mínum huga er þessi svokölluð"hagfræði"bara kenningar sem menn hafa sett fram.Ekki neinar staðreindir eins og það að 2x2 eru 4.(þó að ráðherra fjármála og fl vilji stumdun halda öðru fram)Svo fá menn Nóbelsverlaun fyrir þessar kenningar og menn læra þær í háskólum og allir verða að fara eftir þeim.Þeir sem hafa haft nennu til að lesa  þessar hugleiðingar mínar séu kært kvaddir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta eru góðar hugrenningar ,einmitt núna/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.4.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 535908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband