31.1.2008 | 23:04
Gömul hús,gömul skip
Það er verið að tala um að "friða"hús í Reykjavík.Það er talið nauðsynlegt að friða þau út af sögu þeirra.T.d hús á Klapparstígnum þar sem einhver skemtistaður er til húsa.Húsið er talið hafa svo mikið sögulegat gildi fyrir það t.d. að þekkt íslensk poppstjarna á að hafa tyllt sínum fótum þar inn fyrir dyr.Það er sagt um gamla fúakofa sem komnir eru að falli að það beri að varðveita þá,vegna sögulegs gildis.Þessi eða hinn höfðinginn hafði kannske litið inn þar.Það eiga alltaf að vera nógir peningar til í svona"gæluverkefni" að mati margra.
Það hefði kannske átt að varðveita "Höfðaborgina"
En ef á að varðveita á eitthvað frá undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar t.d.sjávarútvegi þá eru engir peningar til.Ef einhver sem les þetta hefur fylgst með bloggi mínu þá muna þeir þegar ég bloggaði um b/v Ingólf Arnarsson.Sem sigldi inn í Reykjavíkurhöfn fánum prýddur 18 febr 1947.Þá alfullkomnasta fiskiskip í heimi.Engum ég endurtek engum ráðamanni sama í hvaða geira þeir eru datt í hug að minnast þessa merka atburða.Hvað þá að mönnum dytti í hug að varðveita neitt hvað varðaði það skip..Það er talað um að það þurfi að varðveita hús af því að þekkt popstjarna hafi stigið fæti inn í húsið.
Ég hef ekkert á móti þessu í sjálfu sér.Þessi stúlka hefur"komið Íslandi á kortið"eins og oft er sagt.,En hvaða hag hefur hinn almenni borgari af þessari stjörnu,Ég ætla ekki að dæma um það en ég er viss um að sá afli sem Sigurjón heitinn Stefánsson hinn happasæli skipstjóri á "Ingólfi"færði að landi á skipi sínu hafi verið þyngri í hinni almennu pyngu,ríkissjóði.Mig minnir að Sjómannadagsráð hafi nú séð sóma sinn að heiðra hinn nú látna heiðursmann.
Ekki datt þeim hjá forsetaembættinu að veita honum þá virðingu og þann heiður sem mér finnst hann hafa átt inni hjá þjóð sinni.Mig langar að minnast á aðra 3 menn og tek þá eiginlega af handahófi.b/v Sigurður VE 15 var smíðaður í Seebeck Werft skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýskalandi árið 1960 og var afhentur eigendum sínum í september það ár. Skipið var smíðað fyrir Ísfell á Flateyri, en það fyrirtæki var í eigu Einars Sigurðssonar, Einars ríka, eins og hann var oftast nefndur. Í dag gerir Ísfélagið Sigurð út.
Sigurður hlaut fyrst einkennisstafina ÍS 33 en var aldrei gerður út frá Flateyri heldur Reykjavík enda var hann síðar skráður í Reykjavík og hlaut þá einkennisstafina RE 4. Hann var í eigu Ísfells til 1984. Þá eignast Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hann og 1992 verður hann eign Ísfélagsins þegar Hraðfrystistöðin og Ísfélagið sameinast. Þá fær hann einkennisstafina VE 15.
Bára KE3 fyrsta skipið sem Kristbjörn stýrði
Sigurður var smíðaður með það fyrir augum að gera hann út til karfaveiða við Nýfundnaland en togarar höfðu þá mokað karfanum upp þar. Skipstjóri á Sigurði er hann kom til landsins var Pétur Jóhannsson(sá hinn sami og var skipstj,á b/v Hvalfellis sjá síðasta blogg)en hann var það einungis fáa túra, því skömmu eftir að Sigurður hóf veiðar var karfinn við Nýfundnaland uppurinn og því lítil verkefni fyrir skipið, enda var því lagt um hríð.
Árið 1963 hóf Sigurður veiðar að nýju, þá sem togari á Íslandsmiðum, undir skipstjórn Auðuns Auðunssonar og varð þá strax mikið afla- og happaskip og hefur verið æ síðan. Guðbjörn Jensson tók við skipstjórn á Sigurði haustið 1965 og var með hann þar til í september 1966 en þá tók Arinbjörn Sigurðsson við skipstjórninni og var með Sigurð til ársins 1973 er hætt var að gera skipið út sem togara í september það ár. Þá var Sigurði breytt í nótaveiðiskip en sú breyting var gerð í Kristjánssandi í Noregi. Sigurður aflaði afbragðsvel sem síðutogari og á árunum 1963 til 1972 varð hann átta sinnum aflahæsti togari landsins og mesti afli sem hann kom með í einni veiðiferð voru 537 tonn af karfa og þorski.
Sigurður VE15 með eitt af sínum mörgu"Fullfermum"
Nótaskipið Sigurður kom til landsins eftir breytingarnar vorið 1974 og frá þeim tíma hefur Kristbjörn Árnason, Bóbi eins og hann er yfirleitt nefndur, verið skipstjóri þar, en á tímabili var Haraldur Ágústsson skipstjóri á móti honum. Sigurður bar um 900 tonn þar til byggt var yfir skipið en það var gert í Hafnarfirði árið 1976 af skipasmíðastöðinni Stálvík.
Eins og áður sagði hefur Sigurður verið mikið aflaskip og eftir að skipinu var breytt í nótaskip hefur það alla tíð aflað afbrags vel. Árið 1975 setti Sigurður m.a. met er skipið landaði rúmlega 40 þúsund tonnum á árinu.Eins og áður sagði var Haraldur Ágústsson skipstjóri á Sigurði á móti Kristbirni(Bóbó)Árnason.Haraldur lést af slysförum 7. ágúst 1994.Í 45 og þar af 34 ár á Sigurði hefur fg Bóbó fært milljarða verðmæti að landi.Hefur þessi mikli aflamaður hlotið einhverja viðurkenningu frá forsetanum eða þjóðinni nei ekki svo ég viti, Nei forseti sér enga ástæðu til að heiðra þennan mikla aflamann.Það er sennilega af honum slorlykt.Enga slor eða fjósalykt í sölum Bessastaða.
Valberg II ex Guðbjartur Kristján og Víkingur III
Hver vegna er ég að nefna þetta.Ég geri mér algerlega ljóst að ekki verður Bói"stoppaður upp"En við getur enn varðveitt skipið hans,og hins mikla aflamanns Haraldar sem var mótskipstjóri hans í byrjun.Að vísu myndi ég vilja að skipinu yrði breytt í sína upphaflegu mynd.Þ.e.a.s.togara.Ég veit ekki annað en þessir 3 systurskip auk hans séu síðustu"síðutogarar"sem þjóðverjar byggðu En við getum gert annað til halda til að t.d.að halda nafni Bóa og annara síldar/loðnuskipstjóra á lofti.Það vill svo til að í Vestmannaeyjum er í dag gerður út bátur sem heitir Valberg II.Ég veit ekki annað en að skipið sé systurskip m/b Engeyjar sem ég vil meina að Bói hafi verið með,á sínum tíma.Þessi bátur Valberg II er sá eini eftir af þessum síldar og vertíðarbátum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga í Noregi uppúr 1960 sem enn er til algerlega óbreittur.Mér finnst að það eigi að vernda þessi skip til að framtíðar íslendingar sjái hvaða tæki voru notuð til skjóta fótum undir lífskjör þeirra.
Þann 10 júlí 2006 lét Sigurður Haraldsson af störfum sem skipstjóri á Björgúlfi EA eftir einstaklega farsælan feril.Sigurður fór á sjó innan við fermingu og var fyrst lögskráður á skip 15 ára að aldri. Hann hefur starfaði í sjávarútvegi allar götur síðan. Hann hóf störf hjá Útgerðarfélagi Dalvíkinga árið 1967 sem skipstjóri á togaranum Björgúlfi EA (eldri). Næsta skip Sigurðar var skuttogarinn Björgvin EA sem hann sótti nýjan til Noregs árið 1974. Hann varð síðan skipstjóri á núverandi skipi, Björgúlfi EA-312, árið 1977. Skrokkur þess skips var smíðaður í Noregi en Slippstöðin á Akureyri lauk smíði skipsins.
Á þeim tæpu 30 árum sem Sigurður hefur stýrt skipinu hefur það fært um 110 þúsund tonn af bolfiski á land. Nær allur sá afli hefur verið unninn í fiskvinnslunni á Dalvík og miðað við núverandi gengi krónunnar má áætla að útflutningsverðmæti afurðanna sé nálægt 30 milljörðum króna!Ekki veit ég til að Sigurður hafi hlotið annan heiður fyrir fengsæla skipstjóratíð en einn blómvönd frá Samherja!!!.Það þykir ekki við hæfi að svona menn séu heiðraðir.Þeir þekkja ekkert eða lítið til kaffihúsasetu og heimspekilegra umræðu um stórskáld sögunnar.En segja mætti mér að menn kæmu ekki að tómum kofunum hjá þeim í þeim efnum ef út í það er farið.Mér finnst satt að segja skömm að þessu.Það er draumur margra sjómanna af minni kynslóð að varðveita nokkur skip.Ég er búinn að nefna 2 en þau koma fleiri til greina
Fv skip Sigurða Björgúlfur er nú kannske full ungur til að fara að úrelda hann.En þegar röðin kemur að"skrota"Framnesi IS ættu menn að hugsa sinn gang.Ef mig misminnir ekki er hann sá eini eftir af fyrstu skuttogurum sem byggðir voru í Noregi uppúr 1970 sem enn eru í landinu.Svo er það náttúrlega v/s Óðinn sem kom til landsins fyrir réttum 48 árum.Hann á náttúrlega að varðveita engin spurning.Annað væri eins stór ef ekki stærri smánarblettur á íslensk stjórnvöld í sjávarútvegi og þegar Ingólfur Arnarson var seldur í teskeiðar til Spánar,
v/s Óðinn við komuna 28 jan1960
Mér finnst viðkomandi sveitafélög og ríki eigi að koma ríkulega að þessu.Alveg eins og hægt er að kaupa fúaspýtur hingað og þangað um landið fyrir milljarða.Sum af þessum skipum mætti öruglega nota til siglinga á sumrin í sambandi við ferðaþjónustu.Sigurður frá Vestmannaeyjum,Valberg frá Reykjavík.Stefnir frá Ísafirði.Og yrðu þau staðsett t.d.á þessum stöðum.Nú Óðinn mætti svo nota til allslags fundarhalda í Reykjavík.Auk þess sem þessi skip væru svo til sýnis og notuð til fræðslu komandi kynslóða um sjávarhætti þess tíma sem nú er liðinn undir lok,Þá sem hafa nennt að lesa hingað,kveð ég kært
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
kolbrunerin
-
gudruntora
-
gmaria
-
dala
-
nafar
-
valmundur
-
johannesgylfi
-
gudrunmagnea
-
rheidur
-
gretarmar
-
magnusthor
-
nilli
-
georg
-
lydurarnason
-
reykur
-
johanneliasson
-
helgigunnars
-
hector
- kerfi
-
kallimatt
-
jonsnae
-
jp
-
jaj
-
hva
-
valurstef
-
sigurjonth
-
einherji
-
fiski
-
jakobk
-
harhar33
-
rs1600
-
iceman
-
thorirniels
-
kjartan
-
oliskula
-
1kaldi
-
gretar-petur
-
jon-o-vilhjalmsson
-
skulablogg
-
floyde
-
ragnarb
-
meistarinn
-
palmig
-
aevark
-
morgunbladid
-
zumann
-
jensgud
-
gutti
-
gudni-is
-
saethorhelgi
-
geirfz
-
iceship
-
fuf
-
saemi7
-
ketilas08
-
kokkurinn
-
einarorneinars
-
xfakureyri
-
siggith
-
stormsker
-
valli57
-
markusth
-
luf
-
framtid
-
vefritid
-
jakob
-
postdoc
-
jenni-1001
-
mal214
-
partners
-
iceberg
-
valdivest
-
torfis
-
gattin
-
malacai
-
benz
-
gumson
-
hildurhelgas
-
minos
-
seinars
-
skinogskurir
-
krist
-
thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.3.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ferð um víðann völl félagi.Það ertil skammar að ekkert skip hafi verið varveitt einginn togari eða bátar og lítið úr sjávarútvegi þá eru ekki til peningar þegar minst er á þetta.Sex hundruð miljónir fyrir tvö hús og svo segir Borgarstjórinn að þessir peningar komi í kasann aftur,hvernig og hvenær ekki veit ég.Gamla búðin Vaðnes á Klappastígnum þar sem maður gat keypt smiglið í gamla daga það á að fryða til hvers ég er vissum að það heldur hvorki vatni né vindi,ef það á að gera eithvað af viti þá á að taka þessi slæmu og ljótu hús og rífa þau niður og byggja falleg hús þar og ekki hvað sem er,ekki nýja Morgunblaðshöll.Kv.kokkurinn
Guðjón H Finnbogason, 31.1.2008 kl. 23:24
Þarna erum við sammála 'Ólafur það er um sjáfarútvegin og skipin og sögu og verndun hennar,lika Slippfélagið i Rvik h/f sem stofna ver 1902 annað af fyrstu hlutafélögum á landinu,Vestmannaeyjar voru á undan,með það fyrsta/þarna á ekkert að vera til sýnis af Þessu gamla,bara byggja fyrir listamenn þarna við myrargötu/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 1.2.2008 kl. 16:16
Heill og sæll Ólafur.
þetta er frábært hjá þér vel unnið þú átt heiðursklið fyrir þitt framtak.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 4.2.2008 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.