20.1.2008 | 22:19
1959
Á þessari vertíðinni 1959 skeði margt sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt í framhaldinu.Ég talaði um að ég hefði kynnst"sætustu"stelpunni á böllunum.Nokkrum árum seinna átti ég eftir að giftast henni og vera það til allmargra ára.Þarna í Eyjum eignaðist ég góðra vini og að þeim vinskap bý ég enn þann dag í dag.Vesmannaeyingar tóku á móti mér með útbreiddum armi sem ég einnig bý að enn í dag.Góðvild og hjálpsemi sem er þeirra aðalsmerki.
Til v Léttir báturinn sem fleytti mér síðasta spölinn í land í jan 1959,Og svo hinar fallegu Vestmannaeyjum
En þessi vetrarvertíð 1959 var mikil ógæftavertíð allavega jan og febrúar.Örfáir róðrar farnir þessa mánuði.Og mannskaðar urðu miklir.Stax 2 jan tekur mann úf af togaranum Sólborg.
Hið nýja og glæsilega Grænlandsfar sem fórst í jómfrúarferðinni í jan 1959
30 janúar ferst danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft í ofviðri í sinni fyrstu ferð.Það var sagt fyrir Jómfrúarferðina að skipið gæti ekki sokkið.Það sama og var sagt um Titanic 1912 þegar það skip fórst einnig í jómfrúarferð og með því 1500 manns.Með Hans Hedtoft fórust 95 manns.Snemma í febrúar fær skip Eimskipafélagsins Tungufoss á sig brotsjó milli Færeyja og kastaðist á hliðina.Áhöfninni tókst með þrautseigju að færa farminnn til í skipinu og með því og dælingum mili balasttanka tókst að rétta skipið.Og komst það klakklaust til hafnar
Tungufoss skip Eimskip sem fékk á sig brot.En komst hjálparlaust til hafnar.
Síðan koma fréttir af þeirri hættu sem b/v Þorkell Máni lenti í á heimleið af Nýfundnalandsmiðum.En með ótrúlegu atgerfi og sjómennskuhæfileikum tókst skipstjórnendum að vinna baráttuna við storm og ísingu.Hæst bar þó að það slys þegar togarinn Júlí frá Hafnatfirði fórst við Nýfundnaland með 30 manna áhöfn 9 febrúar.Sá yngsti 16 ára en elsti 48 ára.
Lengst til v hinn harðduglegi skipstjóri á Þorkeli Mána Marteinn Jónasson í brúarglugganum á skipi sínu.En Marteinn ásamt skipshöfn sinni bjargaði skipinu þar sem m.a. yfirvélstjórinn brenndi af davíður bjargbátanna svo þeir yfirísaðir losnuðu frá skipinu.Það m.a. átti sinn þátt í að þeir sluppu lifandi frá hildarleiknum.Í miðju Þorkell Máni í höfn"rúinn"bjargbátanna,Lengst til h skipið sjálft
Togarinn Austfirðingur kom aðeins við í Reykjavík eftir viðkomuna í Eyjum þar sem ég fór af og hélt síðan á Nýfundnalandsmið og lenti í sama veðri.Menn sem um borð voru hafa sagt í mín eyru að afburða sjómannshæfileikar Guðmundar skipstjóra hefði bjargað lífi þeirra.
T.v b/v Júlí sem fórst við Nýfundnaland og b/v Austfirðingur sem slapp úr hildarleiknum
En ég slapp sem betur fer við þennan hildarleik.15 febr ferst sjómaður af slysförum um borð í b/v Þorsteini Ingólfssyni.
Til v v/s Hermóður sem fórst út af Stafnesi í febr.1959.T.h Ísaður togari kemur í höfn
Aðfara nótt 18 febrúar Vitaskipið Hermóður ferst við Stafnnes og með því 12 menn.Út af þessum sjóslysum (Júlí og Hermóðs) sagði Jón Pálmason þv forseti Sameinaðs Alþingi m.a:""Helfregnir berast nú dag eftir dag/dauðans er mikilsvirk hönd,/úthafið syngur sitt útfararlag/öldurnar grenja við strönd/Íslenska þjóðin er harminum háð,/hrópar í neyðinni á guðlega náð/.
T.v Langanes NK30 t.h Goðaborg NK1 sem undir stjórn Hauks Ólafssonar bjargaði áhöfn Langaness
21 febrúar sekkur vélbáturinn Langanes NK30 18 sjm NV af Eyjum.m/b Goðaborg NK skipstjóri Haukur Ólafsson bjargar áhöfninni 6 mönnum.28 febrúar drukknar sjómaður í Reykjavíkurhöfn.15 mars er farið að leita lítils báts frá Eyjum með 3 Ungverjum.Þeir bjargast með ólíkindum í land undan bænum Fornusöndum í V-Eyjafjallahreppi.
Til v Gulltoppur VE177 á leið til hafnar í Eyjum og svo á Þykkvabæjarfjöru
16 mars strandar vélbáturinn Gulltoppur Ve 177 í Þykkvabænum.Báturinn hafði fengið í skrúfuna og rak í átt til lands.M/b Sindri undir stjórn Júlíusar Sigurðssonar(kenndur við Skjaldbreið)tókst að koma vír í bátinn 4 sinnum en hann slitnaði alltaf Skutu svo Gulltoppsmenn út gúmmibát og komust allir í hann nema stýrimaðurinn,Gúmmíbáturinn var svo dreginn að Sindra og mönnunum bjargað um borð í hann.Júlli renndi svo Sindra upp að Gulltoppi og gat stýrimaðurinn sem,ef mig misminnir ekki þess meir var hinn,seinna fengsæli og nú,látni skipstjóri á Gullbergi,Guðjón Pálsson,stokkið um borð í Sindra..Ég vona að ég verði leiðréttur,ef ég fer hér með rangt mál.
Sindri VE203 sem hinn ötulli sjósóknari Júlli á Skjaldbreið var með er hann bjargaði áhöfn Gulltopps
Af Gulltoppi er það að segja að hann náðist út.11 árum seinna var ég stm á þessum bát þegar hann 5 maí 1970 sökk undan Portlandi og Einir SU bjargaði okkur.Skipstjóri á Einir var Ríkharður Sighvatsson(Rikki í Ási)Báturinn hét þá Norðri.Svo var það 8 apríl(1959) að skáldið og aðalskakarinn Ási í Bæ fellur fyrir borð á bát sínum Hersteini.En Óskar Þórarinsson(frekar þekktur sem Skari á Háeyri nú kunnur skipstj og útgerðarmaður í Eyjum)kastar sér eftir honum og bjargar
Sjómenn spila á fína strengi fiðlu dauðans stundum slitnar strengurinn og sjómaðurinn gistir hina votu gröf.Þó að þessir 2 mánuðir jan og febr.1959 hafi kostað 45 íslenska sjómenn og kannske ekki sambærilegir vegna 2ja stórslysa gefur þetta samt svolitla innsýn í sjómannslífið á þessum tíma.Og munið það ungu menn að hætturnar eru allstaðar þó þið séuð komnir á stærri og fulkomnari skip.Ein er sú hætta sem bæst hefur við þær sem sjómenn þess tíma bjuggu kannske alveg eins mikið við.En það er eldurinn.Hann hefur alltaf verið fyrir hendi en gerfiefni nútímans gera hann ennþá hættulegri.
Sjómenn berjast við einn versta óvininn ísinguna
Menn geta ekki rifjað upp eina vetrarvertíð hér á árum áður en að komast út í slysahornið.Þetta er bara sagan.Þegar maður gamall maður rifjar þetta upp þá minnist maður þessara manna sem hlutu hina votu gröf.Þetta voru kannske góðkunningar manns fv skipsfélagar og kammeratar.Og þið sjáið það af þessum endurminningum að það er sama hvaða tegund sjómennsku menn stunda.Hvort það heitir far eða fiskimennska þá eru menn að fást við sömu hætturnar.Og munið að Sjómannadagurinn er til að minnast þessara manna enginn annar dagur tekur yfir hans verksvið.Munið það ráðherrar og forustumenn sjómanna að minningardagur um baráttu sjómanna við storm eld og ís heitir "Sjómannadagur"og hann á að halda fyrsta sunnudag í júní, annað er lögbrot.Og þið sem skammist ykkar fyrir að taka þátt í hátíðarhöldum sjómanna í tilefni þess dags.Hundskist bara til að vera heima hjá ykkur.Lesið ykkar atómljóð afturábak og áfram og skammist ykkar fyrir lítillæti gangvart þessum degi.Degi þar sem sigrum er fagnað og ósigrar eru harmaðir.Hingað lesnir séu kært kvaddir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ólafur Ragnarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kolbrunerin
- gudruntora
- gmaria
- dala
- nafar
- valmundur
- johannesgylfi
- gudrunmagnea
- rheidur
- gretarmar
- magnusthor
- nilli
- georg
- lydurarnason
- reykur
- johanneliasson
- helgigunnars
- hector
- kerfi
- kallimatt
- jonsnae
- jp
- jaj
- hva
- valurstef
- sigurjonth
- einherji
- fiski
- jakobk
- harhar33
- rs1600
- iceman
- thorirniels
- kjartan
- oliskula
- 1kaldi
- gretar-petur
- jon-o-vilhjalmsson
- skulablogg
- floyde
- ragnarb
- meistarinn
- palmig
- aevark
- morgunbladid
- zumann
- jensgud
- gutti
- gudni-is
- saethorhelgi
- geirfz
- iceship
- fuf
- saemi7
- ketilas08
- kokkurinn
- einarorneinars
- xfakureyri
- siggith
- stormsker
- valli57
- markusth
- luf
- framtid
- vefritid
- jakob
- postdoc
- jenni-1001
- mal214
- partners
- iceberg
- valdivest
- torfis
- gattin
- malacai
- benz
- gumson
- hildurhelgas
- minos
- seinars
- skinogskurir
- krist
- thjodarheidur
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 536141
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er skemtileg grein hjá þér og ég held ég hafi kynst öllum þessum kargterum og einhverjum er ég í ætt við.Ég er sammála þér með að bera hag eyjana mikils það er bara þannig.Þetta er áhuga verð síða hjá þér og vona að ég geti komist í að lesa hana.Hafðu þökk fyrir.
Guðjón H Finnbogason (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 22:57
Sæll Ólafur.
Alveg er það frábært að lesa svona fróðleik.
Ekki vissi ég það að Óskar á Háyyri hefði bjargað Ása í Bæ fyrr en núna.
Pabbi heitinn Óskar Két, sem var á sjónum í gamla daga í Eyjum sagði margar sögurnar, þanning að mörg nöfnin kannast maður við, af sjóhetjum Eyjamanna.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.1.2008 kl. 00:05
Óli, þú ert að draga á land þvílíkan fróðleik að þú hefur ekkert leyfi til að til að hætta nema í besta falli meðan þú skýst í mat.
Ég vil fá þetta á bók og veit að þú átt nóg eftir af efni.
Árni Gunnarsson, 21.1.2008 kl. 10:09
Ja þvílíkur fróðleikur ég er alveg agndofa eftir lesturinn og eftir þennan lestur geri ég mér grein fyrir því hvað ég veit í rauninni lítið um þetta tímabil. Ég tek undir með Árna að þú verðir bara að gefa þetta og annan fróðleik sem þú hefur komið með hérna s.s ferðasögurnar og fleira, á bók. Hafðu bestu þakkir fyrir.
Jóhann Elíasson, 21.1.2008 kl. 23:26
Takk fyrir þetta Óli , móðir mín hefur oft sagt mér söguna af afa þegar hann bjargaði áhöfninni á Gulltopp , enda var hún þá í sveit í Þykkvabæ og horfði á þetta frá fjörunni . kv .
Georg Eiður Arnarson, 22.1.2008 kl. 06:49
Heill og sæll og þakka þér fyrir þetta, það er með ólíkindum hvað þú ert duglegur að grafa upp þessar sögur bæði úr þínu minni og öðrum gögnum. Mörgum af þessum slysum man ég vel eftir.
'Eg tek undir með þeim sem vilja fá þig til að skrifa en meira um þessi mál.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.1.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.