Á Ingólfi Arnar 1960

 

Það er jan árið er 1960 Forsætisráðherra segir í áramótaræðu m.a:"Við Íslendingar misstum forðum sjálfstæðið okkar vegna þess að hver höndin var upp á móti annari,ekki tókst að friða landið fyrir blindu sundurlyndi og óslökkvandi ábyrgðarlausum ríg þeirra manna sem börðust um völdin"""Annar stjórnmálamaður segir m.a.í ávarpi:""Ég trúi því sannleiki/að sigur þinn/að síðustu veginn jafni/(Þ.Erlingsson) Hafmeyjan á tjörninni sprengd í loft upp.Moggin segir með stóru letri:."Skrílmennska á hástigi."KK og Ellý Vilhjálms og Óðinn Valdemarsson í Þórskaffi.Haukur Morthens á Röðli.

 

 b/v Ingólfur Arnarsson RE 201 við bryggju í Reykjavík

 

Ég er á togaranum Ingólfi Arnarssyni.með hinum ástsæla skipstjóra Sigurjóni Stefánssyni,4 janúar seljum við á Ingólfi 167 tonn fyrir 12.261 sterlingspund.í GrimsbyToppsala.Ég er skráður netamaður og eftir vaktalista pokamaður.Ég get nú ekki annað brosað að hve alvarlega maður tók þessar nafngiftir á síðutogurunum.Við skulum athuga það nánar.T.d bátsmannsvaktin.Efst :NN bátsmaður,NN pokamaður, NN gilsari.NN forleisi.NN forhleramaður.NN litli gils NN afturleisi NN.aðst.maður afturhlera,NN aðstoðarm forhlera,NN nálakarfa,pontari og næturkokkur.Einhvernveginn þannig leit vaktalistinn út.Það þótti mesta upphefðin eftir vaktaformannsstarfið að vera pokamaður,Hann tók á móti afturhleranum ,leysti frá pokanum og tók í blökkina,

 

Næst á listanum var svolítið varíandi eftir skipum.Það fór eftir hver slakaði út með vaktaformanni.Á sumum skipum var það forleisismaðurinn en á öðrum gilsarinn.Það var upphefð að"slaka út"með vaktaformanni.Það þótti heldur betur upphefð sem aðstoðarmaður við forhlera að vera gerður að forhleramanni.Þetta er nú að verða hjá mér eins og ég lýsti í gær með að "taka það á öðrum endanum" úti á Hala í 10 vindst.Fólk skilur sennilega minna í þessu rugli hjá mér nú,en þær gerðu blessaðar dömurnar í leigubílunum hér í den.

 

 b/v Ingólfur Arnarsson

 

Maður tala nú ekki um ef  t.d 2 "gilsarar"hvor af sínu skipi hittust og buðu kannske 2 dömum með í bíltúr austur á Selfoss eftir"ball".Svo voru menn með "það óklárt"(þ.e.a.s.trollið)og voru rétt kannske búnir að ná því kláru þegar til alvöru lífsins kom,þegar komið var í bæinn aftur.Og svei mér þá ef sumar"dömurnar"voru ekki ornar það klárar í óklárum trollum að þær hefðu vel getað"tekið það á öðrum endanum"ef á það hefði reynt..Þær þurftu líka stundum að ná upp athygli kappsamra"gilsara" sem voru kannske ornir þreyttir eftir"tekið það á öðrum endanum"lýsingarnar.Mætti segja að stundum tækju þær þá kannske"upp á öðrum endanum"eða þannig.

 

En yfirleitt allt fór þetta vel.Stundum sló í brýnu utan við dansstaðina en það var þá kannske vegna þess að einhver daman átti vin á 2 togurum sem svo óheppilega vildi til að voru samtímis í höfn:Þó ég taki svona til orða um kvenfólkið er það ekki á meinn hátt sagt til að gera lítið úr neinum,Við vorum öll í blóma lífsins og reyndum að njóta þess hver á sinn hátt.Ég minnist  þessara stúlkna með virðingu og söknuði í huga.Og margar eiga t.d.inni hjá mér afsökunarbeiðni vegna ýmissa atvika,en nóg um það.En þetta voru dýrðlegir tímar.

Sigurjón skipstjóri á tali við hinn fræga ævintýramann Dawson fiskkaupmann í Grimsby,

Maður ungur og hraustur"mátulega"(alltof mikið að mínu mati nú)kærulaus,og átti stundum heiminn,með öllu sem í honum var.Skipshöfnin eins sú besta sem þekktist enda skipastjórinn dugmikill öðlingur.Öllum leið vel undir hans stjórn.Út af góðmennsku hann ílengdust nokkrir menn hjá honum sem kannske hefðu ekki ornir"mosavaxnir"á öðrum skipum allavega ekki með svona miklum aflamanni sem Sigurjón var.Ég læt hér fylgja með frásagnir af einum.

 

Ég tek það mjög skýrt fram að með þessum sögum er ég ekki að kasta neinni rýrð á minningu þessa gamla góða vinar míns(en það var hann vissulega)eða reyna að gera lítið úr honum á neinn hátt.Það má engin taka það svo.En ég brosi með sjálfum mér þegar ég rifja upp samveruna með þessum lítilmagna sem kannske batt bagga sína ekki sömu hnútum og samtíðarmennirnir.Sigurður Einarsson  eða Siggi Sír eins og hann var kallaður var maður lítill vexti og grannvaxinn.Hann var kannske ekki alveg eins og fólk er flest enda ólæs og skrifandi og hafði lítillar skólagöngu orðið aðnjótandi.Siggi var meinleysingi sem engum gerði illt allavega ekki meðvitandi,en gat verið illskeyttur ef honum fannst á sig hallað.

 

Hann var í mörg ár á "Ingólfi"Sigurjóni sagðist svo frá að Siggi hefði legið í sér lengi um að fá hjá honum pláss en hann alltaf getað komið sér hjá því enda þekkt mjög vel til hans.Báðir ættaðir úr Dýrafirði.Svo kom að því sem sennilega mjög sjaldan skeði að auglýst var eftir hásetum á"Ingólf"Þulurinn hafði varla sleppt orðinu þegar síminn hringdi hjá Sigurjóni og var það þá Siggi að biðja um pláss.Sigurjón sagðist engan vegin hafa getað sagt að það væri fullráðið svo hann fékk plássið. Áður en hann kom á Ingólf hafði hann verið undir handarjaðri Ólafs sem kenndur var við "Brytan",í mörg ár og hafði Ólafur notað hann til allslags snúninga og var hálfgerður fjárhaldsmaður fyrir hann einnig.Þessi fjárhaldsmannsstaða mun svo smásaman hafa færst yfir á Sigurjón skipstjóra.Margar góðar sögur eru til af Sigga.

 

Þegar Siggi byrjaði á"Ingólfi"kom Grímur Jónsson sem þá var 1sti stýrimaður þar,framm í lúkar að taka manntal Þegar kom að Sigga  og Grímur spurði hann hvenær hann væri fæddur þá svaraði Siggi með fæðingardegi og mánuði.Já og hvaða ár ertu fæddur spurði þá Grímur.Þá komu vomur á Sigga þar til hann sagði:Það veit ég ekkert hún veit það hún Sigga(en hún mun hafa verið systir Sigurjóns skipstjóra og fermingarsystir Sigga)OK við slummpum þig fertugan sagði þá Grímur. Þannig leystist málið allavega í bili.Þegar hann kom svo í fyrsta sinn á skrifstofu Bæjarútgerðarinnar að ná í kaupið sitt var hann í fylgd með undirrituðum og fleiri góðum mönnum. Þegar kom svo að því að Siggi skyldi kvitta fyrir peningunum kom babb í bátinn Siggi kunni ekki að skrifa nafnið sitt. Hann vildi bara setja kross eins og hann mun hafa gert alltaf hjá Ólafi en það vildi Ingibjörg galdkeri Bæjarútgerðarinnar til margra ára ekki samþykkja.

 

Varð af þessu nokkur reykistefna sem lauk með því að eftir að samráð hafði verið haft við Sigurjón skipstjóra kvittaði Óli R fyrir launum Sigga í þetta sinn en svo var víst komið á einhverju kerfi sem allir gátu sætt sig við.Krossinn var víst látinn duga þar til að Sigurjón hafi svo kvittað.Einnig henti það í byrjun veru Sigga á"Ingólfi"að Ingibjörg var að reyna að útskýra fyrir honum launaseðilinn. Sagði m.a:hér er svo það sem þú hefur borgað í skatt.Þegar Siggi heyrði á skatta minnst umturnaðist hann og hreyttti út úr sér:mig varðar ekkert um þetta það er búið að kæra þetta alltsaman.En svo mun hafa verið mál með vexti að Ólafur á Brytanum hafði kært útsvar Sigga árið á undan.En Siggi blessaður skildi ekki rétt mikið í skattgreiðslum eða peningamálum yfirleitt.Siggi var stórreykingamaður og sleppti helst aldrei síkarettunni úr munninum.Við komu sínan um borð í"Ingólf"var hann settur í nálakörfuna,pontið og skipaður næturkokkur.Seinna bættist svo aðstoðarmanns við afturhlera við.Þótti Sigga mikil upphefð að því starfi og mun hafa svarað mönnum í landi sem spurðu um starf hanns:Ég er aðstoðarmaður á afturhlera á Ingólfi .

 

Sinnti hann svo þessum störfum meðan hann var á"Ingólfi"og það með ágætum.Siggi var mjög vanafastur og allt fór eftir sérstökum reglum hjá honum sérstaklega hvað varðaði nálakörfuna og urðu þær jafnvel strangari með árunum . Kom oft ýmislegt spaugilegt fyrir ef menn fóru ekki eftir reglum hans sérstaklega kvað að þessu í sambandi við menn sem voru að byrja á skipinu og ekki þekktu til.Það var merkilegt,hvað hann slapp alltaf vel við að blotna á ferðum sínum um skipið á stími í brælum.Vanir menn biðu oft til að sæta lagi þegar þeir voru að taka sjensa stakklausir,en rennblotnuðu svo er þeir hlupu.En Siggi kom bara beint út og aftureftir án þess að líta í kringum sig og blotnaði aldrei og fór oftast alveg aftur í gang en ekki á keisinn eins og flestir gerðu allavega í slæmum veðrum.Einu sinni í frekar slæmu veðri sést Siggi koma lallandi(í stakk þó)tekur þá skipið á sig allmikinn sjó og gangafyllir.Rjúka menn í skyndi úr brúnni til að sjá hvernig honum reiddi af.Bjuggust jafnvel ekki við að sjá hann meir.En viti menn hafði kall þá tekið keysinn aldrei þessu vant.

 

Svipað skeði einu sinni í brælu S-af Stórhöfða.Verið var að"streða"enda sæmilega góður afli.En þeir Sigurjón og Grímur vóru snillingar að halda skipinu til þegar verið var að taka trollið í brælu.Grímur var með"Ingólf" í þetta skifti.Var verið að taka trollið sér þá Grímur ólag stefna á skipið og hrópar:forðið ykkur frammá sem hvað allir gera nema"Sírinn"Sáu menn það síðast og heyrðu að hann stóð bíspertu með rettuna á sínum stað aftur í ganginum og neyðaróp frá Grími: Sigggggi Sigggggi. Helltist nú brotið svona yfir fordekkið aftarlega að virðist og hvarf t.d.brúin sjónum manna frammá. Þegar fjarar svo út af skipinu vóru menn tilbúnir að hlaupa afturá til bjargar Sigga,jafnvel stórmeiddum ef að hann væri þá yfirhöfuð um borð.

 

Stendur þá ekki kall spertur að vanda með rettuna í munninum og ekki einusinni dautt í henni.Alveg makalaus og faktíst ógleymanlegt þeim sem sáu.En brotið hafði einhvernveginn bara komið á fordekkið..Siggi kynntist konu sem hann bjó með um tíma.Fljótlega eftir að þau hófu búskap hætti Siggi á"Ingólfi"og fór á"Eyrina"hjá Eimskip.Hans aðalstarf var að húkka af/á vörubrettum.Eitt skifti hafði stæða hrunið niðri í lest í einu af skipunum.Ef rétt er munað var Valdimar Björnsson frá Ánanaustum yfirverkstjóri er þetta gerðist.Kom nú Valdi sjálfur á vettvang og skipaði mönnum sínum spilmönnum,lúgumönnum öllum niður í lest að hjálpa til. Þar á meðal Sigga.Siggi sem ekki áttaði sig almennilega á hver maðurinn virkilega var vatt upp á sig og svaraði"Mér kemur þetta ekkert við, farðu bara þangað niður  sjálfur"

Meira varð víst ekki um vinnu hjá Eimskip fyrir Sigga.Kom hann þá aftur um borð í "Ingólf"Svo var það einhverju sinni á heimleið af miðum að Siggi er að færa Grími stýrimanni  kaffi upp í brú að Grímur fer eitthvað að ganntast við Sigga og tala um hvað það verði nú gott fyrir hann(Sigga) að ná frúnni volgri í rúmminu eða eitthvað í þeim dúr.Það er meira en þú getur sagt hreitti Siggi út úr sér um leið og hann hvarf úr brúnni.

En Grímur var alla tíð einhleypur.Siggi var allan tíman á Ingólfi í næturkokkarínu og sen fyrr segir í nálakörfunni.Svo var hann til hjálpar kokkunum í siglingum.í einni af fyrstu siglingunum,fékk Kári kokkur honum það verkefni að gera ganginn afturí hreinan.Læt hann hafa gúmmívettlinga og svo skildi hann fara niður í vél og fá"ketilsóda"(sterkur sódi þó ekki eins sterkur og vítissóti,sem notaður var á gufukatlana)í niðursuðudós sem Kári lét hann einnig hafa ásamt venjulegum uppþvottakúst.En þeir í vélinni létu hann óviljandi(sögðu þeir)hafa vítissóda.Þegar Siggi kom svo inn í búr að sækja 3ja burstan fór Kári að athuga málið.Var þá Siggi búinn að þvo allan skít og mestalla málinguna af töluverðu af ganginum.

 

Margar miningar á ég af honum í höfnum erlendis enda var ég einn af hans(að hans eigin mati)bestu ráðgöfum í samskiftum í ýmsa ónefnda aðila þar.Mér þótti alltaf vænt um kallinn og stóð okkar vinskapur til að hann dó.Síðustu árin minnir mig að hann hafi búið á Hrafnistu(er þó ekki akveg viss)en ég var þá hjá Ríkisskip og heimsótti hann mig oft um borð í skipin.Hann hringdi líka stundum í mig og bað mig að lána sér fyrir"rettum"það gerði ég með glöðu geði.Það var aldrei mulið undir Sigurð Einarsson.Blessuð sé minninga þessa einfalda sómamanns

Það er nú sumt svolítið á reiki í þessu.Ég er t.d ekki viss að systir Sigurjóns hafi heitað Sigga mig minnir það bara og læt það standa.Einnig hvort það var Valdi frá Ánanaustum var verkstjóri hjá Eimskip þegar Siggi var látinn fara þaðan það er ég heldur ekki klár á minnir það samt.Í von um að einhver geti brosað með mér(þó engu hæðnisbrosi)að þessari upprifjun kveð ég ykkur kærlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Ragnarsson

Höfundur

Ólafur Ragnarsson
Ólafur Ragnarsson
Ýmsar hugleiðingar settar fram af manni, sem seint verður kallaður einhver spekingur,en leyfir sér að hafa skoðanir á ýmsum hlutum.Þ.e.a.s elliærum fyrrverandi sjómanni og áhugamanni um gott líf á Íslandi og þá sérstaklega í Eyjum,þar sem hann býr og lifir vonandi í sátt og samlyndi við alla. 
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...age_1269290
  • Miss Marple First Image
  • 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 535995

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband