26.1.2008 | 20:19
"Skrökvað fram yfir ystu brún"
Gamall maður forhertur í pólítík lætur gamminn geysa í DV 23 sl Talar um grautargerð.Voru ekki eldaðir fleiri en einn grautur?Smakkaði svo ekki viss persóna í ætt við hann á öllum tegundunum Og fann svo"sinn"Steingrím".Með demantrúsínum og stráðum gullsykri.
En svo lækkaði í grautarskálinni og engin fékkst ábótin.Rétti kötturinn komin í bólið sitt"og til að éta sinn graut."".Þetta er eitthvað það argasta frumhlaup sem ég þykist hafa séð á minni pólitísku ævi","segir þessi gamli pólitíkus um nýjan meirihluta í borginni. Hann efast einnig um að Ólafur F. Magnússon sé maður til þess að standa undir því sem hann er að taka að sér.,
Argasta frumhlaup sem ég ÞYKIST(letrbr mín)hafa séð.Á bls 191 í bókinni"Valdatafl í Valhöll eftir fv flokksbræður þessa aldna garps þá Anders Hansen og Hrein Loftsson,segir m.a.um aðdraganda að stjórnarmyndum Gunnars Thoroddsen 1980"" þá lagði Geir Hallgrímsson til (eftir að Benedikt Gröndal hafði skilað inn stjórnarmyndunarumboðinu.28 jan 1980 aths.mín)að sérhver þingmaður kannaði með viðræðum við þingmenn annara flokka alla möguleika.
Tók Sverrir Hermannsson undir og orðaði það svo,að nú væri það "maður á mann aðferðin" sem ein dyggði.Á bls 202:segir m,a;"""Um Sverri Hermannsson er það að segja,að Gunnar taldi ekki ósennilegt,að hann myndi fylga sér í stjórnarsamstarf.Sverrir kveðst hafa leikið tveim skjöldum(það vantar ekki"skildina"í þessa fjölskyldu,aths, mín)og vitað um ráðagerðir Gunnars frá Tómasi Árnasyni allt frá því í desember.,Segir Sverrir,að sér hafi verið boðin ráðherrastaða en hann hafi hafnað henni.Til sín hafi komið með gylluboð frá Gunnari,Guðlaugur Bergman kaupmaður í Karnabæ,
Vitað er að Gunnar og Guðlaugur eru málkunnugir og hafði sá síðarnefndi meðal annars keypt hús Gunnars í prófessorahverfinu er Gunnar flutti á Víðimel.Þessi saga Sverris er þó ólíkleg.Guðlaugur segist aldrei við Sverri Hermannsson hafa talað.Þeir þekktust ekki einu sinni.Fráleitt er að halda því fram að þeir hafi hittst á einhverjum leynifundi eða að Guðlaugur hafi borið Sverri boð.Gunnar Thoroddsen segir einnig tilhæfulaust að Sverri hafi verið boðin ráðherrastaða.
Athyglisvert er aftur á móti,að Sverrir segist hafa vitað um tilburði Gunnars frá upphaf.Ef svo er,hvers vegna lét hann engan vita um þá vitneskju sína áður en það var um seinan?Hvers vegna sagði hann við framsóknarmenn að hann væri líklega tilbúinn í ævintýrið.,ef því fylgdi engin alvara?Var hann aðeins reyna að komast að hinu rétta í málinu,og ef svo er,til hvers ætlaði hann að nota þá vitneskju sína?Var hann ef til vill á báðum áttum?
Getur jafnvel verið,að tal Sverris um stuðning við Gunnar hafi orðið til þess að gera stjórnarmyndunina mögulega?.Hlaut það ekki að styrkja Gunnar,er það fréttist yfir til Alþýðubandalags og Framsóknarflokks að jafnvel Geirsmaðurinn Sverrir Hermannsson fylgdi Gunnari að málum-Slíkra spurninga hafa margir spurt.""Á bls 221 segir m.a;"" Og ég skal játa það að þennan mann(framsóknarmann sem umræddur öldungur kallar"garp nokkurn sem hann muni ekki nefna aths mín)dró ég á löngum asnaeyrum,alveg þar til yfir lauk.
Ég sagðist ekki trúa honum og þá herti hann róðurinn.Hann sagðist vita betur,vita mikið.En ég svaraði aldrei nei við þessu:að fara í kompaníið,en bað alltaf stöðugt um fresti,""Á bls 222 Segir m.a:"Og ég skal trúa ykkur fyrir því,að ég tók líklega í það,því ég vildi halda öllu í teygju""(tekið úr ræðu Sverris á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins 1980)Hér lýkur tilvitnun í lesmál bókarinnar en undir mynd af þessum aldan kappa(sem ég virkilega dáði sem stjórnamálamann á mínum Íhaldsárum)á myndasíðum á milli bls 208 og 209 ,stendur:"Sverrir Hermannsson í ræðustól neðri deildar Al.ingis----Ýmsum hefur þótt þáttur hans í stjórnarmyndunarviðræðunum harla einkennilegar"".
Hér lýkur til vitnunum mínu í bókina "Valdatafl í Valhöll""Hver er það sem nú talar um grautarmall.Tókuð þið eftir orðunum "þykist hafa séð"Ég held að mikið í pólitík þeirra feðgina sé bara í "þykustunni"Alltaf verið að ljúga upp á þau sakleysingann og fara á bak við þau.Þau standa aldrei í neinu"baktjaldamakki"Og alltaf verið að níða skóinn af þeim.Aftur að DV greinininni:"
Sverrir segir þó undarlegt að Ólafur tali um lýðræði og heiðarleik vegna þess að samt skrökvar hann að sínum nánustu samstarfsmönnum", segir Sverrir og á það við Margréti, dóttur sína, sem hann segir Ólaf hafa sett í undarlega aðstöðu.
Sverrir segir að Ólafur hafi verið frumkvöðullinn að meirihlutanum sem nú er frá að hverfa en nú skrökvar hann fram yfir ystu brún að henni um að það sé ekkert á ferðinni. Hann fullvissaði hana fram eftir öllum degi að hér sé ekkert að ske og hann muni senda út leiðréttingu á þessum orðrómi. Hverju má hún þá eiga von á ef hún heldur áfram að vera handkurra hans? Við hvað mun hún vakna einn góðan veðurdag? Maðurinn hefur fyrirgert öllu trausti sem til hans má bera."
Sverrir segir ljóst að Ólafur sé á leiðinni í Sjálfstæðisflokkinn þótt hann muni ef til vill taka nokkur andartök" áður en að því verður. Til þess eru refarnir skornir. Geir [Haarde] er búinn að gefa út yfirlýsingu á fullkomnu trausti á þessum ósköpum. Hann hefur að vísu alltaf haft traust á Vilhjálmi en líka þessum sex eða sjö sem liggja í skítnum síðan í október."
Sverrir segist ekki hafa mikla trú á endingu nýja meirihlutans enda sé ekki hægt að gera neitt úr því sem ekkert er fyrir." Þetta er alveg með ólíkindum að horfa á þetta. Ýmsu hef ég nú kynnst á minni pólitísku ævi en aldrei séð svona grautargerð fyrr. Ég held mér frá því að segja dóttur minni til enda er hún fullfær um það sjálf en þetta er engu lagi líkt og getur ekki endað nema með ósköpum. Þetta tórir ekki kjörtímabilið. Það er hægt að gefa þessu þrjár vikur. Því miður fyrir okkar virðulegu höfuðborg sem þarf að búa við þessi ósköp.""Hér lýkur tilvitnunum í greinina í DV
Skelfin er nú að lesa þetta.Ég held að þessi aldni pólitíkus sé að kasta steinum úr glerhúsi búinn að gleyma öllum gömlum refsskaps.Ég held nefnilega að það séu ekki alllir refirnir skornir,Á bls 221 tekur öldungurinn svo til orða:""Menn gjalda stundum lausung við lygi""
Ég las einhverntíma að"í byrjun er það orðið - en að lokum glamuryrðin".Ég er þeirrar skoðunnar að þegar hinn aldni kappi(fjarskyldur frændi minn,báðir komnir úr frá Bárði Illugasyni í 6 lið)segi"skrökvar"þá er hann að að segja ósatt.Hann er vanur að nota kjarnyrt orð í skrifum og hefði hann sagt t.d.:Ólaf F "ljúga að sínum nánustu samstarfsmönnum"þá hefði ég trúðað hinum kjarnyrta gamla ref.Þetta á við í öll þau skifti sem hann notar orðið"skrökva"Mér finnst það orð eiginlega ekki eiga heima í orðaforða hans.
Ég er ekkert svakalega hrifin af þessum nýja meirihluta og vil vera hlutlaus,Enda kemur mér hann lítið við.En atburðir síðustu daga og hvernig ráðist er á mann vegna einhverra ímyndarða veikinda líkar mér ekki.Mér finnst það ekki fara, gömlum vestfirskum,pólitískum ref sem kann alla klækina vel að leggast svo lágt sem raun ber vitni,ráðast á garðinn þar sem hann er allægstur.Ég minnist þess á"trollaraárunum"þegar maður hélt fullum leigubíl af fólki agndofa í hrifningu af sögum hvernig maður"tók það á öðrum endanum"úti á Hala í NA 10,Stundum var það svo svakalegt að sagan dugði til Selfoss og heim aftur.Svo horfðu þessar"elskur"á mann tárvotum augum af hrifningu yfir hetjunni sinni.Ég efast stórlega hvor okkur frændunum(fjarskyldum að vísu)tókst betur með lygaþvættinginn.Hingað lesnir séu kært kvaddir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 535994
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ert þú að koma "sterkur inn", þykir mér.
Og segi bara eins og fyrsti formaður okkar Frjálslyndra:
Ja, nú þykir mér stungin tólg!
Árni Gunnarsson, 26.1.2008 kl. 21:00
Sæll Ólafur.
Svo vill til að sú er þetta ritar varð þess persónulega vitni að því hvernig Sverrir viðhafði vinnubrögð til þess að ná fylgi manna við sig sérstaklega,þegar hann á sínum tíma lenti í deilum við menn við upphaf stofnunar Frjálslynda flokksins.
Sú aðferð er í stuttu máli sagt sú að " segja mönnum frá því að aðrir tali illa um þá "
Aðferð sem mér líkar ekki og mun aldrei líka og segir meira um þann sem slikt viðhefur en hundrað þúsund orð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.1.2008 kl. 02:17
Já, "fjölskyldustjórnmálin" eru orðin að "klækjastjórnmálum" eða eru fjölskyldueinkennin að koma meira upp á yfirborðið?
Jóhann Elíasson, 27.1.2008 kl. 20:01
Góður pistill hjá þér og áhugaverður. Þetta er auðvitað gömul saga og ný með pólitískt plott en fer mönnum illa að brigsla öðrum um vammir og skammir sem hafa hagað sér eins og etv. verr. kveðja til þín Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 3.2.2008 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.